Var danska einokunin til góðs?

Það sem var sérkennandi fyrir íslenska einokunarverslunina var að vöruverslun = vöruskipti þótt peningar séu notaðir.

Einnig að ,,lögmál” hins gagnkvæma hagnaðar gildir.

Hagkvæmni verslunar byggir bæði á ólíkum aðgangi að auðlindum og hagkvæmni verkaskiptingar manna á meðal.

Fast verðlag gat gilt í áratugi eða árhundruð fyrr á tíð bæði á Íslandi og erlendis. Dæmi um það er íslensku Búalögin.

- Leikreglur í viðskiptum voru fastmótaðar, til að koma í veg fyrir ófrið og óöryggi. Ákveðið var hverjir voru löglegir kaupmenn í hverju landi, hvar mátti versla, hvaða verðlag gilti og jafnvel með hvaða vörur mátti versla. Í dag farið eftir lögum (eins og í gamla daga), milliríkjasamninga og hefða. Forsendur markaðsfrelsis byggjast á skýrum leikreglum í viðskiptum. - Noregskonungur réði hverjir máttu versla á Íslandi frá 1262, en áður voru það goðar sem réðu. Verðlag var ákveðið í verðlagsdómum milli kaupmanna og sýslumanna.

Konungur missti tökin á Íslandsversluninni á 15. og 16. öld og inn stigu þýskir og enskir kaupmenn og stunduðu verslun við landsmenn, öllum til góðs. Árið 1619 tók konungur valdið af kaupmönnum og sýslumönnum og setti sína eigin verðlagsskrá og eitt verslunarfélag fyrir landið í stað leigu á einstökum höfnum. Gert til eflingar borga og ríkisvalds.

- Deilur um einokunarverslunina á 17. og 18. öld snérist um framkvæmdaratriði, s.s. hvort kaupmenn flyttu inn nógu mikið af góðri vöru og hvort Íslendingar gætu nógu mikið af góðri vöru og hvort Íslendingar gætu flutt út nóg mikið af góðri vöru en ekki um fyrirkomulag verslunina.

- Danskir kaupmenn (útlenskir kaupmenn) réðu versluninni en Íslendingar réðu framleiðslunni. Var hluti af merkanlítismanum. - Kammeralisminn var efnahagsstefna hið upplýsta einveldis, konungur átti að bæta hag allra þegna sinna með ríkisafskiptum og fulltrúar þessarar stefnu voru þeir Skúli Magnússon og Jón Eiríksson. Nú áttu kaupmenn að taka þátt í framleiðslunni og setjast hér að. Þetta mistókst vegna:

o Andstöðu íslenskra landeigenda og embættismanna.

o Skilningsleysi danskra yfirvalda á íslenskum málefnum.

o Móðuharðindin lögðu íslenskt efnahagslíf í rúst.

- Afnám einokunarverslunar 1787 fól ekki í sér verslunarfrelsi en stofnaðir voru kaupstaðir sem síðar urðu flestir að bæjum.

Kaupmenn búsettir á Íslandi réðu verðlag en máttu ekki sigla beint á erlenda utanríkishafnir og allt verðsamráð Íslendinga bannað. Árið 1816 var leyfð sigling beint til utanríkishafnir.

Nærverslunin íslenska:

Nærverslun hafði fast verð, sérstaklega í stöðnuðum samfélögum. Fast verð einkenndi miðaldir.

Verslunarfrelsi fylgir sterku ríkisvaldi sem er sæmilega jafnræðissinnað.

Verslun íslenskra alþýðumanna við útlenda kaupmenn beint, hófst með einokunarversluninni en áður hafði höfðinginn einn rétt á verslun við útlendinga. Hann seldi síðan alþýðunni vöruna á hærra verði.

Danskir kaupmenn fengu einokun á versluninni en Íslendingar á framleiðslunni.

Hlutfallsleg lágt verð á fiski 1600-1800 olli eymd einokunarverslunarinnar, samanborið við tímabilið 1400-1600 og varð til þess að Englendingar sóttu hingað.

Kammeralismi: Allir þegnar ríkisins njóti verðmætana, ekki aðeins yfirstéttin. Skúli Magnússon helsti fulltrúi þessarar stefnu á Íslandi. Skúli vildi innlenda verslun, með íslenskum kaupmönnum sem áttu að setjast um allt Ísland. Að verslunin væri stunduð frá Íslandi.

Danskir kaupmenn gegn landeigendum á einokunartímanum á Íslandi var átök milli yfirstéttahópa en ekki yfirstétt gegn undirstétt. Íslenskir landeigendur vildu ekki fá nýja yfirstétt sér við hlið.

Danir voru hræddir við að þeir gætu tapað landinu eftir afnám einokunarverslunina, þess vegna voru Danir á móti verslunarfrelsi Íslandi og hafa pólitískar ástæður legið að baki.

Jón Sigurðsson sannfærði Íslendinga endanlega um réttmæti frjálsar verslunar í tímaritsgrein.

Íslensk viðskiptakjör hafa farið batnandi síðan um 1800.

Átti vinnuaflið að geta selt sig frjálst? Baráttan um vistarbandið stóð fram undir 3 áratug 20. aldar. Kaupmenn fengu mest frjálsræði í Evrópu.

- Straumhvörf urðu í íslenskri verslunarsögu með grein Jóns Sigurðssonar í Ný félagsrit 1843, þar sem hann mælir með verslunarfrelsi. Árið 1855 fengu Íslendingar sama rétt í verslunarmálum og Danir. Íslendingar urðu svo ekki sjálfum sér nógir fyrr en Eimskip var stofnað í byrjun 20. aldar.

Svo svarað verði spurningunni hér í fyrirsögninni, þá verður einfaldlega að segja að einokunin var barn síns tíma og eftir efnahagshugmyndum þess tíma.

Engin sérstök mannvonska lá þarna á bak við en verslunarhöft, það er ófrjáls verslun. Hún er alltaf til ills en Adam Smith var bara ekki kominn til sögunnar og menn fóru eftir venjum og hefðum.

Ef einhvað er, þá var það forneskja íslenskrar yfirstéttar sem stóð í vegi fyrir framfarir og það að framkvæmdarvaldið lá í öðru landi, hjá útlendingum sem vissu ekkert um Ísland og þarfir þess. 

Frjáls verslun og áhersla á fiskveiðar í stað landbúnaðar, hefði leitt til fólksfjölgunar og stofnun sjávarþorpa og-bæja.Þessi þróun hefði getað hafist um 1600 í stað seinni helming 19. aldar. Hvernig væri þá umhorfs þá á Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband