Um landamæradeilu Rússa og Úkraníumanna - pólitísk refskák

PutinUmmæli Pútíns þann 4. desember 2021 um að hann vildi ræða og festa í samning stöðvun útþenslu NATÓ í austurvegi eru skýr merki um að hann var að "pluffa" með tilfærslu herliðs við landamæri Úkraníu. Hann veit sum sé vel, að þar með lokast fyrir gasflutningar í vesturveg (Þýskaland að mestu leyti) og það er of stórt högg fyrir Rússland. Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru háðir gasi, heldur líka Rússar. Þjóðverjar munu án vafa snúa baki við gasi Rússa (kannski ekki á augnabliki en á nokkrum árum). Bara pluff eða plat á íslensku.

Liðsflutningarnir við Úkraníu eru til þess fallnir að hræða auðhræðanlegu stjórn Joe Biden, þar sem enginn stjórnar í raun.  Joe Biden er aut terrum í raun og því hægt að skrifa hvað sem er á það blað. Hann bregst hræddur við og Pútín fær sínu fram, sem er að herir Atlantshafsbandalagsins halda sig í hundruð kílómetra fjarlægð frá rússneskum landamærum.

Svo er það spurningin um evrópsk landamæri

Ekker er eins seigfljótandi og evrópsk landamæri sem breytast nokkrum sinnum á hverri öld. Meir segja á seinni hluta 20. aldar, þegar menn náðu að breyta landamæri Júgóslavíu með stríði. Síðast með innlimun Krímskaga inn í Rússland.

Svo að það sé á hreinu, landamæri eldri en frá 19. öld gilda ekki. Ef svo væri ekki, þá væri Ítalía og Þýskaland ekki til eða Ísland. Margt annað sem ákvarðar landamæri, t.d. saga, tunga og menning og tilfinningin að tilheyra ákveðinn hóp.

T.d. gætu Vestmannaeyjingar haldið fram að þeir tilheyri ekki Íslandi. Á hvaða forsendum?......ef þið fylgdu þessum punktum, vissuð þið ekki svarið. En það er einfalt. Sjálfur Danakonungur hafði Vestmannaeyjar sem sérstakt skattlén og hann talaði um Vestmannaeyjar og Ísland í sitthvoru lagi, enda sitthvor skattlén. Saga Vestmannaeyja er um margt einstök, en það sem sameinar Vestmannaeyinga við meginlandið er eftir sem áður, tunga, mennning (norræn) og arflegð.

Ekkert er eins fljótandi og landamæri í Evrópu. Endalaust hægt að fara í stríð út af landaskika.

Pútín kann leikinn.


Leynilegt stríð: Mossad blekkti fremstu íranska vísindamenn til að sprengja eigið kjarnorkuver í loft upp

nuclear_timeline_1965_1990

Það er ýmislegt í gangi út í hinum stóra heimi sem Íslendingar fá engar fréttir af.  Fáir hugsa út í það dags daglega að það er í gangi kalt stríð í Miðausturlöndum.

Tvær andstæðar blokkir, gráar fyrir járnum, hafa myndað bandalög að því virðist eftir trúarlínum. Annars vegar er það Íran fremst í flokki en hins vegar Sádi Arabía með sína fylgihnetti. Ísrael virðist hafa skipað sér í lið með Sádum, samanber Abramham friðarsamkomulagið. Joe Biden hefur alveg hunsað það og gengið óbeint í lið með andstæðingum Sáda og Ísraela, Írönum. Það er gert með því aflétta efnahagsþvinganir sem stjórn Donald Trumps beitti landinu með góðum árangri. Nú á að fara friðþægingarleiðina, sem allir raunsæir menn sjá að gengur ekki, því að Íranir hafa haldið áfram, ef ekki ljóst, þá leynt með sína kjarnorkuvopnaáætlun.

Þetta kom berlega í ljós í þremur leyniaðgerðum leyniþjónustunnar Mossad.

Sagan er eftirfarandi: Fyrr á þessu ári, í apríl, fékk ísraelska leyniþjónustan Mossad til liðs við sig helstu íranska vísindamenn og blekkti þá til að trúa því að þeir væru að vinna fyrir alþjóðlega andófsmannahópa, til að framkvæma leynilega aðgerð sem fól í sér að sprengja þeirra eigin kjarnorkuver. Í frétt frá Jewish Chronicle kemur fram að allt að tíu vísindamenn hafi verið ráðnir til að eyðileggja Natanz kjarnorkuverið.

Þessi opinberun kemur sem eitt af þremur skemmdarverkum sem sögð hafa verið tengd Mossad þegar sprengiefni var komið fyrir í Natanz.

Aðgerðin leiddi til eyðileggingu á nærri 90% af skilvindum kjarnorkuversins. Þetta setti lykilsamstæðuna úr notkun í níu mánuði.

Þetta var gert með því að smygla sprengiefni inn í húsið með dróna. Þessum drónum var síðan safnað af vísindamönnunum. Nokkrum sprengiefnum var einnig smyglað inn í háöryggisaðstöðuna í gegnum matarkassa og vörubíla.

Ýmsar aðrar opinberanir Jewish Chronicle  segja frá að njósnarar Mossad fóla sprengiefni í byggingarefni sem notað var við byggingu Natanz skilvindunnar árið 2019.

Það eru einnig tilkynningar um leyniþjónustumenn sem notuðu vopnaða fjórþyrluvél (quadcopter).

Að sögn var einnig þriðja aðgerðin í júní. Á meðan á þessu stóð varð sprenging með fjórþyrluvél (quadcopter) dróna á íranska skilvindutæknifyrirtæki.

The Jewish Chronicle heldur því fram að þessar þrjár aðgerðir hafi verið skipulagðar á yfir 18 mánaða tímabili. Um var að ræða 1.000 tæknimenn, njósnara og nokkra leyniþjónustumenn á jörðu niðri.

Pólitískur bakgrunnur

Ísrael hefur samið frið við mörg Arabaríki. Ísrael heldur fullum diplómatískum samskiptum við tvö af arabísku nágrannalöndunum, Egyptalandi og Jórdaníu, eftir að hafa undirritað friðarsamninga 1979 og 1994 í sömu röð. Árið 2020 undirrituðu Ísraelar samninga um að koma á diplómatískum samskiptum við fjögur Arababandalagslönd, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Súdan og Marokkó. Svo er sagt að Ísrael vinni á bakvið tjöldin með Sádum.

Sádar og Íranir heyja í dag staðgöngustríð í Sýrlandi og Jemen.

Íran nýtur stuðnings Rússlands, Kína, Norður-Kóreu og Pakistan. Þeir hafa sterk ítök í Írak og Líbanon.

Sádar njóta stuðnings Bandaríkjamanna, að því virðist Ísraela, Jórdana, Egypta, Kata, Kúveita og nokkurra annarra ríkja.  Skil virðast vera nokkuð eftir landafræðinni, í vestur og austur Miðausturlönd en einnig eftir hvort sía eða súnní trúarbrögðin eru ríkjandi innan hvers ríkis.

 

iran nucleaer


Bloggfærslur 4. desember 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband