Stríðinu í Úkraínu er lokið

Bandaríkjaþing er í raun búið að loka á fjárveitingar í stríðsreksturinn í Úkraínu. Öldungadeildin felldi frumvarp fyrir meiri fjárveitingu.  Í Fulltrúardeildinni er enginn meirihluti fyrir fjáraustur í stríðið. Án fjármagn frá Bandaríkjunum er ekki hægt að halda stríðinu áfram. Efnahagur landsins er í rúst og rekinn af fjármagni frá erlendum ríkjum.  Rússar hins vegar eru með stríðstólaframleiðslu sína í yfirsnúningi en þar sem þeir geta sjálfir framleitt vopn, eru þeir ekki háðir vopnasendngum erlendis frá, þótt þeir hafi fengið vopn frá vinaþjóðum.

Aðeins Vesturlönd styðja áframhaldandi stríð en annars staðar í heiminum er stuðningurinn lítill eða enginn. Jafnvel getur Ungverjaland lokað á fjárveitingu frá ESB.

Tekið var á móti Pútín eins og þjóðarhetju er hann ferðaðist frjálst um Miðausturlönd nýverið. Hann verður ekki meðhöndlaður eins og stríðsglæpamaður, ekki frekar en Bandaríkjaforsetar. Til þess er Rússland of öflugt.  Smá peð eins og Serbíuforseti og aðrir karlar lenda hins vegar í stríðglæpa réttarhöldum.

Ætli menn séu ekki að reyna að semju um frið á bakvið tjöldin og grátbiðja Rússa um að taka ekki meira en 20% af landinu, Donbass héruðin. 


https://fb.watch/oN_L2papQk/?


Bloggfærslur 8. desember 2023

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband