Færsluflokkur: Fjármál
Hér á þessu bloggi hefur verið farið í hugmyndir Milton Friedman og hvernig hans hugmyndir myndu breyta efnahagsstefnu Íslands til hið betra. En förum aðeins lengra aftur í tímann og til föður hagfræðinnar, Adam Smith, 1723-1790, en hann gaf út tímamóta bókina Auðlegð þjóðanna sem kom út 1776. Þótt liðin séu nærri 250 ár, standa kenningar hans föstum fæti í nútímanum.
Ef við hugsum Ísland 2025 út frá sjónarhorni Adam Smith, þá myndi hann nálgast vandann öðruvísi en Milton Friedman, þó báðir hafi trú á frjálsum markaði.
Smith talar um ósýnilega hönd sem stýrir markaðinum en á þar við um frelsi markaðarins. Smith myndi leggja áherslu á að leyfa einstaklingum og fyrirtækjum að sækjast eftir eigin hagsmunum innan skynsamlegs ramma. Hann myndi segja að ef Ísland 2025 leyfði meira frumkvæði, þá myndi það skapa meiri vöxt og velsæld fyrir heildina. Hann myndi t.d. hvetja til aukins frjálsræðis í útflutningi (vatn, orka, hugverk, sjávarútvegur). Hann væri þó tortrygginn gagnvart einokun og sérhagsmunum sem kæfa samkeppni.
Varðandi stjórn ríkisins, þá fer hann milliveginn, ekki of lítil og ekki of stór. Þar greinir hann sig frá Friedman sem allra minnst ríkisafskipti.
Smith taldi ríkið eiga að hafa þrjú lykilhlutverk:
Verja landið (varnir og öryggi). Friedman er sammmála og allir eru sammála þessu, hvort sem menn eru vinstri- eða hægrimenn.
Tryggja réttarkerfi og eignarrétt. Friedman er sammála og sem nánast allir aðrir.
Byggja og viðhalda almenningsverkefnum sem markaðurinn sinnir ekki sjálfur (vegir, brýr, menntun að hluta). Veit ekki hvort Friedman er sammála þessu, veit um dæmi þar sem hann talar um vegaframkvæmdir og þar sem einkaaðilar eru betri og ódýrari. Vegagerð Íslands er greinilega sammála Friedman, því hún býður út allar vegaframkvæmdir. Að láta atvinnulífið "keppa" þar sem nátttúruleg einokunaraðstaða er fyrir hendi, svo sem lestasamgöngur í t.d. Bretlandi, gengur ekki upp.
Á Íslandi 2025 gæti það þýtt að ríkið ætti að leggja áherslu á innviði (samgöngur, raforkukerfi, fjarskipti) sem grunn til atvinnusköpunar. Það ætti ekki að hafa of mikla hlutdeild í atvinnurekstri, nema þegar markaðurinn myndi ekki sjá sér hag í því.
Smith sér fyrir sér skattakerfi þar sem gætir réttlæti og hóf. Smith var ekki á móti sköttum, en hann vildi að þeir væru:
Hóflegir ekki kæfa atvinnulífið.
Fyrirsjáanlegir ekki breytt af handahófi eins og er gert á Íslandi í dag.
Sanngjarnir allir leggi sitt af mörkum miðað við getu.
Á Íslandi 2025 myndi hann líklega segja við Íslendinga, þið eigið að halda sköttum hóflegum á fyrirtæki og einstaklinga. Einfaldið skattkerfið (forðast flækjur sem skapa undanskot og sérhagsmuni). Auka gagnsæi í ráðstöfun skattpeninga.
Smith telur að framleiðni og vinnusemi sé lykillinn að auði þjóðarinnar. Í Auðlegð þjóðanna lagði Smith áherslu á að auður kemur af vinnuafli og framleiðni, ekki gullforða eða gjaldeyrisvarasjóði. Sjá má þetta í löndum eins og Holland og Japan sem eru snauð af nátttúru auðævum. Fyrir Ísland 2025 myndi hann segja að mikilvægast væri að auka framleiðni í menntun, nýsköpun og sjávarútvegi/orku. Hann hefði eflaust áhuga á að sjá einkaframtakið nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, án þess að ríkið haldi of fast í stýrið.
Þannig myndi Smith segja: "Leyfið Íslendingum að vinna og skapa ríkið á að ryðja brautina, ekki ganga fyrir með sverði í hönd."
En hvað myndi Adam Smith gera í efnahagstöðu Íslands árið 2025? Fyrst og fremst að styrkja grunnstoðir ríkisins sem eru varnir og öryggismál, eignaréttur og dreifing gæða og sinna innviði sem markaðurinn getur eða vill ekki sinna (koma í veg fyrir einokun fyrirtækja á markaði).
Smith myndi einfalda skattkerfið gera það sanngjarnara. Halda fyrirtækjaskatti hóflegum (20% er í lagi, ekki hækka). Einfalda skattkerfið og draga úr sértækum undanþágum. Tryggja fyrirsjáanleika: engar skyndibreytingar sem fæla fjárfestingu. Skattar eiga að vera sanngjarnir: allir leggja sitt af mörkum miðað við getu.
Varðandi frelsi og samkeppni hefði hann ráðlagt Íslendingum að brjóta niður einokun og sérhagsmunakerfi (t.d. í sjávarútvegi, byggingamarkaði og fjármálum). Leyfa nýjum aðilum að komast að borðinu, auka frumkvöðlastarfsemi.
Auka frjáls viðskipti við önnur lönd - útflutningur ekki aðeins bundinn við fisk og ál, heldur líka vatn, hugverk og orkutengd verkefni.
Menntun var Smith hugleikin sem og framleiðni sem lykill að auði. Hann myndi vilja fjárfestingu í menntun sem eykur framleiðni, stærðfræði, vísindi, tækni, tungumál. Menntun á að hvetja til frumkvöðlastarfs, ekki aðeins til starfa í hinu opinbera kerfi. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda, vatn, orka, fiskur → langtímahagsmunir fyrir þjóðina.
Ríkið á ekki að reyna að stjórna hagkerfinu með daglegum íhlutunum. Markaðurinn (ósýnilega höndin) fær að leiða verðmyndun, nýsköpun og atvinnusköpun. Hins vegar tryggir ríkið að leikreglur séu skýrar og jafnar fyrir alla.
Smith myndi segja að auður þjóðarinnar byggir á vinnusemi, ekki peningaprentun. Smith taldi að þjóðir auðgast þegar vinnuafl er notað vel. Ísland á að skapa hvata til vinnu og framleiðni, ekki til óvirkni eða skuldaþenslu. Ekki treysta á gjaldeyrisforða eða skuldabréf því raunverulegur auður er í vinnu, hugviti og framleiðslu.
Endum þetta á Milton:
Milton Friedman um 3 hlutverk ríkisins
Fjármál | 24.8.2025 | 12:25 (breytt 25.8.2025 kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og margir vita var Friedman stórtækasti talsmaður frjáls markaðar og lágra skatta (eins og ritari), með áherslu á peningastefnu sem leið til að halda verðbólgu í skefjum. Ef við hugsum um Ísland árið 2025, þar sem vandamál geta verið hár kostnaður, skuldir og verðbólga, þá gæti nálgun hans falið í sér að hafa peningastöðugleika sem forgangsatriði. Ísland gæti sett fram strangari peningastefnu, þar sem Seðlabanki landsins myndi hafa skýra stefnu til að halda verðbólgu stöðugri. Friedman vildi gjarnan að vextir og peningamagn fylgdu náttúrulegum lögmálum markaðarins, frekar en handahófskenndum stjórntökum. Þetta gæti hjálpað til við að sporna gegn verðbólgu og halda krónunni stöðugri.
Friedman eins og ég hefði viljað sjá skattalækkanir og einföldun kerfisins. Friedman trúði á að lægri skattar ýta undir hagvöxt. Ísland gæti skoðað að létta byrði á fyrirtækjum og einstaklingum til að auka fjárfestingar og neyslu, sem eykur hagvöxt og skapar störf.
Aukning á einkarekstri á ákveðnum sviðum. Til dæmis á markaði fyrir orku, flug, eða jafnvel vatnsdreifingu. Meira svigrúm fyrir einkaframtakið gæti leitt til lægri kostnaðar og betri þjónustu, sem Friedman taldi að ríkisrekstur oft hindri. Friedman var mikill talsmaður frjálsra viðskipta. Ísland gæti aukið samkeppni og útflutningsmarkaði með einfaldari reglum og minna tollvernd, sem styrkir krónuna og eykur hagvöxt.
Fjármál | 21.8.2025 | 15:27 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verðbólga er 4% í ágúst, stýrisvextir eru 7,5%. Þetta er alveg galið, því að verðbólga og vextir hafa takmörkuð áhrif á gjörðir einstaklinga.
Fólk verður að kaupa sér fasteign (annað sem er í boði er leigjenda okur). Fasteignamarkaðurinn er frosinn með nýjar íbúðir (of dýrar og engin bílastæði) en mikil eftirspurn eftir gamlar íbúðir. Fasteignamarkaðurinn er tengdur vísitölu og þessi fíll í postulín búðinni skekkir allt. Milton Friedman hefði sagt: "Þið eruð að stýra með skammtímaverkfærum í stað þess að setja skýra, stöðuga peningareglu sem markaðurinn getur treyst."
Fasteignaliðurinn í vísitölu neysluverðs er þar með einmitt risastór "fíll í postulínsbúðinni". Þetta er eitthvað sem Friedman sjálfur hefði tekið mjög gagnrýnið til skoðunar, af þrennum ástæðum.
Á Íslandi er húsnæðisliðurinn hluti af verðbólgumælingu (reiknaður sem húsnæðisverð + vextir), ólíkt mörgum öðrum löndum þar sem aðeins húsaleiga er notuð.
Þetta þýðir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans hækkar vísitölu beint, því vextirnir sjálfir eru hluti af mælingunni. Þannig getur Seðlabankinn með aðgerðum sínum ýtt undir verðbólgu til skamms tíma, jafnvel þótt ætlunin sé að slá hana niður. Þetta er ákveðin mótsögn í kerfinu.
Fasteignamarkaðurinn er ósveigjanlegur þáttur, því fólk þarf að búa einhvers staðar. Ef kaupin eru dýrari og framboð nýrra íbúða sem ekki henta, snýst eftirspurnin að gömlum eignum = verð heldur áfram að hækka.
Þar sem húsnæðisliðurinn er stór hluti vísitölunnar, ýtir þetta undir mælda verðbólgu þó að annar hluti neyslu (matur, þjónusta, raftæki) sé stöðugri.
Friedman hefði líklega talað um "skekkt mælitæki" og sagt: "Þið eruð að beita rangri mælistiku. Verðbólga er peningalegt fyrirbæri ekki afleiðing þess að fólk þarf þak yfir höfuðið." Hann myndi halda því fram að ef peningamagnið væri stöðugt, myndi fasteignaverð ekki þenjast út umfram raunframleiðslu. Að mæla húsnæðiskostnað sem hluta af verðbólgu í gegnum vexti sem bankinn sjálfur stjórnar væri í hans augum hreinlega kerfisvilla.
Og hér kemur að "Fílnum í postulínsbúðinni". Þegar fasteignaverð og vaxtaliður eru inni í vísitölunni, verður Seðlabankinn í raun að elta eigin skugga. Hann hækkar vexti = mæld verðbólga hækkar = hann þarf að halda vöxtum háum lengur. Þetta leiðir til þess sem við sjáum nú; frosinn fasteignamarkaður, þar sem nýjar íbúðir eru of dýrar, gamlar eftirsóttar, og kaupendur fastir milli steins og sleggju.
Þetta er áhyggjuefni, því að ef ritari (sem er bara áhugamaður um hagfræði og aðdáandi Miltons Friedmans), getur séð þetta, af hverju ekki spekingarnir í Seðlabankanum? Hef grun um að þeir sjái þetta líka, en þeir hunsa þennan þátt, því jú, efnahagur Íslands hlýtur ekki eðlilegum lögmálum hagfræðinnar!
Það er kerfilægur vandi í kerfinu, stjórnmálamenn geta ekki tekið af skarið með verðtrygginguna, búrókratar og stjórnmálamenn geta eða vilja ekki taka fasteignaliðinn úr vísitölunni. Með öðrum orðum, þetta er heimatilbúinn vandi.
Fjármál | 20.8.2025 | 10:31 (breytt kl. 10:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svarið er auðljóslega nei. Markmið aðildaþjóða NATÓ var sett á 2% árið 2014 fyrir 2024. Flestar þjóðir hafa náð því markmiði en nú er jafnvel markið sett á 3,5%, jafnvel 5%. Ísland eyðir hins vegar brotabroti úr prósenti til varnamála.
Þó að Ísland sé ekki bundið af 2% markmiðinu, hafa verið ræddar hugmyndir um að auka framlög til öryggis- og varnarmála, sérstaklega í ljósi breyttra alþjóðlegra aðstæðna. Til dæmis hefur varnarmálasérfræðingur lagt til að Ísland ætti að verja um 2,5% af VLF til varnarmála, sem myndi nema um 115 milljörðum króna miðað við VLF ársins 2024 sem var 4.616 milljarðar króna.
Þetta þýðir að útgjöld til varnarmála árið 2025 nema um 0,15% af vergri landsframleiðslu Íslands, sem var um 4.616 milljarðar króna árið 2024. Þetta hlutfall er mjög lágt í samanburði við önnur NATO-ríki, sem stefna að því að verja að lágmarki 2% af VLF til varnarmála.
Fjármál | 19.5.2025 | 09:43 (breytt 20.5.2025 kl. 19:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Larry Kudlow á Fox Business segir fréttir af samdrátt í Bandaríkjunum vera falsfréttir. Fyrirtæki eru að fjárfesta á fullu á meðan alríkisstjórnin er að spara. Neyðsluvörur fara lækkandi og orkugjafi atvinnulífsins - jarðeldsneytið, þ.e. olíu- og gasverð hríðlækkað. Mikil fjárfesting er í atvinnutækjum og verksmiðjum á sér stað núna og á fundi Trumps með risafyrirtækjum og fulltrúum þeirra í gær þakkaði hann þeim fyrir að ætla að fjárfesta í Bandaríkjunum fyrir billónir dollara og allt að 8 billjónum sem hann segist vita af. Þess má geta að alríkis útgjöldin eru um 6,75 billjónir dollara.
Þessar fjárfestingar taka tíma að tikka inn en eru þegar farnar að hafa áhrif á væntingar. Á sama tíma er á leiðinni umfangsmikar skattalækkanir á almenning og fyrirtæki af hendi Bandaríkjaþings og afnám reglugerða fargansins. Það má jafnvel búast við að atvinnulífið fari á yfirsnúning.
Bandaríkin eru nú að endursemja tolla við tugir ríkja á þessari stundu og ekkert þeirra ætlar í tollastríð við þau nema Kína sem neyðist til að koma að samningsborðinu fyrr eða seinna. Þetta mun skila inn meiri tekjur fyrir ríkissjóð BNA og meiri útflutning bandarískra fyrirtækja. Spurningin er: Gullöld framundan fyrir bandarískt efnahagslíf?
P.S. Eru Íslendingar að reyna að semja við bandarísk stjórnvöld?
Fjármál | 1.5.2025 | 10:47 (breytt kl. 10:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru "snillingarnir", andstæðingar Trumps, farnir að reikna út efnahagskreppu í Bandaríkjunum á árinu! En stöldrum aðeins við. Við þurfum ákveðnar forsendur, byggðar á raungögnum til að fá út slíka niðurstöðu.
Fyrsta forsendan er: Að Trump standi við alla tollahækkanir sem hann boðar. Eins og staðan er í dag, er hann að rúlla fram og til baka með þessar tollahækkanir. Þær eru notaðar með öðrum orðum sem efnahagsvopn. Tollahækkanir á sumar vörur gagnast efnahagslíf Bandaríkjanna mjög vel, hvetur til innlendrar framleiðslu. Aðrar ekki. Það er nefnilega þannig að Bandaríkjamenn eru ekki að keppa á jafnréttis grundvelli gagnvart til dæmis ESB eða Kína. Þetta jafnar samkeppnisstöðuna. Ef hann stendur við áætlanir sínar, verður tímabundin hækkun á innfluttum vörum en á móti eiga innlend fyrirtæki að framleiða meira til að vega upp á móti.
Önnur forsenda er: Haldið verður áfram með sama áframhaldandi ríkishalla og hefur verið síðastliðin 4 ár. Trilljónir á yfirdrætti. En svo er ekki. D.O.G.E á einmitt að skera niður ríkisbálknið. En þetta tekur tíma. Því að stjórn Biden sendi áfram eiturpillur, reikininginn á stjórn Trumps og því þarf að hækka skuldaþakið fram í september á þessu ári! Trump er að borga reikninga Biden fram eftir ári, en síðan kemur D.O.G.E. til fullra framkvæmda. Musk er að reyna að borga ekki þessa reikninga og hafa mörg mál því endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna til úrskurðar. Má stjórn Trumps hætta til dæmis að borga reikninga USAID?
Þriðja forsenda er: Að litlar fjárfestingar verði í Bandaríkjunum á árinu. En svo er ekki fyrirséð. Árið 2025 er gert ráð fyrir að fyrirtæki frá löndum eins og Þýskalandi, Bretlandi, Kína, Japan, Sádi Arabíu og Kanada muni auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum. Þessar fjárfestingar munu líklega beinast að fjölbreyttum geirum, þar á meðal upplýsingatækni, fjármálaþjónustu og framleiðslu. Talað er um trilljóna dollara innspýtingu í beinar fjárfestingar í lykil greinum eins og t.d. gervigreind. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins hafa helstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, þar á meðal Amazon, Microsoft, Google og Meta, tilkynnt um áætlanir um að fjárfesta samanlagt yfir 320 milljörðum bandaríkjadala í þróun gervigreindar á þessu ári. Er þetta merki um samdrátt? Ríkisskuldir eru ávísun á hátt verðlag - verðbólgu en fjárfestingar á stærri þjóðarköku.
Fjórða forsenda er: Að orkuframleiðsla verði sú sama eða svipuð. En svo verður ekki. Búið er að henda út um gluggann reglugerðabókina og menn mega bora að vild og eins mikið og þeir geta. Drill, baby, drill! Í fyrri valdatíð Trumps urðu Bandaríkin sjálfbær með orku og fluttu meira segja mikla orku út. Í tíð Bidens, voru menn að taka út úr neyðarbirgðum Bandaríkjanna!
Fimmta forsendan er: Að skattaívilninga pakki sem Bandaríkjaþing er að vinna að, verði ekki að veruleika. En hann verður það, því að Repúblikanar ráða báðum deildum. Áformað er að lækka skatta um 4,5 billjónir bandaríkjadala, meðal annars með því að afnema skatta á almannatryggingabætur, þjórfé og yfirvinnugreiðslur. Einnig er fyrirhugað að heimila frádrátt vegna vaxta af bílalánum fyrir bandarísk framleidda bíla. (heimild: Investopedia) Stefnt er að framlengja skattalækkanirnar sem samþykktar voru árið 2017, sem annars myndu renna út á næstu árum.
Samkvæmt mati bandarísku fjárlagaeftirlitsstofnunarinnar (CBO) gætu framlengingar á skattalækkunum frá 2017 aukið halla ríkissjóðs um meira en 4 billjónir dala á næstu tíu árum, ef ekki verða gerðar mótvægisaðgerðir í formi útgjaldalækkana en útgjaldalækkun á að dekka meira en þetta.
Talað er um að minnka ríkisbálknið umtalsvert. Árleg ríkisútgjöld Bandaríkjanna eru um 6 billjónir bandaríkjadala. Samkvæmt áætlunum D.O.G.E. er stefnt að því að spara um 560 milljarða bandaríkjadala árlega, sem samsvarar um 9,3% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessi sparnaður á að nást með því að endurskoða og einfalda ferla, draga úr sóun og bæta nýtingu fjármuna í opinberum rekstri. Svo er fyrirséð að minni peningur fari í hælisleitendur, þótt það kosti pening að koma þeim úr landi en til langframa sparar það stórfé. Eins verður minni peningur eyddur í stríðsrekstur, t.d. Úkraínu og stór hluti bandarísks herafla fluttur til innan Evrópu eða frá álfunni. Tekið verður til í Pentagon en það apparat er peningahít mikil.
Er efnahagssamdráttur framundan í Bandaríkjunum? Ólíklegt en ársfjórðungs samdráttur gæti orðið og gæti staðið fram eftir árinu. Áhrif stjórnar Bidens gæta enn og það tekur tíma að rétta skútuna af.
Fjármál | 11.3.2025 | 11:20 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elon Musk og Vivek ætla að herma eftir efnahagsstefnu Milei hvað varðar niðurskurð. Milei er með svo kallaða "frjálslindis stefnu" í efnahagsmálum sem ekki má rugla við frjálslindi í félagsmálum (þar er hann íhaldsmaður). En er skynsamlegt fyrir Kanann að herma eftir Argentínumönnum?
Í nóvember 2023 varð Javier Milei kjörinn forseti Argentínu með hreinum 56% meirihluta og tók við embætti í desember. Hann erfði erfiða arfleifð frá fyrri ríkisstjórn Perónista með óðaverðbólgu upp á 211% árið 2023, samdrætti upp á 1,6% og háa fátæktartíðni upp á 45%. Nú á ríkisstjórn hans árs afmæli og árangur er frábær, svo sem veruleg lækkun verðbólgu.
Milei hafði tekið við hörmulegri efnahags- og fjármálastefnu af fyrri perónistastjórn undir forystu Alberto Fernandez. Árið 2023 var Argentína með hæstu verðbólgu í heiminum eða um 211%. Í kosningakönnunum nefndi íbúar óðaverðbólgu sem sitt mesta áhyggjuefni. Í kosningabaráttunni hafði Milei heitið því að gera baráttuna gegn verðbólgu að forgangsverkefni sínu. Strax eftir að Milei tók við embætti, kynnti Milei metnaðarfulla efnahagsáætlun með yfirgripsmiklum allsherjarlögum ("Ley Bases") með yfir 600 ráðstöfunum og neyðartilskipun "Decretos de Necesidad y Urgencia (DNU)" með um 300 ráðstöfunum.
Milei og hreyfing hans La Libertad Avanza (Freedom Advances) hafa hins vegar ekki meirihluta í hvorri deild og eru því háð stuðningi millistéttar- og hófsamra perónistaþingmanna. Eftir misheppnaða fyrstu tilraun í apríl tókst Milei að koma allsherjarlögunum í gegnum þingið í júlí.
Neyðartilskipanir, tæki sem fyrri forsetar Argentínu notuðu til að stjórna, er enn í gildi, eftir að hafa verið hafnað af öldungadeildinni en ekki - að minnsta kosti ekki enn - af fulltrúadeild þingsins. Með samþykkt allsherjarlaganna sérstaklega hefur Milei náð mikilvægum áfanga, bæði sem sönnun um getu sína til að starfa í krefjandi þingræði og með tilliti til hagstjórnaráætlunar hans með áherslu á að draga úr ríkisútgjöldum, draga úr skriffinnsku og kynna einkavæðingaráætlun.
Hér eru helstu viðburðir á upphafsári hans:
Forsetasigur og dagskrá: Milei tók við embætti 10. desember 2023 eftir að hafa sigrað í síðari kosningum með 55 prósent atkvæða. Herferð hans snerist um loforð um að dollaravæða hagkerfið, draga úr verðbólgu og ná jafnvægi í ríkisfjármálum með róttækri niðurskurði ríkisins, frægt táknað með "keðjusagar" myndlíkingu hans.
Gengisfelling og verðbólgubarátta: 52 prósenta gengisfelling pesóans í desember olli 25,5 prósenta aukningu verðbólgu. En í janúar var verðbólga farin að minnka. Í síðasta mánuði fór það niður í 2,7 prósent í október, vakt sem Milei kallaði efnahagslegt kraftaverk.
Bálknið burt: Í stjórnarráðinu var fækkað úr 18 ráðuneyti í 8. Meðal þeirra deilda sem voru lagðar niður voru menntamálaráðuneyti, vinnumálaráðuneyti, vísindi og tækni, umhverfisráðuneyti, menningarmál og konur, kyn og fjölbreytni. Stofnunum sem fjalla um mismunun (INADI) og réttindi frumbyggja var einnig lokað.
Áfangar í ríkisfjármálum: Í janúar náði Milei að skila afgangi á ríkisfjármálum (0,3 prósent af landsframleiðslu), sá fyrsti í Argentínu í meira en áratug. Opinberir verksamningar voru stöðvaðir allt árið og yfir 30.000 störf ríkisins hafa verið skorin niður með samblandi af endurnýjun samninga, uppsögnum og snemmbornum starfslokum.
Löggjafarbardaga: Þrátt fyrir að hafa lagt fram stórumbótapakka sem innihélt meira en 600 greinar til þingsins, neyddi skortur á löggjafarmeirihluta Milei til að draga úr metnaði sínum. Í júní tryggði hann sinn fyrsta löggjafarsigur með neyðarlöggjöf um efnahagsmál sem veittu honum sérstök völd, efldi ríkisumbætur og skapa stjórntæki til að laða að stórar fjárfestingar.
Gjaldeyriseftirlit og tafir á dollaravæðingu: Á meðan hann viðheldur gjaldeyrishöftum hefur Milei frestað dollaravæðingaráætlunum sínum um óákveðinn tíma. Hann innleiddi skattauppgjöf til að styrkja varasjóð Seðlabankans og vinna gegn spákaupmennsku. Gengi pesósins hækkaði, en hagkerfið í dollurum varð dýrara og rýrði kaupmáttinn. Daglegir hlutir hafa hækkað mikið í verði og verðbólga birtist í dollara viðskiptum.
Afnám hafta á markaði og aukning í fátækt: Verðlagseftirlit á matvælum og lyfjum var afnumið sem og reglur um húsaleigu, tryggingar, einkafræðslu og fjarskipti. Niðurgreiðslur til veitna og almenningssamgangna voru skornar niður. Fátækt jókst í kjölfarið um 11 punkta og náði 52,9 prósentum - mesta hækkun í tvo áratugi - á meðan neysla, framleiðsla og byggingarframleiðsla hefur hríðfallið.
Menningarlegur og félagslegur niðurskurður: Fjármagn til INADI kvikmyndastofnunarinnar var skorið niður og ríkisfréttastofan Télam var lokuð. Ókeypis krabbameinslyf og matur fyrir eldhús í samfélaginu var frestað á meðan langvarandi úttektir stóðu yfir, sem olli gagnrýni frá kaþólsku kirkjunni og lögsókn eftir að þúsundir tonna af mat fundust rotna í vöruhúsum.
Fækkun glæpa: Frá janúar til ágúst lækkar tíðni morða í Rosario, ofbeldisfyllstu borg landsins, um 62 prósent á milli ára. Verið er að rannsaka nýlegar hótanir frá fíkniefnahryðjuverkamönnum gegn héraðsstjóra og þjóðaröryggisráðherra.
Afnám reglugerða og einkavæðingar flugfélaga: Milei afléttaði takmörkunum á flugmarkaðinum, skrifaði undir "opinn himinn" samninga við níu lönd og hefur talað fyrir einkavæðingu Aerolineas Argentinas, þar sem hann sagði: það verður einkavætt eða lokað.
Mótmæli og kúgun: Ný öryggisreglur gegn vali heimiluðu alríkisherjum að bæla niður götumótmæli og koma í veg fyrir vegatálma. Átök við mótmælendur hafa oft verið en ofbeldi hefur ekki verið banvænt.
Lífeyrir og félagslegar bætur: Frumvarpi um að hækka lífeyri um átta prósent var beitt neitunarvaldi með vísan til hótana við efnahagsáætlun Mileis. Uppbótaruppbót fyrir lágmarkslífeyri var fryst og ókeypis lyf fyrir eftirlaunaþega minnkað. Lífeyrisþegar finna fyrir klemmu.
Hernaðar- og gagnsæis takmarkanir: Milei keypti 24 orrustuþotur frá Danmörku og flokkaði allar vopnakaupaaðgerðir. Aðgangur almennings að upplýsingum stjórnvalda var takmarkaður og höfnun er nú á valdi stjórnvalda.
Niðurskurður í menntun og rannsóknum: Milei beitti neitunarvaldi gegn frumvarpi um að auka fjárframlög til háskóla og lækka styrki til vísinda. Mikil mótmæli hafa undirstrikað mikilvægi ríkismenntunar fyrir Argentínumenn og fjármögnunarbaráttan heldur áfram.
Erlend samskipti: Milei er í nánu samstarfi við Bandaríkin og Ísrael og hefur ferðast oft og forgangsraðað í ferðir á leiðtogafundi hægri manna og fundi með tæknileiðtogum eins og Mark Zuckerberg og Elon Musk.
Umdeild orðræða: Allt árið beindist áfrýnisorð Milei að fjölmiðlum, þingmönnum og andstæðingum, með tíðum rógburðum eins og "rottur, "mannaskítar" og "vinstrisinnuð skítseiði".
Helsta heimild:
https://www.batimes.com.ar/news/argentina/key-measures-from-javier-mileis-first-year-in-office.phtml
Hver er niðurstaðan af þessir frjálslindisstefnu í efnahagsmálum? Frábær ef miðað er við fyrstu niðurstöðu. En það eru alltaf fyrirstaða í veginum.
Snúum okkur til baka til Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn talaði fjálglega um að taka "bálknið burt" en aldrei látið verða af því að skera niður í ríkisfjármálum. Það er borin von að "valkyrju" stjórnin verði með einhvern niðurskurð, er hræddur um að það sé verið að undir búa skattahækkana pakka handa Íslendingum í "jólagjöf".
Það væri annað upp á borðið ef Viðreisn (sem boðaði aðhald), Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn væru að mynda stjórn. Allir flokkarnir eru til hægri (ætla að vona að Viðreisn sé það) og því halda þeir a.m.k. aftur af skattahækkunum.
Um áramótin eru boðaðar hækkanir á vöru og þjónustu. Takk fyrir! Sum sé, við fáum tvöfaldan "gleðipakka" um áramótin, hækkanir á vöru og þjónustu og skattahækkanir. Er Ísland ekki bara drull..lélega stjórnað?
Fjármál | 16.12.2024 | 13:48 (breytt kl. 19:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Musk og Ramaswarny hafa fengið það hlutverk að skera niður ríkisútgjöld bandarísku alríkisstjórnarinnar en það er hægara sagt en gert.
Samkvæmt frétt CNBC í seinustu viku eyddi alríkisstjórnin árið 2023 samtals 6.1 billjón Bandaríkjadala í alríkis kostnað, samkvæmt fjárlagaskrifstofu þingsins sem er óflokksbundin. Af þessum 6,1 billjónum dala voru um 3,8 billjónir dala þegar útilokaðir vegna niðurskurðar á fyrsta degi, lagalega skylt að fara í lögboðnar útgjaldaáætlanir eins og almannatryggingabætur fyrir starfsmenn á eftirlaunum, Medicare umfjöllun og lífeyrir fyrir uppgjafahermenn.
Eftir það voru u.þ.b. 650 milljarðar dollara settir til hliðar til að greiða vexti af ríkisskuldinni.
Þetta skildi eftir 1,7 billjónir dala fyrir allt annað, þekkt sem valbundin fjármögnun. 805 milljörðum dollara af þessu var eytt í landvarnir, að mestu ósnertanlegur pottur af peningum. Að lokum var afganginum skipt niður á alríkisdeildirnar sem sinna miklu af sýnilegu, daglegu starfi stjórnvalda og stofnanna.
Það er því ljóst að ekki verður hægt að skera niður $2 billjónir dollara. En það er hægt að skera niður og það er viðurkennt. Það fer t.d. $150 milljarðar í hælisleitendur árlega, tugir ef ekki hundruð milljarðar í stríðið í Úkraínu og nú ætlar að Biden að henda $1 milljarð í aðstoð handa Afríku. Á meðan eru ríkisskuldirnar komnar í $36 trilljónir dollara.
En Trump liðar ætla ekki bara að skera niður, það á líka að búa til tekjur fyrir ríkissjóðinn. Og það þrátt fyrir skatta lækkana áætlun sem á að raungerast þegar á næsta ár. Það er gert með því að setja efnahagskerfið á yfir snúning og þar skiptir orku kostnaður miklu máli enda knýr hann atvinnulífið. Einnig að afreglu gera regluverk fyrir atvinnulífið, setja tolla á vörur frá andstæðingum Bandaríkjanna, svo sem á kínverskar vörur o.m.fl. Það á sem sé að stækka þjóðarkökuna.
Tekjuskattur var komið á 1913 en áður voru það tollar sem aðaltekjulind alríkisstjórnarinnar. Það er hægt að afla tekjur á annan hátt, t.d. með virðisaukaskatti. Á Íslandi er hæsta skatttekjumarkið 46%! Er þetta ekki rán?
Fjármál | 9.12.2024 | 11:58 (breytt kl. 17:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á vefsetri Ríkisendurskoðunar segir þetta: "Sjálfstæði embættisins felst í því að þótt það heyri stjórnskipulega undir Alþingi þá velur hún sjálf og skipuleggur verkefni sín. Ríkisendurskoðun er því í senn sjálfstæð gagnvart Alþingi og algerlega óháð framkvæmdarvaldinu. Að þessu leyti er staða Ríkisendurskoðunar svipuð og systurstofnana hennar í nágrannalöndunum. Hvarvetna er litið svo á að sjálfstæð staða sé forsenda þess að ríkisendurskoðanir geti sinnt hlutverki sínu....Starfsfólk er um 50 á tveimur starfsstöðvum." Mætti skera hér niður?
Þetta er gott og blessað svo langt sem þetta nær. En Ríkisendurskoðun er eins og nafnið gefur til kynna, endurskoðun. Hún hefur ekkert vald til að stöðva stofnanir og ráðuneyti að fara yfir fjárframlagið sem viðkomandi stofnun fær. Með öðrum orðum, getur hún skammast eins og hún vill, lagt til hagræðingu en hefur ekkert vald til að skera niður. Þess vegna væri ekki svo vitlaust farið verði í að stofna "Hagræðingardeild ríkisins" eða DOGE (e. Department of Government Efficiency) eins og ríkisstjórn Trumps ætlar að koma á. Í raun þyrfti ekki að bæta neinni stofnun við (stækka bálknið) heldur að breyta lögum um Ríkisendurskoðun.
Þetta verður aldrei að veruleika hér á landi, enda stjórnkerfið hér steinrunnið og stjórnmálamennir ákafir í að eyða peningum eins og sé enginn morgundagurinn. Kannski mætti gera þetta tímabundið undir stjórn ákveðins stjórnmálaflokks en Miðflokkurinn hefur lýst áhuga á þessu og stofna til niðurskurðarnefndar tímabundið. Hins vegar er framundan vinstri-miðjustjórn og búast má við skattahækkunum, þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í ESB, meira ríkisbálkn en meiri aðgerðir. Það verður skriður á orkumálunum, húsnæðismálunum og samgöngumálum. Fráfarandi stjórn sem var stjórn kyrrstöðu, er gott að sé farin frá.
Talað er um að næsta ríkisstjórn verði "valkyrjustjórn". Öllu heldur verður hún skattdrottningastjórn enda eyðsluklær innanborðs. Engir þessara flokkar voru með skattalækkanir á dagsskrá.
Fjármál | 5.12.2024 | 08:09 (breytt kl. 14:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýja niðurskurðar- og hagræðingar "ráðuneyti" Bandaríkjanna "DOGE" með Elon Musk og Vivek Ramaswamy í forsvari ætlar að skera upp ríkisbálkið og ekki bara það, heldur leggja stóran hluta þess niður. Argentína reið á vaðið um árið og er að uppskera í þessum skrifuðum orðum uppskeruna.
Engar slíkar fyrirætlarnir eru í gangi á Íslandi og ef eitthvað er boða allir flokkar, utan Lýðræðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Ábyrgðar framtíðar og Miðflokkurinn, óbreytta skattastefnu og jafnvel hærri skatta = Samfylkingin. Ekki á einu sinni að skera niður eitt stöðugildi hjá hinu opinbera - ríkinu. Nýjasta nýtt í stækkun bálknsins er mannréttindastofnun Íslands sem á að sóa peningum í tilgangslaust hjal árið um kring.
Já, bálknið stækkar, reglugerðabunkanir verða að pappírsfjöllum, og Íslendingar hæstánægðir með að kjósa yfir sig skattaflokka og aukin ríkisafskipti. Gott ef þeir láta ekki plata sig í ESB í þessum kosningum. Verði þeim að góðu á morgun. Þetta kusuð þið og ekki kvarta næstu 4 árin yfir verðbólgu, háu matvælaverði, skattaáþján, háu orkuverð, skort á húsnæði, lélegu velferðakerfi sem og heilbrigðiskerfi og opnum landamærum. Ykkar er og var valið.
Fjármál | 29.11.2024 | 21:36 (breytt kl. 21:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020