Mögnuð ræða um wokisma og loftslagsvanda jarðar

Ég rakst á þetta myndband, sjá hlekk að neðan, þar sem ungur breskur maður heldur eldræðu gegn afstöðu wokista gagnvart umhverfsvá jarðar. Það vita allir að mengun á sér stað, offjölgun jarðabúa og breytingar eru á loftslagi. En menn greinir á hvað veldur og hvað er til ráða.

Hann gagnrýnir unga fólkið í dag sem bara kvartar en kemur ekki með raunsæar lausnir. Hann segir að Bretland valdi 2% af útblástri koltvísýrings jarðar og ef landið myndi sökkva í sæ, myndi ekki það ekki breyta neinu. Því mengunin og loftslagsbreytingarnar komi frá vanþróuðu ríkjum Suður-Ameríku, Afríku og Asíuríkjum, þar sem fátækt ríkir og fólk sveltur.

Hann segir að fátækt fólk gefi skítt í loftslagsvanda, það vill bara fá mat í tóman maga. Hann sagði að um leið það verði foreldrar (áhorfendur hans), fari allt annað en velferð barnsins beint í ruslið.

Eina lausnin á loftslagsvanda jarðar er að koma með vísindalegar og tæknilegar framfarir á orkuvanda jarðar, komi með hreina orku sem mengar ekki en er um leið ódýr. Ekki dugi að kvarta og kveina og kasta málingu á listaverk í mótmælaskyni, beita verði rökhugsun við lausn vandans.

Það sem hann segir er kannski ekkert nýtt en ræðan er mögnuð.

The problem with "woke" culture

 


Bloggfærslur 3. júní 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband