Íslenskir fjölmiðlar standa sig frekar illa í fréttaflutningi frá Bandaríkjunum. Þeir missa af mörgu mikilvægum málum sem eru í brennidepli í landi hinu frjálsu en það sem gerist í Bandaríkjunum kemur okkur við. Ástæðan er einföld, þróun í menningu eða stjórnarfari, smitar út frá sér og kemur fyrr eða síðar til Íslands. Við erum líka á áhrifasvæði bandaríska heimsveldisins.
Svo er það að Íslendingar eru mjög háðir Bandarikjunum og velvild Bandaríkjamanna. Viðskipti og hervernd er það sem við sækjum til Bandaríkjanna og við þurfum meira á þeim að halda, en þeir á okkur.
Án Bandaríkjanna þyrftum við að koma okkur upp varnir sjálfir og það er kostnaðarsamt. Það er staðreynd að Íslendingar geta ekki varið landið einir, þeir þurfa aðstoð vinveittra ríkja. Í fréttum í dag er sagt frá að pólski flugherinn sjái um loftrýmisgæslu lands um þessar mundir en í gegnum NATÓ samstarfið, sem Bandaríkjamenn stýra og eru driffjöðurinn í, sækjum við okkar vernd. Við erum líka með tvíhliða varnarsamning við BNA samhliða NATÓ aðild. Enginn dirfist að ráðast á Ísland, á meðan á því stendur.
Þar sem Ísland er mjög vinstrisinnað land, sósíalísk áhrif eru mikil á stjórnmálastéttina, hefur það verið mjög vinsælt að hnýta í vinaþjóðina fyrir ýmsar sakir, því að Bandaríkin hafa hingað til verið ímynd alls sem íslenskir sósíalistar hata. Það er einstaklingsframtakið, markaðshagkerfi og frelsið sjálft. En andúðin í garð Bandaríkjanna má einnig rekja til þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Það var mjög viðkvæmt mál í íslenskum stjórnmálum að bandarískur her sat landið er íslenska lýðveldið var stofnað 1944. Það var erfitt að koma þeim her úr landi í stríðslok en það tókst. Það líka eins og blaut tuska að fá bandarískan her aftur til landsins 1951.
Þannig að viðhorf og samskipti Íslendidnga við Bandaríkin litast af nokkrum viðhorfum og þörfum; þjóðernishyggja, sósíalisma, vináttu, ótta, varnarþörf og margt fleira og segja má að sambandið er ástarsamband (með dálítilli andúð og ótta).
Við óttumst en um leið dáumst við að forysturíki frjálsra þjóða í vestrinu. Við megum hins vegar þakka fyrir að þrátt fyrir allt og öll stríð Bandaríkjanna, er heimsveldi Bandaríkjanna ,,mjúkt" og það sækist ekki eftir löndum til búsetu (nágrannar Bandaríkjanna líta kannski öðrum augum en Bandaríkin stækkuðu mikið á 19. og 20. öld). Skemmst er að minnast umræðuna um kaup á Grænlandi. Bandaríkin hafa haldið áhuga á Íslandi síðan um miðja nítjándu öld. Árið 1868 skrifaði William H. Seward í bandaríska utanríkisráðuneytinu skýrslu þar sem hugleitt var kaup á Íslandi frá Danmörku.
Við erum vonandi orðin það rótgróin í alþjóðasamfélaginu að sjálfstæði landsins er ekki lengur falt stórveldi.
Bloggar | 18.7.2021 | 11:13 (breytt 20.7.2021 kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í öllum deilunum um yfirráðin yfir Krímskaga er saga skagans aðeins rakin nokkrra áratugi til baka. Sagan hefur ýmislegt að segja um eignarhaldið á skaganum. Kíkjum fyrst á íslensku Wikipedia en hún er ekki margorð um söguna.
Wikipedia: ,,Krímskagi er skagi sem teygir sig út í Svartahafið. Samkvæmt manntali frá 2014 búa þar tæplega 2,3 milljónir manna. Meirihluti þeirra telja sig Rússa og tala rússnesku.
Krímskaginn hefur oftar en einu sinni komist í heimsfréttirnar. Krímstríðið var háð á miðri 19. öld á milli Rússa og vestrænna bandamanna ásamt Ottóman-Tyrkjum. Á Jalta-ráðstefnunni sem haldin var í Jalta á Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldar réðu sigurvegararnir ráðum sínum um skiptingu Evrópu að stríðinu loknu.
Skaginn tilheyrði Úkraínu uns íbúarnir ákváðu að slíta sig frá henni og ganga í sambandsríkið Rússland eftir óeirðirnar í landinu 2014. Í Rússlandi telst hann jafnt sjálfstjórnarsvæði sem er lýðveldi." Svo mörg voru orð íslensku Wikipedia.
Þess má geta að skaginn er rétt hengdur við meginlandið og er nánast eins og eyja. Sjá mynd.
En það þarf að fara lengra aftur í tímann til að finna út eignarhaldið. Margar þjóðir og heimsveldi hafa setið skagann en ég ætla ekki að fara lengra en 500 ár aftur í tímann og halda mig við nýöldina.
Í raun voru það ættbálkar - Krím-Tartarar sem byggðu skagann og hann var ekki undir einni stjórn lengi vel en breytingar urðu þar á.
Kíkjum á tímalínuna - hún hjálpar við að svara spurningunni um eignarhaldið.
1420-1466 - Stofnandi ættarveldis Krímskananna, Hadji Devlet Giray, stofnar sjálfstætt ríki (1443), með höfuðborg sína í Bakhchisarai. Hann hvatti til umskipta til íbúabyggðar í stað flökkulífs. Þróun garðyrkju og handverks, bygging musteris og klaustra íslams og kristni blómstraði á þessu tímabili. Hann náði hernaðarbandalagi við pólska og litháíska ríkið.
1467-1515 - Mengli I Giray í hernaðarbandalagi við Moskvu ríki eykur áhrif norður og austur af Krímskaga.
1475 - Óttómana Tyrkir hertóku vígi Genúa við ströndina og furstadæmið Theodoro á Suðvestur-Krímskaga og sköpuðu Krímarkanat.
1500 - 1700 - Moskvu réðust á Krímskanat. Kósakkar réðust á tyrknesk vígi og tartarbyggðir.
1768-1774 - Stríð Rússlands og Tyrklands, sem leiddi til þess að Krímarkanið lýsti sig óháð Tyrklandi, Kerch varð rússnesk borg.
1783 - Krím var tekin af Rússlandi og viðurkenndi réttindi rússneska aðalsins fyrir allar aðalsættir Khanat. Rússland byggði borgirnar Sevastopol sem miðju rússneska Svartahafsflotans og Simferopol (1784) sem miðstöð Tauride-héraðs.
1787 - Ferð rússnesku keisaraynjunnar Katrínar II til Krímar og Jósefs frá Austurríki-Ungverjalandi I - dýrasta ferð allra tíma.
1787-1791. - Seinna stríð Rússlands og Tyrklands. Tyrkland viðurkenndi innlimun Krímskaga í Rússland.
1853-1856 - Krímstríðið. Sevastopol verður staður hetjulegra bardaga á landi og sjó: Rússland glímir við England, Frakkland og konungsríkið Sardiníu.
1875 - Smíði járnbrautarinnar til borgarinnar Sevastopol var lokið og opnaði mikinn rússneskan og evrópskan markað fyrir landbúnaðarafurðir, vín og sælgæti. Atvinna, viðskipti og iðnaður þróuðust hratt. Sumarbústaðir keisarafjölskyldunnar voru byggðir á Krímskaga.
1918-1921 - Krím varð vettvangur harðra bardaga í borgarastyrjöldinni og íhlutun heimsveldis Þýskalands lauk með innlimun Krímar í Sovétríkin (1922) með myndun sjálfstjórnarsvæði Krímskagans í Rússlandi innan Sovétríkjanna.
1941-1944 - Skaginn fór ekki varhluta af síðari heimsstyrjöldinni. Íbúum Krímar fækkaði um helming og borgin lagðist í rúst, hagkerfið eins og í hinum Sovétríkjunum hafði verið eyðilagt. Þjóðverjar slepptu Krímskaga í maí 1944. Stalín nauðungaflutti þjóðarbrot á borð við Krímar Þjóðverja, Tartara, Búlgara, Armena og Grikki.
4. - 11. febrúar 1945 - Tataríska (Yalta) ráðstefna ríkisstjórnarleiðtoga Sovétríkjanna, Stalín; BNA, Roosevelt; og Stóra-Bretland, Churchill; skilgreindu heiminn eftir stríð. Ríkin þrjú samþykktu ákvarðanir um skiptingu Þýskalands í hernámssvæði og skaðabætur, um þátttöku Sovétríkjanna í stríðinu við Japan, eftirstríðskerfi alþjóðlegrar öryggis og stofnun Sameinuðu þjóðanna.
1954 - Aðalritari kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum, Nikita Khrushchev, flutti lögsögu Krímar frá Rússneska sambandsríkisins undir lögsögu úkraínska sovéska lýðveldisins og verður svæði innan Úkraínu. Efnahagslífið var smám saman endurreist.
1970 - Hröð þróun sumardvalarstaða og ferðaþjónustu. Þróun stóriðju og efnanotkun í landbúnaði skapar umhverfisvandamál.
1974 - Richard Nixon forseti Bandaríkjanna heimsótti Krím á fundi til að hefja efnahagslegt samstarf við Sovétríkin á svæðum flugvalla og þjóðvegagerðar sem og við framleiðslu Pepsi Cola.
1991 - valdarán í Moskvu og handtöku Gobashov aðalritara. Sovétríkin hrundu og Krím varð sjálfstjórnar lýðveldi innan sjálfstæða Úkraínu. Smám saman endurkomu íbúa sem vísað hefur verið frá, Tartara, til Krím með stuðningi Tyrklands eykur ótta við aðra endurvakningu Ottómanveldisins.
2014 - Úkraínska ríkisstjórnin undir forystu Viktors Yanukovich féll vegna íbúauppreisnar í Kænugarði. Þing sjálfstjórnarlýðveldisins Krím kaus að segja skilið við Úkraínu og fyrir innlimun þess við Rússland.
Af þessari sögurakningu má fullyrða að Úkranína á ekki túkall tilkalls til skagans. Eina ástæðan fyrir lögusögu Úkranínu á skaganum var einungis vegna þess Krushov datt í hug að gefa skagann í gjöf til Úkranínu, sá verknaður skipti engu máli, vegna þess að Úkranína og Rússland voru hluti af Sovétríkjunum, þar með sama ríkis.
Staðan breyttist við fall Sovétríkjanna og Rússar vildi þar með fá yfirráðin aftur. Rússar hafa verið með annan fótinn á skaganum í hartnær 500 ár og unnu hann með vopnavaldi á síðari hluta 18. aldar. Tyrkir viðurkenndu innlimun skagans inn í Rússlands. Íbúarnir eru af margvíslegum uppruna, svo sem Rússar, Tartarar, Hvít-Rússar, Úkraníumenn, Armenar, Gyðingar og fleiri. Stærsti hópurinn eru Rússar. Samkvæmt síðustu talningu skiptast íbúarnir eftir þjóðerni svona:
65.3% Rússar (1.492 m.)
15.1% Úkraníumenn (344.5 þúsund)
10.8% Krím-Tartarar (246.1 þúsund)
0.9% Hvít-Rússar (21.7 þúsund)
0.5% Armenar (11 þúsund)
7.4% Aðrir (169.1 þúsund).
Rússneska hefur verið aðaltungumálið frá 1783 og meirihlutinn er rússneskur. Yfir 90% íbúana kaus að sameinast Rússlandi í kosningum 2014. Er Krímskaginn ekki þar með rússneskur? Þarf frekari vitnana við? Annað mál gegnir um yfirgang Rússa í sjálfri Úkranínu, á bonbas svæðinu en það er efni í aðra grein.
Bloggar | 18.7.2021 | 09:22 (breytt 22.9.2022 kl. 11:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 18. júlí 2021
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020