Hér er ágætis grein um útþenslustefnu Kínverja í Kyrrahafi. Þar sem greinin er ágætlega skrifuð, ætla ég ekki að skrifa sjálfur um efnið, heldur einungis þýða hana. Hún er svo hljóðandi:
,,Í dag er Kína að sækja fram með árásargjarna stefnu til að ráða yfir svokölluðum fyrstu og annarri eyjakeðjum austur og suður af Kína. MacArthur var fyrstur til að leggja áherslu á hversu mikilvægt þetta hafsvæði væri til að hemja yfirgang kínverskra kommúnista í kalda stríðinu og vernda eigin Kyrrahafsvæng Bandaríkjanna. Lokamarkmið Kína er að ýta Bandaríkjunum út af svæðinu, hræða bandamenn Bandaríkjanna eins og Japan, vernda kínverskt sjóveldi eins langt austur á bóginn og til Havaí og Alaska.
Þar af leiðandi hefur Eyjaálfu svæðið, víðáttumikið haf með mörgum eyjaríkjum, þar á meðal Papúa Nýju-Gíneu, Tonga, Vanuatu, Fiji og Salómonseyjum, orðið að brýnu viðfangsefni stórvelda og með nýju stefnumótandi mikilvægi.
Árásargjörn viðleitni Kína til að verða ráðandi veldi á svæðinu hefur brugðið bæði stjórnvöld í Ástralíu og Japan, sem hafa bæði reynt að koma í veg fyrir að þessi örsmáu ríki falli undir áhrifasvæði kínverskra stjórnvalda.
Ástralska ríkisstjórnin hefur aukið verulega hjálparpakka sína til ákveðinna Kyrrahafseyja, sem margar eiga í erfiðleikum efnahagslega, og stjórnvöld í Tókýó hafa gengið í samstarf við stjórnvöld í Canberra um að auka hjálp sína.
BNA hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna við að snúa við kínversku öldunni í Kyrrahafi og viðhalda friði og stöðugleika sem hefur verið ríkjandi á svæðinu síðan í síðari heimsstyrjöldinni, þegar margir Bandaríkjamenn gáfu líf sitt eftir að stjórnvöld í Washington höfðu verið sein að bregðast við svipaðri áskorun frá keisaraveldi Japans.
Viðleitni Kína til að ráða yfir fyrstu eyjakeðjunni hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Meðal markmiða Peking er ekki aðeins yfirtaka Taívans, sem er ævarandi áhyggjuefni Kínverja. Það er einnig stefnan að mótmæla yfirráðum Japana yfir Senkaku-eyjum og byggja upp og hervæða hólma til að styrkja ólöglegar kröfur sínar til fullveldis yfir hluta Suður-Kínahafs.
Minna hefur orðið vart við nýlegar viðleitni Kínverja í annarri eyjakeðjunni, sem teygir sig langt út í miðja Kyrrahafið. Margar þessara eyja voru vettvangur blóðugra bardaga milli Bandaríkjanna og Japans í síðari heimsstyrjöldinni.
Stefna Kína í dag speglar kaldhæðnislega stefnuna í Tókýó á þeim tíma - ýta aftur Bandaríkjunum og reka fleyg milli Washington og svæðisbundinna bandalagsríkja, sem nú felur í sér lýðræðislegt Japan.
Í dag snýst að sjálfsögðu baráttan um efnahagslega og viðskiptalega samkeppni, en með augljós hernaðarleg og pólitísk áhrif - kostir sem voru MacArthur augljósir fyrir tæpum átta áratugum og eru fyrir stjórnvöld í Peking í dag.
Fjórtán sjálfstæðar Kyrrahafseyjar eru innan seinni eyjakeðjunnar. Þær eru mjög fjölbreyttar hvað varðar menningu, tungumáli og stjórnmálakerfum en eiga það sameiginlegt að finna fyrir miklum þrýstingi frá Kína um að verða hluti af vaxandi efnahagslegu valdi þess í Asíu. Í dag er Kína stærsta viðskiptalandið á svæðinu. Heildar fjárhagsaðstoð Peking við Kyrrahafseyjar hefur vaxið í 5,9 milljarða Bandaríkjadala síðan 2011.
Mikil áhersla beinna fjárfestinga Kínverja, um það bil 70%, hefur verið á Papúa Nýja-Gíneu. Í ljósi vaxandi að þær eru háðar Peking er ekki að undra að eyþjóðin var fyrsta landið til að viðurkenna kröfur Kína um fullveldi í Suður-Kínahafi, jafnvel þó að dómstóll við fastan gerðardóm í Haag myndi síðar, árið 2016, úrskurða þær fullyrðingar að séu ólögmætar. Frá landfræðilegum sjónarhóli myndi það að ná yfirráðum yfir Papúa Nýju Gíneu, setja Kína í þá stöðu að hindra Ástralíu frá sjóleiðum norður til Japan og norðaustur til Bandaríkjanna {ég minni á að straumhvörf í stríðinu milli Bandaríkin og Japans urðu einmitt í orrustunni um Kóralhaf og við Midway í seinni heimsstyrjöldinni og Ástralía hefði legið opin fyrir japanskri innrás}.
Önnur Eyjaálfuþjóð sem viðurkennir kröfur Kína bæði í Suður- og Austur-Kínahafi er Vanuatu. Í fyrstu tóku íbúarnir fagnandi kínverskum fjárfestingum og viðskiptum til pínulitla lands síns, en vaxandi straumur kínverskra verkamanna og íbúa í hlutastarfi vakti ótta við yfirtöku Kínverja, sem versnaði með áformum um að koma á fót heilum kínverskum bæjum með 10.000 til 20.000 manns hvor , en höfuðborg Vanuatus hefur aðeins 40.000 manns. Nú eru sögusagnir um að Peking þrýsti á stjórnvöld að samþykkja byggingu hafnar sem hægt væri að nota í hernaðarlegum tilgangi, ekki ólíkt aðstöðunni sem Kína er að byggja við Djibouti á Afríkuhorninu.
Önnur eyjamarkmið kínverskra viðskipta og fjárfestinga eins og Tonga, Fídjieyjar, Samóa og Salómonseyjar gætu þjónað sem gagnlegum staðir fyrir kínverska flutninga- og upplýsingaöflunarstaði svipaða þeim sem Peking hefur byggt í Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi.
Verðið fyrir að fara gegn óskum Peking er hátt. Palau var áður uppáhaldsáfangastaður kínverskra ferðamanna auk fjárfestinga. Þegar Palau neitaði að slíta diplómatískum samskiptum við Taívan, lokaðist skyndilega á flæði kínverskra peninga og skildi Palau eftir með tóm hótel, ókláruð byggingarsvæði og skuldafjall við kínverska banka sem sýna engin merki um að minnka.
Kínverskir peningar hafa einnig stutt anstöðuöfl í Samveldinu Norður-Marianas-eyjum gegn tilraunum Bandaríkjamanna til að nota eyjarnar til herþjálfunar, þar á meðal á Tinian. Þar eru kínverskir fjárfestar að skipuleggja spilavíti nálægt þar sem bandarískir landgönguliðar eru sendir frá Okinawa. Nýlega hafa kínverskir vísindamenn lækkað hljóðskynjara niður í Mariana skurðinn nálægt bandaríska yfirráðasvæðinu í Gvam, þar sem aðal herstöð Bandaríkjanna í Vestur-Kyrrahafi er. Þetta gæti verið notað til að rannsaka hafið eða fylgjast með kafbátum.
Í hinum forna kínverska leik Go reyna leikmenn hægfara og umlyktandi aðferð við að umkringja andstæðing sinn. Einstaka hreyfingar eru oft tvíræðar, sveipaðar fyrirætlanir þar til mótaðgerðir koma of seint. Kína hefur leikið Go í Suður-Kínahafi. Nú er það að leika sama leikinn í Suður-Kyrrahafi.
Sögulega séð reynast lýðræðisríki einmitt viðkvæm fyrir svona hægu uppsöfnuðu forskoti. Sem betur fer hefur Bandaríkin forskot sem Kína skortir; bandamenn sem deila áhyggjum með þeim og munu hjálpa til við að deila byrðunum. Á sama tíma og sumir hafa áhyggjur af skuldbindingu Bandaríkjanna við bandalög er Suður-Kyrrahafið þar sem Bandaríkjastjórn getur tekið þátt í leiðandi andstöðu Japans og Ástralíu.
Leiðtogar Japans og Ástralíu sjá ógnina koma og gera ráðstafanir til að vinna gegn aðgerðum Peking. Ástralía hefur verið stærsta hjálparstofnunin á svæðinu, og Japanir hafa einnig verið duglegir að veita aðstoð. Á meðan lítur út fyrir að bandarísk aðstoð við svæðið sé lítil í samanburði.
Sameiginlega hafa Bandaríkin, Ástralía og Japan tækin til að vinna á móti með þróunaraðstoð, viðskiptum, uppbyggingu getu og hernaðarsamstarfi til að vinna gegn flóknum leik Kína í Suður-Kyrrahafi. Saman geta ríkin gert heiminum grein fyrir metnaði og aðgerðum Kínverja í Suður-Kyrrahafi, eins og í Asíu í heild. Douglas MacArthur sagði það best - Kyrrahafið, þar á meðal víðfeðm eyjar, er verndandi skjöldur fyrir alla Ameríku, en einnig bandamenn Bandaríkjanna. Okkur myndi öllum ganga vel að gefa svæðinu gaum.
Heimild: Arthur Herman og Lewis Libby, Hudson Institute, sjá slóð: https://www.hudson.org/research/14877-china-the-south-pacific-and-mac-arthur-s-ghost
Svo er við að bæta mikið áhyggjuefni að stjórn Joe Bidens (Kamala Harris) sendir frá sér veika strauma og skilaboð til umheimisins. Augljósar árásir og njósnir Rússa og Kínverja í Bandaríkjunum eru látnar ósvaraðar. Hunter Biden, sonur Joe Biden, virðist vera í vasa þessara ríkja en hann hefur fengið mikið fé frá kínverskum og rússneskum aðilum. Þetta skapar augljós öryggisáhættu, ef sonur forsetans er í hættu vegna fjárkúgunar erlendra aðila.
Fartölva Hunter Bidens, fartölva frá helvíti eins og hún er oft kölluð, hefur leitt í ljós mörg leyndarmál um einkahagi hans en hann virðist vera skotheldur fyrir bandarískum lögum. Alveg sama hvað þeir feðgar gera eða segja, engar afleiðingar virðast vera en á sama tíma hafa stuðningsmenn Donalds Trumps verið ákærðir í hrönnum og sumir fangelsaðir. Ráða Demókratar bandaríska stjórnkerfið?
Nýjasta nýtt í stöðunni er að Japan segist líta á árás á Taívan sem árás á sig en með þessari yfirlýsingu, geta japönsk stjórnvöld virkjað herinn samkvæmt stjórnarskrá landsins til stríðsátaka. Þetta er í fyrsta sinn sem Japanir koma með slíka yfirlýsingu en japanski herinn er óheimilt að berjast á erlendri grundu. Annað áhyggjuefni er samkvæmt ,,war games eða stríðshermilíkunum, gæti kínverski sjóherinn unnið þann bandaríska í Suður-Kínahafi.
Það yrði líkt og með útþensku keisaraveldis Japans á sínum tíma, Bandaríkin færu hallokandi fyrsta árið eða árin. En líkt og þá, þá eiga Bandaríkin marga öfluga bandamenn, s.s. Ástrala, Japani, Fillipseyinga, Indverja o.s.frv. og þeir munu óhjákvæmlega snúast á sveif með BNA ef á reynir og snúa spilinu Go við.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 25.7.2021 | 12:24 (breytt 26.7.2021 kl. 14:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.