Donald J. Trump er 75 ára í dag. Er nokkuð viss um að sagan eigi eftir að dæma hann öðru vísi en sumir samtímamenn hans. Lítum bara á Ronald Reagan sem var nánast jafn hataður af vinstrinu og hann, en á 9. áratugnum var Reagan tekinn í sátt og í dag er hann tákngervingur ákveðið tímabil, áttunda áratugarins. Sama má segja um Jimmy Carter, sem var talinn vera versti Bandaríkjaforseti seinni hluta 20. aldar (í harðri samkeppni við Gerald Ford), hann reyndist vera afburða lélegur forseti en frábær stjórnmálamaður eftir forsetatíð sína.
Trump var umdeildur forseti sem þó var fyrstur Bandaríkjaforseta sem ekki hóf stríð í 40 ár. Friðargerð í Miðausturlöndunum, kölluð Abraham, þar sem Ísrael samdi frið við nokkur Arabaríki er söguleg og fer í sögubækur. Trump og sérstaklega tengdasonur hans voru helstu arkitektar þeirrar friðargerðar.
Þessi mynd af sex forsetum og stríð þeirra segir alla söguna.
Andstæðingar hans, Demókratar, hötuðu hann af lífsins krafti og sál sem og sumir kerfiskarlar Repúblikanar. Af hverju? Kerfiskarlarnir í báðum flokkum hötuðu hann vegna þess að hann var utangarðsmaður sem ,,hrifsaði" völdin til sín, en Demókratar vegna þess að hann sagðist ætla raunverulega að fylgja eftir stefnumál sín (efna kosningaloforð sem almenningur var óvanur að pólitíkusar efndu).
Frjálslindir fjölmiðlar hötuðu hann vegna þess að hann benti á þá alkunnu staðreynd að þeir voru í eðli sín ekki hlutlausir, heldur hlutdrægir. Það gátu þeir ekki fyrirgefið og beinar árásir hans á fjölmiðlana, leiddi til að þeir fóru yfir um.
Frjálslindir fjölmiðlar, sem styðja Demókrata hefðbundið, hreinlega misstu sig svo hrapalega í árásum sínum á Trump, að orðstír þeirra hefur borið varanlega skaða í augum bandarísk almennings. Það flýtir þeirri þróun að almenningur leiti sér upplýsinga á samfélagsmiðlum og til fréttaveita einstaklinga (podcast) og félaga. Hugtakið ,,fake news" sem maður tók lítið mark á í fyrstu, reyndist svo vera sannyrði.
Íslenskir fjölmiðlar sem ,,copy and paste" skrif frjálslindra fjölmiðla vestan hafs, öpuðu upp alla vitleysuna sem sagt var um Trump. Gagnrýnin hugsun og sanngjarnt mat var látið lönd og leið. Þetta bar svo góðan árangur, að fáir hafa þorað að segja þeir styðji Trump. Hann varð person no grata.
Þrátt fyrir að vera umdeildur (dáður og elskaður af stuðningsmönnum sínum) var Trump hefðbundinn hægri maður í stefnumálum, ef ekki íhaldssamur. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá muninn á stefnu núverandi Bandaríkjaforseta og Trumps.
Hvað segir þessi munur okkur? Við eigum að dæma fólk eftir verkum þeirra en EKKI hvað það SEGIST ætla að gera eða standa fyrir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 14.6.2021 | 17:31 (breytt 15.6.2021 kl. 12:11) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.