Philip Abrams segir að hann fáist við í bók sinni við vandamál, sem margir félagsfræðingar þurfi að eiga við með sagnfræðilegum aðferðum. Hann segir einnig að hin svo kallaða aðgreining milli félagsfræði og sagnfræði sem fræðigreinar standi í raun ekki í veginum fyrir slíkum lausnum.
Philip Abrams segist ekki vera að tala um að gefa sagnfræði meira ,,félagslegt vægi né að gefa félagsfræðinni meiri ,,sagnfræðilegan bakgrunn, né heldur að hversu ákjósanlegt það væri að hvor fræðigreinin fái upplýsingar (e. informed) frá hvorri annari. Það sem hann segist hafa í huga er meira róttækni í greiningu vandamála, dýpri breytingu á greiningastíl, meiri opinn og gegnum genginn skilningur á því, sem í grundvallaratriðum, að báðar fræðigreinarnar eru að reyna að gera sama hlutinn, og noti sama útskýringarök við að gera það. Það er, segir Philip Abrams, mismunandi tilraun til að eiga við það sem hann kallar gerðarvandamál (e. problematic of structuring).
Það virðist svo vera að bilið milli sagnfræði og félagsfræði hafi minnkað mikið síðastliðin 30 ár. Upphaf magnbundinnar sagnfræði (e. quantitive history); meiri áhuga félagsfræðinga á vandamálum tengdum félagslegum umskiptum; meiri áhugi sagnfræðinga á að skilja ,,mentalities samfélaga fortíðarinnar og kanna sögu á óhefðbundnum viðfangsefnum eins og kúgun, stéttamyndun, glæpi, töfra, félagsleg samskipti innan heimila, og meira almennara, fólk innan mannfjöldann; myndun 20. aldar lýðræði og harðstjórn, hinu miklu nútíma byltingar og jafnvel ,,nútíma heimskerfið (e. the modern world system); lán milli fræðigreinina á flokkunum o.s.frv. Allt þetta hefur gert það að verkum, að fyrri tilraunir til að aðgreina þessar fræðigreinar virðar hafa farið út í sandinn.
Philip Abrams vísar í Stedman Jones sem segir að félagsfræðin sem kenningarleg fræðigrein og sagnfræðin sem byggir á athugunum, hafi hamingjusamlega runnið saman í eina sæng. Philip Abrams segir að sagnfræðin þurfi á kenningum að halda, en ekki félagsfræðilegum kenningum En hann segir að báðar fræðigreinarnar séu og hafa alltaf verið eitt og hið sama. Báðar reyna að skilja hið mannlega eðli, og báðar gera það á grundvelli á þróun félagslegri byggingu. Báðar fást við þessa þróun tímatalslega; og þegar spurt er að leikslokum, þá sé diachrony-synchrony skiptingin alveg út í hött segir hann. Félagsfræðin verður að geta tekist á við atburði, vegna þess að þannig verður formgerðin til. Sagnfræði verður að kenningaleg, vegna þess að þannig verður byggingin skiljanleg.
Svo talar Philip Abrams um Edward Thompson sem leggur áherslu á að hugtakið stétt verði að skilja sem samskipti en ekki hlut; þ.e.a.s. söguleg samskipti, viðburð en ekki bygging eða hlut. Thompson gagnrýnir marxista hafa reynt að uppgötva stéttir sem einhver hlutur; félagsfræðingar hafa á sama hátt misskilið þetta hugtak og sagt að stétt væri ekki til því að hún væri ekki ,,hlutur. Hann segir að hugmyndin stétt feli í sér hugmyndina um söguleg samskipti. Hann líkir stétt við vél í skipi. Hún sé ekki hluti af vélinni, heldur sé hún hreyfingin sem vélin er komin í, hitinn og hljóðin í henni. Stétt er félagslegt og menningarleg gerðar sem ekki er hægt að skilgreina í einangrun né óhlutbundið (e. abstractly), heldur aðeins í skilningi á samskipti við aðrar stéttir og bundið við tíma stétt er ekki hlutur, heldur atburður sem er að gerast.
Philip Abrams segir að vandinn sé að finna leið að taka með inn í reikninginn mannlega reynslu sem tekur á samtímis, og jafnan hátt það, að saga og samfélag samanstanda af stöðugum og meira eða minna leiti af gagnlegum aðgerðum einstaklinga og þessar aðgerðir, hversu gagnlegar sem þær eru, eru háðar sögu og samfélag. Þetta er vandamál sem snertir einstaklinginn og samfélagið aðgerðir og byggingu.
Philip Abrams segir þessi ógöngurökfræði um mannleg áhrif sé erfið viðureignar, en takast verður á við þetta og útfæra til þessa að samskipti aðgerða og byggingar verði að skilja sem mál þróunar í tíma. Hann segir að þetta sé spurning um að reyna að byggja félagsfræði þróunar sem valkostur við reynda og útþvælda félagsfræði aðgerða og kerfa. Og þarna komi vandamálið við byggingu inn í dæmið. Þetta sameinar félagsfræðina við önnur mannvísindi, sérstaklega sagnfræði.
Flokkur: Bloggar | 29.3.2021 | 12:05 (breytt kl. 12:05) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.