Viljum við endurkomu Bandaríkjahers til Íslands?

Svarið fyrir mitt leyti, er nei. Og ég held að það sé enginn vilji fyrir því í núverandi stjórnarsamstarfi. Það myndi gera endanlega út af við VG. En þetta er samt góð spurning.

En það sem ég er að reyna að segja er að við eigum að hætta að vera peð í valdapólitík stórveldanna og ég vill ekki að Ísland verði vígvöllur tindátanna úr austri og vestri. Nú vilja sumir sérfræðingar að Bandaríkjaher snúi til baka....nei takk! Sjá greinina í Morgunblaðsins á fimmtudaginn sem ber heitið "Skoða ætti endurkomu hersins", bls. 6.

Það er reginmunur á ef íslenskir hermenn eru til varnar landinu eða bandarískir. Í fyrra tilfellinu er það dagsljóst að stórveldi væri að troða á örríki með ofbeldi með innrás og það væri bein árás á lýðveldið Ísland, en ef bandarískir dátar eru til varnar, þá er hægt að segja að þeir væru að ráða á þá sem Bandaríkjamenn - óvini sína, ekki Íslendinga sem væru svo óheppnir að vera staddir mitt á milli. 

Höldum öllu útlendu hernaðarbrölti frá Íslandi með öllum tiltækum ráðum.  Við eru skotmörk vegna veru okkar í NATÓ.

Ef við viljum ekki vera í bandalaginu, þá gætum við sagt okkur úr því, lýst yfir hlutleysi en þá verðum við að vera tilbúin að verja það (a.m.k. táknrænt séð). Vatnið rennur í allar misfellur, svo á einnig við um varnir Íslands. En þá skulum við líka muna eftir því að troðið var á hið hlutlausa Ísland 1940, ekki var tekið mark á hlutleysisyfirlýsingu Íslendinga.

En hvers vegna geta t.d. Svisslendingar verið hlutlausir? Jú, landið þeirra er eitt fjallavirki, aðeins fáeinar leiðir inn í það og þær rammlega varðar með skotbyrgjum og stórskotaliði. Hitler pæli í því á tímabili að fara þarna inn en hætti við.

Winston Churchill skrifaði árið 1944: „Af öllum hlutlausum ríkjum hefur Sviss mestan rétt til aðgreiningar...Landið hefur verið lýðræðisríki, staðið fyrir frelsi í sjálfsvörn innan  fjallasala sinna og í hugsun...."

Þess vegna fyrirlitu nasistar Sviss. Joseph Goebbels kallaði Sviss „þetta illa lyktandi litla ríki“ þar sem „viðhorf hefur snúist mjög gegn okkur“. Adolf Hitler ákvað að „allar rusl smáþjóðir sem enn eru til í Evrópu verður við að slíta í sundur,“ jafnvel þótt það þýddi að síðar yrði „ráðist á hann sem „slátrara Svisslendinga“.“

Innrásaráætlun nasista frá 1940, Operation Tannenbaum, var ekki framkvæmd og í minnisblaði SS Oberst Hermann Bohme frá 1943 var varað við því að innrás í Sviss yrði of dýr því hver maður væri vopnaður og þjálfaður til að skjóta. Þetta kom ekki í veg fyrir að Gestapo útbjó lista yfir svissneska ríkisborgar ef ske kynni að nasistar réðust á landið.

Með öðrum orðum var hlutleysisstefna Sviss varin með vopnum og landslagið bauð upp á skæruhernað, líkt og á Íslandi sem er meira en tvöfallt stærra og einnig fjallaland. En við höfum eitt sem varið hefur Ísland í gegnum aldir, það er hafið og fjarlægðir til næstu landa, það var sverð og skjöldur okkar í gegnum tíðina en er ekki lengur, bara hindrun.

Það hafa komið upp óvænt umræður hér á blogginu um varnarmál og sitt sýnist hverjum. Minnst var á að Íslendingar hefðu hafnað þegnskyldu en það er allt annað en herskylda eða atvinnumennska í her.

En við getum ekki byggt á fortíðinni, hún getur aðeins bent á mistök eða hvaða góðar lausnir sem teknar voru, ekki hvað nútíminn eða framtíðin ber í skauti sér. Það sem sagan hefur þó kennt okkur:

1) Hlutleysisstefnan 1918-1940 reyndist vera byggð á sandi.

2) Ísland var hersetið í 5 ár. Andstæðar fylkingar kepptust við að taka yfir landið, með þvingunum í orðum eða verki. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðarverjar allir með hernaðaráætlanir fyrir Ísland.

3) 1945-1991. Ísland var frá og með loka seinni heimsstyrjaldar skotmark Sovétríkjanna. Það þyrfti einhver íslenskur fræðimaður að kempa rússnesk skjalasöfn og kanna þetta betur. En þetta veit ég: Það eru vísbendingar sem benda til þess að Sovétríkin hafi íhugað innrás á Ísland í kalda stríðinu. Árið 1956 lagði Georgy Zhukov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, til við Nikita Khrushchev, fyrsta ritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna, að þeir ættu að íhuga að taka Ísland sem bækistöð til að gera frekari árásir á Norður-Ameríku. Áætlunin kom hins vegar aldrei til framkvæmda og deila er um það meðal sagnfræðinga hvort Sovétríkin hafi haft hernaðargetu til að ráðast á Ísland. Bandaríkin, sem voru með hernaðarlega viðveru á Íslandi á þeim tíma, hefðu líklega brugðist við hverri slíkri innrás sem gæti leitt til meiri átaka.

4) Frá og með 1991 til dagsins í dag, eru við væntanlega skotmark Rússlands? (og Kína? eða einhverja annarra?), bara vegna þeirra staðreyndar að við erum í NATÓ og höfum hernaðarskotmörk á landinu (væri samt skotmark bara vegna staðsetningu). Við erum líka hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna, bara vegna þess að við eru vestræn þjóð og auðvelt skotmark.

Að lokum og hafa skal það sem sannara kann að reynast. Engar vísbendingar eru nú sem benda til þess að Rússar hafi áætlun um að ráðast á Ísland. Ísland er aðili að NATO og hefur bandalagið umtalsverða viðveru í landinu, þar á meðal NATO-flugstöð í Keflavík. Allar hernaðaraðgerðir gegn Íslandi myndu líklega vekja hörð viðbrögð frá NATO, þar á meðal Bandaríkjunum, sem hefur sterka hernaðarlega viðveru á svæðinu.

Það kynni að breytast ef Bandaríkin yrðu upptekin í Asíustyrjöld.....

Að lokum, það sem afneitarar hernaðarvarna Íslands skilja ekki, er að stórveldin eru nákvæmlega sama hvað þeir hugsa eða um tilfinningar þeirra. Ef þau telja sig þurfa að taka landið með valdi, verður það gert. Það er ekki hægt að komast hjá því að vera með hervarnir, það er gallhörð staðreynd.

 

 

 

 


Bloggfærslur 7. apríl 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband