Eiga Hæstaréttardómarar Íslands ekki að tjá sig opinberlega?

Hæstiréttur ÍslandsÞað var Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari sem steig fyrstur á ritvöllinn og ræddi málefni Hæstaréttar Íslands.

Ég man eftir því og ég fór að hugsa út í hvort þetta væri einsdæmi og hvort hann hefði farið út fyrir valdssvið sitt.

En við nánari skoðun, þá vekur það einmitt furðu hversu þöglir hæstaréttadómarar hafa verið og sú staðreynd að við vitum ekkert um þá. Þeir virka á almenning eins og lokuð klíka, nokkuð konar hástéttarmenn, sem eru ósnertanlegir og óþekktir.

En þeir eru menn, eins og við hin, og þeir gera mistök. Við þurfum ekki annað en að horfa á Guðmundar- og Geirfinnsmálin til að átta okkur á því að þeir eru mannlegir eins og við og gera mistök. Að gera mistök er í lagi og mjög mannlegt en ef menn leiðrétta ekki mistök sín og telja sig vera óskeikula, þá fýkur í síðasta skjólið.  Það eru mörg dómsmálin sem hafa farið frá Hæstarétti Íslands til dómstóla í Evrópu, þar sem dómar Hæstaréttar hafa verið snúið við.

Ef til vill halda þeir að með því að þeigja, séu þeir ekki að draga sig inn í dægurþras og hlutleysið gæti farið út um gluggann við slíkt. Það eru gild rök. Almenningur verður að geta treyst á hlutleysi dómara og um leið og þeir fara að tjá sig um einhver málefni, geta þeir dæmt sjálfa sig úr leik.

En það er ekki þar með sagt að hæstaréttadómarar eigi að steinþeigja. Þeir gætu rætt almennt um starf hæstaréttar og lögspekina sem þeir aðhyllast. Sjá hér til dæmis hvað Antonin Scalia heitinn, sagði um aðferðafræði sína. Hann veitti viðtöl og hann kom fram í yfirheyrslum. 

Varnaglar lýðræðisins - Antonin Scalia

Og hér er wikipedia síðan um Antonin Scalia...og við vitum allt um manninn og skoðanir hans (almennt).  Wikipeida - Antonin Scalia

En er Antonin Scalia einsdæmi? Rétt eins og Jón Steinar? Nei, allar upplýsingar liggja fyrir um hæstaréttadómara Bandaríkjanna.  Sjá slóðina: Hæstiréttur Bandaríkjanna - meðlimir

Við skipun í embætti þurfa hæstaréttaefnin að sæta yfirheyrslum í Bandaríkjaþingi. Allt er dregið fram, allur skítur, sannur eða ósannur, er birtur. Frægasta dæmið um þetta í seinni tíð er skipan Brett M. Kavanaugh í embætti. Sóðalegustu umræður sem ég hef séð á Bandaríkjaþingi, komu fram við yfirheyrslur yfir honum. Kavanaugh komst á endanum í embættið en allt sem sagt var situr eftir á öldum ljósvakans um ókomna tíð. Clarence Thomas, einn fyrstur blökkumanna við hæstaréttinn, fékk einnig á baukinn.

Við vitum eitthvað um íslenska hæstaréttadómara ef nánar er gáð, sjá vefsetur Hæstaréttar Íslands - Hæstiréttur Íslands

Við fáum stutt æviágrip dómaranna og þeir verða að skrá hagsmuni sína. En við vitum ekkert um persónurnar á bak við dómaraskikkjurnar. Á svo að vera áfram? Það er spurning sem ég ætla ekki að svara.

Hér er ágæt samantekt á sögu Hæstaréttar í Viðskiptablaðinu frá 11. apríl 2020.

Stiklað á stóru í sögu Hæstaréttar

 

 


Bloggfærslur 17. febrúar 2022

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband