Parmedídes

Parmedídes (5 f.Kr.) sagði að það sé mótsögn að segja um ekkert að það sé til. Hann sagði það óhugsandi að einhvern tíma hefði ekkert verið til og því getur ekki verið satt að allt eða eitthvað hafi orðið til úr engu. Allt hlýtur alltaf að hafa verið til. Á svipaðan hátt getur ekkert orðið að engu. Af þessu leiðir ekki einungis að allt á sér ekkert upphaf og hefur ekki verið skapað, heldur hlýtur allt að vera eilíft og óforgengilegt. Hann talaði einnig um að það séu engin göt í veruleikanum, þ.e.a.s. að hlutar af honum sé ekkert og ályktar þar af leiðandi að veruleikinn myndi eina heild. Allar breytingar eiga því sér stað innan lokaðrar heildar (alheimsins).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband