Sagnfræði og sagnfræðingar (V.H. Galbraith (1964))

61v5J0y-VBL

 

Hér kemur fyrsta af mörgum greinum um sagnfræðinga og hvað þeir segja um sagnfræðinám og viðfangsefni þess. Það er dálítið gaman að því þegar sagnfræðingar rannsaka sjálfa sig og viðfangsefni sitt með gagnrýnum hætti.

Rannsókn á sögu er mjög persónulegt athæfi – sem felur í sér að einstaklingur er að lesa söguheimild fyrir sjálfan sig en rannsóknir á fortíðinni á einstaklingsgrundvelli eru mjög mikilvægar. Sagan á ekki að vera undirsett vísindum að mati Galbraith.

Galbraith gagnrýnir breska menntakerfið og segir að rannsóknir nemenda í sagnfræði við háskóla séu oft yfirborðskenndar, oft gerðar í flýti og af vankunnáttu, á 1-3 árum, þegar þær þurfi helst margra ára yfirlegu og mats. Þessar svokölluðu frumrannsóknir nemanda beinast oftast að of löngu tímabili eða sérhæfingu á einhverju sem inniheldur of þröng sjónarhorn.

Fræðilegur bakgrunnur nemandans er heldur ekki nógu yfirgripsmikill, sem kemur einungis með margra ára eða áratuga reynslu af fræðimennsku, til þess að ráða við verkefnin svo eitthvað vit sé í. Hann segir jafnframt að bestu kennararnir hafa reynst vera þeir sem hafa mest tengsl við frumheimildir og besta sönnunin á getu þeirra væri helst útgefið efni.

Galbraith leggur til að þrennt verði gert:

-Skýr greinamunur verði gerður á verkum háskólanema sem ekki hafa lokið B.A.-prófi og stundað rannsóknir”. Þeir ættu að rannsaka frumheimildir áður en þeir ljúka námi.

- Uppskrift eða endurritun og ritstjórn á (frum-)textum og skjölum ætti að vera hluti af því að fá háskólagráðu á fyrsta stigi (B.A.-stigi). A.m.k. lærir nemandinn með þessu að afrita, endurraða, grafa og gera sögulegar frumheimildir aðgengilegar.

- Framhaldsnám (M.A.-nám) ætti að vera þannig uppbyggt, að það sé enginn þrýstingur á að nemendur þurfi að halda áfram í frekara nám. Meiri áhersla ætti að vera á að rannsaka frumheimildir þeirra vegna en ekki vegna frumlegra niðurstaðna sem ætla mætti að af þeim megi draga. Þær koma oftar en ekki af sjálfu sér. Hugtakið rannsókn kemur úr náttúruvísindum, og því er haldið fram, að með því að læra vísindalegar aðferðafræði, höfum við tekið upp eins og þrælar aðferðafræði náttúruvísinda. Það er auðljóst að sögulegur efniviður til rannsókna er takmarkaður og það eru takmörk á aðferðum og rannsóknarspurningum sem hægt er að spyrja.

Fortíðin er dauð – eins dauð og mennirnir sem bjuggu hana til. Til þess að sökkva sig niður í hana, jafnvel nýliðna tíð, krefst mikinn aga en nauðsynlegan ef hin skrifaða saga á ekki að vera í tímaleysi eða tímaskekkju.

Rannsókn á sögunni á að vera aðalviðfangsefni til þess að skapa endurgerð; lifandi endurgerð á horfnum heimi – e.k. persónuleg framlag til að gera fortíðina, eins og hún var, eins lifandi og nútíðin er. Þetta er aðeins hægt með því að rannsaka frumheimildir. M.ö.o. eru eftirheimildir (e. secondary sources) sem gerðar hafa verið, hættulegar því þær eru ekki hluti af því tímabili sem fjallað er um.

Einkagögn og einkasöfn einstaklinga sem opinber gögn eru jafn nauðsynleg fyrir skilning á fortíðinni og hvorugt getur verið án annars. Hins vegar liggja einkagögn almennings oft undir skemmdum eða skemmast í tímans rás og það er hættulegt fyrir sagnfræðirannsóknir framtíðarinnar. Varðveita verður frumheimildir með því að gefa þær út á prenti, því að saga Grikklands og Rómar, hafa sýnt okkur að aðeins þau verk sem gefin voru út í stórum upplögum varðveittust til okkar daga. Framför og framtíð sagnfræðilegri vitneskju byggist á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband