Ég ætla að fjalla aðeins um Agnar Kofoed-Hansen eftir að hafa lesið aftur bókina ,,Lögreglustjóri á stríðsárunum" eftir Jóhannes Helga en hún fjallar um kappann Agnars Kofoed-Hansens sem var frumkvöðull á svið lögreglu- og flugmála.
Áður en ég rek frásögnina í bókinni, ætla ég að fara í æviágrip Agnars sem má rekja á Wikipediu. Þar segir að Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 1915 23. desember 1982) hafi verið íslenskur flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri.
Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins. Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og Noregi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936 og tók þátt í stofnun Flugfélags Akureyrar 1937. 1940, eftir að hann hafði verið sendur á sumarnámskeið hjá SS-sveitum þýskra nasista sumarið 1939, var hann skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík og setti á fót njósnadeild Útlendingaeftirlitsins, svokallaða eftirgrennslanadeild.
Hann sinnti starfi lögreglustjóra til ársins 1947. Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947-1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags 1982 (sótt 28. janúar 2015 á Wikipedia).
Í bókinni er rakin ótrúleg frásögn af því hvernig það var að reka lögreglulið á stríðsárunum. En Agnar var forsjáll maður enda liðsforingjamenntaður frá Danmörku. Hann fór í kynnisferð til Danmerkur og Þýskalands til að kynna sér löggæslumál í þessum löndum árið 1939 enda sá hann, nýskipaður lögreglustjóri aðeins 25 ára gamall, í hvað stefndi hvað varðar styrjöld í álfunni.
Hann reyndar rétt slapp með síðasta skipinu heim til Íslands síðsumarið 1939. En hvers vegna Þýskaland? Að hans sögn fór hann reyndar til Þýskalands vegna þess að hann þekkti marga flugmenn þar og stundaði flug þarlendis.
Vegna þess að hann taldist vera formlega gestur Himmlers yfirmann lögreglumála í Þýskalandi (sem hann hitti reyndar aldrei vegna þess að stríðið var að brjótast út en átti að hitta hann) og hitti SS menn og þýska lögreglumenn, þá þóttust Bretar og síðar Bandaríkjamenn vera vissir um að hann væri nasisti.
Þeir gleymdu að hann fór einnig til Danmerkur bæði á undan eftir Þýsklandsdvölina þar sem hann lærði einnig í lögreglufræðunum og fræddi dönsku leyniþjónustuna um það sem hann varð vís um í Þýskalandi að eigin sögn. Á vefsetrinu Nei er þessi frásögn Agnars rakin og sagt að þáverandi forsætisráðherra Íslands, Hermann Jónasson hafi staðið að utanförinni. Efni vefgreinarinnar snýst reyndar lítið um Agnar, heldur er verið að tengja saman stofnun Útlendingaeftirlitsins við meintar nasiskar rætur Agnars.
Í vefgreininni segir að í kjölfar heimkomu til Íslands hafi Agnar verið skipaður ríkislögreglustjóri og falið að skipuleggja eftirgrennslanadeild. Agnar fól Útlendingaeftirlitinu það hlutverk, sem frá árinu 2002 hefur borið heitið Útlendingastofnun.
Í greininni er þessi spurningu varpað fram: ,,Um leið er vert að spyrja: skýra nasiskar rætur Útlendingastofnunar stefnu hennar enn í dag? Í frásögninni kemur fram að yfirlögreglustjóri Dana hafi lagt til, að stofnuð verði eftirgrennslanadeild efterretningstjenste eða öryggislögregludeild hjá lögreglustjóranum í Reykjavík.
Við heimkomuna fól Agnar útlendingaeftirlitinu þetta verkefni eins og áður sagði og kom lítið að verkefnum hennar enda upptekinn dag og nótt við lögreglustörf.
Sigurjón Sigurðsson, síðar lögreglustjóri Reykjavíkur, var yfirmaður Útlendingaeftirlitsins og deildar þeirra sem hlaut heitið ,,eftirgrennslardeild og segja má að hann hafi mótað starf stofnuninnar í útlendingamálum og ,,njósnamálum.
Eftirgrennslanadeildin starfaði innan útlendingaeftirliti lögreglunnar næstu tíu árin en þá beitti Bjarni Benediktsson sér, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir stofnun strangaleynilegrar öryggisþjónustudeildar hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Það hlýtur því að vera erfitt að kalla Útlendingaeftirlitið strax leyniþjónustu, þar sem hlutverk þess var eðlileg eftirgrennslan, líkt og útlendingastofnun gerir enn í dag, um uppruna fólk og tilgang með komuna til Íslands og dvalar í þeim tilfellum sem það átti við.
Forsaga þessi að stofnun Útlendingaeftirlitsins nær reyndar lengra aftur í tímann en með nýjum lögum 1936 var komið á fót útlendingaeftirliti innan íslensku lögreglunnar og sá hún um eftirlit með komum útlendinga til landsins og útgáfu dvalarleyfa. Á þeim tíma var hert mjög á eftirliti með útlendingum um alla Evrópu vegna ótta við njósnir og hryðjuverk.
Í kjölfar þess að síðari heimsstyrjöld braust út var hert mjög á útlendingaeftirlitinu á Íslandi og þess meðal annars krafist að útlendingar tilkynntu um breytingar á búsetu sinni innanlands.
Samkvæmt frásögn Þórs Whitehead stóð Hermann Jónasson fyrir því 1939 að komið var upp leynilegu eftirgrennslanakerfi undir hatti útlendingaeftirlitsins sem náði einnig til Íslendinga sem taldir voru geta ógnað öryggi ríkisins. Ég get því varla tekið undir það skoðun að Agnar sjálfur hafi verið forkólfur að stofnun Útlendingastofninnar né að nasiskar rætur hans hafi skipt máli, þar sem það var í eðlilegum verkahring hans sem lögreglustjóra að hafa þessi mál á sinni könnu og stríð var yfirvofandi.
Á þessum tíma var stjórnkerfið agnarsmátt og allir að vafra í öllu. Þess má meðal annars geta að sjálft Utanríksráðuneytið var til húsa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og bjó við þröngan kost og fáliðað starfsfólk langt fram eftir 20. öld og voru allar þessar opinberar stofnanir undir sama þaki, lögreglan í Reykjavík, Útlendingaeftirlitið, Almannavarna og Utanríkisráðuneytið.
Hvað svo sem sagt verður um rasískar rætur Útlendingaeftirlitsins og tengsl Agnars við það, þá var aðalerindi hans að undirbúa íslensku lögregluna undir komandi átök.
Dvaldist Agnar í Kaupmannahöfn sumarmánuðina 1939 og vann hjá ríkislögreglunni og kynnist stjórn og aðferðum hennar og dvaldi þar til 26. júlí. En 27. júlí fer hann til Berlínar, og er þar til 30. ágúst.
Í Þýskalandi átti hann þá tal við einn æðsta mann Nasistaflokksins, Bohrmann og var tilkynnt að hann væri einkagestur þýsku lögreglunnar og yfirmanns hennar, Heinrichs Himmlers, sem hann hitti aldrei að eigin sögn. Hins vegar staðfestir Agnar að hinn 10. ágúst hafi hann rætt við yfirmann Berlínar lögreglunnar, og kynntist þar ýmsum af aðferðum þýsku nasistalögreglunnar. Segir svo frá að hann muni fyrsti útlendingurinn sem hafi orðið slíks aðnjótandi. Um tíma ferðaðist Agnar um landið með nasistaleiðtoganum Dalüege í þessum erindum og til landamæra Tékkóslóvakíu.
Í bakaleiðinni hitti hann aftur danska lögreglumenn í Kaupmannahöfn og gat upplýst þá nokkuð um starfsemi nasista að eigin sögn. Aðalerindi hans var þó að kaupa ýmsan lögreglubúnað áður en haldið var heim á leið með M/S Esju sem var í sinni jómfrúarferð í septembermánuði 1939.
Agnar settur í embætti lögreglustjóra janúar 1940 og hóf þó óskiptrar mála að endurskipuleggja lögregluna samkvæmt nýjum lögum um lögregluembættið sem sett voru í árslok 1939.
Samkvæmt þeim bar lögreglustjóranum eingöngu að sinna lögreglustörfum og láta af dómara- og rannsóknarhlutverkinu. Hvernig stóð Agnar sig í starfi?
Kornungur maður sem hafði mætt andstöðu vegna aldur sins og bakgrunn en hann var hermenntaður og ekki lögfræðingur eins og venja var. Ef hann var nasisti í raun, hvernig tók hann þá á málum sem komu upp gagnvart Þjóðverjum og síðar Bretum og Bandaríkjamönnum þegar þeir stigu hér á land? Rekjum það aðeins í stuttu máli.
Það reyndi fljótt á húsbóndahollustu Agnars en aðeins fáeinum dögum eftir innsetningu í embætti lögreglustjóra, sökk þýska skipið Bathia Blanca norðvestur af Látrabjargi með 62 menn um borð. Togarinn Hafsteinn kom til bjargar og sigldi með skipbrotsmenn til Hafnarfjarðar. Dr Gerlach sem þá var ræðismaður Þýskalands á Íslandi tók á móti þeim og kom þeim fyrir á tveimur hótelum.
Fljótlega kom upp sá kvittur að skipbrotsmennirnir væru í raun flugumenn og skæruliðar sem ættu að undirbúa landtöku Þjóðverja. Þegar Noregur og Danmörk féllu í hendur nasistastjórn Hitlers 9. apríl 1939, þá lék grunur á að skæruliðar hafi verið plantað hér og hvar um Noreg og settir á land af þýskum kaupskipum.
Agnar setti fljótlega útgöngubann á Bahia Blancamennina á kvöldin og nóttinni auk þess sem hann lét vopnaða lögreglumenn vera til taks í lögreglustöðinni allan sólarhringinn næstu vikur. Þetta útgöngubann var í gildi fram á hernám Breta að þeir handtöku þessa menn og Dr. Gerlach. Aðalræðismaður nasistastjórnarinnar,
Dr. Werner Gerlach, var sérkapítuli fyrir sig. Hann kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni vorið 1939. Aðsetur hans var Túngata 18. Dr. Gerlach var eldheitur nasisti og brást ætíð reiður við ef hallað væri á Þjóðverja í orði eða riti. Hann reyndi að virkja nasista í landinu, sérstaklega samlanda sína, sem vildu ljá eyru sinn við slíkan málflutning.
Óttast var að nasistar stunduðu njósnir hér eftir Sveinn Björnsson sendiherra Íslands í Danmörku greindi frá njósnastarfsemi Þjóðverja þar í landi og það sé bjargföst skoðun danskra yfirvalda að slík starfsemi væri á Íslandi.
Um miðjan október 1939 varð loftskeytastöðin í Reykjavík vör við morse sendingar ókunnugrar sendistöðvar, voru þær skrifaðar upp og reyndust vera talnadulmál. Voru sendingar fljótlega raktar til Túngötu 18, aðalræðismannsbústað Dr. Gerlachs.
Bretar höfðu áður kvartað yfir að Þjóðverjar fengju veðurfregnir frá Íslandi og upplýsingar um skipaferðir. Útsendingum veðurfregna var því hætt í janúar 1940. Talið var að njósnastöð í Danmörku sendi fregnir um skipaferðir Bandamanna á norðlægum slóðum til þýska ræðismannsins í Reykjavík og hann kæmi þeim áleiðis til Þýskalands. Ísland var yfirlýst hlutlaust ríki í styrjaldarátökunum og leið engar njósnir.
Agnar og Hermann ákváðu að gera atlögu að Dr. Gerlach og reyna að standa hann að verki. Þegar til kom, var engin samstaða í ríkisstjórninni um aðförina og var hætt við hana.
Þremur vikum síðar tók Bretar bústaðinn, handtóku Dr. Gerlach en engin sendistöð fannst fyrr en í lok stríðsins á háalofti. En Agnar aðvaraði Dr. Gerlach um að Íslendingar liðu ekki slíkar morse sendingar og að þeir vissu mætavel um sendistöðina. Það heyrðist ekkert í henni þær þrjár vikur þangað til Bretar komu.
Er Agnar tók við lögreglustjóraembættinu, hófst hann óspilltra mála við endurskipulagningu lögregluliðsins. Taktíkin var að þjálfa lögregluliðið ofan frá, það er að segja að byrja að þjálfa foringjaliðið sem átti að sjá um áframhaldandi þjálfun fyrir sína undirmenn. Væntanlegir flokksforingjar og varaflokksforingjar áttu að taka þátt. Þjálfunin fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum og fór fram á Laugarvatni.
Þjálfunin var hin vandaðasta og var góður undirbúningur fyrir komandi átök sem voru rétt handan hornsins. Þjálfað var m.a. vopnaburður í meðferð skammbyssa, riffla, hríðskotabyssur og beitingu táragass sem lögregluliðið í Reykjavík beitti markvisst til að leysa upp ótal upphöf að óeirðum. Kennd var siðfræði og fáguð framkoma og segir Agnar að það ,,...verði aldrei hægt að reikna út hve mörgum manndrápum lögreglan í Reykjavík afstýrði með framgöngu sinni á stríðárunum, snarræði, atorku og lagni. Og þeir björguðu á vissan hátt sóma þjóðarinnar eins og best sést af því lofi sem hershöfðingjar og sendiherrar hér báru á lögreglumennina. Íslenska lögreglan tók engin vettlingatök á bresku hermönnunum en samt sá sendiherra Breta á Íslandi ástæðu til í bréfi til forsætisráðherra Bretlands að hrósa þá fyrir framgöngu sinni allri, hjálpsemi og fallegri framkomu í lok stríðsins.
Ég held að þetta séu enn aðalsmerki íslenskrar lögreglu. Það var verið að ljúka þjálfun lögregluliðsins á Laugarvatni þegar breski sjóherinn renndi í höfn í Reykjavík þann 10. maí og hóf hernámið. Íslendingar bjuggust við að það væri stutt í Breta eða Þjóðverja og voru með vopnaðan viðbúnað í hálfan mánuð eftir hernám Danmörku en höfðu snúið til baka til Laugarvatns þegar ekkert bar á innrásarliði.
Bresku landgönguliðarnir Royal Marines voru ekki lengi að hertaka mikilvæga staði í Reykjavík, svo loftskeytastöðina, höfuðstöðvar Póst og síma o.s.frv. Allir Þjóðverjar voru handteknir sem tókst að ná í og þar á meðan var Dr. Gerlach sem gerði sig líklegan til vopnaðar mótspyrnu. Flest þessa fólk var sent til England í fangelsi.
Hernámið réttlættu Bretar með því að þeir hefðu neyðst til að vera fyrri til en Þjóðverjar að taka landið herskyldi. Af skyldurækni var hernáminu mótmælt og vísað í hlutleysisstefnuna. Svo var tekið til óspilltra mála að aðlaga þessum erlenda her að íslenskum aðstæðum, reisa mannvirki og gæta lög og reglu.
Fyrstu samskipti lögreglu og hers fóru í gegnum fulltrúa lögreglustjóra sem var fjarverandi á Laugarvatni eins og áður sagði. Erindi fulltrúans var að tilkynnta breskum yfirmanni sem hann hitti að aðeins væri heimilt að veita mótttöku þriggja herskipa sama ófriðarríkis samtímis. Það var að sjálfsögðu ekki hlustað á það og á meðan var hernum skipað á land. Þegar Agnar kom í bæinn, hitti hann yfirmenn hernámsliðsins. Hann hafði þegar fengið fyrirmæli frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretum yrði tekið sem gestum úr því sem komið væri. Átti Agnar þegar gott samstarf og samvinnu við þessa menn og tók þegar við lausn erfiðaðra vandamál sem komu strax upp. Fyrsta málið væri að koma í veg fyrir árekstra milli hermanna og Íslendinga og mæltist hann eindregið til umsvifalausrar samvinnu við herlögregluna, að íslensk lögreglan og herlögreglan hæfu strax samvinnu. Það samstarf gékk allan þann tíma sem Bretar voru hérna og síðar við bandarísku herlögregluna.
Bresku úrvalssveitirnar hurfu fljótlega á braut og við tók landherinn ekki með eins vandaðan mannskap, illa agaða, illa búna, ósamstætt fólk og illa upplýst, mannskapur sem skrapaður var saman hér og hvar um Bretland. Agnar krafðist þess við hernámsyfirvöld að íslenska lögreglan hefði allan rétt til að handtaka þann sjóliða og hermann sem bryti íslensk lög og þeir yrðu geymdir þar til herlögreglan sækti þá og kvittaði fyrir móttöku.
Það gékk eftir og auðveldaði störf lögreglunnar til muna því að oft var ekki hægt að bíða eftir að herlögreglan kæmi að og stilla þyrfti til friðar á skjótan hátt. Segja má að Agnar hafi þurft að vinna frumkvöðlastörf frá fyrsta degi hernámsins. Hann sett á legg loftvarnanefnd, enda var búist við mótleik nasista og jafnvel árásum. Segja má að þessi nefnd hafi verið fyrirrennari Almannavarna sem voru stofnaðar löngu seinna með lögum frá Alþingi árið 1962. Þrekvirki var unnið á fyrstu dögum loftvarnarnefndarinnar. Það þurfti að finna og merkja staði hæfa sem loftvarnarbyrgi, stofna hjálparsveitir, ruðningsveitir, hverfis- og loftvarnarbyrgisverði, sendiboðakerfi sem skátar og leigubílstjórar. Koma á fót stjórnstöð sem samræmdi aðgerðir við komu þýskra flugvéla, útvegað voru sírenur og búnað eins og hjálma brunadælur og annan búnað. Brottflutningur úr borginni skipulagður ef með þurfti og rætt um að koma á fót bráðbirgðaspítala. Allt var skipulagt út í fyllstu æsar. Á skömmum tíma voru tvö þúsund sjálfboðaliðar virkjaðir í þágu löggæslunnar og annarra verka.
Svo voru það samskiptin hermanna við íslenskt kvenfólk. Með hernum kom mikið magn af áfengi og vildi landinn hafa brennivín af Bretunum og stundum í skiptum fyrir konur.Það var stundum svikið og þá brutust út slagsmál.
Afþreying var fyrir hendi í Reykjavík, kaffi-, veitingar- og kvikmyndahús og fjöldi vændiskvenna var umtalsverður. Einn leyniþjónustumaður kenndi íslenska karlmanninum um, að hann hafi verið framtakslausir í samskiptu við konur, með skeytingarleysi og / eða virðingaleysi sem leiddi til að hann fór hallloka í samkeppninni við hinn erlenda hermann, sérstaklega þegar amerísku hermennirnir komu 1941, snyrtilegir, vel fjálgir og kurteisir flestir. Þeir voru margir hverjir ekki kátir með þessa samkeppni. Skráðar voru hátt í fimm hundruð konur sem voru í ástandinu svo vita sé en þær voru eflaust fleiri. En hafa verður í huga að ástandið er ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Á sama tíma í Bretlandi, sérstaklega þegar leið að innrásinni í Normandí, að landið fylltist af Amerískum hermönnum, frá Kanada og Bandaríkjunum, sem sóttu í heimasætur landsins.
Svona var þetta alls staðar þar sem erlendum her bar að garði. Þýski herinn skapaði mörg ástönd í hersetnu löndunum, í Frakklandi, Noregi, Danmörk, Póllandi og svo framvegis. Grófasta mynd ástandsins var í hernumda hluta Þýskalands sem Sovétríkin réðu ríkjum í stríðslok, þar sem fjöldanauðganir áttu sér stað eins og flestir vita en það er önnur saga.
Lögreglan undir forystu Agnars tók snemma þá stefnu að sækja stúlkur undir lögaldri, 16 ára aldri, í greipar hermannanna hvar sem í þær næðist, innan herbúða sem utan, á knæpum, á götunni og í heimahúsum og gera foreldrum viðvart og í sumum tilfellum barnaverndarnefnd. Þar vann lögreglan frábært verk en illa þokkað af mörgum. Sumar stúlkurnar voru allt niður í 12 ára gamlar og kynferðisleg samskipti við svo ungar stúlkur voru bönnuð á Íslandi, Bretland og Bandaríkjunum, svo að það fór ekki fram hjá neinum að framið var lögbrot. Hermennirnir brugðust ókvæða við þessum afskiptum, flokkuðu þau undir beinan fjandskap og ofsóknir. Og yfirmenn þeirra stóðu með þeim framan af og báru blak af misnotkun ungra stúlkna en brugðust seint og síðar við með banni við komu kvenna í herbúðir en það var brotið líkt og búist mátti við. Um 60 þúsund hermönnum voru hér þegar mest var og hafði það mikil spenning í samskiptum Íslendinga almennt og hersins.
Þess má geta að lögreglan markaði snemma sér þá vinnureglu að ráðast að því meini sem snéri að stúlkubörnum og samskiptum þeirra við hermenn. Mikill meirihluti þeirra um það bil fimm hundruð kvenna sem skráðar voru sem samneytingar hermanna voru stúlkur frá aldrinum 12 ára til 17 ára og fjölmennasti aldurshópurinn reyndist vera 15-17 ára stúlkur. Mestu áhyggjurnar voru að hér myndaðist vændiskvennastétt sem myndi lifa í ófyrirsjáanlegra framtíð í skjóli erlent hers sem segði sig úr lögum við siðað þjóðfélag.
Þetta er gömul saga og ný, ennþá dag í dag eru menn og konur á Íslandi að berjast gegn vændi og mannsali en munurinn er sá, að umræðan er þroskaðri og dregin hefur verið reynsla frá stríðsárunum og samskiptunum við bandarískt herlið sem sat hér frá 1951 til 2006. Verstur var svokallaður Breta þvotturinn sagði Agnar. Það var þegar íslensk heimili fóru að þvo þvotta fyrir hermennina. Þar með voru þeir komnir inn á gafl á þúsundir heimila í landinu með ófyrirséðum afleiðingum. Engar tölur eru til um hve mörg heimili hernámið og samgangurinn við hermennina lagði í rúst.
Afskipti lögreglunnar af hermönnunum, sérstaklega varðandi ástandsmálum, leiddi til þess að einn einn af foringjum Breta, Wise majór, var nóg boðið og lagði til að Agnar yrði handtekinn og sendur í Tower of London, eitt frægasta fangelsi Breta. Það sem varð Agnari til bjargar, var að fyrsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar, B.E. Kuniholm, heyrði á tal hans og kom í veg fyrir áform hans og varð hann brátt vinur Agnars og verndari.
Öll þessu erlendu áhrif sem fylgdu herjunum voru svo yfirþyrmandi að mætir menn óttuðust í fullri alvöru að íslenskt þjóðerni, íslensk menning og íslensk tunga yrðu hreinlega undir og Íslendingar hættu að vera Íslendingar og það þegar í sjónmáli var að hér yrði stofna íslenskt lýðveldi.
En Íslendingar lifðu stríðsárin af og urðu um síðir sjálfstæð þjóð í frjálsu ríki.
Agnar átti góð samskipti við Bandaríkjamenn í stríðslok og eftir þau. Hann fór meðal annar í kynnisferð til Bandaríkjanna til að kynna sér lögreglumál þar í landi og lærði þar, líkt og í Þýskalandi margt og mikið. Meðal annars koma hann því til leiðar að lögreglan í Reykjavík varð þriðja lögregluliðið í heiminum sem var búið talstöðvum í bílum. Hlaut hann margvíslegar viðurkenningar þar í landi. Hélt hann góðum tengslum við Bandaríkin næstu árin eftir stríð sem leiddi meðal annars til þess að Charles Bonesteel, bandarískur hershöfðingi fór þess á við hann 1948 eða ´49, að hann hjálpaði til við stofnun íslenskt heimavarnarliðs og hann tæki við stjórn þess.
Svar Agnars var á þá leið að enda þótt stjórnarskrá Íslands geri án nokkurs vafa ráð fyrir íslenskum landvörnum, þá væri vonlaust að fá samstöðu í Alþingi Íslendinga um nauðsynlega löggjöf í þessu skyni og við það sat þótt hann sjálfur væri þess fylgjandi.
Eftirmáli
Eftir að hafa lesið þær frásagnir og heimildir sem til eru um Agnar, sýnist mér að hann hafi verið hörkuduglegur maður sem hafi sótt sér þekkingu til allra þeirra aðila sem gátu veitt hana og að hann hafi verið einstaklega úrræðagóður og góður í samstarfi.
Hann leitaði sér þekkingar og reynslu til Danmörku, Þýskalands, Bretlands og Bandaríkjanna. Hann átti einstakt og farsælt við hernámslið Breta og síðar við Bandaríkjamenn og var vel liðinn af herforingjum Bandamanna þótt hann hafi átt sér einn hatursmann í þeirra herbúðum sem vildi koma honum í breskt fangelsi.
Hann starfaði við ótrúlegar erfiðar aðstæður á stríðsárunum sem áttu sér ekkert fordæmi í sögu landsins.
Sambúð íslensku þjóðarinnar við hersetulið Breta og Bandaríkjamanna sem fékk á einni nóttu hernámslið inn á gaflinn hjá sér og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, varð farsælli en ella vegna viðbragða Agnars og lögregluliðs hans.
Ef lögreglulið hans hafi ekki verið svo velþjálfað og vandað í framkomu, hefðu átök heimamanna og hermanna verið fleiri og fleiri dauðsföllið orðið.
Mesta feimnismál þessara ára og hneykslismál, ástandið svokallaða, var að mestu farsællega leyst miðað við erfiðar aðstæður.Þar settu Agnar skýrar reglur hvað má og hvað ekki gagnvart börnum og leiddi starf lögreglunnar til þess að barnavernd varð öflugri og lagarammi um málefni barna skýrari. Barnaníð var ekki liðið á þessum tíma, hvorki af hendi erlendra hermanna né af íslenskum hórmöngurum. Íslenskir ofstopamenn voru margir og reyndust íslensku lögreglunni erfiðir viðfangs og gátu reynst fámennri lögreglu erfiðir. Einn lögreglumanna segir að þessi styrjaldarár hafi verið vond ár. ,,Heilu næturnar fékk maður ekki frið til að éta bitann sinn. Það voru eilíf útköll og oft, alltof oft vegna Íslendinga, sem sátu að sumbli um allan bæ og efndu til ófriðar.
Aðrir lögreglumenn, aðspurðir um skopleg atvik, fundu fá atvik sem hægt væri að gera grín að en gátu með erfiðismunum rifjað upp einstök atvik. Sumir hafa ekki gefist upp á að gera Agnar að nasista og segir meðal annars Guðbrandur Jónsson í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn, 28. mars 2009 að hann biði eftir gögnum OSS (Overseas Secret Service) eða leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem hafi sloppið undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.
Við stríðslokin 1945 voru tengsl Agnars við nasista rifjuð upp en málið fjaraði fljótt út aftur en þann 14. desember 1945 er þessi fyrirsögn á forsíðu Þjóðviljans: Hermann Jónasson sendi Agnar Kofoed-Hansen til Þýskalands til að læra aðferðir af nasistalögreglu Himmlers. Undirfyrirsögnin segir: Einar Olgeirsson krefst víðtækrar rannsóknar á starfsemi nasista hér á landi árin fyrir heimsstyrjöldina. Finnur Jónsson dómsmálaráðherra hafði þá upplýst um þetta mál, sem hafði ríkt leynd yfir fram yfir stríðslok, að Hermann Jónasson forsætisráðherra hefði sent Agnar Kofoed-Hansen til Þýskalands, sumarið áður en Agnar varð lögreglustjóri í Reykjavík, til að læra lögregluaðferðir af nasistalögreglu blóðhundsins Heinrichs Himmlers, eins og Þjóðviljinn orðar það. Er upplýst í skýrslu þessari að Agnar hefur verið talinn gestur þýsku lögreglunnar, átt viðræður við háttsetta yfirmenn hennar, og ferðast um landið með kunnum nasistaleiðtoga, yfirstormsveitarforingja Daluege í þessum erindum.
Það verður seint komist að niðurstöðu í þessu álitamáli en verk Agnars tala sínu máli og af meintum nasista að vera, þá var hann einstaklega samvinnuþýður við hernámsliðin bæði og eignaðist marga vini hjá öllum þessum fjórum þjóðum sem hann átti mest samskipti við. Að því leytinu til er hann dæmigerður Íslendingur sem verður að aðlaga sig að erlendum fulltrúum stórra þjóða en án þeirra væri Ísland illa statt.
Af Agnari sjálfum er það að segja að hann starfaði sem lögreglustjóri til ársins 1947 er hann snéri sér alfarið að flugmálum og átti þar farsælan feril og er önnur saga að segja frá.
Bloggar | 14.11.2020 | 20:15 (breytt 25.8.2024 kl. 13:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð alltaf argur þegar menn setja út á að menn bjóði sig til opinberra embætta og spyrja hvað viðkomandi eigi upp á dekk?
Það er einstaklega þreytandi og verð ég í raun alltaf hissa að fréttamenn spyrja þessa spurningu (þeir ættu að vita betur) og tala svo um kostnað!
Lýðræðið er sú stjórnskipum sem hinn vestræni heimur hefur komið sér saman um, það kostar og kerfið byggist á að einhver bjóði sig fram. Því ber að fagna.
Forseti eða annar kjörinn fulltrúi á að fá aðhald og helst aldrei vera sjálfkjörinn.Það er hvorki gott fyrir hann né þjóðina.
Ég kenndi sögu Forn-Grikkja í Flensborgarskólanum með sérstaka áherslu á heimspeki og stjórnmálasögu þeirra.
Forn-Grikkir kenndu mér margt um lýðræði og sérstaklega beint lýðræði (allir borgarar taka þátt í kosningum og kosið var einnig beint til allra embætta).
Í Aþenu gátu einungis frjálsir karlar tekið þátt í stjórnmálum. Þar með voru konur, börn, þrælar og aðfluttir útilokaðir.
Í Aþenu var einnig blanda af beinu lýðræði þar sem borgararnir taka ákvarðanir beint og milliliðalaust og fulltrúalýðræði þar sem kjörnir fulltrúar fara með völdin. En auk þess voru líka fulltrúar lýðsins kjörnir með hlutkesti þar sem þeir voru dregnir úr hópi viljugra og skiptust síðan á að fara með völdin (embættisverka).
Aristóteles segir að það sem greini að lýðræði og fámennisstjórn (óligarkíu) sé umfram allt auður og fátækt. Lýðræði er stjórn hinna fátæku, hvort sem þeir eru meirihlutinn eða minnihlutinn (Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Hvað er lýðræði?).
Aristóteles myndi þess vegna ekki kannast við að flest lýðræðisríki nútímans væru eiginleg lýðræðisríki í hans skilning, bæði af því að þar eru völdin oftast í höndum ríkra en ekki fátækra og þar að auki er oftast um fulltrúalýðræði að ræða án beinnar aðkomu fjöldans í ákvarðanatöku.
Þess vegna eru forsetakosningar á Íslandi svo mikilvægar, enda eina beina lýðræðið sem Íslendingum býðst. Fulltrúalýðræði er 18. og 19. aldar fyrirbæri þegar samgöngur voru lélegar og fólk gat ekki tekið beinan þátt (nú er lýðræðið beinlínis tiltækt í farsímum fólks, ef viljinn er fyrir hendi og hægt að kjósa beint).
Tvenns konar lýðræði: Fulltrúalýðræði og beint lýðræði eða samblands þessara gerða
Stjórnskipunarlýðræði gerir ráð fyrir dreifingu valds og aðgreiningu ólíkra valdastofnana, en þar fyrir utan getur það tekið á sig ólíkar myndir.
Á Íslandi einkennist stjórnskipanin af fulltrúalýðræði sem felst í því að á Alþingi, sem fer með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands, sitja kjörnir fulltrúar almennings.
Í stað fulltrúa á Alþingi mætti hugsa sér beint lýðræði þar sem löggjafarvaldið væri hjá fólkinu sjálfu, það er að lög væru sett og ákvarðanir teknar í almennum kosningum.
Slíkt beint lýðræði væri að vísu mjög tímafrekt, dýrt, svifaseint og erfitt í framkvæmd af ýmsum ástæðum, til dæmis þeirri að líklega myndu mjög margir verða þreyttir á eilífum kosningum og ekki nenna að taka þátt.
Það mætti þó vel hugsa sér einhverja millileið eða blöndu af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þar sem settar væru ákveðnar reglur um hvernig mætti vísa málum beint til þjóðarinnar (Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Hvað er lýðræði?).
Ríki með lýðræðislegu fyrirkomulagi inniheldur stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.
En í lýðveldi er þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma.
Ívar Daði Þorvaldsson fjallar um þetta í greininni: Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi? Hann segir að báðar þessar aðferðir hafa verið notaðar við val á forseta Íslands.
Sveinn Björnsson var kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi, sem haldið var á Þingvöllum árið 1944, er lýðveldi var stofnað. Síðan þá hafa forsetar verið þjóðkjörnir. Forsetakosningar á Íslandi eru þar með einu beinu kosningar sem Íslendingum biðst kostur á og flokksræðið kemur hvergi nálægt, og allt tal um kostnað eða gagnrýni á forsetaframbjóðanda er til vansa.
Við eigum sem þjóð að þakka fyrir að geta kosið beint. En margt er ábótavant við íslenska lýðveldið og íslenskt lýðræði.
Í fyrsta lagi er þrískipting valds á Íslandi ekki fullkomin, á meðan framkvæmdarvaldið situr á lögjafarsamkundu landsins og hefur atkvæðarétt.
Eina valdið sem er frjálst, er dómsvaldið og jafnvel þar er ekki staðið rétt á málum, eða þar til landréttur var stofnaður (skipan hans klúraðist með mistökum forseta).
Á löggjafarsamkundu okkar, Alþingi, er flokksræði og enginn almennur þingmaður í raun sjálfstæður og þar með sannir fulltrúar umbjóðenda sinna í kjördæmi.Þeir sem eru þar frjálsir, eru þeir sem hafa sagt skilið við flokka sína en komust til valda í skjóli þeirra.
Flokkarnir raða mönnum upp á lista og sama hvernig farið er að því, prófkjör eða annað, flokkurinn ræður ferðinni.
Ef kjósendur gætu kosið þingmenn sína beint; það væri stórt skref í lýðræðisátt. Ef til vill færu þingmenn, þegar þeir eru í raun ábyrgir og á valdi kjósenda, að hætta að láta flokkanna stjórna ferðinni og vinna að hagsmunum þeirra.
Ég er ekki að segja að það eigi að afnema flokka, heldur að breyta kerfinu.
Áður en þessu er hér látið lokið, þá ert vert að geta setu embættismanna í embætti. Margir þeirra hafa gífurleg völd, því að þeir sitja við ákvörðunartöku ásamt kjörnum fulltrúa. Gott dæmi um þetta er ráðuneytisstjórnar og ráðherrar.
Þeir síðarnefndu koma og fara en hinir koma beinlínis að gerð laga með margvíslegum hætti (ókostnir) og hafa því oft úrslitavald. Reynt hefur verið að koma böndum á þetta með því að menn (konur og karlar) eru ráðnir til fimm ára í senn sem er gott mál.
Í skýrslu nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem ber heitið Samhent stjórnsýsla frá 2010 segir að lögin um ráðuneytisstjóra segi beinlínis að hann sé í hlutverki forstöðumanns en ekkert fjallað um ráðningartíma.
Reyndar voru árið 1996 ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins samþykkt á Alþingi. Í þeim leysti fimm ára ráðningartími æðstu embættismanna af hólmi æviráðningu þeirra og þar með má telja ráðuneytisstjóra. Það er framfaraskref.
Bloggar | 14.11.2020 | 11:06 (breytt kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. nóvember 2020
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Vill auka ferðaþjónustu í Kópavogi
- Í fangelsi fyrir stuld úr verslun á Glerártorgi
- Hafa áhyggjur af loftgæðum í enn einum leikskóla
- Vita ekkert hvaðan mengunin kemur
- Blindrafélagið hafnar sameiningu
- 188 reka eigin stöð án sérstaks leyfis
- Byrði af völdum krabbameina mun aukast verulega
- 1,5 milljón ríkari eftir kvöldið
- Stoltur af árangri síðustu ára
- Nýir slökkvibílar á fjóra innanlandsflugvelli
Erlent
- Myndir: Heimsókn Trump í Windsor-kastala
- Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar stýrivexti
- Gekk með riffilinn í buxunum
- Ísraelar vara ESB við
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
- Breytt stefna hjá Dönum: Kaupa langdræg vopn
Fólk
- Nær óþekkjanleg á nýrri mynd
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð