Eins og búast mátti við og Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum spáði um, þá fór umræðan um stofnun íslensk hers strax á villigötur. Hann sagði jafnframt íslenskir stjórnmálamenn hefðu enga þekkingu né áhuga á málaflokknum. Spá hans rættist strax og nú höfum við viðbrögð stjórnmálaelítunnar.
Viðbrögð Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, voru ekki alslæm. Hún leggur áherslu á að Landhelgisgæsla, lögregla og tollayfirvöld séu þær borgaralegu stofnanir sem styðja þurfi við áður en farið sé í að setja her á laggirnar. Allt er þetta rétt og þessar stofnanir eru fjárhagslega vanræktar í dag. En það má ekki rugla saman hænunni og eggið.
Hervarnir eru jafn mikilvægar og löggæslan við ytri og innri varnir ríkisins. Stjórnmálamenn viðurkenna það hálf í hvoru og því erum við í NATÓ og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Meira segja VG er hætt að tala um útgöngu úr NATÓ. Málið er að þeir vilja að aðrir en Íslendingar axli ábyrgð á vörnum Íslands. Það er vandi íslenskra stjórnmálamanna.
Þetta svar stjórnmálamanna hefur hljómar síðan 1951. Aðrir en Íslendingar eiga að sjá um varnir landsins. Helst Bandaríkjamenn. En Arnór bendir réttilega á að Bandaríkjamenn gætu misst áhugann (2006 þegar þeir yfirgáfu landið einhliða) eða þeir séu svo uppteknir (þátttaka í tveimur stríðum samtímis) að þeir geta ekki sinnt varnarhlutverki sínu.
Arnór bendir einnig á að það taki tíma að virkja 5 grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Þeir sem hafa þekkingu á hermálum vita að tekur gífurlegan langan tíma og undirbúning, sérstaklega um langar vegalengdir og yfir haf er að fara, að virkja her til varnar. Á sama tíma getur, segjum sveit hryðjuverkamanna eða sérsveitir erlends hers gert mikinn óskunda í herlausu landi. Í raun þyrfti varnarliðið (erlenda) að hertaka Íslands aftur úr höndum slíks liðs.
En Arnór gerði mistök í málflutningi sínum. Í fyrsta lagi kom hann með verðmiða á stofnun og rekstur íslensks hers. Ef ég heyrði rétt,þá kom hann með hæstu mögulegu upphæð, um 66 milljarða króna eða 2% af vergri þjóðarframleiðslu sem fáar NATÓ-þjóðir verja í dag. Þegar íslenskir stjórnmálamenn heyra slíka tölu, detta þeir strax úr sambandi og fara í mótþróa viðbrögð. Ef ég man rétt, þá eyðum við Íslendingar um 0,06% eða var það 0,006%? af ríkisútgjöldum (ekki vergri landsframleiðslu) í varnarmál. Þannig að litlum upphæðum er þegar eytt í málaflokkinn, þótt lágar tölur séu.
Í öðru lagi, vantar rökstuðning, sem er ef til vill í bók hans, fyrir stærð íslensks hers. Arnór talar um 1000 manna her og 500 manna varalið. Mér sýnist af þessu að hann vill stofna smáher sem er stærðin fylki (Battalion) og varasveitir (heimavarnarsveitir?).
Fylki (Battalion)
Liðsforingi: Undirofursti (Lieutenant Colonel)
Lýsing: Venjulega 4 - 5 fótgönguliðsundirfylki (infantry companies) auk fylkishöfuðstöðvar (headquarters company). Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjahers, er undirfylki 200 manna hersveit.
Fjöldi: 800 1.000.
Ég get ekki séð að nokkur vilji sé fyrir hendi rekstur slíks herafla hjá íslensku stjórnmálaelítunni. En ég sé fyrir mér að rekstur undirfylkis væri raunhæfur. Íslendingar ráða við að halda úti 200 manna hersveit sem væri þrautþjálfuð sérsveit.
Þeir sem hafa fylgst með hernaði Bandaríkjahers, sjá að þeir eru í hernaðarátökum alls staðar í heiminum í dag sem ekki fer hátt um, t.d. í Sýrlandi. Það er vegna þess að þeir nota elítu sérsveitir sínar í þessi átök. Árið 2001, eftir árásina á tvíburaturnina, sendu þeir um hæl hersveit CIA manna til Afganistans sem tókst að breyta gangi átaka þar. Þannig byrja flest átök og stríð í dag, sérsveitr hermdarverkamanna eru senda á vettvang, sbr. hertaka Rússa á Krímskaga.
Réttu viðbrögð utanríkisráðherra væri að þakka Arnóri fyrir að hefja umræðuna, viðurkenna 40 ára sérþekkingu hans á málaflokknum, og mynda nefnd á Alþingi til að skoða málið. Það væri fagleg viðbrögð, ekki fara strax í skotgröfina og segja þvert nei. Þórdís vill frekar bæta í skrifstofulið NATÓ með fleiri sendifulltrúum Íslendinga í Brussel, eins og það leysi varnar vanda Íslands.
Plagg Þjóðaröryggisráð frá 2022 sýnir svart á hvítu hvílíkt þekkingarleysi ríkir um þennan málaflokk.
Svo er það tillagan til þingsályktunar um stofnun rannsóknarseturs öryggis- og varnamála á Alþingi. Sjá slóð:
Tilaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála liggur fyrir hjá Alþingi
Þetta er mjög skynsöm leið að fara. Þekking er forsending upplýstra ákvarðanna. En þótt ég hafi gagnrýnt þessa leið, þ.e.a.s. að fela háskólastofnun rekstur þessa rannsóknarseturs, og hefði talið betur að það væri innanbúða endurreist Varnarmálastofnunnar, þá er ég fylgjandi sérhvers skrefs sem stigið er.
Bloggar | 6.3.2023 | 10:06 (breytt 8.3.2023 kl. 08:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 6. mars 2023
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020