Offjölgun mannkyn og líf á jörðu

Samkvæmt sjónvarpsheimildamyndinni 10 billion eða 10 milljarðar er mannkynið þegar búið að tapa jörðinni.

Í þættinum var farið vísindalega lið fyrir lið hvernig maðurinn er að eyðileggja jörðina og útrýma dýrum (sem veldur mér mikilli sorg). Þar segir einnig að nú þegar er mannkynið komið að þolmörkum og jörðin beri ekki 7 milljarða manna því að þetta ágæta fólk allt saman, býr til eyðimerkur, klára grunnvatnsbirgðir jarðar, eyðir vistkerfi eins og þau leggja sig, valda hækkun sjávarborð, þannig að heilu ey ríkin eru að hverfa, veður vá algeng og svo mætti lengi telja.

Enn nöturlega niðurstöðu kemst þáttastjórnandinn að og það er að ekkert hægt að gera til að bjarga málum. EKKERT.

Reyndar segir einn mannfjöldafræðingur að mannkynið muni toppa við 11 milljarða markið og ekki fara yfir. Hann byggir þetta á núverandi fæðingatíðni, hversu margir eru þegar fæddir og eru að deyja. Hann segir að mannfjölda pýramídinn sé í raun orðinn að ferningi og muni að lokum fleygasta af honum neðan frá sem þýðir fólksfækkun. Talið er að fjöldi Kínverja nái hámarki um 2030 og þá fari þeim ört fækkandi.

Í þættinum segir að mannkynið muni ná 10 milljarða markinu um 2050 en mannkynið gæti eins náð 28 milljarða markinu þá sem telja má vera ólíklegt.

Þáttastjórnandinn dregur rangar ályktanir, sem eru að það það sé mengun og landnýting sem sé að valda þessu. Skýringin er einföld, mannkynið er of fjölmennt og til að bjarga jörðinni þarf að fækka fólki. Einfalt.

Það gerum við með fræðslu kvenna í heiminum (þær bera börnin í heiminn) og það er að gerast, spurningin er hvort við erum of sein.....vísindin bjarga okkur ekki í þetta sinn sýnist mér, eins og með grænu byltingunni svo kölluðu sem voru reyndar tvær.


Bloggfærslur 11. desember 2020

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband