Sagan skrifuð af sigurvegaranum

Einræði

Gott dæmi um söguritun sigurvegarans, er sjónarhorn þeirra sem unnu seinni heimsstyrjöldina eða áttu þátt í sigrinum.

Ætla mætti að Bandamenn í vestri, Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Frakkar hafi sigrað nasista nánast upp á eins dæmi ef litið er á kvikmyndir og sögur almennt. Meira gæti ekki verið fjarri sanni. Óhætt er að segja að 80% af bardögum og hernaður nasista var í austri gegn Sovétríkjunum. Það var voru þau, með stuðningi ótal aðila og með gífurlegu mannfalli, sem sigruðu nasistaríkið Þýskaland. Herliðið sem mætti Bandamenn í Normandí var þriðja flokks herlið, gamalmenn, unglingar, særðir hermenn eða hermenn í endurhæfingu. Samt áttu þeir í erfiðleikum með þetta afgangslið og lá við að síðasta stórsókn þýska hersins hefði keyrt bandaríska herliðið í haf út. Einnig áttu þeir í erfiðleikum með að komast úr Normandí héraðið lengi vel og tók a.m.k. tvær vikur.

Eina sem Vesturveldum tókst að gera, var að koma í veg fyrir að sókn Sovétríkjanna endaði við Atlantshafsstrendur, í stað Mið-Evrópu.  Normandí innrásin var því bráðnauðsynleg til að koma í veg fyrir sovésk yfirráð yfir Evrópu allri. Þannig að það var einræðisríki sem sigraði annað einræðisríki. Ekki lýðræðisríki á einræðisríki.

Annað sem mér hefur alla tíð fundist ámælisvert og það er að helmingur Evrópu var látin í hendur einræðisherrann Stalíns án viðnáms Vesturvelda. Tvær ástæður gætu verið fyrir því.

Annars vegar vegna þess að Vesturveldin voru hræsnifull og var sama um örlög margra Austur-Evrópubúa eða hins vegar vegna þess að þau réðu ekki hernaðarlega við Sovétríkin. Winston Churchill vildi hefja þegar hernað gegn Sovétríkjunum en beið lægri hlut fyrir hershöfðingjum sínum.

Líklegri skýring var að Sovétríkin voru þá með milljónir manna enn undir vopnum og það hefði líklega kostað gífurleg átök að sigra þau. Samt voru þau komin að fótum fram, höfðu lagt allt undir í sókninni gegn Þýskaland. Samið frið við Finnland og tekið allt herlið frá Asíu-hlutanum. George Patton var eins Churchill og vildi gera út um málið strax og hefja sókn í austur en fékk ekki. Bandaríkjamenn voru of uppteknir við að reyna sigra Japani. Það kostaði þá kalt stríð í staðinn.


Bloggfærslur 19. nóvember 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband