Einn ágætur bloggvinur minn kom með þá hugmynd að best væri fyrir okkur að taka upp hlutleysið aftur. Þess væri óskandi að það væri hægt og alveg í samræmi við óskir mínar. En því miður er raunveruleikinn annar.
Strax í Napóleon-stríðunum og árið 1809 var landið tekið herskyldi af reyfara og upphlaupsmanni með fámennum hópi manna. Nútímamaðurinn hlær kannski að Jörundi hundadagkonungi en þetta var ekki grín í augum samtímamanna. Svo kom 99 ára Evrópufriður frá 1815 til 1914. Ekkert reyndi á hernargildi Íslands.
Stríðið mikla í fyrri heimsstyjöld hafði gífurleg áhrif á landið og stríðsbröltið barst loks alla leið til hið "afskekkta" Íslands 1940. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins.
Við reyndum hlutleysisleiðina þegar við fengum fullvelið 1918 (vorum eftir sem áður óformlega undir verndarvæng Dana) en Bretar höfðu það að engu og völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan herjum Hitlers (Íkarus áætlunin). Báðir stríðsaðilar urðu að reyna að taka landið og kapphlaup var í gangi.
Hugsa sér ef Þjóðverjar hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Sovétmenn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands. Það hefði sorðið að Bretum en það sem verra væri, barist hefði verið á landi á Íslandi, ekki bara hafinu í kring. Mannfall meðal Íslendinga óhjákvæmilegt. Nóg var samt mannfallið á hafinu í kringum Ísland.
Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og rauði herinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945. Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn (eða mætt á fund til að ræða skiptingu Evrópu með samningi), með alla Evrópu að fótum sér. Enginn samningur og engin skipting.
En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Júní 1945 hefði verið of seint fyrir Engilsaxa að fara yfir Ermasundið. Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.
Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum stórveldanna. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum (eða Bretum), ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og reynt að halda GIUK hliðunum opnum.
En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki? Það þýðir að við tökum að okkur eigin varnir með NATÓ sem bakhjarli.
Bloggar | 30.12.2022 | 22:43 (breytt kl. 22:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 30. desember 2022
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020