Dapurlega komið fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum

Þeir sem hafa fylgst gaumgæfilega með stjórnmálum Bandaríkjunum vita alveg að það er verið leika sér með fjöregg lýðræðisins þar í landi með ofsóknir á hendur Donalds Trumps. Allar hundakúnstir eru reyndar og þær ótrúlegustu að ákæra hann fyrir njósnir vegna þess að hann skilaði ekki inn skjölum á mínútunni. 

Allir forsetar hafa fengið tíma til að sortera einkaskjöl frá opinberum og fengið húsnæði til þess sem Trump fékk ekki. Spurningin er, leyfist hinn spillti og elliæri Joe Biden að eyðileggja stjórnkerfi Bandaríkjanna með ráðherragengi sínu og FBI?

Þessar ofsóknir á hendur Donald Trump er fáheyrar og einstakar í sögu landsins. Að sitjandi forseti geti ofsótt pólitískan andstæðing sinn óáreittur á meðan spillingarmál hans og fjölskyldu hans hafa verið grafin af FBI í fimm ár er efni í bíómynd. En þetta er grafalvarlegt, því að ríkið getur hrunið innan frá eins og alltaf hefur gerst með heimsveldi. Hvað myndi þá gerast í heimsmálunum?

Er ekki betra að láta fólkið í landinu dæma hann í næstu kosningum eftir leikreglum lýðræðisins? Þetta sýnir bara hvað djúpríkið er hrætt við hann. Ef hann kemst til valda, mun hann fara í FBI og CIA. Við vitum hvað gerðist fyrir John F.Kennedy þegar hann reyndi það....

 


Bloggfærslur 15. júní 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband