Forsetaræði í stað flokksræði?

Hér hefur margoft verið komið inn á hversu göllu valdskiptingin er á Íslandi. Framkvæmdarvaldið situr á Alþingi og greiðir atkvæði um lög og leggur fram lagafrumvörp. Ríkisstjórnin situr því beggja megin borðs. Formenn stjórnarflokkanna (sem skipta í ríkisstjórn) ráða því öllu í krafti flokksformennsku.

Nú er skoðanakönnun á Útvarpi sögu þar sem spurt er: "Telur þú að það þurfi að auka völd forseta Íslands?" Svarið hlýtur að vera að annað hvort minnka það eða auka. Núverandi fyrirkomulag vekur upp of margar spurningar og vafa. Svo hreinlega má leggja það af og kalla forsætisráðherrann forseta. Slíkt fyrirkomulag heitir forsetaræði.

Kíkjum á skilgreiningu Wikipedia á forsetaræði og athugum hvort annar möguleiki er fyrir hendi.

"Forsetaræði er stjórnarfar þar sem þjóðhöfðingi með titilinn "forseti" er jafnframt stjórnarleiðtogi. Forsetinn fer þannig með framkvæmdavaldið. Forsetaræði getur verið af ýmsum toga en oftast er slíkur forseti kosinn í almennum kosningum, takmarkanir gilda um það hversu lengi hann má sitja, hann skipar sjálfur ráðherra í ríkisstjórn sína og hann fer með neitunarvald gagnvart löggjafarvaldinu. Forseti getur einnig náðað dæmda sakamenn og veitt þeim uppreist æru. Dæmi um lönd þar sem er forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest lönd Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar, Angóla og mörg lönd í Afríku."

Svo kemur annað tilbrigði við forsetaræðið en það er forsetaþingræði þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um lönd þar sem er forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.

Það er eins og stjórnarskráin bjóði upp á valmöguleika á forsetaþingræði, miðað við hversu valdamikill forsetinn er í henni. En samt segir í 11. gr. hennar að "Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum...." Og "14. gr.: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum."

Þegar stjórnarskráin verður endurskoðun, sem hún verður á endanum, má skoða betur hlutverk forseta Íslands og þrískiptingu valdsins. Sérstaklega mætti kanna forsetaþingræðið. Núverandi kerfi er meingallað eða eru menn almennt ánægðir með það?


Bloggfærslur 10. janúar 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband