Virðing fyrir RÚV er löngu horfin hjá mörgum aðilum í þjóðfélaginu. Áður fyrr var virðingin fyrir þessari stofnun nokkuð mikil og var hún lengi vel eini fjölmiðillinn í landi.
En ríkisapparat á sinn vitjunartíma og vitjunartími RÚV var þegar Stöð 2 og Bylgjan, frjálsir fjölmiðlar í einkaeigu voru stofnaðir. RÚV starfar nú á samkeppnismarkaði, þar sem stofnunin ein þarf ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli. Af hverju er RÚV enn á samkeppnismarkað? Allar einokunarstofnunir á vegum ríkisins eru horfnar, svo Grænmetissala ríkissins, Bifreiðaeftirlit ríkissins og fleiri börn síns tíma.
En það sem verra er að stofnunin, sérstaklega fréttastofan, er orðin hlutdræg í umfjöllun sinni. Á yfirborðinu virðist eins og fréttamennirnir greini frá fréttaefni á hlutlausan hátt, en það er hægt að fara í kringum hlutleysið á tvenns konar hátt. Annars vegar með vali á fréttaefni (t.d. hunsun á fréttaefni eða vali á efni sem hentar hugmyndafræði fréttamanna á fréttastofunni) eða velja álitsgjafa sem segja bara aðra hliðina.
Þetta er áberandi þegar fjallað er um bandarísk stjórnmál. Álitsgjafi fréttastofunnar í þeim efnum er Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði en hún virðist vera fylgjandi demókrötum frekar en repúblikönum í stjórnmálum. Það virðist skína í umfjöllun hennar. Af hverju er hún bara spurð?
Í dag er frétt á RÚV um áhlaup FBI á heimili Donalds Trumps og virðist hún álita að það sé byggt á lögmætum hætti. "Heimildin (til húsleitar) þarf að hvíla á mjög skýrum vísbendingum um brot sem þarf að rannsaka, segir Silja." Hún sagði jafnframt: Þetta er ferli sem er utan pólitíkurinnar. Forseti Bandaríkjanna vissi ekki af því fyrr en þetta kom í fréttum. Og vegna þess að hér er um að ræða fyrrverandi forseta og mögulegan forsetaframbjóðanda þá þarf þetta ferli að fara mjög varlega í gegn." Hvernig veit hún það? Hefur hún beinan aðgang að Hvíta húsinu og veit hún hverjir vita hvað innan starfsliðs þess? Hún er ekki eini álitsgjafinn sem virðist vera hlutdrægur.
En þetta er mikið álitamál. Jafnvel þótt Donald Trump hafi tekið skjöl með sér heim, þá skiptir máli hvaða skjöl það eru. Einnig ber að hafa í huga að FBI hefði getað farið aðra leið en að gera áhlaup á heimili fyrrum Bandaríkjanna sem er einstakt í sögunni, en það er hreinlega að stefna skjölunum í gegnum dómstól. Athuga verður að Bandaríkjaforseti hefur sérstök forrétti og hann getur upp á eigið einsdæmi dæmt skjöl "secret" eða leyndarskjöl, m.ö.o. aflétt leynd af skjölum eða leyndarhjúpað þau.
Hún heldur einnig fram að forsetaembættið undir forystu Joe Biden hafi ekkert vitað. Það er afar vafasamt álit, en svona einstök aðgerð í sögu Bandaríkjanna hefur farið í gegnum dómsmálaráðherra sem heyrir undir forseta Bandaríkjanna og forstjóra FBI. Lágt settir embættismenn hefðu aldrei vogað sér að fara í svona aðgerð nema með leyfi æðstu ráðamanna og þá komum við að pólitíkinni.
Málið er með öllu pólitískt. Hvers sem er, með eða á móti Donald Trump, verður að viðurkenna að reynt hefur verið með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að hann yrði forseti; hann feldur fyrir embættisglöp í embætti (tvisvar var það reynt) og eftir að hann lét af embætti. Sérstakur saksóknari var stefndur honum til höfuðs og hann fann ekkert. Sérstök nefnd í Fulltrúardeildinni er í fullu starfi við að klína skít á DT og dæma hann fyrir landráð í sambandi við 6. janúar óeirðirnar.
Sem sagnfræðingi finnst mér óþolandi að þurfa að verja einn aðila, Donald Trump, og geri ég það nauðbeygður. Allir Bandaríkjaforsetar hafa sína galla og kosti, bæði sem einstaklingar og leiðtogar. Donald Trump er þar engin undantekning og hægt er gera langan lista yfir mistök og "strik yfir mörkin" sem hann hefur farið. En hann á sinn rétt til að vera dæmdur eftir leikreglum lýðræðisríkis rétt eins og aðrir.
En málið með Donald Trump er bara birtingarmynd á skiptingunni í bandarísku samfélagi. En svo virðist vera að réttarkerfið og stjórnkerfið í Bandaríkjunum er ekki lengur hlutlaust og þegar kerfið er notað í pólitískum tilgangi einum, einhliða af öðrum flokki landsins, er það stórhættulegt lýðræðinu í landinu.
Lýðræðið í Bandarikjunum skiptir okkur máli, því að BNA er forrysturíki lýðræðisríkja og ef það fellur, þá á lýðræðið almennt í heiminum erfiða tíma framundan.
Bloggar | 9.8.2022 | 17:10 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 9. ágúst 2022
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020