Svíþjóðar-demókratar öfgaflokkur?

Hér er Morgunblaðið að misskilja hugtak og hugsun. Í frétt blaðsins segir eftirfarandi: "Öfga-hægri flokk­ur­inn Svíþjóðardemó­krat­ar bættu við sig tölu­verðu fylgi í nýj­ustu skoðana­könn­un­inni í Svíþjóð en tvær vik­ur eru nú til stefnu fram að kosn­ing­um þar í landi. 

Flokk­ur­inn er nú með næst mest fylgi á eft­ir Sósí­al­demó­kröt­um sem hef­ur lengi verið stærsti flokk­ur­inn í Svíþjóð. Svíþjóðardemó­krat­ar hlutu á milli 20 til 23 pró­senta fylgi í þrem skoðana­könn­un­um sem voru birt­ar í þess­ari viku."

Hvernig getur flokkur sem nær fimmtug atkvæða talist vera jaðar og þar með öfgaflokkur? Mér sýnist þetta vera stimpill sem er límdur á flokkinn og að af óathugu máli. Eins og með aðrar fréttir erlendis, ber fréttin merki um leti íslenskra fjölmiðla og í raun vanrækslu á gagnrýni á málflutning erlendra fréttaveita.

Eins og flestir vita, sem fylgjast með erlendum fjölmiðlum, er hlutleysið löngu horfið úr fréttamennskunni og nú er markmið að segja "fréttir" frá einu eða öðru sjónarhorni. Ég veit voða lítið um Svíþjóðar-demókrata nema það sem Útvarp saga segir (eina sjónarhornið sem maður fær). Kannski eru þeir öfga eða bara venjulegir, veit það ekki, en öfga stimpillinn sem er lagður á flokkinn segir mér ekkert (nema ef vera skildi fordómar?). 20% kjósenda er sagt þar með vera öfgafólk.

Sjá hlekkinn:

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/08/26/svithjodardemokratar_med_naest_mest_fylgi/ 


Bloggfærslur 27. ágúst 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband