Sagnfræði og sagnfræðingar (A. Adu Boahen (1975))

external-content.duckduckgo.com

A.Adu Boahen talar hér um hvernig eigi að búa til þjóð í Afríku og vísar í kenningu Clio nokkurn sér til hjálpar. Hann segir að þjóðir, t.d. í Evrópu hafi orðið til í stríðum og þá sérstaklega á seinni tímum, einkum á 19. öld. Slíkt sé ekki hægt í dag, því andi okkar tíma er á móti slíku úrræði til að búa til þjóð. Hann spyr einnig hverjir eigi að vera þá Normannar nútímans (sem bjuggu til ensku þjóðina)? Útiloka eigi stríð til að búa til þjóð í Afríku.

Þjóðarmyndun er því aðeins hægt að mynda í núverandi landamærum ríkja, sem eru með margar þjóðir, siði og tungumál innan mæra ríkja sinna. Það eigi að leyfa þessa þætti að halda sína stefnu á sama tíma og reynst sé að berja áfram skilningi á sjálfsmynd og hollustu gagnvart eigið ríki. Þróa á sameiginleg bönd og sameinast um hagsmuni í gegnum stórbrotna áætlun um félagslega endursköpun, í gegnum efnahagslegri þróun sem beint er til að samtvinna aðskilda efnahagssvæði ríkisins í eitt og sameinaða gerð, í gegnum nútímavæðingu og almenna menntun.

A.Adu Boahen segist ekki hér eiga við að upp eigi að koma eitt tungumál og ein menning í sérhverju afrísku ríki, þess gerist ekki þörf, þótt slíkt væri ákjósanlegt.

Dæmi um slíkt sé Sviss sem hefur eina þjóð en mörg tungumál og Þýskaland og Austurríki sem hafa sama tungumálið en búa í sitthvoru ríkinu.

A.Adu Boahen trúir að góð þekking á fortíðinni á mismunandi hópum sem eru innan ríkisins, menningu þeirra og stofnunum, og rætur þeirra muni mynda gagnkvæma virðingu og skilning sem munu brjóta niður veggi óttans, tortryggni og vantraust sem halda hinu mismunandi hópum aðskildum. Góð þekking á fortíðinni, gerir það kleift að aðskilja það sem skiptir máli frá því sem gerir það ekki.

Sérhver kynþáttur á sér sál segir hann, sem endurspeglast í stofnunum hans og ef þetta sé aðskilið, sé sálin drepin. Hægt sé að líta aftur á glæsilega sögu sér til fyrirmyndar en um leið að læra af mistökum forfeðranna.

A.Adu Boahen hefur þann skilningu að læra megi af sögunni.

A.Adu Boahen segir að forðast beri að gera sömu mistök og Evrópumenn og Bandaríkjamenn gerðu, að búa til mítur um fortíð sína. Afríkusera eigi sögu Afríku, það er að styðjast eigi við aðrar en skriflegar heimildir og skoða sögu hennar frá sjónarhóli Afríkumanna en ekki Evrópumanna, túlkun gagna út frá afrískum bakgrunni en ekki evrópskum og þá nú úreltu skoðun að Afríka átti sér enga sögu áður en Evrópumenn komu til álfunnar. Þessi ályktun sé byggð á þremur þáttum.

Í fyrsta lagi að bókmenning hafi verið kynnt Afríku með komu Evrópumanna til Afríku á 15. öld. Þetta er ósatt sbr. Meroitic og Axumite skrif sem séu frá 300 f.kr., og skriftarkunnátta var komið á með tilkomu Araba á 8. öld e.kr. Í öðru lagi sé því haldið fram að aðeins sé hægt að rannsaka athafnasemi Evrópumanna í Afríku á þessum tíma út frá evrópskum heimildum. Þetta sé rangt, því að þeir skráðu ekki aðeins sína eigin athafnasemi og sögu, heldur skýrðu þeir einnig frá högum innfæddra. Í þriðja lagi hefur það verið ályktað að sögu Afríku sé aðeins hægt að endurskapa með skriflegum heimildum, sem sé rangt.

Hægt er að endurskapa afríska sögu út frá forleifafræði, félagslega mannfræði, tónlistafræði, ethnobotany, serology, málvísndafræðum, munnlegum hefðum og öðrum hefðbundnum afrískum heimildum. A.Adu Boahen leggur þó mesta áherslu á munnlegar heimildir og þar sé mest að finna af upplýsingum um fortíðina. Þær eru m.a. frásagnir, eiðar (svardagar), nöfn og hirðljóð. Hann segir að vestrænir menn séu efins um gildi þessara heimilda en segir sjálfur hafa góða reynslu sem og aðrir fræðimenn af þessum heimildaflokki. Þær fylla inn í þar sem skriflegum heimildum sleppir. Annar mikilvægur heimildaflokkur er tónlistin og svo varðveittir hlutir (til dæmis trommur o.s.frv.). Hátíðir ýmis konar segja einnig mikið. Hann talar um afnýlenduvæða (e. decolonization) á afrískri sögu og á þar fyrst og fremst við not af aðrar en skriflegar heimildir. Rannsaka eigi hefðbundna afrískt stjórnkerfi, ,,milliríkjasamskipti” (e, diplomacy), guði og hlutverk þeirra, helgisiði, serimóníur og hátíðir og menningarlega hluti eins og vefgerð og dansiðkun. Slíkt mun gefa sniðmynd og samfellda mynd af afrískri sögu.

Svo má ekki gleyma áhrif Afríku á aðra heimshluta, Ameríku og Evrópu á öllum tímum. Þetta gefur hinu hefðbundnu mynd af afrískri sögu nýja vídd, en hún fjallar eiginlega eingöngu um komu Evrópumanna til álfunnar, könnun hennar, trúboð, þrælaverslun og afnám hennar, nýlendur og stjórnir þeirra – þetta eigi að setja í rétt samhengi. Þegar þetta hefur verið gert, er fyrst hægt að skrifa kennslubækur um sögu álfunnar og byggja upp þjóðir í Afríku sem er vandamál sem lönd í Evrópu, Asíu og Ameríku áttu flest við á miðöldum og nýöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband