Kjarnorku kafbátar í íslenskri lögsögu

Nú hafa íslensk stjórnvöld leyft umskiptun áhafna og byrgjun matvæla fyrir bandarískra kafabáta á Íslandi. Ekkert sem kemur í veg fyrir að kjarnorkuknúnu kafbátarnir séu útbúnir kjarnorkuvopn.

Eru menn búnir að gleyma umræðunni og deilunum hvort að NATÓ-stöðin á Keflavíkurflugvelli hefði kjarnorkuvopn og hvort flugvélar staðsettar þar bæru kjarnorkuvopn? 

Nú man ég eftir frásögn sovésk kafbátaforingja sem sagðist hafa dólað við Íslandsstrendur og hlustað á íslenskt útvarp en kafbátur hans innihélt kjarnorkusprengjur.

Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að kafbátar sigli inn í íslenska lögsögu sem innihalda kjarnorkusprengjur. Í raun eru íslensk stjórnvöld að viðurkenna veruleikann eins og hann er.

Íslensk stjórnvöld banna kafbátarnir beri kjarnorkuvopn en þeir verða eftir sem áður kjarnorkuknúnir! Skiptir engu hvort kafbáturinn sigli í höfn eða skipt er um áhöfn og vistir á hafi úti. Skaðinn verður jafn mikill.

Helsta hættan sem fylgir þessu er að kafbátur sem kemur hingað, lendi í óhappi og kjarnorkan um borð valdi mengunarslysi. Líkurnar eru kannski ekki miklar en eru einhverjar sbr Kursk kafbátaslysið. Athugið að kjarnorkuofnar um borð eru agnarsmárir. 

En hvernig verður framkvæmdin? Einhver bátur sem siglir út og skiptir um áhöfn og vistir? Og þetta verði út við Reykjanesskaga? 

 

 

 


Bloggfærslur 21. apríl 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband