Allt á suðupunkti í Bandaríkjunum vegna Afganistans

Joe Biden skrapp úr sumarfríi sínu til að flytja ræðu um ástandið í Afganistan. Eftir ræðuna fór hann beint aftur í sumarfrí í Camp David. Kamala Harris passaði sig á að láta ekki sjá sig með Joe Biden (sem hún gerir annars alltaf) við ræðuna. Hún var stutt og hann vildi ekki ræða við blaðamenn eftir töluna.

Kamala Harris lætur sig líka hverfa, hún er að fara til Víetnams og annars ríkis, dálítið kaldhæðnislegt að hún fari til Víetnams, þegar stjórnmálaskýrendur bera saman ástandið í Saigon 1975, þegar Bandaríkjamenn þurftu að flýja af húsþaki sendiráðsins við sókn N-Víetnama inn í borgina. Sama ástand er á Kabúl flugvelli og sömu þyrlur björguðu sendiráðsstarfsfólk af þaki sendiráðsins í Kabúl.

Nú er ástandið verra, margfalt verra, því að a.m.k. 11 þúsund Bandaríkjamenn eru strandaglópar, utan ótal aðra borgara annarra landa, þar á meðal Afgana sem eru að reyna að flýja land.

Í ræðunni kenndi Joe Biden alla aðra en sjálfan sig um ástandið, t.a.m. Donald Trump og Afgana sjálfa. Sagðist hafa erft málið en gleymir því að hann er skipstjórinn nú og ræður framvindu mála. Donald Trump hafði sett skilyrði fyrir brotthvarf Bandaríkjanna úr landinu í viðræðum sínum við Talibana, sem þeir síðarnefndu héldu þar til Joe Biden tók við valdataumum. Ekki einn einasti bandarískur hermaður var drepinn í 18 mánuði.

Í ræðunni laug Biden fullum fetum um liðstyrk afganska hersins. Biden sagði að herinn væri um 300 þúsund manns. Blaðamaðurinn Glenn Kessler fór yfir málið. Með því að vitna til gagna frá International Institute of Strategic Studies (IISS) hélt Kessler því fram að Biden væri að hagræða tölunum.

Í skýrslu frá 2021 sýndi IISS Afganistan með virkan lið aðeins 178.800 - 171.500 í hernum og 7.300 í flughernum. „Þetta vekur augljóslega upp spurninguna-hvernig gæti svona stór,„vel búinn “her fallið í sundur svona hratt? spurði Kessler. „Það er vegna þess að þetta er uppblásin tala.“

Forsetinn, skrifaði Kessler, var með lögreglu í 300.000 tölum sínum, ekki venjulegum her eða flugher. Kessler hélt því einnig fram að Biden væri ekki að taka tillit til varasveita NATO -ríkja, en engir varaliðar eru skráðir fyrir Afganistan.

Fulltrúar frá miðstöð um stefnumörkun og alþjóðlegar rannsóknir sögðu Kessler að ekki væri hægt að ákvarða fjölda virkra hermanna á þessum tímapunkti. „Með því að nota þessa tölu ítrekað, þá er forsetinn að blekkja Bandaríkjamenn um getu afganska hersins - sem hefur nú sýnt fram á að það gæti ekki varið Afganistan gegn sókn talibana,“ sagði Kessler. 

Annað er að afganski herinn var í raun málaliðaher, hann barðist fyrir há laun, um leið og á bjátaði, hurfu menn úr stöðum sínum, enda vissu þeir sem satt var, að launin og stuðningurinn af erlendum herjum var úr sögunni við brotthvarf Bandaríkjahers.

Allt í sambandið við brotthvarfið var gert á rangan hátt. Byrjað var á að flytja bandaríska hermenn úr helsta herflugvöll landsins í skjóli næturs án vitundar afganskra yfirvalda. Þar með missti afganski herinn baráttu viljan þegar brotthvarfið er kaótískt. Ekkert var hugað að flytja vestræna borgara, sendiráðsfólk né afganska túlka og fjölskyldur úr landi áður en herliðið fór.

Svo þegar Talibanar hefja innreið inn í Kabúl, sem Biden sagði væri ekki mögulegt næstu mánuði en gerðist á einni helgi, er reynt á elleftu stundu að flytja borgara úr landi og kalla til herlið frá aðliggjandi löndum til að stýra undanhaldið og verja Kabúlflugvöll.

Pólitískar afleiðingar verða geigvænlegar, heimurinn verður óstöðugur og óvinir Bandaríkjanna fara á stjá. Álitshnekkurinn er rosalegur, getum við treyst Bandaríkjamönnum hér eftir? Getum við óvinir Bandaríkjanna setið Bandaríkjaher af okkur (Víetnam = 10 ár, Afganistan = 20 ár) og unnið stórveldið?

Uppi eru háværar kröfur um afsögn Joe Bidens og annarra embættismanna. Eftir stendur hann einn, eins og sjá má af myndum hér að neðan, sem virðast vera hagræðar fyrir ljósmyndatöku. Að hann hafi ekki verið á símfundi í raun. Sjá skjáinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér fer Donald Trump yfir hvað hann hefði gert og hafði gert í Afganistan.

https://fb.watch/7t3gnGxeTy/

Birgir Loftsson, 18.8.2021 kl. 18:39

2 Smámynd: Birgir Loftsson

https://fb.watch/7t54zrguD7/ Er hætta á stríði við Kína í kjölfarið? Munu þeir líta á Joe Biden sem tækifæri til að framkvæma áætlanir sínar gagnvart Taívan?

Birgir Loftsson, 18.8.2021 kl. 19:10

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Meira segja CNN hefur snúið baki við Joe Biden. Allir frjálslindu fjölmiðlar landsins, eru að hamra á Biden og spyrja hvar hann sé eiginlega og þetta sé algjör mistök. Ég spái að Biden muni ekki eiga möguleika á forseta embættinu ef hann kysi að bjóða sig aftur, sem ég taldi afar ólíklegt í ljósi elliglapa mannsins.

https://fb.watch/7t6VLFVUh5/

Birgir Loftsson, 18.8.2021 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband