Upphaf Reykholts í Biskupstungum og þáttur frænda míns í þeirri byrjun

Þorsteinn Bergmann Loftsson, á Stóra-Fljót, Reykholti, Biskupstungum, var föðurbróðir föður míns, Lofts Jens Magnússonar. Það er að segja afabróðir minn. Foreldrar hans: Jóhanna Guðný Guðnadóttir, húsfreyja, f. 30.6. 1952 og Loftur Magnússon, bóndi, f. 1867, d. 20.2. 1915. Þess má geta að Þorsteinn var fæddur 17. febrúar 1911 og dó 20. maí 1946. Hann var giftur Vilhelmina Theodora Tijmstra Loftsson, náttúrufræðingi frá Hollandi, f. 26. janúar 1912, d. 28. október 1998.

Vilhelmína, var hollensk landstjóradóttir. Hún gekk í barnaskóla á kóralrifi í Karíbahafi, tók háskólapróf í náttúrufræði og lagði svo í afdrifaríka útskriftarför til Íslands. Þar varð hún ástfangin af ungum eldhuga úr Dölum. Vilhelmína var náttúrubarn sem skákaði hefðum evrópska aðalsins. Hann var hreystimenni með stóra drauma.

Vilhelmia

 

Vilhelmína stundaði nám í náttúrufræði við Háskólann í Leiden í Hollandi. Þar bauðst henni og nokkrum skólafélaga hennar að fara í rannsóknaferð til Íslands í sumarfríi 1932. Á Íslandi dreifðist hópurinn á sveitabæi víðs vegar um landið. Vilhelmina fékk vist hjá Pétri Blöndal í Stafholtsey í Borgarfirði. Meginviðfangsefni stúdentanna var að safna sýnishornum úr íslenskri náttúru, jurtum, skordýrum og fuglum, til rannsókna í skólanum. Aðalviðfangsefni Vilhelmínu þá var að safna fuglshömum. Fuglafræði var alla tíð mikið áhugamál hennar. Í Stafholtsey kynntist Vilhelmína fyrri manni sínum, Þorsteini Bergmann Loftssyni frá Gröf í Miðdölum, Dalasýslu. Þau stofnuðu síðar heimili á Siglufirði þar sem þau bjuggu í nokkur ár.

Í lok fjórða áratugarins ákváðu Þorsteinn og Vilhelmína að leggja fyrir sig gróðurhúsarækt, sem þau kynntu sér í Hollandi. Þau keyptu Stóra-Fljót í Biskupstungum og reistu þar gróðrarstöð. Hún var ein fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Stóra-Fljót markaðist af Fellslæk í norðri, Tungufljóti í austri, Reykjavöllum í suðri og Litla-Fljóti í vestri. Býlið stóð í upphafi vestan þjóðvegar skammt frá bænum Brautarhóli en var flutt undir brekkuna neðan Reykholtshvers árið 1939. Þorsteinn byggði fyrstu garðyrkjustöðina í Reykholti á flötinni fyrir neðan og bar titilinn ylræktarbóndi.

Loftur Jens Magnússon fór í garðyrkjunám til Þorsteins B. Loftssonar, á Stóra-Fljót, Reykholti 1941. Hann lauk ekki námi þar eð Þorsteinn lést 20. maí 1945. Vilhemína fluttist þá til Reykjavíkur ásamt tveimur sonum þeirra hjóna.

 

Vilhjálmur Þorsteinsson

 

 

 

Vilhjálmur Þorsteinsson fæddist 1943 að Stóra-Fljóti, Biskupsstunguhreppi, sonur þeirra hjóna

Grunnur að byggðakjarnanum í Reykholti var lagður árið 1928, þegar barnaskóli var reistur. Þá hafði eigandi jarðarinnar Stóra-Fljóts gefið Biskupstungnahreppi landskika undir bygginguna. Þetta var eitt fyrsta skólahús sem reist var í dreifbýli á Íslandi og þótti mjög glæsileg framkvæmd. Fyrsta gróðurhús í uppsveitum Árnessýslu, sem hitað var upp með hverahita byggði aftur á móti Stefán Sigurðsson skólastjóri barnaskólans árið 1932. Það stóð á stalli í brekkunni á milli gamla skólahússins og Reykholtshvers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband