Dvaldi Kólumbus á Íslandi veturinn 1477?

KólumbusKristófer Kólumbus var ákveðinn í að finna vesturleiðina til Asíu. Til að undirbúa hina miklu ferð, fór Kólumbus í margar smærri æfingaferðir meðfram vesturströnd Evrópu og Afríku. Sumarið 1476 sigldi hann í samfloti með þremur skipum frá Feneyjum til Englands. Var þá siglt um Gíbraltarsund. Þar réðust franskir sjóræningjar á flotann og tvö skipanna fórust. Hann staldraði við í Portúgal.

Í desember sama ár hélt hann för sinni áfram og komst til Englands. Vitað er að hann fór til Bristol og Galway, en sú borg er á vesturströnd Írlands. Englendingar höfðu verslað við Íslendinga í langan tíma og stundað fiskveiðar við Íslandsstrendur eða allt frá 1412 og mun Kólumbus sennilega hafa heyrt um landið frá þeim, líklega í Bristol en þangað komu fiskuduggur hingað til lands. 

Að eigin sögn heimsótti hann Ísland árið 1477 og dvaldi heilan vetur en hingað hefur hann komið um sumarið. Að sögn dvaldi hann á þeim bæ sem heitir Ingjaldshóll (Ingjaldshvóll) á Vesturlandin nánar tiltekið á Snæfellsnesi.

 

 Ingjaldshóll

 

   

Wikipedia segir eftirfarandi: 

,,Ingjaldshóll er um 1 km frá Hellissandi og þar hefur staðið kirkja frá árinu 1317 og var hún fram á 19du öld þriðja stærsta kirkja landsins, á eftir dómkirkjunum í Skálholti og á Hólum, en áður var þar bænhús. Bæði var að sóknin var fjölmenn og eins mun hafa verið þar margmenni víða að af landinu á vertíðum og mun kirkjan hafa rúmað um 400 manns. sjá má merki um stærð hennar út frá hornsteinum sem þar sjást enn í kirkjugarðinum."

Kólumbus fræddist tvímælalaust um landnám Íslands, um víkingana sem sigldu til nýja heimsins og um ferðir Leifs Eiríkssonar, Þorfinns Karlsefni, Guðríði Þorbjarnardóttur, litla barnsins Snorra og hinna sem höfðu verið í Norður-Ameríku fimm aldir fyrir. Eflaust var Grænland enn í minni Íslendinga enda rofnuðu tengslin við það ekki seinna en 1412. Það sem er eftir er af sögu Kólumbusar, er mannkynssaga en eins og kunnugt er, ,,fann“ hann Ameríku 1492 í leiðangri þriggja skipa (Santa Maria, Pinta og Nina).


Bloggfærslur 20. apríl 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband