Sannleikslögregla Joe Bidens - stóri bróðir er ánægður

Þegar maður heldur að ríkisstjórn Joe Biden gæti ekki sokkið dýpra, þá gerir hún það.  Maður eigilega trúir þessum fréttum ekki sem berast frá Bandaríkjunum. Nú er búið að stofna til deildar sem á að vera eins konar lögga á hvað teljist vera falsupplýsingar (disinformation). Það er náttúrulega ekkert fjallað um þetta í íslenskum fjölmiðlum enda fara þeir í smiðju vinstri fjölmiðla í Bandaríkjunum sem passa sig á að segja sem minnst um þetta.

Sagan er á þessa leið. Biden forseti sætti gagnrýni á fimmtudaginn fyrir stofnun „dystópískrar“ falsupplýsinga-skrifstofu sem stofnuð var undir heimavarnadeild hans (Homeland Security department), sem gagnrýnendur gagnrýna sem enn eina leið fyrir stjórnvöld til að hefta tjáningarfrelsi á netinu.

Íhaldsmenn gagnrýndu það sem þeir kalla nýtt „stjórnarráð“ Orwells og vísa þar í George Orwell og bók hans 1984 – og sumir benda á að tímasetningin sé hentug í ljósi þess að Elon Musk hét því að gera Twitter opið á nýju á dögunum og leyfa á ný tjáningarfrelsinu eftir 44 milljarða dala yfirtöku hans á samfélagsmiðlinum sem er alræmdur fyrir valkvæða ritskoðun á hægri sjónarmiðum.
  Hér má sjá gagnrýni Eric Bolling hjá Newsmax á þessari deild og hann líkir henni einnig við "fyrirmyndaríkið" í bókinni 1984. Nú er stóri bróðir ánægður með Joe Biden, fyrirgefið, Winston Smith.
  Eric Bolling hjá Newsmax   

 


Bloggfærslur 29. apríl 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband