Spurning er hvort tíminn sé afstæður og hvað sé langur tími. Maður hefur upplifað tímana tvenna, þótt maður teljist ekki gamall. Vegna þess að læknavísundunum fleygði fram á 20. öld, náði fólk fætt fyrr á öldinni að lifa lengur og verða aldrað.
Maður hitti því fólk sem einmitt var fædd í upphafi 20. aldar, eða um 1900-10. Það var athyglisvert að ræða við það enda allt önnur heimsmynd sem það bjó yfir. En því miður var ég of ungur til að kunna að spyrja réttu spurningarnar. Það gerði ég síðar er ég kenndi sögu í framhaldsskóla og lét nemendur taka viðtöl við afa og ömmu um fyrsta dag hernám Breta og hvernig stríðsárin voru frá þeirra sjónarhorni. Margar athyglisverðar frásagnir komu fram og engin þeirra enn birt.
En ég hitti líka fólk sem var fætt á síðasta áratug 19. aldar. Þá mjög aldrað en ernt. Ég held samt að það hafi ekki verið mikil munur á því og því fólki sem fædd var í upphafi 20. aldar og ég ræddi meira við. Þjóðfélagið breyttist ekki svo mikið á þessum tveimur áratugum. Og þó, vélöldin hófst í upphafi tuttugustu aldar og fólk eignaðist bíla og kann ég frásagnir af fyrstu bílkaupum fólks. Einn aldraður maður sagði mér t.d. hvernig það var að róa út frá Þorlákshöfn á árabáti. Ég var í sveit á unglingsárum sem vinnumaður og kynntist fólk sem var þá aldrað. Meira segja torfbærinn var enn uppistandi þegar ég var í sveitinni en fólkið var nýflutt í steypubyggt hús. Ég kom síðar í heimsókn, kominn yfir tvítugt og þá var torfbærinn horfinn.
Fólkið sem fæddist í lok 19. aldar þekkti annað fólk sem fæddist e.t.v. á fyrri helmingi aldarinnar. Svo ræði ég við börn mín og þannig teygist tíminn fyrir vitnisburð. Þannig getur munleg geymd eða heimild spannað tvær aldir auðveldlega.
Svo mun hafa verið um Ara fróða Þorgilsson og heimildamenn hans. Hann talaði við aldrað fólk og hafði því vitni. Heimildarmenn eru valdir af kostgæfni og nefndir, elsti heimildarmaður Ara var fæddur árið 995 (72 árum eldri en Ari var sjálfur). Íslendingabók sem er stutt yfirlitsrit um sögu Íslands frá landnámi og að ritunartíma, var rituð af Ara á árunum 1122-1133. Heimildamaður Ara hefur einmitt rætt við fólk sem var fædd fyrr á 10. öldinni. Þarna er verið að tala um beinan vitnisburð mann af manni. Þjóðsögur verða einmitt til úr munnlegri geymd. Oft er sannleikskorn í þeim, sambanda af skáldskap en hann kemur til sögu þegar þekkingin þrýtur. Gott dæmi um það eru Íslendingasögurnar. Þegar engar bækur voru til að geyma þekkinguna, þá varð fólk að treysta á munnlegar heimildir. Þannig var farið með embætti lögsögumannsins, hann sagði upp lögin, en las ekki upp. Þetta er ákveðin þjálfun sem lærist.
Bloggar | 31.8.2023 | 08:51 (breytt kl. 09:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 31. ágúst 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020