Ţađ er merkilegt hvađ tilfinningaţrungin umrćđan getur veriđ um ţetta stríđ. Ţađ stendur okkur nćrri enda í túnfćti Evrópu í austri. En ţađ hlýtur ađ vera hćgt ađ rćđa ţađ án ţess ađ skipa sér í fylkingu og horfa ískalt á stöđuna í dag.
Eins og öll stríđ, gerist ţađ ekki bara sísona. Menn sem fara í stríđ telja sig hafa ástćđu, hvort sem hún er raunsć eđa ekki. Stundum eru ástćđurnar sem gefnar fáránlegar, stundum eru ţćr studdar sögulegum rökum og stundum jafnvel til ađ koma í veg fyrir innrás.
Vandamáliđ međ Úkraínu og Rússland og samskipti ţeirra er hversu samofin saga ţeirra er. Kćnugarđur hefđi í stađ Moskvu geta orđiđ höfuđborg Slava á 10. öld og verndari rétttrúnađarkirkjunnar en svo varđ ekki vegna atburđarásar sögunnar. En borgin varđ eftir sem áđur öflug og ađ lokum höfuđborg Úkraínu. Ég ćtla ekki ađ rekja sögu hennar enda vćri ţađ efni í bók en koma međ sögupunkta (sjá hér ađ neđan). En úr ţví ađ saga flestra Evrópuríkja í núverandi formi nćr ekki lengra aftur í tímann en 100-200 ár (ţar á međal Ísland), lćt ég nćgja ađ rekja söguna á 20. öld. Landamćri og ţjóđréttarstađa ţeirra nćr hvort sem er stutt aftur í tímann. Stađreyndir leynast alltaf í bakgrunninum.
Úkraína - nćststćrsta land í Evrópu eftir svćđi á eftir Rússlandi - var um stundarsakir sjálfstćtt snemma á 20. öld, áđur en hún varđ hluti af Sovétríkjunum áriđ 1922.
Eftir hrun Sovétríkjanna lýstu Úkraínumenn enn og aftur yfir sjálfstćđi sínu áriđ 1991.
Sem hluti af samningaviđrćđum viđ nýmyntuđ rússnesk stjórnvöld eftir Sovétríkin, skilađi Úkraínu kjarnorkuvopnum frá Sovéttímanum til Rússlands og leyfđi Rússum ađ halda Svartahafsflota sínum stađsettum á Krímskaga samkvćmt leigusamningi.
Úkraína á tímum eftir Sovétríkin hélt síđan áfram ađ ţróa efnahagsleg og diplómatísk tengsl sín viđ Vestur-Evrópu. Áriđ 2008 gaf NATO í skyn ađ Úkraína og fyrrum Sovétlýđveldiđ Georgíu yrđu ađild ađ framtíđinni. Rússar réđust inn í Georgíu skömmu síđar.
En átökin eins og viđ ţekkjum ţau hófust áriđ 2013, ţegar Viktor Janúkóvítsj, ţáverandi forseti Úkraínu, dró sig út úr vćntanlegum efnahagssamningi viđ Evrópusambandiđ og ákvađ ţess í stađ ađ gera samning viđ Rússland.
Mótmćlin sem urđu til ţess neyddu Janúkóvitsj frá völdum áriđ 2014. Sumir segja ađ vestrćn ríki hafi stađiđ á bakviđ ţessi mótmćli og ţetta hafi veriđ valdarán, a.m.k. líta Rússar ţannig á máliđ.
Sem svar bauđ Vladimír Pútín Rússlandsforseti stuđning viđ rússneskumćlandi ađskilnađarsinna í Donetsk og Luhansk, sem eru hluti af Donbass -hérađi í austurhluta Úkraínu.
Pútín lýsti samtímis yfir ađ Krímskaga, sem hafđi veriđ hluti af sósíalíska lýđveldinu Úkraínu á Sovéttímanum (gjöf Krjúfsef (Khrushchev)), vćri hluti af Rússlandi - og réđst inn á skagann í lok febrúar og mars 2014. Forsagan er ţessi: Áriđ 1954 gaf Nikita Khrushchev Sovétleiđtogi Úkraínu gjöf: Krímskaga. Á ţeim tíma virtist ţetta vera venjubundin ađgerđ, en sex áratugum síđar hefur ţessi gjöf afleiđingar fyrir bćđi löndin. Flutningurinn fékk litla athygli, ađeins málsgrein í Pravda, í hinum opinbera sovéska dagblađinu, 27. febrúar 1954.
En innlimun Pútíns á Krímskaganum, sem stađsettur er međfram norđurströnd Svartahafs, var fordćmd almennt af alţjóđasamfélaginu, sem viđurkennir enn ađ landiđ sé hluti af Úkraínu. Sögulega séđ og samkvćmt íbúasamsetningu, tilheyrir skaginn frekar Rússlandi en Úkraínu en ţađ er önnur saga sem ég hef rekiđ hér áđur í grein sem ber heitiđ Hver á Krímskaga? Sjá slóđina: Hver á Krímskaga? - biggilofts.blog.is
Bardagarnir, sem hafa haldiđ áfram af og til ţrátt fyrir samkomulag um vopnahlé frá 2015, og hafa kostađ um 14.000 manns lífiđ.
Hrađspólum áfram til ársins 2022 og Pútín viđurkenndi formlega tvćr uppreisnahéruđ Donetsk og Luhansk, sem sjálfstćđ ríki nýveriđ - og skipađi rússneskum hermönnum ađ fara inn í Donbas í svokallađri "friđargćslu".
Tilskipunin kom í kjölfar sjónvarpsrćđu ţar sem Pútín lýsti ţví yfir ađ Úkraína vćri ekki sjálfstćđ ţjóđ heldur frekar órjúfanlegur hluti Rússlands, stofnuđ af Sovétríkjunum.
Vilji Rússa er ótvírćđur: Ţeir vilja ekki ađ landamćri NATÓ liggi á landamćrum Úkraínu og Rússlands og ţeir voru og eru tilbúnir ađ fórna mannlífum til ađ tryggja ţessi landamćri. Rússar segja ađ NATÓ hafi svikiđ samkomulag um ađ fćra bandalagiđ ekki ađ landamćrum Rússlands síđan Sovétríkin liđu undir lok.
Ćtlunarverk Pútíns, eins og stađan er í dag, virđist hafa misheppnađist, ţví ađ nú stefnir í ađ Finnland og Svíţjóđ gangi í NATÓ og ţar međ landamćri bandalagsins ađ Rússlandi í Skandinavíu. Hann hefur veikt stöđu Rússlands innanlands (ţjóđarbrot geta fariđ af stađ) og út á viđ (fyrrverandi sovét lýđveldi geta fariđ af stađ međ innbyrđis uppgjör sem og önnur nágrannaríki) međ vangetu rússneska hersins. Jafnframt hefur valdajafnvćgi stórveldanna raskast.
En ef viđ tökum miđ af hvađ telst vera grunnur ađ ţjóđríki, ţá er ţađ menning, tungumál, trúarbrögđ og siđir, getum viđ sagt ađ Úkraínumenn hafi öll ţessi sérkenni. Ţótt Rússland hafi ráđiđ meira eđa minna Úkraínu síđan 1709, ţá eiga ţeir, ekki frekar en Englendingar eiga rétt á ađ ráđa yfir Skotlandi, rétt á ađ ráđa yfir Úkraínu ef íbúar kjósa annađ.
Varđandi austurhlutann, ţar sem meirihlutinn er rússneskumćlandi, vandast máliđ. Ég kýs alltaf friđarsamninga en stríđ. Einhver leiđ hlýtur ađ vera til ađ komast samkomulagi, t.d. međ löglegum kosningum í umdeildum héruđum. Úkraínumenn og Rússar verđa ađ finna leiđ til ađ búa saman sem nágrannar, rétt eins og nágrannar í íbúđagötu ţurfa ađ gera. Hvorugum ađila á ađ finna eigiđ öryggi ógnađ.
Saga Úkraínu (heimild: tungumalatorg.is ásamt viđbćtur mínar)
Ţađ svćđi sem nú telst til Úkraínu hefur veriđ í byggđ lengst aftur í forneskju.
3 öld f.Kr. Gotar koma til Úkraínu og kölluđu ţá landiđ Oium.
370 Húnar ráđast inn í landiđ.
454 Kćnugarđur sigrar Húna í bardaganum viđ Nedao.
5.-6. öld Slavneskir ćttbálkar, mögulega leifar af Kćnugarđsmenningunni settust ađ á svćđum Úkraínu og langt fram á 6. öld.
7. öld Kćnugarđur er stofnađur af manni ađ nafni Kyi. Khazarar ráđa ríkjum í Úkraínu fram á 9. öld.
9 öld Víkingar taka yfir Kćnugarđ og stofna ríki sem kallast Kievan Rus. Ţar ráđa Varangískir prinsar fram á 14. öld.
988 Vladimir mikli, hertogi af Kćnugarđ, gerist kristinn og kristnar ţjóđ sína um leiđ.
11. öld Kievan Rus er landfrćđilega stćrsta ríki Evrópu og er ţekkt međal Evrópubúa sem Ruthenia. Hnignun eftir dauđa Yaroslav.
12. öld Innri átök međal hinna fjölmörgu furstadćma Rus leiddi til hnignunar.
1169 Keisaradćmi Vladimirs herjađi á Kćnugarđ í miđri valdabaráttu keisaradćmanna.
1239-1240 Tatarar herja á Kćnugarđ og leggja hann í rúst. Ţeir voru afar grimmir og fólk flúđi frá landinu.
13. öld Í stađ Kievan Rus komu furstadćmi Halych og Volodoymyr-Volynskyi.
14. öld Pólverjar og Litháar börđust gegn innrásum Mongóla. Landiđ varđ ţekkt sem Úkraína, sem ţýđir landamćri.
1360 Prinsinum af Kćnugarđi er endanlega steypt af stóli. Olgerd, prinsinn af Litáen frelsar Kyivschyna og Podillya frá Tatörum. Ţau falla undir stjórn Litáen.
1387 Pólland rćđur yfir Halychyna
1569 Allt landsvćđi Úkraínu er undir yfirráđum Litáen.
1590 Kósakkar gera fyrst uppreisn.
1630 1648 Kósakkar gera uppreisn gegn Pólverjum, og frelsun Úkraínu frá Póllandi hefst. Kósakkar taka viđ völdum.
1657 Svíar og Úkraínumenn sameinast gegn Rússum.
1709 Rússar sigra sameiginlegan her Úkraínumanna og Svía og leggja undir sig Úkraínu.
1863 Úkraínska er bönnuđ formlega af Rússum.
1917 Bylting í Rússlandi. Keisaranum er steypt af stóli og kommúnistaríki er stofnađ.
1921 Austurhluti Úkraína verđur hluti af Sovétríkjunum og Sovéska sósíalíska lýđveldiđ Úkraína er stofnađ. Vesturhlutinn verđur hluti af Póllandi og Rúmeníu.
1929 Stjórnvöld hefja ađ sölsa undir sig jarđir. Allar jarđir sem tilheyrđu úkraínskum bćndum eru teknar. Ţeir sem vildu ekki láta jörđ sína af hendi eru handteknir og drepnir.
1932-33 Stalín leggur hald á allt mjöl Úkraínumanna, og 3-5 milljón manns svelta til dauđa.
1941-44 Ţjóđverjar hertaka Úkraínu.
1943-44 Rússar snúa aftur og miklir ţjóđflutningar eiga sér stađ (m.a. til Englands, Frakklands, Kanada og Bandaríkjanna). Vestur Úkraína verđur einnig hluti af Sovétríkjunum.
1986 Kjarnorkuslysiđ í Chernobyl.
1990 Lýst er yfir fullveldi Úkraínu.
1991 Úkraína lýsir yfir sjálfstćđi.
1994 Úkraína undirritar sáttmála viđ NATO.
1996 Stjórnarskrá Úkraínu gengur í gildi.
2014 - Janúkóvitsj forsćtisráđherra hrökklast frá völdum.
2014 Stríđ í austurhluta Úkraínu.
2022 Rússland gerir innrás í Úkraínu.
Bloggar | 11.10.2022 | 17:33 (breytt kl. 18:01) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfćrslur 11. október 2022
Fćrsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri fćrslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020