Butterfield segir að þó að sagnfræðin virðist vera alþjóðleg í eðli sínu líkt og félagsvísindin - þá er hún umfram allt, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, þjóðleg og staðbundin. T.d. verður besta enska ævisaga Napóleon aðeins besta enska útgáfan af æviferli hans, því að okkur hættir til að skrifa út frá okkar sjónarhóli (sem er í þessu tilfelli enskt) og stofnanir okkar, m.ö.o. erum við samofin menningu okkar svo mikið að erfitt ef ekki vonlaust er að reyna að skrifa frá öðru sjónarhorni.
Og við getum varla að því gert að þessi gerð af sagnfræði sé notuð til þess að varðveita eða skrifuð til verndar viðkomandi samfélagsgerð. Umhverfi okkar, hvort sem það er íslenskt eða enskt, mótar okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ensk einkenni okkar, segir Butterfield, tungumálið, enskar venjur, breskar stofnanir, eru hluti af enskri sögu; m.ö.o. eru hluti ensku landslagi og enskrar arfleifðar.
Það er sama í hvaða flokk menn skipa sér í Englandi, segir Butterfield, til vinstri eða hægri, þá verður sýnin (á söguna) ávallt ensk og enskur skilningur lagður til grundvallar.
Enskur skilningur (e. English interpretation) er líkt og enska stjórnarskráin sjálfur afurð sögunnar. Hann er einhver besta leiðin til að skilja enska fortíð og koma henni til gagns fyrir samtíðina.
Englendingar hafa frá því á 17. öld reynt að sýna að þeir séu ekki niðurrifsmenn á fornum hættum heldur varðveislumenn og þeir hafa verið einstaklega stoltir af samfelldri sögu stofnanna landsins.
Macaulay kallar þetta hjónaband nútíðar og fortíðar. Þetta sé t.d. ólíkt með Frakka, en þeir afneituðu fortíðinni fyrir 1789 og töluðu um nýja byrjun. Erfitt er fyrir þá að vísa í fortíðina þegar eitthvað nýtt vandamál rís upp hjá þeim.
Frakkar fordæmdu miðaldir og franskt frelsi spratt af uppreisn gegn sögu og venjur en því var ólíkt farið með Englendinga sem sömdu frið við söguna með því að ,,misskilja hana (velja úr henni hentug atriði) og þess vegna er hægt að segja að ,,röng saga væri einn af kostum þeirra. Þessi samfella fortíðar og nútíðar, hefur verið Englendingum til góðs. Þeir hafa lært að halda í lögin sem haldreipi á erfiðum tímum og á breytingartímum hafa þeir lært að fara ekki of geyst í sakirnar heldur að stíga varlega (sem þeir hafa lært af sögunni).
Butterfield segir að Englendingar séu ekki fangar fortíðarinnar (sem kannski Grikkir og Ítalir eru í nútímanum) og þeir hafa haldið í þá hluta fortíðarinnar sem vert er að halda í, e.k. vel valda fortíð, sem hagkvæmt er að halda í og hentar tilgangi þeirra.
Sagan hjá þeim var m.ö.o. lifandi fyrirbrigði. Hann segir að túlkun Whigsanna hafi komið á hárréttum tíma og hvað svo sem áhrif hún hefur haft á sögutúlkunina, þá hefur hún haft frábær áhrif á ensk stjórnmál. Af þessari ástæðu þurfti England ekki byltingu líkt og Frakkar 1789 til þess að bjarga því frá niðurbroti fortíðarinnar.
Þetta var Túdorunum (konungsætt) að þakka, en þeir tóku það besta úr miðaldarsamfélaginu og aðlöguðu það að samtíðinni. Þetta er það sem tókst svo vel hjá Englendingum, en það er að halda í það góða úr fortíðinni en um leið að endurtúlka hana ef það reynist nauðsynlegt. Sem dæmi héldu þeir í konungsdæmið, og hafa viðhaldið því til dagsins í dag, á meðan þeir breyttu þeir mikilvægi þess og tóku af því valdið til að gera eitthvað slæmt af sér. Þeir lærðu að enn væru vissir þættir í konungsdæminu sem hægt væri að hafa gagn af og ákváðu því að halda því.
Þessi leið hefur reynst Englendingum betur en byltingar, þar sem hefðum og venjum væri hent fyrir borð (sem geta verið góðar eða vondar hefðir eða venjur) og í stað þess að henda öllu, var valið úr sem hentaði og það varðveitt.
Flokkur: Bloggar | 15.1.2021 | 14:02 (breytt kl. 14:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Íþróttir
- Giannis fór á kostum - Stórleikur Jókersins dugði ekki
- Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi par excellence
- Sara náði sjaldgæfum áfanga
- Við áttum að gera meira af þessu
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.