Þeir sem fylgjast með bandarísku samfélagi, hafa ekki farið varhluta af fréttum af uppsögn Fox News á vinsælasta þáttastjórnanda sínum, Tucker Carlson.
Carlson hefur nú stigið fram og tjáð sig en allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa verið uppteknir af þessari frétt síðastliðna daga en öllum var sama þegar Dom Lemon sem var aðal stjarna CNN var rekinn á sama tíma. Munurinn á þeim tveimur, er að sá fyrrnefndi er vinsælasti þáttastjórnandi Bandaríkjanna en sá síðarnefndi þáttastjórnandi á hinu fallandi CNN.
Íslenskir fjölmiðlar hafa verið þögglir um þetta brotthvarf en nú bregður svo við að Vísir fjallar um málið. Af afkvæmunum þekkið þið þá, og það á sannarlega við um Vísir, þegar maður sér heimildina á bakvið frétt fjölmiðilsins. Vísir vísar í New York Times sem heimild. Sá fjölmiðill hefur haft horn í síðu alla þá sem kallast íhaldsmenn og Tucker Carlson telst vera einn af þeim.
Hvernig sér maður að litið er neikvæðum augum á Carlson? Myndaval. Carlson er sýndur með Donald Trump og Marjorie Taylor Green sem eru andlit MAGA hreyfingunnar. Þarna er verið að mála hann út í horn öfga hægri.
Ef maður horfir svo á myndskeiðið með Carlson, sem er ósköp saklaust (sjá hér að neðan), skammar hann báða flokka en er annars jákvæður. En Vísir/New York Times verða hins vegar að finna eitthvað neikvætt um hann og því endar greinin eftirfarandi:
"Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk.
Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd."
Þetta er dæmigerð aðferð vinstri wokista, að saka andstæðinginn um alls kyns fordóma. Hins vegar hefur Carlson einungis reynst vera sekur um að vera litla barnið sem bendir á keisarann og segir að hann sé nakinn þegar allir aðrir dást að því hversu flott klæddur hann er. Carlson hefur nefnilega verið óhræddur að fara í alla og kalla þá til ábyrgðar, og Repúblikanar hafa heldur ekki sloppið.
Þetta er svo sjaldgæft í nútíma fjölmiðlun, að þáttastjórandi kalli alla til ábyrgðar, að þetta þykir undravert. Fólk þyrstir i sannleikann sem það fær hvergi þveginn, og þar sem áhorfendur vita aldrei hvernig efnistök Carlson verða hverju sinni, þyrpist það að skjánum (jafnvel þótt spennandi íþróttaviðburður er í gangi) og fylgist með, enda vinsælasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna.
Fox News blæðir fyrir vikið og Fox Nation mun líklega blæða mest enda Carlson aðalnúmerið þar og oftast eina ástæðan fyrir að fólk borgi fyrir áhorfið.
Tucker Carlson er hins vegar rétt að byrja og nú mun hann líklega stofna eigin fjölmiðlarás, eins og margir aðir á undan, svo sem Bill O´Reilly, og verða enn vinsælli en áður.
Kapalsjónvarpsstöðvar eru nefnilega deyjandi fyrirbrigði og fólk horfir á uppáhalds sjónvarpsfólk sitt í gegnum Podcast sem er svo dreift í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Rumble, Twitter o.s.frv. Brotthvarf Carlson frá Fox News flýtir aðeins fyrir fall fjölmiðilsins.
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki
"See you soon..." Tucker Carlson releases first video message after leaving Fox News
Bloggar | 27.4.2023 | 09:03 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 27. apríl 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020