Sagnfræði og sagnfræðingar (Raphael Samuel (1981)) - Alþýðusaga

Rafael

Hugtakið alþýðusaga hefur átt sér langa sögu og nær utan um margvísleg skrif. Allt frá hugmyndum um framfarir, sum þessara skrif hafa einkennst af menningarlegum svartsýnishyggju, sum af tæknilegum húmanisma sem sjá má af frásögnum af hversdaglífinu sem var svo vinsælt á fjórða áratuginum í Bretlandi.

Viðfangsefni alþýðusögunnar hefur einnig verið margbreytilegt, jafnvel þótt ætlunin hafi einungis verið að færa mæri sögunnar nær lífi fólksins.

Í sumum tilfellum er athyglinni beint að verkfærum og tækni, í öðrum að félagslegum hreyfingum, og enn öðrum að fjölskyldulífinu.

Alþýðusagan hefur gengið undir mismunandi nöfnum, s.s. iðnaðarsaga (e. industrial history) um 1900, ,,náttúrusaga” (e. natural history) í samanburðarþjóðfræði sem reis hvað hæst eftir uppgötvun Darwins.

Marx kallaði fyrsta kaflann í Kapitalisminn ,,náttúrusaga” kapitalískum framleiðsluháttum og einnig talaði hann um menningarsögu (e. cultural history).

Í dag er alþýðusagan e.k. undirgrein eða undirsett stjórnmála-, menningar- og félagssögu.

Í sinni upprunalegustu mynd, (sjá bókina Impartial History of England (1796)) var alþýðusagan tengd baráttunni fyrir stofnanabundin réttindi (alþýðumanna).

Alþýðusagan í dag er oftast skrifuð af þeim sem eru utan menntastofnanir á háskólastigi.

Hugtakið alþýðusaga nær utan um margvíslegar tilraunir til að gera ,,sögu að neðan” byggða á skjalagögnum sem hefur leikið svo stórt hlutverk í enskri félagssögu samtímans (1981).

Sem hreyfing, hóf alþýðusagan upphaf sitt utan veggja háskóla eftir 1950 og kynni sig sem ,,sagan að neðan”.

Þessi hreyfing hefur náð að komast inn fyrir veggi háskóla og rannsóknir innan þeirra, með því að fræðimenn hafa í síauknu mæli beint sjónum sínum frá hinu þjóðlega til svæðisbundna, frá stofnunum til heimilislífs, frá ríkisvaldinu til alþýðumenningu.

Hvaða mál svo sem það eru sem alþýðusagan tekur á, þá fer hún ekki varhluta af pólitíkinni og er undir áhrifum alls konar hugmyndafræði. Í einni gerðinni er hún undir áhrifum marxismans, í annarri undir áhrifum lýðræðislega frjálslyndisstefnu, í enn annarri undir áhrifum menningarlegum þjóðernisstefnu (e. nationalism).

Ein megineinkenni alþýðusögunnar er að hún hefur venjulega verið róttæk í eðli sínu, þó geta vinstrisinnar ekki gert neitt tilkall til hennar.

Til dæmis bók E.P. Thompson ,,Making of the English Working Class (1963) sem fjallar um uppreisnir alþýðu eða bók Peter Laslett ,,World We Have Lost (1965) um hið horfna ættfeðraveldi. Báðar taka á viðfangsefni á nýjan hátt, eru ekki afurð þurrar fræðimennsku og eru tilraunir til afturhvarf, að snúa söguna til róta hennar, þó að pólitískar hugmyndir þeirra, sem eru undirliggjandi, geta ekki verið meira á hinn bóginn (að vera ekki pólitískar). Þessar alþýðusögur fjalla oftast um alþýðuna sem heild og hún borin saman við ýmis fyrirbrigði, s.s. konungar og alþýða; ríkir og fátækir og hinu menntuðu og hinu fávísu svo eitthvað sé nefnt.

Hjá þjóðháttafræðingum er ...alþýðan... fyrst og fremst bændafólkið; fyrir félagsfræðinginn er það hin vinnandi stétt, á meðan það er hjá menningarlegum þjóðernissinnum tengt við kynþáttinn eða ...ethnic stock....

Til er hægrisinnuð útgáfa af alþýðusögunni. Hún er helguð baráttu, hugmyndir, en mjög lituð af trú og gildum. Hún ímyndargildir fjölskylduna með frösum eins og ...hringur ástarinnar... eða ...lík andlit... – og túlkar félagsleg tengsl meira sem gagnkvæmni en arðrán (eins og marxistar gera). Fjandskapur eða andstæða milli stétta er til í þessari útgáfu en er mýktur með því að benda á misvíxlandi tengsl.

Hin dæmigerða hægrisinnaða útgáfan tekur fyrir hið ,,upprunalega” samfélag fyrir, t.d. hinu frjálsu germana áður en Karólingarnir náðu landinu undir sig o.s.frv. Hugmyndafræðin gengur yfirleitt út á að vera á móti áhrifum nútímans, á móti borgarlífi og kapitalismanum sem séu n.k. óvinir sem eyðileggi þjóðarlíkaman og sundra árhundruða gamla samstöðu sem skapast hefur af hinu ,,hefðbundna” lífi. Þessi útgáfa er mjög íhaldssöm. Þrátt fyrir mismuninn, milli hina vinstri- og hægrisinnaða útgáfu, þá eiga þessir andstæðingar ýmislegt sameiginlegt, s.s. ást á hinu rómantísku frumstæðishyggju (e. primitivism), aðdáun á náttúrunni og hinu ósjálfráða. Báðar stefnurnar sakna hina horfnu samstöðu fortíðarinnar og nútímalíf sé ekki eftirsóknarlegur kostur, þar sem sósíalistar horfa vanþóknunaraugum á kapitalismann sem sinn andstæðing en hægri menn á ,,einstaklingshyggju”, ,,fjöldasamfélagið” (e. mass society) eða ,,iðnaðarhyggju” (e. industrialism). Hin frjálslynda útgáfan er meira bjartsýnni en vinstri- eða hægri (íhaldssama) útgáfan og lítur á efnislegar framfarir sem í grundvelli sínum séu góðviljaðar í áhrifum sínum.

Kapitalisminn sé langt því frá einungis eyðingarafl, heldur birtist frekar sem samblanda af andlegum og félagslegum framförum. Nýmóðinsvæðingin er samtvinnuð við framför hugarins, þróun borgaralegu frelsi og trúarlegu umburðarlyndi. Hjá þeim er litið með velþóknun á baráttu borga á miðöldum fyrir frelsi sínu, baráttu villutrúarmanna gegn kirkjunni, svo eitthvað sé nefnt.

Marxistar hafa heldur ekki gleymt alþýðusögunni, þótt svo mætti ætla og þeir þurfi að standa sig betur segir Raphael Samuel. Hreyfingin ,,sagan neðan frá” var komið á fót af hópi kommúnískra sagnfræðinga um 1940-50.

Kvennasagan var/er undir miklum áhrifum marxískum feministum í Bretlandi. Fyrir kvennahreyfinguna var það pólitísk ákvörðun að skora á hefðbundna söguskiptingu, áskorun á aldarlanga þögn kvenna. Raphael Samuel er á því að marxistar þurfi á alþýðusögunni að halda, því að með henni væri hægt að byggja upp sögu kapitalismans frá botni og alla leið upp, fá heildarmynd. T.d. bændaræturnar í einstaklingshyggjunni.

Raphael Samuel segir að alþýðusagan veki upp mikilvægar spurningar sem varða kenningalegum og pólitískum verk og getur skorað á einokun fræðimanna á þekkingunni. Hann er einnig á því að alþýðusagan þurfi á marxismanum að halda, þ.e.a.s. til þess að skapa andstæða eða gagnstæða sögu – sem er svo tengd við hina almennu sögu (og hefðbundnu), fá m.ö.o. meiri dýpt, nokkuð sem kvennfeministar hafa gert en þær hafa sett fram spurningar og svarað, um valdasamskipti, feðraveldið og eignatengsl. Alþýðumenningin þarf að tengja við spurningar sem varða táknræna skipan sem málfræðingar hafa verið að skoða sem og að breytingar á hinu opinbera geira og einkageira lífsins.

Að lokum telur Raphael Samuel að alþýðusagan eigi um tvær leiðir að velja, að loka sig af og leita í öryggið fortíðarinnar en hún getur jafnframt með mikilli vinnu reynt að breyta skilningi okkar á sögunni í heild sinni, ,,...með því að túlka ekki einungis heiminn, heldur sjá hvort að verk okkar geti ekki breytt honum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband