Umræðan um gyðinga og helförina

Lífleg umræða hefur alltaf verið um gyðinga og Ísraela í nútíð og þátíð. Af hverju fólk er yfirhöfuð að pæla í íbúum þessa svæðis og svæðið sjálft, er skilanlegt og margar ástæður fyrir því. Fyrir hið fyrsta, er svæðið á mótum Afríku og Asíu og þarna liggur leið herja og verslunar. Svo er svæðið upphafsstaður eingyðistrúar þriggja trúarbragða. Landið og íbúarnir skipta því enn miklu máli, þótt örsmátt sé.

Sitt sýnist hverjum um gyðinga, sumir eru með, eru stuðningsmenn, aðrir eru andstæðingar, allt eftir skoðunum hvers. Það er eðlilegt og öllum velkomið að líka við eða hatast við ákveðinn hóp, svo fremur svo ofbeldi kemur ekki við sögu. Huga fólks verður seint breytt. En munum að þjóð er safn fólks, og það er jafn misjafnt og það er margt.

En svo er það er annað að hafa persónulega skoðun eða reyna að afbaka sögulegar staðreyndir. Einkunnarorð Samfélags og sögu er að hafa skal það sem sannara kann að reynast, sama hversu sáraukafullur sá sannleikur kann að vera. Tökum hér fyrir tölfræðilegar staðreyndir og sönnunnargögn um gyðinga og helförina. Byrjum á grunn upplýsingum um gyðinga, fyrir seinni heimsstyrjöld og eftir. Það er fjöldi gyðinga í heiminum.

Gyðingar hafa aldrei verið fjölmennir í sögulegu samhengi en árið 1939 náði kjarnafjöldi Gyðinga sögulegu hámarki sínu, 17 milljónir (0,8% af jarðarbúum). Vegna helfararinnar hafði þeim verið fækkað í 11 milljónir í lok árs 1945. Staðreynd, ekki satt?

Í Pólandi bjuggu 3,3 milljónir gyðinga 1939, eftir stríð, rétt rúm 300 þúsund manns. Hvað varð um allt þetta fólk? Ekki fór það til Ísraels, við stofnun þess 1948 voru 650 þúsund gyðingar í landinu, sumir innfæddir.

Helförin er ósannindi sem hægt er að afsanna?

Helförin er ítarlega skjalfest í gegnum margvíslegar heimildir, sem gefur verulegar vísbendingar um voðaverk nasistastjórnarinnar. Hér eru nokkrar helstu tegundir sönnunargagna.

Til eru söguleg skrár en nasistar voru gagnteknir af góðu bókhaldi. Það eru því til fjölmörg skjöl nasista, þar á meðal opinberar fyrirskipanir, minnisblöð og bréfaskriftir, sem lýsa áætlunum og tilskipunum sem tengjast framkvæmd helförarinnar. Og vitnisburður þeirra sem gerðu þessi gögn. Til dæmis var Wannsee ráðstefnan árið 1942, þar sem háttsettir embættismenn nasista ræddu „lokalausnina“, mikilvægur viðburður sem hefur verið skjalfestur.

Ljósmyndir og kvikmyndaupptökur eru til sem sönnunargögn. Það eru til óteljandi ljósmyndir og kvikmyndir teknar af bæði nasistum og hersveitum bandamanna sem fanga aðstæður í fangabúðum, fjöldaaftökum og öðrum þáttum helfararinnar. Myndefni frá frelsandi sveitum gefur sjónræna skráningu á voðaverkunum. Bandarískir hermenn sem frelsuðu fanga í lok stríðsins, urðu "brjálæðir" er þeir sáu meðferðina og létu íbúa í nágrenni og sjálfa fangabúðsstarfsmenn hreinsa til eftir sig líkin.

Vitnisburður sjónarvotta eru "óteljandi". Eftirlifendur helfararinnar, sem og frelsandi hermenn, hafa lagt fram nákvæma vitnisburð um reynslu sína. Þessir vitnisburðir stuðla að alhliða skilningi á atburðum og aðstæðum á þeim tíma.

Fornleifafræðileg sönnunargögn eru til, þótt stutt sé síðan þessir atburðir urðu. Uppgröftur og réttarrannsóknir í fyrrverandi fangabúðum hafa leitt í ljós líkamlegar vísbendingar, svo sem fjöldagrafir, gasklefa og persónulega muni fórnarlambanna, sem staðfesta enn frekar umfang grimmdarverka.

Svo héldu sigurvegarnir réttarhöld eftir stríðið, deila má um réttlætis þeirra, er réttlæti sigurvegarans sanngjarnt? Og semja leikreglur eftir á? Hvað um það. Nürnberg-réttarhöldin og síðari réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum veittu lagalegan vettvang til að leggja fram sönnunargögn gegn einstaklingum sem bera ábyrgð á stríðsglæpum og þjóðarmorði. Vitnisburður, skjöl og önnur sönnunargögn voru lögð fram í þessum réttarhöldum.

Bandamenn, þegar þeir frelsuðu fangabúðir, skjalfestu niðurstöður sínar og aðstæðurnar sem þeir mættu. Þetta innihélt skýrslur, ljósmyndir og frásagnir frá fyrstu hendi sem sameiginlega veita frekari sönnunargögn.

Afneitun helfararinnar er víða hafnað af fræðimönnum og sögutengdum félögum vegna yfirgnæfandi sönnunargagna frá þessum ýmsu heimildum. Umfangsmikil skjöl og samruni sönnunargagna frá mismunandi leiðum gerir helförina að einum vel skjalfesta atburði sögunnar. Sagnfræðingar sem rannsaka fornöldina eða miðaldir hafa mun minni sönnunargögn úr að velja en nútíma sagnfræðingar en geta samt gefið skýra mynd af fortíðinni.

Þess má geta a.m.k. einn Íslendingur lenti í Sachsenhausen fangabúðunum en það er Leifur Muller en skrifuð var minningarbók hans um dvöl hans. Eina ástæðan fyrir að hann lifði vistina af, var að Norðurlandabúar bjuggu einir við þann kost að fá matarpakka Rauða krosssins en nasistarnir vildu halda Svíum, "bandamönnum sínum" góðum.

Útrýmingarbúðir eða vinnubúðir?

Staðreyndin er sú að nasistar héldu út hvoru tveggja. Markmiðið var hámarks nýting búðanna og vinnuaflsins. Fangarnir, sem voru vinnufæri, voru þrælkaðir til dauða, þeir sem voru óvinnufærir við komuna, fóru beint í útrýmingu. Fjöldi fangabúða nasista var ótrúlega mikill og dreifðar víða um lönd.

Sum sé, í seinni heimsstyrjöldinni stofnuðu nasistar bæði fanga- og útrýmingarbúðir sem hluti af kerfisbundinni áætlun sinni um að ofsækja og að lokum útrýma markhópum, fyrst og fremst gyðingum, ásamt öðrum minnihlutahópum og einstaklingum sem nasistahugsjónin taldi óæskilega. Þó að báðar tegundir búða væru hluti af víðtæku kúgunarkerfi, var tilgangur þeirra og hlutverk verulega ólík.

Athugum að þótt gyðingar hafi verið fjölmennasti hópurinn, voru Pólverjar (ca. 1,8 milljónir) og Sovétmenn (ca. 3,3 milljónir) fjölmennir í búðunum en talið er að hátt í 11 milljón manna hafi verið drepnir í búðunum, sveltir í hel eða létust vegna sjúkdóma. Spýtt var í drápin þegar ljóst var að Þjóðverjar fóru halloka. Heimild: Holocaust Encyclopedia

Fangabúðir voru upphaflega stofnaðar af nasistum í upphafi þriðja áratugarins og voru upphaflega ætlaðar pólitískum föngum og öðrum álitnum óvinum ríkisins. Það gerðist strax árið 1933. Með tímanum stækkaði umfang þeirra og náði til breiðari hóps hópa, eins og gyðinga, Róma fólks, samkynhneigðra og fleiri.

Helstu hlutverk fangabúða, þ.e. vinnubúða, var nauðungarvinnu vegna stríðsreksturinn. Fangar voru látnir vinna þrælavinnu og unnu við erfiðar aðstæður í langan tíma.

Ofsóknir og kúgun var annað hlutverk búðanna. Búðirnar þjónuðu sem tæki til að bæla niður andóf, útrýma pólitískri andstöðu og ofsækja ýmsa markhópa. Svo mikilvægt var þetta að fangalestir nutu forgang fram yfir stríðsgagnalestir á austurvígvöllunum og það kom niður á stríðsreksturinn á austurvígstöðvum.

Hvernig voru aðstæðurnar? Þær voru ómannúðlegar. Fangar máttu þola yfirfullar vistarverur, ófullnægjandi mat, harkalega meðferð og skort á læknishjálp, sem leiddi til víðtækra þjáninga og dauða.

Nokkrar vel þekktar fangabúðir eru Dachau, Sachsenhausen sem Leifur dvaldist í og Buchenwald. Ef bloggritari mann bókina rétt (Býr Íslendingur hér?), hitti hann annan íslenskan fanga þarna og að íslenskur fangavörður var starfandi þarna.

Útrýmingarbúðir (dauðabúðir)

Útrýmingarbúðirnar voru hins vegar settar á laggirnar í þeim augljósa tilgangi að framkvæma fjöldamorð á iðnaðarmælikvarða. Þessar búðir voru hannaðar til að drepa á skilvirkan og kerfisbundinn hátt fjölda fólks, fyrst og fremst gyðinga. Aðferðir við fjöldadráp í útrýmingarbúðum voru meðal annars gasklefar, fjöldaaftökur með skotsveitum og aðrar aftökur.

Meðal helstu útrýmingarbúða voru (hér er heimildin Chat GPT):

Auschwitz-Birkenau sem voru stærstu og frægustu útrýmingarbúðirnar, þar sem umtalsverður hluti fjöldamorða helförarinnar átti sér stað. Þær voru búnar gasklefum og brennsluhúsum en þessar búðir voru líka vinnubúðir.

Treblinka, Sobibor, Belzec. Þessar búðir voru sérstaklega hannaðar til fjöldaútrýmingar með því að nota gasklefa. Þær gegndu mikilvægu hlutverki í innleiðingu „lokalausnarinnar“. Þær voru aflagðar og huldar mold fyrir stríðslok. Sobibor strax eftir fangaflótta þaðan 1943. Til er ágætis bíómynd um þennan einstaka flótta sem einmitt heitir Sobibor.

En hvernig fór nasistar að því að hylja slóð sína?

Nasistar beittu ýmsum aðferðum til að framkvæma þjóðarmorðið, en þeir reyndu einnig að hylma yfir glæpi sína.

Nasistar notuðu fáranlegan orðaforða (hylmingar orð) til að dylja þjóðarmorðsaðgerðir sínar. Til dæmis vísuðu þeir til fjöldamorða á gyðingum sem „lokalausn gyðingaspurningarinnar“.

Nasistar beittu blekkingum varðandi tilvist fangabúðanna. Upphaflega kynntu nasistar fangabúðirnar sem búsetusvæði fyrir gyðinga. Þeir héldu því fram að verið væri að flytja gyðinga til til að vinna eða öryggisástæðum. Þessar rangfærslur voru hluti af viðleitni þeirra til að fela hið sanna eðli búðanna. Fólk fór því í lestirnar og í gasklefana eins og sauðfé á leið til slátrunnar, án mótspyrnu. Það hélt að það væri að fara í aflúsun við komuna.

Líkbrennslur voru starfræktar og fjöldagrafir teknar. Til að eyða sönnunargögnum um fjöldadrápin, innleiddu nasistar skilvirka líkbrennslu í fangabúðum. Að auki grófu þeir fórnarlömb oft í fjöldagröfum, en eftir því sem umfang þjóðarmorðsins jókst leituðu nasistar eftir nærgætnari aðferðum til að farga líkum. Í stríðslok, er ljóst var að stríðið var tapa, voru margar fjöldagrafir grafnar upp og líkamsleifarnar eyddar.

Nasistar eyðulögðu skrár en eins og áður sagði, voru þeir helteknir af að skrásetja allt nákvæmlega. Þegar bandamenn sóttu fram á austurvígstöðvunum og fangaverðirnir lokuðust inn í fangabúðir, reyndu nasistar að eyða sönnunargögnum. Þetta innihélt bruna skjala, taka í sundur aðstöðu og eyða skrám tengdum útrýmingaraðgerðunum.

Rýmingar- og dauðagöngur voru í lok stríðsins, á flótta Þjóðverja undan sókn Bandamanna. Í ljósi framgöngu herafla bandamanna neyddu nasistar eftirlifandi fanga til að ganga langar vegalengdir eða fluttu þá til annarra búða. Þetta stuðlaði ekki aðeins að fjölda látinna heldur miðaði það einnig að því að dreifa og leyna vísbendingum um fjöldamorðin.

Leynd og takmarkaðar upplýsingar. Nasistar héldu mikilli leynd í kringum lokalausnina. Þeir sem hlut eiga að máli voru oft svarnir þagnarskyldu og upplýsingarnar voru bundnar við takmarkaðan hring innan nasistaforustunnar.

Þrátt fyrir þessar viðleitni varð umfang helfararinnar og voðaverkin sem framin voru æ augljósari þegar herir bandamanna frelsuðu fangabúðir og komust að umfangi glæpanna. Strax um miðbik stríðsins, vissu bandamenn um tilvist fangabúða nasista, bæði með flugi yfir búðunum og vitnisburði strokufanga. Nürnberg réttarhöldin og síðari rannsóknir skjalfestu sönnunargögnin, sem leiddu til viðurkenningar á helförinni sem einum skelfilegasta kafla mannkynssögunnar.

Lokaorð

Því miður er maðurinn þannig gerðar að hann er rándýr, uppáklæddur í fínum fötum, en samt villidýr sem bókstaflega drepur allt sem hreyfist, dýr og menn. Mannkyns saga er stútfull af stríðum og ekki virðist siðferðisþroskinn hafa aukist síðan svo kallaða siðmenning hófst fyrir 10 þúsund árum. Og löngu áður en hún komst á. Menn hafa reynt að koma reglu á morðæðið sem stríð eru en allt kemur fyrir ekki. Stríðið mikla, sem átti að binda endir á stríð fyrir fullt og allt, var bara hluti og undanfari enn verra stríðs; seinni heimsstyrjöldina.

Eina sem hefur breyst er að eyðileggja mátturinn hefur aukist og slátrun borgara og hermanna iðnvæddur. Svo var um útrýmingu óvina nasista.  Og þeir eru ekki einir. Svo kallaðar siðmenntaðar þjóðir, svo sem Bretar í Búastríðinu fundu upp fangabúðir fyrir almenna borgara og þeir stunduðu útrýmingastríð, til dæmis í Ástralíu. Sama á við Bandaríkjamenn og útrýming indíána; Spánverja og Portúgalar í Suður- og Mið-Ameríku. Morðæði Mongóla, sem virðast vera heimsmeistarar í drápum, þannig að nasistar blikna í samanburði; morðæði kommúnista í Sovétríkjunum og Kína sem slá líka nasista við o.s.frv. Nóg er til af þjóðarmorðum eða tilraunum til þeirra. Er einhver búinn að gleyma kambódíu eða Rúanda?

Nú bíðum við eftir þriðju heimsstyrjöldina og jafnvel útrýmingu mannkyns. Ætlar maðurinn aldrei að læra? Hann a.m.k. gerir það ekki ef hann afneitar sögunni, eins og til dæmis helförina.

 


Bloggfærslur 19. janúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband