Viðfangsefni sagnaritunarinnar varð alheimssaga (universal history) á 12. öld.
Vísindalegur rammi heimssögunnar var kristilegur (sköpun, syndafall og endurlausn) og þetta var söguskoðunin sem þeir fóru eftir en sagan var ósveigjanleg heild sem menn töldu sig þekkja.
Í fornöld höfðu menn enga heildarmynd af sögu mannkyns fyrir sér, frekar en nútímamennirnir. Hins vegar höfðu kristnir fræðimenn í lok 14. aldar skapað heilstæða sögu sem hafði ótvíræða tímatalsröð og skýrt afmarkaða frá eilífðinni. Heimurinn hafði byrjað fyrir 5000-6000 árum og myndi enda eitthvað ekki langt í framtíðinni. Um þennan tímaramma lék ekki nokkur vafi. Sagan hafði upphaf og endir. Þetta kerfi var stutt svo mörgum vísindalegum sönnunum, að af öllum þeim arfi sem miðaldir létu í té, var þetta það erfiðasta að hrekja. Bylting hugarfars þurfti til að breyta þessari heimsmynd.
Þessi hreinlega heimsmynd hefur e.t.v. verið nauðsynleg fyrir vísindalega framþróun, því að menn gátu einbeitt sér að skýrum og afmörkuðum spurningum og þar af leiðandi ekki gefist upp fyrir hinni óendanlega flóknu heimsmynd sem nútímamaðurinn glímir við.
Heilagur Ágústus taldi sig sjá innan hinnar sögulegu heildar lítils háttar þróun (6 daga sköpun = 6 heimsaldrar) sem sjá má á skilum 5. og 6. heimsaldurs (koma Krists og þar með tími endurlausnarinnar). Annars væri sagan aðeins ringulreið af mannlegum syndum sem rofin væri af verki guðlegs valds við og við.
Beda tók upp og endurbætti kenningu heilags Ágústusar. Hann túlkaði nánar hvern sköpunardag (með morgni, hádegi og kvöldi). Þeir eru:
- Infancy: Sá tími sem minningar manna ná ekki til, áður en syndaflóðið hófst.
- Childhood: Tíminn fyrir Abraham þegar tungumálin urðu til.
- Adolescence: Tími möguleikanna (potency) þegar kynslóðir patríakranna (patriarchs) urðu til.
- Maturity: Tíminn þegar mannkynið var fært um að búa til konunglega stjórn.
- Old Age: Tími vaxandi böls.
- Senility: Er sá tími er mannkynið er að hrörna og er tímabilið fyrir tíma hins eilífðar friðar.
Beda leitaði í Opinberunarbókina. Í 4 aldir, þegar hin klassíska gerð af söguritun ríkti í sagnarituninni, var ekkert sem breytti mynstrinu sem Beda hafði skapað um sögulega þróun. Fræði almennt voru kerfisbundin og bundin við aðferðafræði sem var andstæð aðferðum sögunnar. Þessi hugsun útilokaði tíma, stað og sögulegar kringumstæður þegar fjallað var um eðli mannsins og alheimsins. Þetta auðveldaði vinnu kerfisfræðinginn. Ef sagan hefði ekki verið útilokuð, hefði kenningaleg, lögfræðilega og vísindalega skólaspeki (summae) 12. og 13. aldar ekki orðið til. Kerfisbundin þekkingarleit varð að geta notað sögulegan fróðleik án tillits til tímabila o.s.frv. til þess að ná árangri.
Hugi frá Viktorsklaustri
Það var þó einn maður sem skar sig úr þessu en það var Hugi frá Viktorsklaustri (12. öld) sem var kerfisfræðingur og hafði söguleg viðhorf sem hann fékk í gegnum biblíurannsóknum sínum. Hann skrifaði um alla skapaða hluti; útskýringafræði Biblíunnar, kerfisbundna kenningafræði, persónulega trú og hinar frjálsu listir.
Sögulegar hugmyndir sínar fékk Hugi úr kenningafræðinni (theology eða guðfræði) og biblíulegum athugasemdum en ekki með því að skrifa sögu en hann skrifaði eitt sagnarit.
Hugi hafði það sem til þurfti; getan til að skilja fjarlægar aðstæður, m.ö.o. sögulegar aðstæður. Hann leysti vandann á skilningi á biblíutexta með því að endurraða textann á nýtt og sýndi fram að götin sem mynduðust við þetta stöfuðu af sögulegum aðstæðum. Að mismunandi gerðir af tilteknum texta stafaði af því að þeir voru skrifaðir á mismunandi tíma.
Verk hans, De Sacramentis, kerfisbundin kenningafræði eða guðfræði, var byggt á þessum sögulegum línum.
Sagan skiptist í þrjú tímabil:
- Tímabil hins náttúrlega tíma. Menn voru fáfróðir, einangraðir, höfðu engar reglur, ekkert samfélag og vissu ekki af komu Krists í framtíðinni. Þeir þurftu meiri fróðleik og kraft sem kæmi aðeins af því að tilheyra samfélagi.
- Tímabilið á eftir byrjaði með Abrahami og endaði með Móses. Tímabil skrifaðra laga, þegar Guð hafði afskipti af sögu mannkyns og setti það í samfélög og skapaði sakramentin, samband milli síns og hið valda fólks.
- Þriðja tímabilið byrjaði með fæðingu Krists. Þetta tíminn sem náðin tók við af lögunum. Innra samband við Guð hófst. Þetta tímabil myndi vara þar til allt kæmi til enda.
Uppruni hinna frjálsu lista var miðaldamönnum hulin ráðgáta en þeir reyndu þó að búa til mynd af honum og skálduðu inn í það sem þeir vissu ekki. Hugi byggði sitt mat á sama skáldskap en var frumlegri í viðureign sinni við þetta vandamál.
Hugi sá mannleg vísindi sem fóru vaxandi, sem eina hlið af sögu mannsins og uppgang hans eftir hörmungar fallsins mikla. Til þess að sjá þetta varð hann að hafa sýn á sögulega þróun. Söguleg framþróun varð sem sagt í vísundum samkvæmt skoðun Huga. Fyrst frá Abraham, til Egypta, Grikkja og svo Rómverja. Að maðurinn væri frumkvöðull hinnar vísindalega hreyfingu á 12. og 13. aldar.
Í heimskróníku sinni, fór hann kerfisbundið í viðfangsefni sitt eins og vanalega. Hann skipti viðfangsefni sitt í fjóra hluta.
- Tími.
- Staður.
- Fólk.
- Atburðir.
Atburðir voru ófyrirsjáanlegir en hægt var að eiga við hina þrjá fyrrnefndu á kerfisbundinn hátt, í formi tímafræðinnar (tími), landafræðis (staður) og yfirlits á valdhöfum (fólk). Heimskróníka Huga samanstóð því aðeins af hinum þrem síðastnefndu þáttum (því að það var hægt að kerfisbinda þá). Þessir þættir væru aðalkringumstæður sögunnar sem hægt væri að leggja á minnið eins og hægt er með grundvöll annarra vísindagreina. Til dæmis eru reglurnar í stærðfræðinni alltaf eins, þær breytast ekki eins og atburðir.
Þessi sýn Huga hafði þó engin áhrif á miðöldum og reyndar ekki fyrr en á 19. öld. Ástæðan? Jú, vangaveltur Huga hafði engan grundvöll byggðan á sögulegum staðreyndum til að styðja þær. Án hans var ómögulegt að útvíkka svæðis kerfisbundna útskýringa.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.