Robert William Fogel (1983)

Hin nýja gerð af vísindasagnfræði, sem Robert William Fogel kallar ,,cliometrics”, varð til sem undirgrein sagnfræðinnar um 1950.

Þeir sem skrifa vísndasagnfræði, hafa verið flokkaðir undir ,,skóla”, en Fogel segir að það hugtak sé villandi, því að aðferðafræði, sjónarhorn og viðfangsefni þeirra er mjög misjafnt.

Sameiginlegt einkenni ,,cliometricians” er að þeir styðjast við mælieiningaaðferðir og hegðunarmódel (e. behavioral models) félagsvísinda til þess að rannsaka sögu. Hin klíómetríska nálgunin var fyrst kerfisbundið þróað í hagsögu, en breiddist fljótt út til mismunandi sviða, svo sem mannfjölda- og fjölskyldusögu, þéttbýlissögu, þingsögu, kostningasögu og upprunasögu (e. ethnic history).

Clíómetrinn (e. cliometrician) rannsakar sögu til að leggja grundvöll að módel fyrir mannlega hegðun. Þeir trúa því að sagnfræðingurinn hafi ekkert um það að segja, hvort hann noti hegðunarmódel eða ekki, því að allar tilraunir til að útskýra sögulega hegðun, innihaldi einhverja gerð af módeli. Spurningin sé bara hvort að módelið sé rétt unnið. Þessi nálgun leiðir Clíómetrann stundum til þess að kynna sögulega hegðun með stærðfræðilegar jöfnur og leita að sönnunum, venjulega mælanlegar, með getu til að staðfesta þessar jöfnur eða fella þær. Yfirleitt eru þessar jöfnur einfaldar í gerð en hafa reynst öflugar við að varpa nýju ljósi á fortíðina, mun frekar en hefðbundin frásagnaraðferð. Þetta hefur leitt til þess að túlkun á sumum sögulegum viðburðum hefur verið breitt umtalsvert.

Mestur hluti verks Clíómetrans hefur hingað til verið að gera þessi módel betri úr garði gerð, sem skort í hefðbundinni frásagnaraðferð og halda fram með reynslunni gildi þessara módela.

Í öðru lagi, hefur stærðfræðileg einkenni hjálpað til við bera kennsl á hlaupabreytum í hinnar sögulegu frásagnaraðferð. Vegna ófullkomleika gagna sem oft stuðst er við, hefur það leitt til þess að sagnfræðingar hafa mismunandi skoðun á gildi þessara talna sem koma inn í greiningu þeirra. Það er hins vegar frekar lýsing en greining sem einkennir starf Clíómetrans, þar sem áhersla hefur verið lögð á að komast að því hvað gerðist í raun og veru.

Hugtakið Clíómetri stendur fyrir fræðimann, sem þó nota tölur eða stærðfræðilegar hugmyndir, byggja eftir sem áður rannsóknir sínar á skýrum félagsvísindalegum módelum. Vísindalegur sagnfræðingur lítur venjulega á söguna sem svið sem styðst við félagsvísindi, og halda því fram að greiningarlegar og tölfræðilegar aðferðafræði þessara sviða sem jafn viðeigandi viðfangsefni við rannsókn á fortíðinni og rannsóknir á vandamálum samtíðarinnar.

Hefðbundnir sagnfræðingar eru oft ekki sammála þessu mati. T.d. halda þeir Handlin, Hexter og Elton ásamt fleirum því fram, að sagnfræðin innihaldi sérstaka gerð af hugsunarhætti sem mjög frábrugðið því sem viðgengur í öðrum fræðigreinum.

Margir hefðbundnir sagnfræðingar hættir til að einbeita sér að tiltekinni persónu, stofnun, hugmynd og óendurtekningarlegum atburðum; þeir sem reyna að rannsaka samhangandi fyrirbrigði, styðjast takmarkað við hegðunarmódel og treysta venjulega á bókleg sönnunargögn.

Clíómetrinn hefur hins vegar tilhneigingu til að einbeita sér að samansafn einstaklinga, flokka stofnanna og viðburði sem hægt er að endurtaka; útskýringar þeirra fela oftast í sér nákvæmt tiltekin hegðunarmódel og þeir treysta mjög á mælanleg sönnunargögn. Að sjálfsögðu eru þessar nálganir ekki ósamtvinnanlegar eða svo gagnstæðar að þær fari ekki saman.

Til dæmis myndi hefðbundinn sagnfræðingur vilja vita hvers vegna John Keats dó á þessum tíma, á þessum stað og þessar sérstöku aðstæður sem hann dó undir. Hins vegar myndi félags-vísindalegi sagnfræðingurinn reyna að útskýra orsök dauða meðal Englendinga og hvers vegna dauði sem orsakast af ,,tuberculois” var svo tíður á fyrri helmingi 19. aldar.

Clíómetrinn er öðruvísi en félags-vísindalega hefðarsinnar (e. social-scientific traditionalists) að því leitinu til, að hann styðst við félagsvísindalegar kenningar, þó svo að hinir síðarnefndu styðjist við kenningar en hann aftur á móti prófar kenningar sínar vísindalega. Margir halda því fram að formleg próf á kenningum eigi ekki erindi í sagnfræði og neita því að mikilvægar spurningar geti verið svarað með mælanlegum prófum sem eru algeng í clíómetrískum verkum. Í þessu eina atriði, þessi prófun, skilur klíómetrann frá hefðbundnum sagnfræðingi. Aðferðir við staðfestingu sannanna greinir þessa hópa að. Hefðbundnir sagnfræðingar styðjast við aðferðir sem snúa að sérstökum atburðum með sérstökum einstaklingum, heldur en endurtekning atburða sem feli í sér þátttöku stóra hópa af einstaklingum.

FogelRobert William Fogel segir að lokum, að hin klíómetríska nálgun geti verið áhugaverð, jafnvel þótt rétt staðfesti það sem þegar hafi verið uppgötvað með hefðbundinni sögulegri aðferðafræði og beint ljósi að áður huldum hlutum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband