A.Adu Boahen talar hér um hvernig eigi ađ búa til ţjóđ í Afríku og vísar í kenningu Clio nokkurn sér til hjálpar. Hann segir ađ ţjóđir, t.d. í Evrópu hafi orđiđ til í stríđum og ţá sérstaklega á seinni tímum, einkum á 19. öld. Slíkt sé ekki hćgt í dag, ţví andi okkar tíma er á móti slíku úrrćđi til ađ búa til ţjóđ. Hann spyr einnig hverjir eigi ađ vera ţá Normannar nútímans (sem bjuggu til ensku ţjóđina)? Útiloka eigi stríđ til ađ búa til ţjóđ í Afríku.
Ţjóđarmyndun er ţví ađeins hćgt ađ mynda í núverandi landamćrum ríkja, sem eru međ margar ţjóđir, siđi og tungumál innan mćra ríkja sinna. Ţađ eigi ađ leyfa ţessa ţćtti ađ halda sína stefnu á sama tíma og reynst sé ađ berja áfram skilningi á sjálfsmynd og hollustu gagnvart eigiđ ríki. Ţróa á sameiginleg bönd og sameinast um hagsmuni í gegnum stórbrotna áćtlun um félagslega endursköpun, í gegnum efnahagslegri ţróun sem beint er til ađ samtvinna ađskilda efnahagssvćđi ríkisins í eitt og sameinađa gerđ, í gegnum nútímavćđingu og almenna menntun.
A.Adu Boahen segist ekki hér eiga viđ ađ upp eigi ađ koma eitt tungumál og ein menning í sérhverju afrísku ríki, ţess gerist ekki ţörf, ţótt slíkt vćri ákjósanlegt.
Dćmi um slíkt sé Sviss sem hefur eina ţjóđ en mörg tungumál og Ţýskaland og Austurríki sem hafa sama tungumáliđ en búa í sitthvoru ríkinu.
A.Adu Boahen trúir ađ góđ ţekking á fortíđinni á mismunandi hópum sem eru innan ríkisins, menningu ţeirra og stofnunum, og rćtur ţeirra muni mynda gagnkvćma virđingu og skilning sem munu brjóta niđur veggi óttans, tortryggni og vantraust sem halda hinu mismunandi hópum ađskildum. Góđ ţekking á fortíđinni, gerir ţađ kleift ađ ađskilja ţađ sem skiptir máli frá ţví sem gerir ţađ ekki.
Sérhver kynţáttur á sér sál segir hann, sem endurspeglast í stofnunum hans og ef ţetta sé ađskiliđ, sé sálin drepin. Hćgt sé ađ líta aftur á glćsilega sögu sér til fyrirmyndar en um leiđ ađ lćra af mistökum forfeđranna.
A.Adu Boahen hefur ţann skilningu ađ lćra megi af sögunni.
A.Adu Boahen segir ađ forđast beri ađ gera sömu mistök og Evrópumenn og Bandaríkjamenn gerđu, ađ búa til mítur um fortíđ sína. Afríkusera eigi sögu Afríku, ţađ er ađ styđjast eigi viđ ađrar en skriflegar heimildir og skođa sögu hennar frá sjónarhóli Afríkumanna en ekki Evrópumanna, túlkun gagna út frá afrískum bakgrunni en ekki evrópskum og ţá nú úreltu skođun ađ Afríka átti sér enga sögu áđur en Evrópumenn komu til álfunnar. Ţessi ályktun sé byggđ á ţremur ţáttum.
Í fyrsta lagi ađ bókmenning hafi veriđ kynnt Afríku međ komu Evrópumanna til Afríku á 15. öld. Ţetta er ósatt sbr. Meroitic og Axumite skrif sem séu frá 300 f.kr., og skriftarkunnátta var komiđ á međ tilkomu Araba á 8. öld e.kr. Í öđru lagi sé ţví haldiđ fram ađ ađeins sé hćgt ađ rannsaka athafnasemi Evrópumanna í Afríku á ţessum tíma út frá evrópskum heimildum. Ţetta sé rangt, ţví ađ ţeir skráđu ekki ađeins sína eigin athafnasemi og sögu, heldur skýrđu ţeir einnig frá högum innfćddra. Í ţriđja lagi hefur ţađ veriđ ályktađ ađ sögu Afríku sé ađeins hćgt ađ endurskapa međ skriflegum heimildum, sem sé rangt.
Hćgt er ađ endurskapa afríska sögu út frá forleifafrćđi, félagslega mannfrćđi, tónlistafrćđi, ethnobotany, serology, málvísndafrćđum, munnlegum hefđum og öđrum hefđbundnum afrískum heimildum. A.Adu Boahen leggur ţó mesta áherslu á munnlegar heimildir og ţar sé mest ađ finna af upplýsingum um fortíđina. Ţćr eru m.a. frásagnir, eiđar (svardagar), nöfn og hirđljóđ. Hann segir ađ vestrćnir menn séu efins um gildi ţessara heimilda en segir sjálfur hafa góđa reynslu sem og ađrir frćđimenn af ţessum heimildaflokki. Ţćr fylla inn í ţar sem skriflegum heimildum sleppir. Annar mikilvćgur heimildaflokkur er tónlistin og svo varđveittir hlutir (til dćmis trommur o.s.frv.). Hátíđir ýmis konar segja einnig mikiđ. Hann talar um afnýlenduvćđa (e. decolonization) á afrískri sögu og á ţar fyrst og fremst viđ not af ađrar en skriflegar heimildir. Rannsaka eigi hefđbundna afrískt stjórnkerfi, ,,milliríkjasamskipti (e, diplomacy), guđi og hlutverk ţeirra, helgisiđi, serimóníur og hátíđir og menningarlega hluti eins og vefgerđ og dansiđkun. Slíkt mun gefa sniđmynd og samfellda mynd af afrískri sögu.
Svo má ekki gleyma áhrif Afríku á ađra heimshluta, Ameríku og Evrópu á öllum tímum. Ţetta gefur hinu hefđbundnu mynd af afrískri sögu nýja vídd, en hún fjallar eiginlega eingöngu um komu Evrópumanna til álfunnar, könnun hennar, trúbođ, ţrćlaverslun og afnám hennar, nýlendur og stjórnir ţeirra ţetta eigi ađ setja í rétt samhengi. Ţegar ţetta hefur veriđ gert, er fyrst hćgt ađ skrifa kennslubćkur um sögu álfunnar og byggja upp ţjóđir í Afríku sem er vandamál sem lönd í Evrópu, Asíu og Ameríku áttu flest viđ á miđöldum og nýöld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bćkur, Vísindi og frćđi | 18.1.2021 | 18:08 (breytt kl. 18:08) | Facebook
Fćrsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri fćrslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.