Breyting í utanríkisstefnu Bandaríkjanna með nýrri ríkisstjórn? Stríð framundan?

Nobel for Trump

Jim ,Mad dog“ Mattis, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og hershöfðingi, segir að hann vonist itl að Joe Biden hætti við stefnuna ,,Bandaríkin fyrst“ í þjóðaröryggisstefna landsins.

„Þetta er blekking,“ segir hann ásamt þremur meðhöfundum greinar um utanríkismál landsins. „Fullvalda ríki hafa alltaf val: að gera málamiðlun við árásarmenn, grípa til aðgerða sem eru andstæðir bandarískum hagsmunum, afþakka aðstoð þegar Bandaríkin þurfa á henni að halda eða vinna saman hvert við annað um starfsemi sem Bandaríkin eru undanskilin.“

Þeir bættu við að „ef við gefum okkur annað hefur það í för með sér að efla andstæðinga og hvetja þá til að prófa styrk skuldbindinga Bandaríkjanna.“ „Ekki einu sinni Bandaríkin eru nógu sterk til að vernda sig sjálf,“ héldu þeir áfram. „Að vinna með líkum þjóðum til að viðhalda alþjóðlegri skipan um gagnkvæmt öryggi og velmegun er hagkvæm leið til að tryggja þá hjálp.“

Mattis og meðhöfundar hans sögðu að „þeir sem hafna þátttöku Bandaríkjanna í Afganistan, Írak og víðar sem „endalausum “eða„ að eilífu “styrjöldum - eins og bæði Donald Trump forseti og Joe Biden, forsetaefnis, frekar en sem stuðningur við vinaleg stjórnvöld sem glíma við að hafa stjórn á eigin yfirráðasvæði, missa mark í málflutningi sínum.“

„Það er í þágu Bandaríkjanna að byggja upp getu slíkra stjórnvalda til að takast á við þær ógnir sem varða Bandaríkjamenn; sú vinna er ekki fljótleg eða línuleg, en hún er fjárfesting í bæði auknu öryggi og sterkari samböndum og æskilegra en að Bandaríkjamenn þurfi endalaust að sjá um ógnanir einir og sér, “skrifuðu þeir. Ekki er hægt að taka undir þessi orð þeirra fjórmenninga.

Stefna Donalds Trumps hefur leitt til mun friðsamlegs heims en áður. Hver hefði trúað því að Ísraelar væru búnir að semja um frið við fjögur arabaríki? Og þeir væru í leynilegum viðræðum við Sádi-Araba um samvinnu? Og hvers vegna í ósköpunum var farið í stríð við Írak á sínum tíma? Ríkið ógnaði ekkert öryggishagsmuni Bandaríkjanna og var lúbarið eftir ósigur í Persaflóastríðinu.

Í Afganistan hefði nægt að berja niður Talibana stjórnina og útiloka frekari hryðjuverkaógn þaðan. Tveggja áratuga stríð hefur ekki skilað neinu nema friðarsamning sem Trump stendur fyrir og gengur í gildi á næsta ári ef ný ríkisstjórn eyðileggur það ekki. Því verður stundum ekki neitað, að stríð geta verið nauðsyn en sem síðasta úrræði.

Hægt er að treysta vinabönd og hernaðarbandalög án stríða sem eiga alltaf að vera síðasta úrræðið. Af hverju geta önnur stórveldi, eins og Rússland og Kína tryggt sína öryggishagsmuni án styrjalda?

Ekki er ólíklegt að Trump fái friðarverðlaun Nóbels á næsta ári fyrir friðsamlegri heim en áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband