Hitt og þetta á mánudagsmorgni

Ýmislegt er að gerast hérlendis og erlendis í janúar mánuði. Pólitíkin vaknar til lífsins eftir að stjórnmálaelítan er búin að vera í jólaleyfi hátt á annan mánuð.

Á Íslandi eru vendingar. Nýr borgarastjóri er tekinn við og ekki byrjar þetta vel hjá honum. Hann er strax kominn í "hár saman" við utanríkismálaráðherra varðandi tjaldbúðirnar á Austurvelli. Hann ræður hvort framlengt verði leyfi, í trássi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur, fyrir tjaldbúðirnar og það gerði hann. Fram yfir þingsetningu Alþingis. Hvort pólitíkin spilar hér inn í eða ekki, er ekki vitað. Borgarstjórinn tekur við þrotabúi. Erfitt er að sjá hvernig hann ætlar að rétta fjárhag borgarinnar við á tveimur árum.

Alþingi kemur saman í dag. Eftir langt jólaleyfi. Strax kemur í ljós hvort að ríkisstjórnin er fallin eður ei. Vantraust tillaga verður örugglega lögð fram, líklega af hálfu Flokks fólksins. Miðflokkurinn styður vantraust tillöguna, líklega Samfylking líka sem hugsar gott til glóðarinnar og góðs gengi í Alþingiskosningum.

---

Forseta slagurinn í Bandaríkjunum er að skýrast. Ron DeSantis helltist úr lestinni um helgina, henti inn handklæðinu og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Eftir er Nikki Haley, sem studd er af "mýrinni", á ensku "The swamp" og demókrötum. Mikið hefur verið gert af andstæðingum Trumps, mismæli hans um Nikki Haley en hann ruglaði henni sama við Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta Fulltrúardeildar Bandaríkjaþings. Haley er auðvitað efst í huga Trumps þessa daganna og Pelosi svarinn óvinur hans. Það er högg undir beltisstað að segja að hann sé kominn með elliglöp eftir ein mismæli. Hver mismælir sig ekki? Venjulega talar Trump blaðalaust í 90 mínútur á fullum dampi á kosningafundum. Geri aðrir betur.

Mýrin er það sem Bandaríkjamenn kalla baksviðs valdaelítuna sem í raun stjórna öllu í Bandaríkjunum. Ríkir einstaklingar og valdablokkir stjórna stjórnmálamönnum eins og strengjabrúður og eru flestir stjórnmálamenn slíkar brúður, í báðum flokkum. Aðrir sem stjórna eru lobbýastirnir og ókjörinn embættismanna hópur sem stjórnar, líkt og á Íslandi, öllum stundum. Stjórnmálamennirnir koma og fara, en embættismennirnir ekki. Stofnanir eins og FBI og CIA eru ríki innan ríkisins. Sá sem stjórnar æðstu yfirmönnum þessara stofnanna, hefur í raun völdin og geta misnotað þau eins og kom í ljós varðandi allan málatilbúnaðinn gegn Donald Trump.

---

Átökin í Miðausturlöndum halda áfram. Ekki er um stigmögnun að ræða eins og fréttaskýrendur sumir halda fram. Þátttakendur eru jafn margir og áður og allir virðast reyna að fara ekki yfir strikið í átökunum.

Því eru árásir Bandaríkjanna á Jemen ekki stigmögnun, heldur skilaboð til Húta að halda sig á mottunni en þeir hafa frá upphafi stríðsins á Gasa verið uppvöðslusamir og ráðist á skipasamgöngur við landið. 

Hezbollah-liðar virðast ekki tilbúnir, eins og komið er, til meiriháttar stríðs, skiljanlega í ljósi hörmulegs efnahagsástands Líbanons. Sýrlendingar eru heldur ekki til stórræða, enda óopinber borgarastyrjöld ennþá í gangi og landinu skipt upp í valdasvæði, ýmis undir stjórn Sýrlandsstjórnar eða í höndum Bandaríkjamanna, Kúrda eða vígahópa.

Hamas eru að þurrkast út sem hernaðarafl. Það vill gleymast í tölum fall borgara á Gasa, að í þeim tölum eru fallnir Hamasliðar. Enginn veit enn hversu margir hafa fallið hingað til. Ísraelher er hættur að segja frá eigið mannfalli en líklega er það daglegt brauð.

---

Reglulega heyrum við að Úkraínuher hafi komist yfir undra vopni (þ. Wunder Waffe) sem breyti gangi stríðsins. Líkt og Hitler batt vonir sínar við fram á síðasta dag. Sem þeir reyndar fengu í formi herþota og eldflauga en of seint fyrir gangi stríðsins, líkt og í Úkraínu.

Úkraníumenn hafa fengið yfir 200 milljarða Bandaríkjadollara í hernaðaraðstoð frá BNA og frá Evrópulöndum um 20 milljarða og ekki dugað til. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni hafa skrúfað fyrir frekari fjárveitingar til stríðsins, nema landamærin við Mexíkó verði lokuð. Svo er að sjá hvort stjórn Bidens, hafi meiri áhyggjur af landamærum Úkraínu eða eigin landamæri.  Bandaríkjamönnum finnst sumum hverju að um sé að ræða innrás þegar 8-10 milljónir manna hafa farið yfir landamærin á rúmlega tveimur árum og enginn ræður neitt við neitt. En það er samt sama hlutfall sem hefur komið til Íslands á tveimur árum, um 8 þúsund manns. Enginn á Íslandi talar um opin landamæri eða innrás förufólks sé í gangi. Hlutfall Íslendinga á við Bandaríkjamenn, hefur haldist nokkuð stöðugt, 1000 Íslendingar á móti 1 milljón Bandaríkjamanna.

---

Margt annað er í gangi í heiminum sem engar fréttir berast af, enda fréttagluggi Íslendinga lítill. Margt frábært er að gerast í heimi læknisvísinda, sem bloggritari veit um, en ekkert er fjallað um í fréttum. Bæði lyf og meðferðir. Gervigreindin er að breyta mörgu til góðs en hætturnar eru margar.  Í orkumálum er margt gott að frétta, Kínverjar hafa komið með nýtt efni sem kemur í stað lithíum í rafhlöðum og lofar góður. Framfarir gerast á ógnarhraða og erfitt er að fylgjast með.

Nýi sjónaukinn Webber hefur breytt sýn manna á tilurð alheimsins og hinn sýnilegi heimur hefur stækkar til muna. Margt vekur furðu, eins og vetrarbrautir sem eru til við upphafi alheimsins, sem eiga ekki að vera til en eru til og við upphafið, Stóra hvell. Þar hafa menn fundið "ekkert" eða tómarými. Þessar vetrarbrautir geta bent til að Stóri hvellur hafi ekki gerst, heldur séu til margir hliðarheimar. Sumir líkja þessu við blöðru sem þennst út og dregast saman í sífellu.


Bloggfærslur 22. janúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband