Richard Hofstadter segir að atvinnusagnfræðingar í dag eigi við þann stöðuga vanda að glíma, að vita fyrir hverju þeir standa. Tvær hefðir eru nú ríkjandi og móta þjálfun sagnfræðingsins og verkefni.
Hin fyrri er hin kunna sögulega frásagnargerð, sem er eins konar form bókmennta og alltaf virðist vera þörf fyrir að gera; frásagnarbækur um sögulegt efni.
Hin síðar nefnda er hið sögulega viðfangsefni sem fjallar um vel afmarkað efni (e. monograph) og hugmyndafræðilega er ætlað að snerta á vísindalega spurningum, sem sagnfræðingurinn er þjálfaður til að skrifa um í fræðiritum ætluðum fræðimönnum.
Frásagnarhöfundur hikar sjaldan við að endursegja sögu sem þegar er nokkuð vegin þekkt, hann bætir kannski við nokkrum nýjum upplýsingum en sjaldan kerfisbundið eða með skýrum og greinandi tilgangi. Höfundur fræðirits (e. monograph) tekur hins vegar upp á því að bæta við nýjum upplýsingum við þann þekkingasjóð sem fyrir er hendi, eða greina á nýjan hátt þýðingu samhengi sögulega viðburða.
Margir sagnfræðingar, sérstaklega þeir bestu, hafa bundið saman báðar þessar gerðir í einu verki. En greinin sjálf, sem heild, hefur átt í erfiðleikum með að ákveða hlutverk sagnfræðingsins sem virðist gegna tvöföldu hlutverki, og þessi óvissa hefur verið mikilvægasta ástæðan fyrir um óvissunni um gildi flestra sagnfræðirita.
Mörgum sagnfræðingum finnst það vera ófullnægjandi verk að aðeins endurtaka, með smávæginlegum breytingum, það sem við þegar þekkjum um fortíðina; en mónógrafían, sem þó er ætlað að komast yfir þessari takmörkun, skilur lesandann, jafnvel höfundinn sjálfan, í óvissu um hvaða hlutur hinnar nýju þekkingar sé raunverulega mikilvægur.
Þessari tvíhyggju er viðhaldið með þeim kröfum sem gerðar er á hendur sagnfræðingsins. Samfélagið biður hann um að útvega því minningar. Þessi gerð af minningum sem of oft er krafist, er ekki mjög ólík þeim sem við útvegum handa okkur sjálfum það er, minningar sem ætlað það hlutverk að gleyma, endurraða, aflaga og fella úr eins mikið og þörf er fyrir, til þess að gera okkar eigin sögulega sjálfsímyndun ásættanlega.
Samfélagið hefur einnig annað hlutverk handa sagnfræðingnum; að greina reynslu þess á þann hátt, að hægt sé koma hana í nothæfa gerð fyrir eitthvað ákveðið verkefni. T.d. gæti her beðið sagnfræðing um að safna saman upplýsingum um fyrri stríð í von um slíkar upplýsingar gætu orðið nothæfar í stríðum framtíðar (ath. Patton hershöfðingi leitaði í smiðju Sesars og æðsti hershöfðingi Japana sem vann Rússa 1905, stældi aðferðir Nelson flotaforingja).
Þessi tvíhyggja hefur sína kosti og galla. Hún gerir sagnfræðingnum erfitt fyrir um að ákveða hlutverk sitt (er hann rithöfundur eða tæknimaður? Eða er hann vísindamaður eða spámaður?). Hins vegar getur hún hjálpað honum. Hún gefur honum tækifæri til þess að eiga samskipti við hina ýmsu fræðimenn og fræðigreinar, við stjórnmálamenn og opinbera stjórnsýslu, við blaðamenn og fjölmiðla, við bókmenntir og gagnrýnisstefnu (e. criticism), við vísindi, heimspeki, listir og við félagsvísindi.
Sagnfræðin sker sig frá öðrum fræðigreinum, líka félagsvísindum, hvað varðar hinu sérstöku vandamálum sem hún fæst við, aðferðafræði, takmörkunum og tækifærum. Hins vegar er samband sagnfræðingsins við félagsvísindin mun mikilvægari hjá núverandi kynslóð af sagnfræðingum en nokkrum sinni fyrr í fortíðinni, sem er líklega að þakka þeim miklu framförum sem félagsvísindin hafa tekið síðastliðna áratugi.
Fræðigreinar sem krosstengjast (e. inter-disciplinary work)
Richard Hofstadter segist ómögulega geta kerfisbundið eða formúlera það sem hann gerir sem sagnfræðingur, og tengja við félagsvísindi sem hann finnst vera ruglingsleg, þó að hann telji að þau hafi hjálpað til við að benda á nýja ályktun en ekki nýja niðurstöðu, vegna þess að slík vandamál eru aldrei leyst.
Mónógrafían hefur stundum valdið vonbrigðum, jafnvel í því greinandi verki sem henni er ætlað að sinna og sama má segja um frásagnaraðferðina, hún hefur oft ekki leitt til skilnings á viðfangsefninu. Hann bendir á félagsvísindin sem leið út úr þessum vanda. Hún getur gengið í lið með þessum tveimur fyrst greindum hefðum. Félagsvísindin, með sína aðferðafræðilega sjálfsvitund gæti haft eitthvað að gefa til greinandi þátt rannsókna sagnfræðingsins. Hægt er að hræra saman frásögn, mónógrafíu (sem tapar ekki greiningarþátt sinn og hættir að líkja eftir vísindi) við aðferðir félagsvísinda og fá út úr því eitthvað nýtt.
En hvernig getur félagsvísindin farið saman við frásagnaraðferðina sem fæst við karaktera? Jú, sagnfræðingurinn fær hugmyndir og aðferðir frá félagsvísindunum og geta þjónað ,,catalytic function fyrir hann. Þau geta hjálpað sagnfræðingnum að aðlaga að sér í eigin tilgang sérstaka nútímasýn í mannlega hegðun og karakter sem hann hefði annars ekki getað gert.
Næsta kynslóð mun þá e.t.v. upplifa samblöndu af sagnfræði og félagsfræði, samblanda af hefðbundinni sagnfræði og félagsvísindum. Hún verði öðru vísi að því leitinu til að hún verður ekki eins og frásagnarsagan í því að helsta hlutverk hennar verður greining. Hún verður ólík mónógrafíunni í því að hún verður meðvituð hönnuð sem bókmenntaform og mun fókusa á vandamál sem mónógrafía hefur hingað til ekki getað átt við. Hún mun taka upp sýn félagsvísinda og að einhverju leyti aðferðir þeirra hún gæti orðið að bókmenntalegri mannfræði (e. literary anthropology) og tekið upp aðferðafræði úr öðrum fræðigreinum til að fást við gömul vandamál sem sagnfræðin hefur átt við að glíma lengi.
Richard segir að sagnfræðin greini sig á margan hátt frá náttúruvísindum sem og flestum greinum félagsvísinda með sínum tölfræðilegu alhæfingum og þar sem jafnvel er hægt að koma með tölfræðilega forspá. Nútímasagnfræðingurinn hefur ekki áhyggju af þessu. Og ef sagnfræðin féllur ekki undir hinna hefðbundnu greiningaaðferðir vísinda, þá gæti það hjálpað að flokka hana undir hugtakið Wissenschaft en ekkert enskt orð nær utan um þetta hugtak- sem er lærð fræðigrein með ákveðna hugfræðilega þætti, byggja á sannreynalegum þáttum og gjöfullri þekkingu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Vísindi og fræði | 25.3.2021 | 15:52 (breytt kl. 15:52) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.