Kíkjum á fyrstu grein EES samningsins:
"1. gr.
1. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.
2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
a) frjálsa vöruflutninga;
b) frjálsa fólksflutninga;
c) frjálsa þjónustustarfsemi;
d) frjálsa fjármagnsflutninga;
e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
f) nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála."
Hér segir hvergi að við eigum að vera móttökustöð reglugerða frá ESB, heldur er þetta viðskiptasamningur. Það er nokkuð skondið að EFTA - þjóðirnar þurfi að taka upp reglugerðir "viðskiptaaðila" þeirra, sem eru önnur alþjóðasamtök, þegar þær eru ekki einu sinni í samtökunum.
Ég hef ekki orðið var við að ESB þurfi að taka upp reglugerðir EFTA - ríkja, eða hefur það farið fram hjá mér? Athugið að reglugerð eru reglur um framkvæmd á lögum!
ESB hefur tekið gífurlegum breytingum síðan 1992 þegar EES - samningurinn var tekinn í gildi, án samþykki íslensku þjóðarinnar en engin endurskoðun hefur átt sér stað síðan þá.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi Íslandi lokaviðvörun 2020 ef ég man rétt, vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til meðferðar sl. 8 ár. Þar er krafist að lög og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum í íslensku réttarfari og hér er ég að tala um bókun 35.
Þetta getur ekki verið annað en brot á stjórnarskrá Íslands því að lagasetningavaldið er í höndum Alþingis Íslendinga. Hvergi stendur í stjórnarskránni að það sé heimilt fyrir Alþingi að framvísa eða afsala þetta vald í hendur yfirþjóðlegs valds.
Sama gildir um EES - samninginn, upptaka reglugerða eða laga erlendra aðila í gegnum viðskiptasamning getur ekki verið löglegt eða samkvæmt stjórnarskránni. Erum við t.a.m. að taka upp reglugerðir sem koma viðskiptum ekkert við?
Tökum dæmi, við gerum viðskiptasamning við viðskiptabandalag Norður-Ameríku (USMCA) en í honum felst að við þurfum að taka upp reglugerðir sem bandalagið setur einhliða. Er það löglegt? Myndi ekki einhver kvarta? Af hverju þá ekki vegna lagasetningavalds ESB?
Svo er það stóra spuringin: geta 63 manneskjur ákveðið fyrir hönd heillar þjóðar skuldbindingu og afsali lagasetningavalds landsins til yfirþjóðlegs valds? Það vantar sárlega ákvæði í stjórnarskánna um þjóðaratkvæðisgreiðslur fyrir meiriháttar mál. Það er of þungt að þurfa að safna undirskriftum og skjóta málinu fyrir forseta Íslands til að knýja fram þjóðaratkvæðisgreiðslu. Það er mjög auðvelt að kjósa í dag með rafrænum skilríkjum eða bara gömlu góðu aðferðina að fara á kjörstað (binda það t.d. við sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar).
Íslendingar voru miklir lögspekingar á tímum þjóðveldisins. Hefur þeim fatast flugið síðan þá og samþykkt lagasetningar sem standast ekki röksemdafærslur rökfræðinnar?
Bloggar | 18.4.2023 | 09:07 (breytt kl. 09:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 18. apríl 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020