Þessi orð koma upp í hugann þegar rifjað var upp fyrir mér sjónvarpsþáttaröðin Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og sænska bíómyndin um Sölku Völku sem ég sá um helgina í boði ríkisins.
Sjónvarpsþáttaröðin sem reyndist á sínum tíma vera umdeild og er kannski ennþá, veit það ekki, tók á landlægri ofbeldismenningu sem eflaust tíðaðist frá landnámi, þar til bændamenningin lét undan á ofanverðri 20. öld og borgaröldin tók við. Hún tók á misbeitinguna gagnvart sveitalýðnum svokallaða, þeim sem voru á framfæri annarra og áttu allt sitt undir þeim, bæði líf og limi.
Lýsingin var dimmm og óvægin og ekkert dregið undan. Sjálfsagt má segja að hún hafi verið einhliða, en höfundurinn, Baldur Hermannsson, hafði sögu að segja og ekkert mátti draga undan. Berja þurfti niður mýtu.
Það þarf ekki annað en lesa lýsingar á meðferð afbrotafólks á 17. og 18. öld til að sjá að engin vettlingatök voru tekin á sveitalýðnum ef hann fór út af sporinum að mati yfirstéttarinnar. Oft var þetta aðeins hungrað fólk sem stal sér til matar vegna hungurs. Einstaklingsfrelsið var lítið sem ekkert fyrstu 1000 árin á Íslandi.
Halldór K. Laxness tókst að fanga óréttlætið gagnvart þorpslýðnum sem vann á eyrinni við fiskverkun og sjómennina sem strituðu dag og nótt við fiskveiðar.
Vinnuharkan var mikil og segja má að á köflum hafi þetta verið vinnuþrælkun, langur vinnudagur og lítil laun. Þetta tímabil náði a.m.k. til loka síldveiðatímabilsins og þar til togaraöldin og tæknin sem henni fylgdi sem og tæknivæðing frystihúsa; að þetta tók enda og betri tíð tæki við.
Þriðja tímabilið þar sem lýðnum er þrælkað út, er tími útlendingana sem koma hingað til lands og vinna láglaunastörfin í samfélaginu. Réttarkerfið er sem betur fer orðið gott og stéttarfélögin vernda gegn mestu misbeitingunni en hvar sem vinnuveitendur (bara sumir sem eru óprúttnir) nýta tækifærið til hlunfara starfsfólkið með svartri vinnu og launum undir lágmarkskjörum, þá gera þeir það.
Lífið hefur ávallt verið erfitt á Íslandi, landið er kalt og ekki gjöfult í gegnum tíðina, ef frá er dregið fiskurinn í sjónum sem Íslendingar kunnu ekki að hagnýta sér öldum saman. Fólk var illa búið í klæðnaði og húsakynnum, mataræði einhæft og heilbrigði lágborið. Ekkert sældarlíf að vera Íslendingur, hvað þá að vera kona, barn eða almúgamaður. En nota bene, húsbændur hafa verið eins misjafnir og þeir voru margir. Sumir góðir en aðrir vondir, eins og alltaf hefur verið og verður líklega alltaf.
Í dag telst Ísland hafa margt upp á að bjóða, sérstaklega hvað varðar orku og ferðamennsku, en það er nýr tími og annar. Það er orðið þolanlegt að búa á Íslandi hvað varðar lifnaðarhætti sem loksins eru orðnir sambærilegir við það besta erlendis, en margt er eftir ógert.
P.S. Það er kannski einfalt að tala um að bændaöld hafi ríkt frá 1262-1893 og miða þá við afnám vistabandið. Alræði sveita á kostnað sjávarútvegs var ekki algjört allt tímabilið. Eins og bent var á í þáttaröðinni, reyndu bændur að binda lýðinn 1404 í kjölfar svarta dauðans en það tókst ekki vegna uppgang Englendinga á öldinni og var sjávarútvegur í miklum blóma út öldina og á 16. öld lika. Piningsdómur markar ákveðið upphaf eins og kemur fram. Sjávarútvegur var alltaf atvinnugrein sem rekin var samhliða landbúnaði en fiskimaðurinn var misjafnlega frjáls eftir öldum.
Annað er að það hrikti í stoðum bændasamfélagsins upp úr miðbik 18. aldar þegar reynt var að hefja þilskipaútgerð, koma á iðnað í landinu, stofnun kaupstaða, koma með nýjungar í garðrækt, o.s.frv. og svo þorpsmyndun á 19. öld. Ætla má að sveitarlýðurinn hafið orðið de facto frjáls töluvert fyrr en 1893 og farið annað hvort á eyrina eða vesturheims ef þeim líkaði ekki kjörin.
Lokaorðin eru þessi: Það er rétt að vistarbandið sem samfélagskerfi reyndist vera böl fyrir alþýðuna, þótt í orði kveðnu var kveðið á um réttindi og skyldur húsbænda.
Píningsdómur reyndist líka vera helsi fyrir framfarir í sjávarútvegi og frelsi sjómannsins. Það er líka rétt að afskiptaleysi konungsvaldsins sem jaðraði við skeytingaleysi á köflum gagnvart hagi landsins jók á böl landsins.
Þá kemur þessi gamla tugga, að við getum ekki dæmt fortíðina í ljósi nútíðarinnar, það er rétt.
Aldafar verður skoða í ljósi aðstæðna, það er rétt, en samanburðurinn á ástandinu á Íslandi og á meginlandinu var skelfilega mikill og einhverjum hefði átt að verða ljóst, að ástandið á landinu var ekki eðlilegt.
Einstaka menn sáu þetta og þorðu að boða breytingar, en til einskins. Meirihluti ráðamanna var annað hvort sama, vissu ekki eða vildu verja hagsmuni sína á kostað almenning. Þeir sem höfðu siglt út og séð hvað var að gerast erlendis, vissu betur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.3.2021 | 15:11 (breytt kl. 17:25) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hér væri ráð að lesa rit mitt Vistarbandið
Björn S Stefánsson, 16.3.2021 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.