Elítu hópur bloggara?

Ágætu bloggarar.

Ég ákvað að skrifa á blogginu eftir að Facebook lokaði á að hægt væri að skrifa langar greinar á svokölluðu "notes" eða glósur sem býður upp á að birta greinar allt að 100 bls. Nú hef ég skrifað í um tvö ár á svokölluðu Moggabloggi, og er kominn með um 400 greinar, sem gerir grein annan hvorn dag sem ég hef verið á Moggablogginu.

Það sem hefur vakið athygli mína er að sumir bloggarar fá alla athyglina en aðrir enga. Hvað á ég við? Jú, birtur er 10 blogga listi, sem m.a. birtist á mbl.is vefsíðunni. Þetta eru bloggin sem fá mestu athygli og lesningu. Önnur blogg, ekki síðri, fá enga athygli. Er hér miskipt? Ég sendi fyrirspurn á ritstjórn bloggsins, án viðbragða.

Eftir því sem mér skilst, er engin regla, bara geðþóttaákvörðun ritstjórnar bloggsins, um hverjir birtast á topp tíu listanum. Er það sanngarnt? Væri ekki nær að allir hafi sama aðgang, og nýjasta blogggreinin birtist efst á topp tíu listanum og færist niður eftir hver nýjasta grein birtist?  Ein spurning í viðbót, hversu mörg ár þarf fólk að skrifa eða hversu margar greinar þarf það að skrifa til að komast í náð Moggabloggs ritstjórnar og verða loks sýnilegt?

 


Bloggfærslur 9. júlí 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband