Misskildir snillingar 19. aldar

Nietzsche187a1

Ýmsir hugsuðir 19. aldar hafa verið dæmdir af ummælum annarra en ekki eigin eða hugmyndir þeirra teknar til handagagns einhverjar stefna, helst öfgastefna.

Dæmi um þetta eru andans menn eins og Richard Wagner, Friedrick Nietzche og Charles Darwin.

Richard Wagner var mikið tónskáld um miðbik 19. aldar og samdi klassíska tónlist og óperur sem sóttu innblástur í norræna goðafræði. Hann var mikilsmegandi þýskt tónskáld, hljómsveitastjóri, tónlista hugmyndafræðingur og ritgerðahöfundur. Hann er helst þekktur fyrir framúrskarandi sinfóníu-óperur (â€Å¾tónlistar drama“) sínar.

 

Wagner

Það er reyndar staðreynd að Wagner var gyðingahatari og að nasistar tóku hugmyndir hans upp á sína arma, sérstaklega vegna þess að leiðtogi þeirra, Adolf Hitler, var mikill Wagner-aðdáandi. En svo breytist sagan og mennirnir með. Menn, þá á ég við í þessu tilfelli gyðingar, hafa tekist að horfa framhjá verkum mannsins eða skoðanir hans, og tekið það besta frá honum og hunsað hitt. Það gerði sinfóníuhljómsveit í Ísrael og spilar verk hans, þrátt fyrir einstaka mótbárurödd.

Annar maður sem hafður var fyrir rangri sök, en það var Charles Darwin en hann var breskur náttúrufræðingur sem þekktastur er fyrir kenningu sína um þróun lífvera vegna náttúruvals það er að hinu hæfustu kæmst fremur af en þeir vanhæfu dæju út.

 

Charles-Darwin-photograph-Julia-Margaret-Cameron-1868Darwin setti náttúrufræðikenningar sínar saman í eina bók og kallst Um uppruna tegundanna. Eina sem hann gerði var að rannsaka á vísindalegan hátt atferli plantna og dýra í marga áratugi áður en hann þorði að birta niðurstöður sínar. Margar af kenningum hans eru í fullu gildi, svo sem rannsóknir hans á uppruna kóralrifja og er handbók hans enn í fullu gildi. Sama má segja um kuðungarannsóknir hans en hann eyddi 8 árum bara í að skoða og rannsaka kuðunga! En báðar þessar rannsóknir voru hluti af þróunarkenningunni hans. Hann talaði aldrei um guð eða menn í bók sinni og aðspurður sagði hann sjálfur ekki ólíklegt að guð hafi skapað veröldina.

Margt af því sem hann hélt fram hefur reynst ekki standast tímans tönn, eins og kenningin um stökkbreytingu tegunda en í dag er talað um litlar og tíðar stökkbreytingar og aðlögun tegunda að breyttum aðstæðum. Líkt og maðurinn sem aðlagar sig að norrænum aðstæðum með hvítri húð og svo framvegis.

Stuttu eftir dauða Darwins kom fram í sviðsljósið skóli af félagslegum darwinisma sem dró boðskap sinn aðallega frá hugsuninni um að ,,hinir hæfustu komist af." Fylgismenn félagslegs darwinisma töldu þannig að ef hver og einn berðist aðeins fyrir sjálfan sig myndi félagsheildinn herðast og verða sterkari.Þessar hugmyndir samræmast á engan hátt hugsunarhætti Darwins.

Þriðji maðurinn sem hefur fjöldahreyfing hefur tekið nauðugan í fang sitt, en það Friedrick Nietzche sem nasistar tóku sem sína fyrirmynd og töluðu um að hann væri sinn helsti kennismiður.

Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Hann kom með kenninguna um ofurmennið en þá á hann við þá menn sem fullnýta hæfileika sína hvað svo sem aðrir menn segja um þá. Við eigum að segja já við lífið, því að hans mati væri guð til og engin önnur veröld en sú sem við búum í.

Siðferði og gildi geti því ekki verið forskilvitleg þess vegna og því væri maðurinn frjáls að athafna sig að eigin vild. ,,Þorðu að vera það sem þú ert" sagði hann. Losaðu þig við það gildismat sem heftir þig og notaðu það sem þér til framdráttar. Það hafi leitt okkur úr dýraríkinu og skapað menninguna sagði hann og hinir hugmyndaríku, skapandi, frökku og forvitnu og hugrekku, það er náttúrulegu leiðtogar af öllu tagi ættu að vera frjálsir að lifa lífinu til fulls og fullkomna hæfileika sína. Þetta væri ,,viljinn til valds“.

Þetta er náttúruleg miskunarlaus lífsýn Nietzsche en ég ætla ekki að ræða um það heldur misnotkun hugmynda hans í þágu nasista. Hann til dæmis fyrirleit hinn dæmigerða Þjóðverja og hryllti við gyðingahatur sem þá var þegar til staðar í þýsku samfélagi. Það er sama hvað segja má um heimspekikenningar hans, þá er alveg ljóst að hann var ekki haldinn mannhatri og allra síst gegn gyðingum. Heimsýn hans var nöturleg með guðlausa veraldarsýn. En var eitthvað jákvætt sem hann boðaði?

Jú, hann kenndi okkur að horfast í augu við ógeðfelld sannindi af öllu tagi. Það er að við verðum að takast á við ógeðfellstu sannindin um sjálf okkur án þess að depla augu, horfast stöðugt í augu við þau og lifa ljósi vitneskjunnar um þá án annarrar umbunar en þeirra sem felst í því að lifa slíku lífi sjálfs þess vegna og í þeim efnum líkist hann grísku heimspekingunum sem aðhylltust stóspeki.

Stóumenn töldu að með því að lifa í samræmi við náttúruna og skynsemina gætu menn öðlast sálarró. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches. Stíll hans og róttæk gagnrýni á viðtekin gildi og hugmyndina um hlutlægan sannleika valda erfiðleikum í túlkun verka hans.


Kristófer Kólumbus – landakönnuður eða landvinningarmaður og þrælasali?

Columbus

Ég ætla aðeins að fjalla um manninn og fyrir hverju hann stóð en hægt er að fjalla um hann í mörgum bindum og um afreksverk hans; en alls ekki um landafundi hans né landkönnunarferðir hans til Ameríku sem voru fjórar talsins.Þess skal þó getið, til gamans, að í tveimur fyrstu ferðum sínum kom hann aðeins til eyja í Karíbahafinu en í þriðju ferðinni steig hann á meginlandið þar sem nú er Venesúela og gat þá séð af vatnsföllum og öðru náttúrufari að nú væri hann ekki lengur á eyjum.

Smám saman komst Kólumbus á þá skoðun að hann hefði fundið nýtt meginland sem Evrópumenn höfðu ekki þekkt áður, en taldi þó ranglega að það væri í næsta nágrenni við Asíu. Þessi misskilningur leiðréttist ekki fyrr en eftir hans dag.

Þann 12. október 1492 sigldu skipfloti Kólumbusar, Niña, Pinta og Sankti María loks að landi, öllum til mikils léttis, á Bahamaeyjum í Karíbahafi. Ekki er vitað fyrir víst hver eyjan var, en Kólumbus gaf henni nafnið San Salvador.

Þar hitti áhöfnin fyrir frumbyggja sem Kólumbus lýsti sem friðelskandi fólki er væri óspillt af vestrænni efnishyggju og yrði móttækilegt fyrir boði um að taka upp nýja trú, kristnina. Um leið gerði hann sér grein fyrir því að auðvelt yrði að notfæra sér góðmennsku eyjaskeggja og gestrisni til að verða sér úti um allt sem hann girntist og um þetta fjallar þessi glósa.

Það er stórmerkilegt hvað við vitum lítið um Kristófer Kólumbus. Í bíómyndum er dregin sú mynd af honum að hann hafi verið landakönnuður og þegar hann hafi hitt fyrir frumbyggja Ameríku, þá hafi hann mælt fyrir að koma skildi fram við fólkið af virðingu og ekki ætti að valda því skaða. Þessi mynd af honum virðist vera kolröng. Það virðist hafa fylgt honum dauði og tortíming. Hann virðist hafa verið harðfenginn maður og barið alla andspyrnu niður með harðri hendi, hvort sem það var vegna mótþróa eigin manna eða uppreisn Indjána.

Þessi gagnrýna sýn á Kólumbus hefur sérstaklega verið dregin fram vegna útrýmingar ættbálksins Taino á Hispanjólu en hann kom þar á frumstæðu skattkerfi yfir þá í þeim tilgangi að komast yfir gull og baðmull. Hinir innfæddu hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar þeir komust í samband við Spánverja.

Ástæðan virðist vera fyrst og fremst vegna vinnuálags og sérstaklega eftir 1519, þegar fyrsti sjúkdómsfaraldurinn gekk yfir Hispanólu vegna evrópskra sjúkdóma. Áætlað hefur verið að um 80-90% af íbúafjölda frumbyggja hafi dáið. Taino fólkið á eyjunni var kerfisbundið hreppt í þrældóm í gegnum kvaðakerfi sem líktist mest lénskerfi Evrópu á miðöldum.

Giskað hefur verið á að íbúafjöldinn fyrir komu Kólumbusar hafi verið 250,000 til 300,000 eða svipaður íbúafjölda Íslands.Samkvæmt mati sagnritarans Gonzalo Fernadez de Oviedo y Valdes, sem gert var 1548 eða 56 árum eftir landtöku Kólumbusar, hafi einungis verið fimm hundruð Tainóar verðið eftir á eyjunni.

Meðferð Kólumbusar á frumbyggjum Hispaníólu var slæm; hermenn hans nauðguðu, drápu, og hnepptu fólk í þrældóm án refsingar í hverri einustu landtöku.

Þegar Kólumbus veiktist 1495, var greint frá að hermenn hans hafi gengið berseksgang, og slátrað 50.000 innfædda. Við bata hans, skipulagði Kólumbus aðgerðir hermenn sinna, myndaði flokka nokkur hundruð þungvopnaðra manna og meira en tuttugu árásahunda. Mennirnir geystust yfir landið, drápu þúsundir sjúkra og óvopnaðra innfæddra. Hermenn notuðu bandingja sína fyrir sverðæfingar, reyna að afhöfða þá eða skera þá í tvennt með einu höggi.

Sagnfræðingurinn Howard Zinn segir að Kólumbus hafi verið forvígismaður þrælaverslunar og staðið fyrir gríðarlegri þrælasölu. Árið 1495 náðu menn hans í einni árásarferð 1500 Arawak menn, konur og börn og hrepptu í þrældóm. Hann flutti um 500 af þrælunum til Spánar en um 40% af fólkinu dó á leiðinni þangað.

Sagnfræðingurinn James W. Loewen fullyrðir að Kólumbus hafi ekki aðeins sent fyrstu þrælana yfir Atlantshafið, heldur hafi hann sennilega sent fleiri þræla – um fimm þúsund – en nokkur annar einstaklingur...aðrar þjóðir voru fljótar að læra af framtaki Kólumbusar.

Þegar þrælar í haldi Spánverja byrjuðu að falla í stórum stíl, ákvað Kólumbus að koma á annars konar kerfi af nauðungarvinnu. Hann skipaði svo fyrir að allir frumbyggjar, komnir yfir þrettán ára aldur, skyldu safna ákveðið magn af gulli á þriggja mánaðar tímabili og afhenda Spánverjum. Þeir sem skiluðu umræddu magni fengu til merkis um skilin, kopartákn um hálsins. Þeir innfæddu sem fundust og höfðu ekki koparinn, voru handhöggnir og skildir eftir og látnir blæða til dauða.

Arawaks fólkið reyndu að berjast gegn mönnum Kólumbusar en án árangur því að þeim skorti verjur, byssur, sverð og hesta. Þegar þeir voru handsamaðir, voru þeir hengdir eða brenndir til dauða. Örvæntingin vegna ástandsins leiddi til fjöldasjálfsmorða meðal innfæddra.

Á tveggja ára stjórnartíð Kólumbusar á Hahíti, létust meira en helmingurinn af 250 þúsund Arawakum. Meginástæðan fyrir íbúa fækkunni voru sjúkdómar sem og stríðsátök og hrottafengið þrælahald. Maður að nafni de las Casas skráði að þegar hann hafi fyrst komið til Hispanólu árið 1508, ,,...hafi um 60 þúsund manns búið á eyjunni, Indjánar meðtaldir; svo að frá 1494 til 1508, hafi yfir þjár milljónir manna látist vegna stríðsátaka, þrældóms og námuvinnslu. Hver í framtíðinni mun trúa þessu? Ég sjálfur sem skrifa um þetta sem upplýst vitni, get varla trúað þessu....“

Samuel Eliot Morison, Harvard sagnfræðingur og höfundur fjölbinda ævisögu um Kólumbus skrifaði, ,,Þessi grimmdarstefna hófst með Kólumbusi og var stunduð af eftirmönnum hans og olli algjöru þjóðarmorði." Loewen harmar að á meðan ,,Haítí undir spænskri stjórn er eitt af helstu dæmi um þjóðarmorð í öllum mannkynssögunni."

Í þessari frásögn minni hef ég sleppt að minnast á meðferð Kólumbusar á eigin mönnum. Eins og áður sagði, fór Kólumbus fjórar ferðir til nýja heimsins. Í október 1499 sendi hann tvö skip til Spánar til að biðja um hjálp við stjórnun nýlenduna sem hann hafði þá stofnað á Hispanólu. Um þetta leyti komu fram ásakanir um harðstjórn.

Ásakanir um ofríki og vanhæfni af hálfu Kólumbusar náðu alla leið til spænsku hirðarinnar. Isabella drottning og Ferdinand konungur brugðust við með því að fjarlægja Kólumbus frá völdum og skiptu á honum og Francisco de Bobadilla, manni sem var litlu betri en hann sjálfur.

Bobadilla, sem réði ríkjum sem ríkisstjóri frá 1500 til dauða hans í stormi árið 1502, hafði verið falið það hlutverk að rannsaka ásakanir um harðneskju af hálfu Kólumbusar gagnvart undirsátum. Þegar hann kom til Santo Domingo, höfuðstað eyjunnar Hispanólu, var Kólumbus í sínum þriðja könnunarleiðangri.

Bobadilla fékk yfir sig flóð af ásökunum á hendur bræðra Kólumbusar sem voru þrír og hjálpuðu honum við stjórn nýlendunnar, en þeir hétu Christopher, Bartolomé og Diego.

Nýlega hefur uppgötvast skýrsla Bobadilla sem vænir Kólumbus um að hafa reglulega beitt pyntingum og limlestingum við stjórn Hispanólu. Þessi 48 blaðsíðna skýrsla, sem fannst árið 2006 í skjalasafni, inniheldur vitnisburð 23 manneskja, bæði vina og fylgimanna Kólumbusar sem og fjandmanna, um meðferð hans og bræðra hans á nýlendubúum á meðan sjö ára stjórn hans stóð yfir.

Samkvæmt þessari skýrslu lét Kólumbus eitt sinn refsa manni, sem fundinn var sekur um að hafa stolið korn, með því að skera nef og eyru hans af og selja svo í þrældóm.

Framburður sem skráður var í skýrslunni, heldur því fram að Kólumbus hafi hrósað bróðir sínum Bartolomé fyrir að ,,verja heiður fjölskyldunnar“ þegar hinn síðar nefndi skipaði konu að ganga nakinni um götur og síðan skorið tungu hennar fyrir að gefa í skyn að Kólumbus væri af lágum stigum kominn.

Skýrslan segir einnig frá hvernig Kólumbus barði niður óróa og uppreisn frumbyggja; hann skipaði fyrir að skyndiárás yrði gerð, þar sem margir innfæddir létust og síðan lét hann draga líkin um götur til að draga kjarkinn úr þeim sem eftir lifðu og hugðu á uppreisn.

Cosuelo Varela, sem er spænskur sagnfræðingur og hefur séð umrætt skjal, segir að stjórnun Kólumbusar hafi borið ákveðið form af harðstjórn. Jafnvel þeir sem elskuðu hann, viðurkenndu að grimmdarverk hafi átt sér stað. Vegna stórfelldrar óstjórnar og lélegra stjórnarhátta þeirra, voru Kólumbus og bræður hans handteknir og fangelsaðir við heimkomuna til Spánar úr þriðja sjóferðinni. Þeir hírðust í fangelsi í sex vikum áður en hinn upptekni Ferdínand konungur skipaði fyrir um lausn þeirra.

Ekki löngu síðar, boðaði konungurinn og drottningin Kólumbus bræður til Alhambra höll í Granada. Hin konunglegu hjón hlustuðu á bænir bræðranna um endurreist frelsi sitt og auð; og eftir miklar fortölur, var samþykkt að fjármagna fjórða ferð Kólumbusar. En hurðinni var skellt á nef Kólumbusar um að fá að vera ríkisstjóri aftur. Var Nicolás de Ovando Y Cáceres skipaður nýr landstjóri Vestur-Indía. Hvers vegna skildi það vera? Ekki skildi vera eitthvað satt í ásökunum á hendur þeirra bræðra?

Í þessari stuttu yfirferð minni á ferli Kólumbusar, hef ég verið neikvæður og einblítt á voðaverk mannsins. Hann er þó fyrst og fremst þekktastur fyrir að hafa hafið sína miklu ævintýraferð yfir Atlantshafið, á vit hið óþekkta og gegn ríkjandi þekkingu, og fundið Nýja heiminn svo kallaða.

Ég ætla ekki að fara út í hvort hann hafi talið sig hafa fundið nýja heimsálfu eða ný lönd og hvers vegna nýi heimurinn var skýrður eftir Amerigo Vespussi en ekki honum; hvort að hann hafi uppgötvað nýja heimsálfu (sem er ekki rétt, því að Indjánar höfðu gert það árþúsundir áður og víkingarnir endurfundu álfuna og týndu aftur), heldur skal leggja áherslu á að það var hann sem tengi saman nýja og gamla heiminn. Hann gerði heiminn næstum því að einni heild, eina sem eftir var, var að finna Eyja álfuna sem þá var þó setin mönnum.

Kólumbus var ekki að leita að nýjum löndum, heldur var hann að leita að nýrri leið að hluta af gamla heiminum, leiðinni að Asíu, komast þangað bakdyramegin og það markmið mistókst honum. Það kom í hlut Ferdínand Magellan 1517 að fara í fótspor hans nokkrum áratugum síðar að fara í kringum hnöttinn og finna siglingaleiðina til Asíu og að hinu dýrmæta kryddi sem allar þessar ferðir snérust um.

Heimild: Wikipedia, Vísindavefurinn og gamla góða minnið!


Bloggfærslur 2. janúar 2021

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband