Forsetinn og popúlismi

Ummæli fyrrverandi stjórnmála prófessors um forsetaframbjóðanda vekja undrun. Þar kemur hann með fullyrðingu sem hann styður ekki. Hún er eftirfarandi: "Arnar Þór Jónsson er popúlisti af sama skóla og Guðmundur Franklín, segir Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands." Á hverju hann metur frambjóðandann á þann hátt fylgir ekki sögunni. Á meðan fullyrðing er ekki bökkuð upp af staðreynd (sönnun), er þetta bara skoðun stjórnmála prófessorins.

Sjá slóð: Fyrsti forseti sjálfstæðismanna var fyrrum leiðtogi vinstri sósíalista – Arnar Þór popúlisti eins og Guðmundur Franklín

Prófessorinn þýðir réttilega hugtakið popúlistar sem lýðhyggjumenn. En hvað er lýðhyggja? Hér kemur skilgreining Wikipediu:

"Lýðhyggja vísar til enska orðsins „populism“ ...Lýðhyggja er talin tefla saman hinum almenna eða venjulega einstaklingi gegn því sem kallað er „elíta“ eða yfirstétt í gefnu samfélagi. Lýðhyggja getur birst í stefnum og hugmyndum bæði stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka."

Og ennfremur: "Enska orðið „populism“ hefur stundum verið þýtt sem „lýðskrum“ á íslensku. Stundum er orðið „hentistefna“ einnig notað í sambandi við lýðhyggju. Ef betur er að gáð kemur þó í ljós að hvorugt þeirra er rétt þýðing á hugtakinu lýðhyggja." Populistar geta verið bæði til hægri eða vinstri.

Spurning hvort prófessorinn vilji varpa skugga á frambjóðandann með slíkum stimpli? En hvernig geta Guðmundur Franklín eða Arnar Þór verið popúlistar? Þurfa þeir þá ekki að njóta fjöldastuðing almennings til að geta talist vera slíkir?  Frægasti popúlisti í heimi er sjálfur Donald Trump. Hann stýrir grasrótarhreyfingu hægri manna sem kallast MAGA. Hann breytti repúblikannaflokknum í eigin flokk en þess má geta að hann mætti gífurlegri mótspyrnu flokkseiganda elítunnar í flokknum er hann bauð sig fyrst fram.

Guðmundur hlaut 8% fylgi (ekki 7% eins og prófessorinn heldur fram) er hann bauð sig fram. Hann er því ekki popúlisti, þótt hann hafi kannski vilja vera það. Guðni myndi frekar teljast vera populisti vegna fjöldafylgi hans. En Arnar Þór hefur ekkert sagt til um hvað hann er, annað en hann vilji sækja stuðnings sinn til þjóðarinnar.

Þannig á það að vera um alla forsetaframbjóðendur, þeir eiga að leita stuðnings til massans - þjóðarinnar, enda um persónukjör að ræða.

Ólafur segir Guðna hafa sent skýr hugmyndafræðilega skilaboð frjálslyndis og umhyggju í ræðum sínum! Túlka má frekar stefnu Guðna sem óákveðni, vilja til að þóknast öllum og engum. Allir forsetar Íslands tala fyrir hönd þeirra sem minna mega sína. En aðalatriði er, sendir forsetinn skýr skilaboð er varðar stóru samfélagsmálin? Styður hann t.d. íslenska menningu og tungu? Og íslenska nátttúru eins og Vigdís gerði?  Stendur hann vörð um íslenska hagsmuni gagnvart alþjóðavaldinu eins og Ólafur Ragnar gerði? Og hefur hann þema??? Hvað er átt við með þema?

Vigdís: Verndun íslensk menningararfs, tungu og lands (skógrækt). 

Ólafur Ragnar: Málsvari íslensks almennings gegn yfirþjóðlegu valdi sem birtist í Icesave en einnig verndun norðurslóða.

Guðni....Being there.....ekkert. Ólafur talaði um að Guðni standi fyrir "frjálslynd viðhorf, umburðarlyndi gagnvart t.d. útlendingum og samúð með þeim sem minna mega sín." En það er bara hluti af starfi forsetans að gera það, ekki skýr stefna. Guðni talaði aldrei um verndun íslenskrar menningar og tungu eða lands, það var ekki stefna hans. Né að verja þjóðina gegn ólögum frá t.d. WHO eða EES sem Alþingi Íslands finnst í lagi að innleiða. Hins vegar ef hann myndi skjóta til dæmis bókun 35 til þjóðarinnar, það er skýr stefna. Guðni tók aldrei af skarið í neinu máli, en það telst vera stefna.

Megi næsti forseti Íslands vera popúlisti, það er maður fólksins.

Í blálokin koma spakmæli: Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.


Bloggfærslur 9. janúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband