Landhelgisgæslan vanrækt

Hvidbjørnen

Hér má sjá gamalt varðskip Hvítabjörn sem sinnti landhelgisgæslu í kringum Færeyja.

Ráðdeild er góð og nýting hluta er góð en fyrr má rota en dauðrota. Öryggismál hafa ekki verið sterkasta hlið íslenskra stjórnvalda. Stjórnvöld hafa aldrei til fullnustu getað varið land eða borgara landsins gagnvart erlendum óvinum eða ótíðum glæpamönnum.Fjár- og mannaflsskortur lögreglunnar er efni í aðra grein.

Séð er eftir hverri einustu krónu sem fer í landhelgisgæslu á fiskimiðunum í kringum landið að best verður séð, samt hefur fiskurinn í sjónum haldið íslenska lýðveldið á floti síðan það var stofnað 1944.

Ekki er tímt að reka herflota (samt er Ísland eyja og á allt sitt undir að samgöngu við landið haldist sjóleiðis) heldur er erlendir flotar látnir sjá um hervernd á Íslandsmiðum.

Misvitrir stjórnmálamenn, oftar en ekki til vinstri í stjórnmálunum, berja sig á barm og gala um holt og hæðir að Ísland sé herlaust land sem getur ekki verið meir fjarri sanni. Hægri menn er heldur ekki betri og þegja þunnu hljóði og reyna sem mest að hunsa málaflokkinn.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 er enn í gildi og sér bandaríski herinn; floti og flugherinn um að vernda íslenska fullveldið. Það væri ankanalegt ef Bandaríkjamenn tækju líka að sér landhelgisgæslu landsins og því hafa íslensk stjórnvöld drattast til þess að fara í vasana og taka upp nokkrar krónur til að reka Landhelgisgæsluna. Það er gert með lágmarksmannskap og eldgömlum varðbátum.  Ægir sem sagður er vera í rekstri á vefsetri Landhelgisgæslunnar er til að minna smíðaður 1968! Týr sem er yngri og ,,aðeins" 46 ára gamall er að gefa upp andann.

Það er ótrúlegt hve lengi íslensk stjórnvöld reka ríkisskip. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er t.a.m. smíðaður 1970 og fleiri skip eru komin á aldur. Þessi skip (og loftför) eru höfð svo lengi í rekstri að þau eru nánast ónýt, en mun hagkvæmara og ódýrara væri að smíða ný skip og kaupa nýjar þyrlur. Nýjar vélar þurfa minna viðhald og eyða minna eldsneyti og eru fljót að borga sig upp.

Alltaf kemur stóri bróðir, Íslendingurinn, illa út í samanburði við litla bróður, Færeyinginn.  Færeyingar hafa bæði varðskip og danska flotann sér til varnar en það er efni í nýja grein að fjalla um landhelgismál Færeyinga.

Alouette

Þyrlan Alouette sá um eftirlit úr lofti í kringum Færeyjar.


Sagnfræði og sagnfræðingar (H.R. Trevor-Roper (1969))

Hugh_Trevor-Roper_(1975)

Rannsóknir á fortíðinni geta verið gagnlegar segir H.R. Trevor-Roper og eru nauðsynlegar. Marxistar myndu á hinn bóginn segja að það sé mikilvægara að breyta en að skilja heiminn og þá segist H.R. Trevor-Roper myndi svara slíkri fullyrðu á þann veg að án skilnings getum við ekki breytt heiminum. Og við þá sem líta á söguna sem martröð sem við verður að frelsa okkur frá, þá myndi hann segja eins og Freud, að þráhyggju er aðeins hægt að lækna með skilningi en ekki afneitun.Við getum ekki litið almennilega fram á við án þess að líta einnig aftur á bak segir hann.

H.R. Trevor-Roper gagnrýnir ,,vísindalega sagnfræði” (e. scientific history) en hann segir þó að sagan fari eftir ákveðnum reglum, en þær séu ekki vísindalegar: þær eru ekki endalegar; þær eru skilyrtar (háðum vissum skilyrðum), rétt eins og reglur lífsins.

Hann segir ef að sá lærdómur sem sagan gefi séu einfaldar formúlur sem gefi svör, og ef hann (lærdómurinn) gefi ástæður til alvarlegra rannsókna, þá sé það spurning hvað ástæður eru þetta? Þá vill hann í fyrsta lagi benda á eina almenna ástæðu en það er að forðast þröngsýni (e. parochialism) en þar er almennt átt við þröngsýni er varðar rými en hún getur einnig átt við um tíma. Til að skilja okkar eigið land, verðum við að sjá það í samhengi rýmis; með öðrum löndum. En við verðum einnig, til að skilja eigin öld, að skoða það í víðara samhengi í tíma, sem eina öld af mörgum. Mikill hluti af samtímasögunni getur verið falinn sjónum okkar ef við einbeitum okkur aðeins að hinu raunverulega heim sem er í kringum okkur, sem við sjáum, þetta kemur í veg fyrir samanburð. Samtíðin er svo bundin þétt að okkur að við getum ekki séð hana í fókus. Kunnugleiki á fortíðinni getur lagað slíka missýn. Hann getur framkallað grundvöll samanburðar. Hann getur bent á þekkt mál. Með því að gera það getur hann minnkað þröngsýnilegan hroka.

Hafa verður í huga vanrækta sögu en bæði þjóðir og einstaklingar hafa gert það að dyggð að vanrækja söguna og sagan hefur hefnt sín í staðinn. Dæmi um þetta er upprisa þjóðernishyggju á 19. öld. Á margan hátt var þessi þjóðernishyggja uppreisn fólks sem var sér meðvitað um söguna (hafi sögumeðvitund) gegn stjórnendum sem hugsuðu ekki út frá sögulegum grundvelli og tóku erlend lönd undir sína stjórn (Napóleon tók Spán og Pólland var skipt milli nokkra ríkja). Þjóðirnar gerðu uppreisn og hún var byggð á sögulegum rökum (líka á Íslandi).

Á sagnfræðingurinn að geta á hugmyndafræðilegum grundvelli spáð um framtíðina spyr H.R. Trevor-Roper? Nei, það er ómögulegt segir hann. Enginn hefur getað sagt um hana hingað til og ef einhver hefur sagt eitthvað rétt og haft rétta framtíðarspá, hefur það verið ágiskun frekar en vísindaleg greining. Á hinn bóginn er mögulegt að koma með skilyrtbundna framtíðarspá ef skilyrðin eru rétt skilgreind; og því meir sem við rannsökum söguna; og því vísindalegra sem viðfangsefni hennar verður; því meir sem við viðurkennum takmörk hennar; því betur getum við spá í framtíðina.

H.R. Trevor-Roper talar um ,,conditional laws of history” í þessu sambandi. Hann bendir á forspá Sir Halford Mackinder fyrir fyrri heimsstyrjöld, þar sem hann spáði að baráttan um heimsyfirráðin réðust í Austur-Evrópu og Rússland yrði stórveldi framtíðarinnar. Þar skipti máli hin sögulega skilyrðing, hver réði ,,heartland” eða kjarnaland Evrópu skilst mér hann eiga við. Hitler og Stalín börðust um þetta kjarnaland og þetta var hugmyndafræðilegt stríð, þar sem barist var til dauða, vegna þess að báðir vissu að sigurvegarinn myndi verða örlagavaldur Evrópu í framtíðinni.

Reglur byggðar á reynslunni einni en ekki á fræðilegum skýringum er hægt að taka úr víðu sviði sögulegrar reynslu. Hægt er að heimfæra allar þessar reglur til nútímans en engar þeirra getur gefið ákveðna formúlu fyrir hann vegna þess að eina örugga reglan í sögunni er að sögulegar aðstæður endurtaka sig aldrei algjörlega eins, því að það eru svo margar breytilegar breytur í hverri aðstæðu, til þess að sams konar aðstæða geti gerðst aftur. Hann tekur sem dæmi nasistma en hann segir að hann geti ekki endurtekið sig í sömu mynd, en kannski þó í breyttri mynd, en svipaðar aðstæður hafi nú skapast fyrir nýnastista sem þó verða aldrei alveg eins.

Hægt er að fara eftir tveimur gullnum reglum við sagnfræðirannsóknum. Í fyrsta lagi að hraða ekki hraða sögunnar eða leitast við að draga frá henni meiri og nákvæmari lærdóm en hún getur gefið. Hið raunverulega gildi sögunnar liggur í hinum almenna lærdóm sem draga má af henni, margbreytileika hennar, ábendingar og samsvörunnar, og hinu skilyrtbundnu eðli ,,of its parallels”, en ekki í staðföstum lærdómi eða kennikerfilegra niðurstöðum. Fólk vill fá slíkar niðurstöður en allir alvöru sagnfræðingar gefa þær ekki og því leitar fólk oft til félagsvísindamanna um svör.

Í öðru lagi verðum við að virða sjálfstæði fortíðarinnar. Okkur hættir til að líta á fortíðina á okkar eigin forsendum. Við þykkjumst sjá í henni svipuð vandamál, svipuð andlit; að sjá menn horfa í áttina til okkar en ekki frá okkur. En þessi tilhneiging er hættuleg. Það er hins vegar rétt að leita til fortíðina til að finna lærdóma sem draga má af henni, hvernig hún tengist okkar tíma, að sjá merki um samhengi, samtengingu og þróun. Það á ekki að rannsaka fortíðina einungis hennar vegna.

H.R. Trevor-Roper segir að við höfum engan rétt á að dæma t.d. menn 18. aldar á forsendum 20. alda manna því að þeir, rétt eins og við, voru til á eigin forsendum en ekki á forsendum framtíðar. Hver öld hefur sitt ,,intellectual climate” sem var tekið sem gefinn hlutur á sínum tíma. Þess vegna hefur verið svo erfitt að ná tíðarandanum hvers tíma og endurskapa hann í sagnfræðirannsóknum og -bókum. Þetta hefur verið erfiðasta verk sagnfræðingsins en er jafnframt nauðsynlegt. Ef það er vanrækt og notuð séu nútíma hugtök eins og ,,hjátrúarfullt” eða ,,afturhaltsamt” um samfélög fortíðarinnar, þá eru við að dæma þau út frá okkar eigin forsendum, eins og okkar reglur séu hinu einu réttu, sem er ekkert annað en hroki og villa.

Hver öld á sína ,,hreintrúarstefnu” (e. orthodoxy) og hver slík stefna er aldrei fullkomlega rétt. Hún er háð breytingum eins og allt annað í lífinu.

Hann segir að sagnfræðingurinn verði bæði að vera sérfræðingur á sínu sviði en hann verði einnig að líta út fyrir sitt svið til þess að verða ekki staðnaður. Hann verður að rannsaka bæði almennt og sértækt. Gott dæmi um þetta er íslensku sagnfræðiháskólakennarnir sem eru sérhæfðir í einhverju ákveðnu tímaskeiði eða undirgrein sögunnar (t.d. hagsögu) en þeir verða hins vegar að vera vel að sér hvað varðar heildarsögu Íslands og nágrannalandanna til þess að geta kennt.


Bloggfærslur 6. mars 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband