Ađ tala viđ manneskju frá 19. öld

Spurning er hvort tíminn sé afstćđur og hvađ sé langur tími.  Mađur hefur upplifađ tímana tvenna, ţótt mađur teljist ekki gamall.  Vegna ţess ađ lćknavísundunum fleygđi fram á 20. öld, náđi fólk fćtt fyrr á öldinni ađ lifa lengur og verđa aldrađ. 

Mađur hitti ţví fólk sem einmitt var fćdd í upphafi 20. aldar, eđa um 1900-10. Ţađ var athyglisvert ađ rćđa viđ ţađ enda allt önnur heimsmynd sem ţađ bjó yfir. En ţví miđur var ég of ungur til ađ kunna ađ spyrja réttu spurningarnar. Ţađ gerđi ég síđar er ég kenndi sögu í framhaldsskóla og lét nemendur taka viđtöl viđ afa og ömmu um fyrsta dag hernám Breta og hvernig stríđsárin voru frá ţeirra sjónarhorni.  Margar athyglisverđar frásagnir komu fram og engin ţeirra enn birt.

En ég hitti líka fólk sem var fćtt á síđasta áratug 19. aldar.  Ţá mjög aldrađ en ernt. Ég held samt ađ ţađ hafi ekki veriđ mikil munur á ţví og ţví fólki sem fćdd var í upphafi 20. aldar og ég rćddi meira viđ.  Ţjóđfélagiđ breyttist ekki svo mikiđ á ţessum tveimur áratugum. Og ţó, vélöldin hófst í upphafi tuttugustu aldar og fólk eignađist bíla og kann ég frásagnir af fyrstu bílkaupum fólks. Einn aldrađur mađur sagđi mér t.d. hvernig ţađ var ađ róa út frá Ţorlákshöfn á árabáti. Ég var í sveit á unglingsárum sem vinnumađur og kynntist fólk sem var ţá aldrađ. Meira segja torfbćrinn var enn uppistandi ţegar ég var í sveitinni en fólkiđ var nýflutt í steypubyggt hús.  Ég kom síđar í heimsókn, kominn yfir tvítugt og ţá var torfbćrinn horfinn.

Fólkiđ sem fćddist í lok 19. aldar ţekkti annađ fólk sem fćddist e.t.v. á fyrri helmingi aldarinnar. Svo rćđi ég viđ börn mín og ţannig teygist tíminn fyrir vitnisburđ. Ţannig getur munleg geymd eđa heimild spannađ tvćr aldir auđveldlega.

Svo mun hafa veriđ um Ara fróđa Ţorgilsson og heimildamenn hans.  Hann talađi viđ aldrađ fólk og hafđi ţví vitni. Heimildarmenn eru valdir af kostgćfni og nefndir, elsti heimildarmađur Ara var fćddur áriđ 995 (72 árum eldri en Ari var sjálfur). Íslendingabók sem er stutt yfirlitsrit um sögu Íslands frá landnámi og ađ ritunartíma, var rituđ af Ara á árunum 1122-1133. Heimildamađur Ara hefur einmitt rćtt viđ fólk sem var fćdd fyrr á 10. öldinni.  Ţarna er veriđ ađ tala um beinan vitnisburđ mann af manni.  Ţjóđsögur verđa einmitt til úr munnlegri geymd.  Oft er sannleikskorn í ţeim, sambanda af skáldskap en hann kemur til sögu ţegar ţekkingin ţrýtur. Gott dćmi um ţađ eru Íslendingasögurnar. Ţegar engar bćkur voru til ađ geyma ţekkinguna, ţá varđ fólk ađ treysta á munnlegar heimildir. Ţannig var fariđ međ embćtti lögsögumannsins, hann sagđi upp lögin, en las ekki upp. Ţetta er ákveđin ţjálfun sem lćrist. 

 

 

 


Bloggfćrslur 31. ágúst 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband