Ég er ekki viss um að nýir þingmenn viti það almennilega. Þeir fá kynningu á starfsemi Alþingis ný orðnir þingmenn, hvernig eigi að haga lagsetningu o.s.frv. Það getur nefnilega verið flókið að standa að lagasetningu og form og venjur eru fastbundið.
Eins og allir þingmenn í vestrænu lýðræði eiga þeir að fara eftir eigin samvisku í störfum sínum. En það gera þeir ekki yfirleitt. Þeir fylgja flokksræðinu, sem er í raun stefna flokksforystunnar sem ræður öllu. Fámenn klíka sem stjórnar flokknum með harðri hendi, í öllum flokkum. Þetta kom berlega í ljós þegar formaður Flokk fólksins rak tvo þingmenn flokksins úr honum fyrir að fara á knæpu og taka þátt í drykkjutali.
En kíkjum á hvað það er að vera formlega þingmaður. Að vera Alþingismaður á Íslandi er að beita löggjafarvaldi og taka þátt í stjórnmálum landsins á löggjafarstigi. Nokkrir þættir sem felast í því.
Framkvæma löggjafarvaldið sem þýðir að Alþingismenn eru kjörnir til Alþingis, þar sem þeir taka þátt í að setja lögin fyrir landið. Þeir leggja fram lagaffrumvörp, ræða þau í þingi, og samþykkja lög sem gilda á Íslandi. Þetta er einnig nefnt löggjafarstarfsemi.
Alþingismenn tilheyra þeim stjórnmálaflokkum eða stjórnmálasamtökum sem þeir hafa verið kjörnir af til foryrstu. Þeir vinna saman við að móta stjórnmál, skipuleggja stefnu og leggja fram stefnulínur fyrir landið.
Alþingi gegnir líka ákveðnu eftirlitshlutverki en það er samt ekki eins víðtækt og valdamikið eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þar sem þingnefndir hafa stefnuvald, geta kallað fólk fyrir nefnd sem og embættismenn fyrir embættisverk sín. Mikið aðhald gagnvart spillingu embættismanna. Þetta mætti vera virkara og formlegra á Íslandi.
Alþingismenn hafa ábyrgð á því að gæta réttmætis og meta hæfni valdhafa framkvæmdarvaldsins, þar á meðal ríkisstjórnarinnar. Sjá hér að ofan. Þeir kunna að ræða framkvæmdaákvörðunum, leggja fram skoðanir og krefjast breytinga ef þeir telja það nauðsynlegt. En því miður eru engin skil á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins, þar eð ríkisstjórnin situr bókstaflega á þingi og tekur þátt í löggjafastarfseminni!
Tilkynningar og samskipti við kjósendur eru veigamikið hlutverk þingmanna. Alþingismenn þurfa að halda góðum samskiptum við þá sem kjósa þá, taka þátt í þingsetningu og stefnumiðlun, og sýna áhuga á málefnum kjósenda sína. Þeir geta einnig starfað sem milligöngumenn milli borgaranna og ríkisvalds. En því miður rækta þingmenn þetta hlutverk lítið, þrátt fyrir að Alþingi starfar aðeins í 109 daga á ári og restina geta þeir notað til að tala við kjósendur. Margir þingmenn kjósa frekar að stunda bústörf eða lögfræðistörf úti í bæ. Ég hef aldrei lent í að þingmaður berji á dyr hjá mér og vilji ræða við mig.
Þátttaka í nefndum og þingum er á verksviði þingmanna. Alþingismenn taka þátt í fjölbreyttum nefndum og þingum þar sem þeir vinna með öðrum þingmönnum að sérstökum málum, rannsóknum og skoðunum. Þingmenn líta á þessi störf sem sponslur fyrir vasa sína.
Þátttaka í málefnum alþingis er nauðsynleg. Þetta felst í því að vera á vaktinni í þinginu, vera viðbúin(n) að ræða, leggja fram lagafrumvarp og taka þátt í atkvæðagreiðslu um lög og málefni landsins. Yfirleitt nenna þingmenn ekki að sitja í þingsal þegar umræður eiga sér stað; þykjast fylgjast með umræðunni í gegnum mónitor Alþingis. Þeir hlaupa þó til að greiða atkvæði samkvæmt skyldunni en eru fljótir að láta sig hverfa eftir það. Fara þá í mötuneytið í veisluhöld sem eru daglega.
Að vera Alþingismaður á Íslandi felst því mikil ábyrgð og það felst í því að tjá skoðanir borgaranna, vinna með öðrum þingmönnum að samkomulagi og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á samfélagið og landið. En hvernig framkvæmdin er, fer eftir þingmanninum en einnig flokknum sem hann er fulltrúi fyrir.
Að lokum. Alþingismaðurinn, sveitarstjórnarmaðurinn eða embættismaðurinn, verða allir að muna að þeir eru opinberir starfsmenn en ensku mælandi fólk orðar þetta betra og kalla kjörna fulltrúa "public servants" eða opinbera þjóna (sbr gamla hugtakið fyrir lögreglumenn sem var lögregluþjónar). Það þýðir allt þetta fólk á að þjóna almenningi og greiða götu borgaranna. Ekki að standa í vegi þess og flækja líf þess með reglugerðafargani og skattaáþján.
Bloggar | 7.9.2023 | 08:04 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. september 2023
Nýjustu færslur
- Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um öryggis- og varnarmál seg...
- Rödd málfrelsisins þögnuð - Charles Kirk og Turning Point USA
- Rússar og innrásir þeirra í Evrópu...og öfugt
- Samfylkingarmenn vilja leggja fleiri álögur á fátæka háskólan...
- Almennt tjáningarfrelsi/fundafrelsi og sérstaks akademísks fr...
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Solberg afsegir sig frá formennsku
- NATO sendir liðsafla í austurhluta Evrópu
- Líkin fundust í ferðatöskum fjórum árum síðar
- Heita stórfé fyrir veggmyndir af Irínu
- Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk
- Maðurinn sem vildi samræður drepinn
- Handtekinn í tengslum við morðið á Charlie Kirk
- Tuttugu tré féllu á hálftíma
- Umdeild heræfing Rússa: Pólverjar loka landamærum
- Lík Kirk flutt til Arizona í flugvél varaforsetans
Fólk
- Hann er náttúrulega algjörlega ruglaður
- Laufey í óvæntu samstarfi
- Fagnaði 59 ára afmæli á sviði
- Vissi að andlát pabba síns yrði skítlegt
- Of huggulegur til að leika skrímsli?
- Mannsröddin stendur mér næst
- Víkingur kynnir nýja plötu
- Vera samferða bestu vinkonu sinni er mesti draumurinn
- Missti vini á sársaukafullan hátt
- Sögð vera að stinga saman nefjum
Íþróttir
- Rekinn eftir tapið hroðalega
- Ragnhildur efst eftir tvo hringi
- Stjarnan Fram kl. 18, bein lýsing
- Þór/KA Þróttur R. kl. 18, bein lýsing
- FH Víkingur R. kl. 18, bein lýsing
- Slot: Væri fáránlegt að neita því
- Miðasalan fer vel af stað
- Sannfærandi Þjóðverjar í úrslit
- Lék fyrsta leikinn í nýrri deild
- Tjáir sig um brottför Isaks
Viðskipti
- Skattahækkanir kæfa hagvöxt
- Larry Ellison ríkastur í einn dag
- Meta Eimskip hærra
- Kristín ráðin framkvæmdastjóri EFLU
- Ríkið kosti ungt fólk til náms í netöryggi
- 23,7 milljarðar í bankaskatt
- Tvær nýjar Airbus-flugvélar bætast við flotann
- 14,5 tonn af úrgangi breytt í hönnun
- Úr vaxtarfélagi yfir í arðgreiðslufélag
- Meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar