Færsluflokkur: Saga

Tímamót í sögunni - árið 406 e.Kr.

Sagan yfirleitt er hægfara þróun en stundum verða skýr skil. Svo var tímamóta árið 406 e.Kr. og markar tímamót fornaldar og miðalda. Fall Vestrómverska veldisins varð þar með að veruleika.

Undir þrýstingi frá Húnum fyrir austan þeirra og þar sem rómversku herstöðvarnar í suðri og vestri þeirra voru að veikjast, 31. desember 406 e.Kr., fóru Vandalar og aðrir germanskir villimannaættbálkar að fara yfir Rínarfljót inn á yfirráðasvæði Rómaveldis. Þetta er einn merkasti atburður heimssögunnar.

Þó það hafi aldrei verið komist að endanlega, er líklegt að Vandalarnir hafi flutt inn í það sem nú er Þýskaland frá Skandinavíu öldum fyrr, eftir að hafa farið fyrst í gegnum Pólland nútímans. Á fyrstu fjórum öldum e.Kr. höfðu þeir horft öfundsjúkir yfir Rín á auð rómversku siðmenningarinnar í Gallíu (nútíma Frakklandi) en máttur rómversku hersveitanna hélt þeim í skefjum.

En í byrjun 5. aldar var Róm í vandræðum. Gotar höfðu komist inn í heimsveldið handan við Dóná og valdið Rómverjum stórkostlegan ósigur í orrustunni við Adrianopel árið 378 eftir Krist. Þegar rómverskar hersveitir drógu sig til baka til að verja Ítalíuskagann, voru varnir meðfram Rín veiktar og í mörgum tilfellum yfirgefnar.

Veturinn 406 e.Kr. söfnuðust saman germönskar ættkvíslarnar "Vandalar, Alemannar, Frankar, Búrgúndar og aðrir" meðfram norður/austurbökkum Rínar. Þegar áin fraus, þutu þeir yfir fljótið og inn í Gallíu og breyttu gangi heimssögunnar.

Hinn heimsfrægi sagnfræðingur Edward Gibbon í The History of the Decline and Fall of the Roman Empire, skrifað á 18. öld: "Á síðasta degi ársins, á tímabili þegar vötn Rínar voru líklega frosin, gengu (barbararnir) inn án mótstöðu hinir varnarlausu í héruðum Gallíu.

Þessi eftirminnilegi ferð Sueva, Vandala, Alana og Búrgunda, sem aldrei hörfuðu síðar, má teljast til fall Rómaveldis í löndunum handan Alpafjalla; og hindranirnar, sem höfðu svo lengi aðskilið villimenn og siðmenntaðar þjóðir jarðarinnar, voru frá þeirri örlagaríku stundu jafnaðar við jörðu.

"Vandalarnir rændu og rupluðu á leið sína yfir Gallíu og inn í það sem nú er Spánn, áður en þeir fóru að lokum inn í og lögðu undir sig stóran hluta Norður-Afríku. Að lokum myndu þeir ræna sjálfri Róm.

Víðsvegar um Evrópu leiddu landvinningar villimanna til þess sem varð þekkt (umdeilt þessa dagana) sem "myrku miðaldirnar."

Með hruni landamæranna neyddust Rómverjar til að yfirgefa Britannia (Bretland), sem féll í bráða menningar- og efnahagslega hnignun afkomendur þeirra Vandalarnir og villimenn þeirra fóru yfir Rín fyrir 1.617 árum.

Næstu stórkostlegu tímamótin voru um 1500 og er önnur saga og marka mót miðalda og nýaldar.


Framfarir og saga - lærdómurinn af heimsstyrjöldinni síðari enginn?

Það verða engar framfarir hjá mannkyninu nema menn læri af reynslunni. Það á bara ekki við um sögulega atburði, heldur almennt í lífinu. Ef maður setur dísel olíu á bensín vél og bíllinn gengur ekki, væntanlega lærir hann af reynslunni og gerir þetta ekki aftur. 

Það er hins vegar verra með lærdóminn af sögunni. Jú, menn læra á neikvæðan hátt afleiðingar þess að fara í stríð.  Stríðsátökin sitja í viðkomandi kynslóð og menn segja, aldrei aftur þetta helvíti. Svo líður tíminn, stríðskynslóðin fer undir græna torfu, og núverandi kynslóð, feit af velmegð og frið, leitar að ágreiningi. Við eigum landið hinum megin við ánna, forfeður okkar áttu það fyrir hundruð ára og við viljum það til baka. Og næsta stríð hefst og sagan endurtekur sig.

Sem betur fer situr stórátökin lengi í fólki, sigurinn svo afgerandi að valdajafnvægi kemst á. Þetta á við Napóleon styrjaldirnar sem sköpuðu nánast hundrað ára friðartímabil og svo á við um heimsstyrjaldirnar tvær sem flestir sagnfræðingar segja að sé sama stríðin með hléi.  Núna er komið rúmlegar 80 ára friðar tímabil eftir seinni heimsstyrjöld og því ætti eftir formúlinni að styttast í næsta stór styrjöld. Hugsanlega álfu stríð frekar en heimsstyrjöld.

En hvað segir Victor Davis Hanson um lærdóminn af seinni heimsstyrjöldinni. Sjá má skoðun hans í verkinu "The Second World Wars" og býður hann upp á nokkra mikilvægar lexíur.

Einn lykillærdómur er að stríðið var ekki óumflýjanlegt heldur stafaði af fælingarmætti. Hann leggur áherslu á hlutverk friðþægingar Breta og Frakka, einangrunarhyggju Bandaríkjanna og samvinnu Sovétríkjanna við að leyfa Hitler að rísa upp og stækka óheft. Hanson heldur því fram að hernaðarvald eitt og sér sé ekki nóg; skilvirkur fælingarmáttur og vera reiðubúinn til að takast á við árásaraðila eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir átök. Friður í gegnum styrk kallast þessi stefna.

Annar mikilvægur þáttur frá Hanson er fordæmalaus eðli stríðsins. Þetta varð alþjóðleg átök á þann hátt sem fyrri heimsstyrjöldin hafði ekki gert, sem hafði áhrif á næstum allar helstu þjóðir heims.

Hann leggur áherslu á að hryllilegur tollur stríðsins hafi að hluta til stafað af samsetningu nýrrar tækni, fjöldavirkjunar og allsherjarhernaðaráætlana, sem hafi gert þá seinni mun mannskæðari en fyrri átök. Hanson kannar einnig hvernig, þrátt fyrir fyrstu velgengni nasista, studdu efnislegir og hernaðarlegir yfirburðir að lokum sigurs bandamanna, sem undirstrikar mikilvægi iðnaðarstyrks og alþjóðlegrar samhæfingar í nútíma hernaði (Hoover Institution).

Bloggritari er á því að líkt og með aðdraganda fyrri heimsstyrjaldar, hafi valdajafnvægið tekið að raskast og það á köflum hangið á bláþræði. Svo var ætt í stríð 1914 sem átti að klárast fyrir jólin. Lítið sætt stríð.  Aðdragandinn var langur og náði fyrir aldarmótin 1900.

Sama á við ástandið í dag. Valdajafnvægið fór við lok kalda stríðsins og menn hafa reynt að fóta sig í breyttum heimi. Í stað tvípóla heims, kom einpóla. Nú eins og alltaf kemur fram rísandi stórveldi, hér Kína. Í mótun virðist vera aftur tvípóla eða fleirpóla heimur. Vonandi í þessum ferli, slá menn ekki feil keilur og asnist út í stríð.  Bloggritari hefur það á tilfinningunni að heimska stjórnmálamanna taki enn og aftur yfir og það stefni a.m.k. í álfustríð eða þriðju heimsstyrjöld.

 

 


Var morðið á John F Kennedy samsæri? Enn um forseta tilræði

Athyglisverðar eru nýjar upplýsingar sem hafa borist um morðið á Kennedy. Leyniskjöl hafa verið birt og ný tækni komið fram.

Donald Trump lofaði á rallý með Robert F. Kennedy í gærkvöldi að hann myndi opna öll skjöl sem eru enn sveipuð leynihjúp fyrir almenning.

Margt er  enn skrýtið og óskýrt í sambandi við morðið á Robert F. Kennedy og í dag á morðtilræðið við Donald Trump. Léleg öryggisgæsla og dulkóðaðir reikningar tilræðismannsins sem á að vera ungur "vitleysingur" sem notaði tækifæri sem honum gafst.

Íslenskir fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert talað um íranska morð samsærið á Donald Trump sem tókst að stoppa í fæðingu. En nóta bene, þeir eru ekki hættir og þeir ætla sér að ná að drepa Trump fyrir 5. nóvember. Samkvæmt heimildum telja þeir að afleiðingarnar verði litlar sem engar fyrir þá sjálfa. Þeir hafi allt að vinna að drepa helsta óvin írönsku byltingarinnar.

Morðið á John F. Kennedy - aftaka í beinni útsendingu

Afhverju eftir rúmlega 60 ár er ekk enn búið að leyfa opinbera sýningu  á öllum gögnum er hulin ráðgáta. Margt er ennþá skrýtið. Til dæmis, af hverju hvarf restin af heilanum á JFK?  

Enn förum enn og aftur að kenningum um morðið á John F. Kennedy.

Alltaf hefur verið talað um að Kennedy hafi kannski verið skotinn frá grasbalanum fyrir ofan veginn, þ.e.a.s. ef Oswald hafi ekki kálað honum. Oswald átti að hafa 7 sekúndur til að drepa hann með þremur skotum, skotið úr fjarlægð og ofan frá, sem er einstakt afrek og næsta ómögulegt. Samkvæmt einni kenningu var hann skotinn úr ræsi sem er enn til. Op er á ræsinu og er eins í laginu og skotgat. Byssumaður gat staðið uppréttur og náð góðri skotstöðu. Auðvelt er fyrir laumumorðingja að flýja óséður þaðan, enda neðanjarðar, og komið upp í fjarlægð og tekur það um 45 mínútur neðanjarðar. Þetta passar við höfuðskotið, sem splundraði helminginn af höfuðinu en útgöngugatið kom út um hnakkann eftir að hafa farið skáhalt í ennið framanverðu (ekki í gegnum hnakkann ofan frá!). Athugið að vitnin sem voru fyrir framan grasbalann fræga og hinum megin við götuna, sögu öll að skotið hafi verið þaðan og sést hafi til eins eða tveggja manna. Hópur fólk hljóp þangað til að reyna góma tilræðismanninn /-mennina.

Líklega hafi hálsskotið komið annars staðar frá, samt ekki frá byggingunni sem Oswald var í, því að þá hefði skotið þurft að fara 360 gráður til að hitta hann. Menn skilja ekki af hverju kúlugatið á framrúðunni hafi aldrei verið rannsakað til fullnustu og olli hálssárinu en það kom á undan höfuðskotinu. Sjá má Kennedy fá kúlu í gegnum hálsinn, því að hann grípur um hálsinn og svo aðra kúlu í gegnum ennið eða gagnaugað en sjá má blóðið þyrlast upp og höfuð hans snúa í hægri sveig (sem er eðlilegt ef kúlan kemur að framan og neðan frá ræsið). Sum vitni segja að 11 kúlum hafi verið skotið. 3 kúlur á 7 sekúndum úr riffli sem er einskota og þarf að hlaða? Nei, held ekki. Annað skot kom frá grasbalanum en skotið fór framhjá og í grasið fyrir aftan forsetabílinn. Sjá má menn taka upp kúluna þar á myndum. Svo fékk einn maður steinflísar úr vegkanti á sama tíma. Sem sé: ein skot í gegnum hálsinn, annað í gegnum vinstra herðarblað þegar hann féll við hálsskotið og lokaskotið í gegnum gagnaugað og út um baksvæði hauskúpunnar en þar má sjá að hauskúpann hafði splúndrast. Sjá má á mynd að höfuð forsetans kippist vinstri og upp við síðasta skotið og bendir það til skotið hafi komið frá annarri átt en frá bókasafninu.

Kenningin segir að 8 menn hafi staðið að morðinu, tveir af þaki byggingarinnar með einum stjórnanda, sem Oswald var í, einn í byggingunni við hliðar og vitni sá standa í glugganum með riffill í hendi, einn í ræsinu og einn á grasbalanum fyrir framan forsetabílinn. Aðrir stóðu í mannfjöldanum. Af 90 manns sem spurðir voru hvar þeir héldu að skotin hefðu komið frá, sögðu 57 að þau kæmu frá grassvæðinu þar sem girðingin er.

 

Sjá slóð: 

Vitni eða fólk sem sagt hefur haft upplýsingar, týndi lífið margt hvert á voffengilegan hátt eða hátt í 60 manns.

Svo verður að líta á að lífvörðurinn sem átti að standa á bíl Kennedys, fekk ekki að standa á bílnum á flugvellinum (sem sést á myndum að hann mótmælir á flugvellinum) og þar með opnaðist skotfæri úr öllum áttum að skjóta forsetann! Aðrir bílar í bílalestinni höfðu leyniþjónustumenn standandi á bílunum. Sjá má bremsuljósin á myndbandinu þegar fyrsta skotið hafði hitt Kennedy! Bíllinn var nánast stopp fyrir dauðaskotið. En það er augljóst að það voru margir sem stóðu að morðinu. Núverandi og opinber útgáfan stenst ekki. En hvort að CIA og mafían eða/og Kúbverjar hafi staðið á bakvið, veit ég ekki. Það ætti að grafa lík Kennedy upp og skoða aftur höfuðkúpuna og gera DNA. Eitt er ljóst og það er CIA klúðraði vernd Kennedy 100%. Maðurinn er án lífvarða á bílnum (á meðan hinir bílarnir eru stútfullir af CIA mönnum) sem meira segja krakkar í byssó myndu fatta að væri ekki í lagi; hann látinn fara inn í dauðagildrusvæði þar sem hægt er að salla hann niður í rólegheitum vegna lítils hraða og engar skyttur frá CIA eða fulltrúar sem pössuðu upp á nærliggjandi byggingar. Ef þetta er ekki gildra, þá veit ekki ég hvað.

En hver stóð að morðinu? Lyndon B Johnson er grunaður en Allen Dulles, yfirmaður CIA, hataði hann fyrir brottreksturinn og J.E. Hoover, stofnandi og forstjóri FBI þoldi heldur ekki afskipti þeirra bræða. Veit ekki hvort stjórnkerfið hafi snúist gegn þeim og drepið þá bræður. Sumir segja að menn úr CIA og mafían hafi unnið saman og leigumorðingjarnir hafi verið 8 talsins. Að minnsta kosti hafði Robert Kennedy sett saman sveit CIA sem á móti notaði sama mannskap og mafían en hún átti að ráða F. Castro af dögum. Þessi sveit var sem sé til staðar og svo fengu þeir JFK beint upp í hendurnar þegar hann flaug beint í gin óvinarins í Dallas en þar átti hann marga andstæðinga, sem gátu ekki fyrirgefið honum Svínaflóainnrásina sem misheppnaðist og það að hann vildi ekki gera aðra tilraun. Menn innan CIA hötuðu hann fyrir það, einnig hershöfðingjar og stjórnmálamenn. Svo var það líka það að hann hafði hótað í ræðu að afhjúpa hið "leyndarsamfélag" sem græfi undan lýðræðinu og stjórnkerfinu.

Kúbverjar vissu af fyrirhuguð drápi en gerðu ekkert. Rússar voru lemsbraðir eftir næstu því kjarnorkustyrjöld við Bandaríkin en höfðu náð sátt við BNA í eldflaugadeilunni og höfðu því enga ástæðu til að drepa hann. En mafían hafði ástæðu til að drepa hann, því að hún hafði misst spón úr aski þegar Castro komst til valda og misst þar með spilavítin sín sem hann hafði gerð upptæk. Þegar JFK gerði ekkert sem rétti hlut hennar og stóð jafnvel í veginu, er ekki að spyrja að leikslokum auk sem hann og Robert voru að þjarma að mafíunni....

Eftir stendur mafían sem Robert Kennedy var þá að þjarma að og og samtök kúbverskrar útlaga sem hötuðu JFK fyrir meint svik vegna Svínaflóaárásinnar. Óbeinar sannanir hafa tengt bæði mafíuna og kúbverskrar útlaga við morðið en meira við þá síðarnefndu og Oswald var sannarlega að vinna fyrir þá með dreifingu bæklinga. Benda má á að CIA notaði mafíuna til launmorða innanlands og getur verið að einhver þar hafi staðið á bakvið, háttsettur. Hópur Kúbverja og manfíumanna hafi framkvæmt drápið að beiðni einhvers háttsettan embættismann. Samsæri væri því nærri lagi sem skilgreiningin á morðinu. Ef skotið var úr mörgum áttum, þá má kalla þetta launmorð aftöku! Sem eftirmáli má benda á að 54 manneskjur, sem tengdust morðinu á einhvern hátt, hafa dáið á dularfullan hátt.

Að Oswald hafi verið drepinn í beinni útsendingu (hafði staðfastlega sagt að hann væri fórnarlamb). Jack Ruby var sjálfur tengdur mafíuna. Samkvæmt nýlegum upplýsingum, þá sagði Jack Ruby, næturklúbbseigandinn sem myrti Lee Harvey Oswald, uppljóstrara alríkislögreglunnar FBI að „fylgjast með flugeldunum“ nokkrum klukkutímum áður en John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var ráðinn af dögum í Dallas þann 22. nóvember 1963. Ruby var svo sjálfur á torginu þar sem morðið átti sér stað. Þarf frekari vitnana við?

Hér koma nokkrar slóðir en margar eru horfnar eða lokaður aðgangur að. Hvers vegna?

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ruby-sagdi-fbi-ad-fylgjast-med-flugeldasyningunni-rett-fyrir-mordid-a-kennedy

Hér er góður hlekkur en bendi á að ég er ekki sammála öllu:

 

Hér svo slóð sem sýnir tengsl Jacks Ruby og mafíuna við CIA en hún notaði glæpasamtökin við skítverkin, að drepa andstæðinga:

Mafíutengsl Kennedys (sem hjálpuðu hann til valda en urðu brjálaðir út í hann vegna þess að hann vildi ekki taka Kúbu með valdi en hún var leiksvæði þeirra. CIA hafði notað mafíuna til að reyna að drepa Castro. Mafían sá um launmorð CIA):

 

 


Siðmenning fremur sjálfsmorð en er ekki myrt segir Arnold Toynbee

Fáir Íslendingar þekkja sagnfræðinginn Arnold Toynbee (4. apríl 1889 - 22. október 1975). Hann var jafnfrmat heimspekisagnfræðingur. Hann er þekktastur fyrir 12 binda bókaröðina "A Study of History" (1934–1961). Með gríðarlegri magni og útgáfu  sinni á blöðum, greinum, ræðum og kynningum og fjölmörgum bókum þýddum á mörg tungumál, var Toynbee mikið lesinn og ræddur á fjórða og fimmta áratugnum.

Bloggritari hefur margoft vitnað í Victor Davis Hanson varðandi fall og ris siðmenninga. Sjá nýjustu bók hans: "The End of Everything: How Wars Descend into Annihilation." En þar tekur hann fyrir fimm siðmenningar sem hreinlega voru þurrkaðar af yfirborði jarðar vegna stríða. Sjálfur hefur bloggritari margoft vitnað í örlög eyjaskeggja Havaí sem nú eru hluti Bandaríkjunum. Eyjarnar voru ekki lagðar undir Bandaríkin með vopnavaldi, heldur tók "ofurmenning" yfir "nátúrurmenningu". 

En snúum okkur að Arnold Toynbee sem tekur fyrir fleiri dæmi en bloggritari eða Hanson. Hann lýsir í "A Study of History" uppgangi og falli þeirra 23 siðmenningar sem hann hafði skilgreint í mannkynssögunni. Öfugt við Oswald Spengler, sem taldi að uppgangur og fall siðmenningar væri óumflýjanleg, hélt Toynbee því fram að örlög siðmenningar ráðist af viðbrögðum þeirra við þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Reyndar er sameinandi þemað í bókunum áskorun og viðbrögð.

Ein af byltingarkenndum uppgötvunum Toynbee er sú staðreynd að það hafa verið svo margar háþróaðar siðmenningar. Skiljanlega á Vesturlöndum beinist sögukennsla okkar að okkar eigin siðmenningu með rætur í grískri og rómverskri menningu, en auk þess hafa verið kínverskar, indverskar, majaískar, íslamskar, súmerskar og rétttrúnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt.

Samkvæmt Toynbee byrja siðmenningar að grotna niður þegar þær missa siðferðilegan þráð og menningarelítan verður sníkjudýr, arðrænir fjöldann og skapar innri og ytri verkalýð. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að ýkja hlutverk trúarlegra og menningarlegra verðmætakerfa en vanmeta mikilvægi efnahagslegra þátta í mótun siðmenningar. Svo virðist sem með hækkandi aldri hafi Toynbee orðið enn sannfærðari um mikilvægi andlegu víddarinnar.

Í gegnum 12 binda stórsögu sína útlistar Toynbee hvernig siðmenningar þróast til að bregðast við umhverfisáskorunum sem eru sérstaklega erfiðar. Áskoranirnar ættu hvorki að vera of alvarlegar til að hefta framfarir né of hagstæðar til að hindra sköpunargáfu. Slíkar áskoranir fá svörun hjá skapandi minnihlutanum sem veitir óvirkum meirihluta forystu.

Toynbee komst að því í gegnum rannsókn sína að skapandi minnihlutinn hafði tilhneigingu til að vera almennt dularfullt innblásinn. Ennfremur lýsti hann því yfir að siðmenningar sundruðust vegna óhjákvæmilegrar drýgðar synda, hroka, stolts og sjálfstrausts, sem koma fram í hlutum eins og þjóðernishyggju, hernaðarhyggju og ofríki ríkjandi minnihlutahóps. Þetta siðferðisbrot hefur í för með sér eigin refsirétt (nemesis). Skapandi fólkið, sem er orðið afturhaldssamt, myndar ekki lengur "skapandi úrvalsminnihluta" heldur einfaldlega "elítu ríkjandi minnihlutahópur."

Í meginatriðum heldur Toynbee því fram að þegar siðmenning bregst vel við áskorunum vaxi hún. Þegar það tekst ekki að bregðast við áskorun fer það inn í hnignunartímabil sitt. Toynbee hélt því fram að "Menningarheimar deyji úr sjálfsvígum, ekki af morðum." Morð = innrás óvinaþjóða. Fyrir Toynbee voru siðmenningar ekki óáþreifanlegar eða óbreytanlegar vélar heldur net félagslegra samskipta innan landamæra þess og því háð bæði skynsamlegum og óviturlegum ákvörðunum sem teknar voru.

Ég tel að vestrænir leiðtogar okkar ættu að enduruppgötva spekina sem er útlistuð á síðum A Study of History vegna þess að mér virðist sem Vesturlönd séu ekki lengur að bregðast skapandi við ytri áskorunum og að "skapandi minnihluti" þeirra sé orðinn "tilberar". Þannig samkvæmt Toynbee munu Vesturlönd hnigna endanlega nema nýr andlega hvatinn minnihluti komi fram sem býður upp á nýja skapandi forystu, sem færir samfélagið á nýtt stig meðvitundar og þroska.

Í raun á vestræn siðmenning við tvíþættan vanda.  Annars vegar ytri áskoranir, gjöreyðing siðmenningar/ríkja, sem sérstaklega á við um í dag með tilkomu kjarnorkuvopna. Sífellt fleiri ríki eignast kjarnorkuvopn og það er bara tímaspurtsmál hvenær "rough state" eða harðstjórnarríki ákveður að nú sé tími til að beita kjarnorkuvopnum. Í heiminum í dag eru til 15 þúsund kjarnorkusprengur, nægilega margar til að sprengja heiminn upp mörgum sinnum. Vestræn ríki eiga sér marga óvini, hætturnar steðja hugsanlega frá austri eða Miðausturlöndum.

Hinn vandinn er siðferðisleg upplausn vestrænna samfélaga. Límið, trúin, er farin vegs alls veraldar og ekkert hefur komið í staðinn. Ofgnótt gæða skapar ekki harðgerða einstaklinga, heldur "vesalinga". Flest öll gildi, sem kynslóðirnar hafa hafa metið að séu klassísk og þess virði að halda í og sagan kennt að séu verðmæti, eru undir smásjá endurskoðanasinna sem allir koma af vinstri væng stjórnmálanna. Þeir vilja rífa niður samfélagið og endurbyggja með úttópískum hugmyndum nýmarxismans.

Frjálslindið og stundum harðstjórnin drepur lýðræðið. Frjálslindið drepur lýðræðið með svo öfgakenndri hugmyndafræði að það breytist í stjórnleysi (anarkismi). Réttindin eru endalaus en skyldur fáar. Ekkert samfélag lifir af slíku samansafni sjálfhverfra einstaklinga. Búið er að taka úr sambandi frumhvötina, að stofna til fjölskyldu og eignast afkomendur. Þetta gildir ekki bara um vestræn ríki, heldur þróuð samfélög eins og Japan eða Suður-Kóreu. Fjölmenningin átti að vera lausnin þar sem allir lifa saman í sátt og samlyndi, en leiddi til að til urðu aðskildir menningarheimar, sem búa hlið við hlið en ekki saman. Ekkert sem sameinar fólkið í landinu nema sameiginleg búseta. Ísland er á sömu leið og aðrar vestrænar þjóðir. Vegna fámennis gæti þetta gerst hraðar en annars staðar.

Svo spurningin er, hvort endar vestræn menning í vítislogum kjarnorkustríðs eða hún fremur harakíri? Eða er von samkvæmt Toynbee? Rómversk menning lifði í þúsund ár (eða tvö þúsund ár) og kínversk menning í 2-3 þúsund ár. En þar sem sagan endurtekur sig ekki, er erfitt að spá í spilin. Hraðinn á ris og falli menningar er margfaldur en áður var og því má búast við að fallið, er/ef það kemur, verður hratt. Eins og sviðsmyndin er í dag, er Vestur- og Norður-Evrópa komin á hnignunarskeið en ekki Austur-Evrópa. Hvers vegna skyldi það vera?

Slóð: Arnold J. Toynbee

Tilvitnun í Toynbee: "Of the twenty-two civilizations that have appeared in history, nineteen of them collapsed when they reached the moral state the United States is in now."


Fall Rómaveldis og hugsanlegt fall Bandaríkjanna

Pax Romana og Pax Americana eru hugtök sem notuð eru til að lýsa veldi þessara stórvelda. Bandarískir fræðimenn hafa áhyggjur af að öld Bandaríkjanna taki enda. Hún gerir það á endanum, líkt og með öll heimsveldi sem rísa og síga í gangverki sögunnar. Spurningin er bara hvenær og hvað tekur við.

Bandaríkjamenn monta sig af því að vera mesta herveldi allra tíma og vera risaveldi. Þeir geta þó ekki státað sig af jafn langri sögu veldis Rómverja, sem stóð í 2000 þúsund ár ef horft er á arftaka Rómverja, Býsan ríkisins.

Hernaðarveldi Rómverja og sigurganga þeirra getur alveg staðist samanburð við Bandaríkin, ef eitthvað er, þá var rómverski herinn einstakur og frumkvöðull í her skipulagi. Allir nútímaherir eru byggðir á rómversku herskipulagi. Líka sá bandaríski.

En hér er ætlunin að bera þessi veldi saman. Erum við að sjá fyrir endalok bandarísku aldarinnar eða eiga Kananir bara slæma tíma um þessar mundir? Förum kerfisbundið í gegnum helstu áhrifaþætti.

Fall Rómaveldis og hugsanleg hnignun Bandaríkjanna eru flókin og margþætt efni sem hægt er að bera saman á ýmsa vegu. Byrjum á pólitíkinni.

Pólitískur óstöðugleiki einkennir bæði veldin, sem kannski er ekki óeðlilegt. Rómaveldi þjáðist af verulegum pólitískum óstöðugleika, með tíðum leiðtogaskiptum og borgarastyrjöldum. Spilling og óhagkvæmni innan stjórnvalda veikti getu ríkisins til að bregðast við ytri ógnum og innri vandamálum. Í Bandaríkjunum má sjá svipaða þróun. Bandaríkin hafa upplifað pólitíska pólun, lokun stjórnvalda og áskoranir við lýðræðisleg viðmið. Áhyggjur af spillingu, hagsmunagæzlu og áhrifum peninga í stjórnmálum endurspegla sum mál sem sást seint í Róm.

Efnahagslegar áskoranir einkenna bæði veldin. Rómverska hagkerfið stóð frammi fyrir alvarlegum vandamálum, þar á meðal verðbólgu, háum skattlagningum og að það að treysta á þrælavinnu. Efnahagslegur ójöfnuður jókst, auður safnaðist meðal elítunnar á meðan almenningur átti í erfiðleikum. Spegilmynd þessa má sjá í Bandaríkjunum. Þau standa frammi fyrir efnahagslegum vandamálum eins og hækkandi ríkisskuldir, stöðnun launa og efnahagslegan ójöfnuð. Fækkun framleiðslustarfa og breytingin yfir í þjónustumiðað hagkerfi hefur skapað efnahagslega truflun fyrir marga starfsmenn. Í stað þræla, nota Bandaríkjamenn ólöglegt vinnafl ólöglegra innflytjenda sem eru í sömu stöðu og þrælar, eiga rétt svo til hnífs og skeiðar.

Helsta stofnun beggja velda er herinn. Rómaveldi stækkaði her sinn um of og gerði það erfitt að verja víðfeðm landamæri sín. Tíðar innrásir og innbyrðis uppreisnir minnkuðu styrk og auðlindir hersins. Undir lok vesturhluta ríkisins, voru hermennirnir að mestu skipaðir málaliðum og útlendingum. Frjálsir borgarar voru orðnir það fáir að erfitt var að fylla raðir hans með frjálsum borgurum. Sjá má þessa þróun innan Bandaríkjahers, latínu mælandi fólk fær bandarískan ríkisborgararétt ef það þjónar í Bandaríkjaher.  Hvítir millistéttar strákar eru ekki lengur velkomnir í herinn og hann á í erfiðleikum með að uppfylla mannöflunar kvóta.

Bandaríkin halda alþjóðlegri hernaðarviðveru (800 herstöðvar um allan heim), sem sumir halda því fram að teygi auðlindir þunnt og stuðli að þrýstingi í ríkisfjármálum. Mál eins og hryðjuverk, netógnir og vaxandi geopólitísk spenna við þjóðir eins og Kína og Rússland bjóða upp á flóknar öryggisáskoranir.

Svo eru það félagslegir og menningarlegir þættir sem skipta hér miklu máli. Rómverska samfélagið sá hnignun í borgaralegri þátttöku og hefðbundnum gildum sem höfðu haldið heimsveldinu saman. Vaxandi traust á málaliða og minnkandi tryggð almennings við miðstjórnina rýrði félagslegri samheldni. Sama þróun er í Bandaríkjunum. Þau hafa upplifað félagslega sundrungu, með umræðum um þjóðerni, innflytjendur og menningarverðmæti. Minnkuð borgaraleg þátttaka og traust til stofnana getur endurspeglað svipaða rýrnun á félagslegri samheldni.

Ytri þrýstingur var mikill á Róm. Innrásir ættbálka villimanna, eins og Gota og Vandala, áttu stóran þátt í falli Vestrómverska heimsveldisins. Samkeppni og átök við önnur ríki og þjóðir þrýstu stöðugt á landamæri Rómar. Það er aðeins öðru vísi þrýstingur á landamæri Bandaríkjanna. Opin landamæri í dag, má rekja til pólitískra ákvarðanna, ekki getu hersins/landamæraliðsins til að stöðva innstreymi ólöglegra innflytjenda. Rómverjar réðu hreinlega ekki við barbarananna og heilu þjóðirnar settust að innan landamæra ríkisins og reyndu ekkert að samlagast. Barbaranir héldu tungu og siði. Bandaríkin standa frammi fyrir samkeppni frá vaxandi stórveldum eins og Kína, sem og aðilum utan ríkis sem ögra alþjóðlegum áhrifum þeirra. Romana civitas hætti að skipta máli og samheldnin var úr sögunni. Borgararnir meira segja flúðu á náðir barbaranna, þar sem engin skattaánauð og verðbólga var fyrir hendi.


Efnahagsleg og tæknileg samkeppni skapar einnig ytri þrýsting.

Tækni- og byggingarmunur var töluverður. Tækniframfarir Rómar, þótt þær hafi verið áhrifamiklar fyrir sinn tíma, féllu að lokum á bak við vaxandi þarfir heimsveldisins. Innviðir, eins og vegir og vatnsveitur, rýrnuðust án viðunandi viðhalds. Bandaríkin eru enn leiðandi í tæknimálum, en innviðamál eins og úrelt samgöngukerfi og stafræn gjá bjóða upp á áskoranir. Hröð tæknibreyting skapar bæði tækifæri og en einnig truflanir. Tækni framfarir, tölvutæknin og gervigreindin skilur Róm og Washington að. Þannig að það er ekki alveg hægt að bera saman þessi ríki. Til þess skilja of margar aldir og það að nútíminn á sér engar hliðstæður.

Niðurstaða

Þó að það séu hliðstæður á milli hnignunar Rómaveldis og núverandi vandamála sem Bandaríkin standa frammi fyrir, þá er líka verulegur munur á samhengi, umfangi og uppbyggingu.

Bandaríkin hafa hag af háþróaðri tækni, sveigjanlegra stjórnmálakerfi og getu til að læra af sögulegum fordæmum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þá að takast á við pólitískar, efnahagslegar, félagslegar og ytri áskoranir til að koma í veg fyrir svipaða hnignun.

En spurningin er, er mannlegt eðli slíkt að Bandaríkjamenn eru dæmdir til að endurtaka mistök Rómverja?  Er það ekki hinn mannlegi breyskleiki sem leiðir til fallsins? Ef svo er, þá skiptir engu máli hvort viðkomandi er Rómverji eða Bandaríkjamaður, sama hversu hátt tæknistigið er, báðir eru dæmdir til að fljóta með öldugangi sögunnar.


Normandí innrásin og sigur á Öxulveldunum

Rúnar Kristjánsson skrifaði ágæta blogggrein um áhrif Normandí innrásarinnar.  Því miður býður hann ekki upp á að hægt sé að gera athugasemdir við greinar hans. Því verður hér aðeins fjallað nánar um þessa innrás.

Við erum sammála um að Normandí hafi verið örþrifaráð Bandamanna til að koma í veg fyrir að Sovétríkin (ekki Rússland, heldur 15 ríki sem eru ekki lengur í ríkjasambandi) legðu undir sig Vestur-Evrópu alla, Balkanskaga og jafnvel Grikkland. Sovétríkin unnu nasistríki Hitlers, ekki bandamenn. Þar erum við sammála. En varðandi Normandí innrásina. Málið er ekki eins einfald og ætla mætti við fyrstu sýn.  Það er nefnilega gríðarlega erfitt að stefna innrásarflota yfir Ermasund. Í hvora áttina sem er. 

Kíkjum fyrst á sögu innrása í England síðan á tímum Rómverja áður en farið verður í hvers vegna Normandí innrásin átti sér ekki stað fyrr. Nóta bene, Kínverjar glíma við sama vandamál varðandi Taívan í dag og Bandaríkjamenn er þeir studdu Svínaflóa innrásina á tímum Kennedy. Sama ástæða og hugmyndir Danakonungs og Noregskonungs um að leggja undir sig Ísland á miðöldum tókst ekki nema með hjálp innlendra meðreiðarsveina.

Júlíus Sesar reyndi að leggja undir sig England án árangur. En svo kom rómverska innrásin (43 e.Kr.).  Undir forystu Claudiusar keisara réðust Rómverjar inn og hertóku stóra hluta Bretlands með góðum árangri. Þetta markaði upphaf rómverska Bretlands, sem stóð til um 410 e.Kr.

Svo yfirgáfu rómverskar hersveitir England án þess að kveðja kóng eða prest. Þá hófust engilsaxnesku innrásirnar, bylgjur árása frá svæði sem nú er Danmörk og Norður-Þýskland. Þetta gerðist á 5. og 6. öld. Þetta tímabil leiddi til stofnunar nokkurra engilsaxneskra konungsríkja.

Svo kom víkingaöldin sem eru víkingainnrásir  og stóðu frá 8. til 11. öld. Má þar helst nefna heiðna herinn mikla (865 e.Kr.) og Íslendingar voru hluti af. Stór víkingaher réðst inn og stofnaði Danalög í hluta Englands. Og innrás Sveins tjúguskeggs konungs Danmerkur árið 1013, sem leiddi til stutts tímabils Dana undir stjórn sonar hans Knúts mikla (1016-1035).

Normana innrásin 1066 sem var sú innrás sem hafði mest áhrif á Bretland, meiri en nokkur önnur og verulegum menningar- og stjórnmálabreytingum sem fylgdu í kjölfarið.

Svo eru ótaldar skosku innrásirnar á ýmisum tímabilum.  Á miðöldum voru nokkrar innrásir frá Skotlandi inn í Norður-England, oft á tímum pólitísks óstöðugleika. Áberandi dæmi eru innrásir Davíðs I. Skotlandskonungs á 12. öld og sjálfstæðisstríð Skotlands á 13. og 14. öld.

Spænska flotinn (1588) reyndi að taka England. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið innrás á landi (ætluðu að reyna landtöku), var spænski innrásarflotinn mikilvæg tilraun Spánverja til að ráðast inn í England frá sjó. Flotinn var að lokum sigraður af enska sjóhernum og slæmum veðurskilyrðum.

Svo er það hin glæsilega bylting (1688).  Einnig þekkt sem blóðlausa byltingin, þetta var innrás Vilhjálms af Orange (William III) frá Hollandi. Hann steypti James II Englandskonungi af stóli með lágmarksmótstöðu, sem leiddi til verulegra stjórnarskrárbreytinga.

Nú er kannski ekki sanngjarnt að bera saman innrásir sem gerðust fyrir árþúsund og samtíma tilraunir. Kíkjum þá á tilraunir Napóleons og Hitlers til að taka Bretland.

Innrásartilraunir Napóleons (1803-1805). Napóleon Bonaparte ætlaði að ráðast inn í Bretland snemma á 19. öld sem hluti af víðtækari herferð sinni til að ráða yfir Evrópu. Innrásaráformin fólu í sér að byggja stóran flota innrásarpramma og safna hermönnum á frönsku ströndinni. Hjómar líkt og með Normandí innrásina, ekki satt?

En hvað stoppaði Napóleon? Fyrir hið fyrsta var tap í sjóorrrustunni við Trafalgar (1805). Fyrirhuguð innrás var stöðvuð fyrst og fremst vegna yfirráða breska konunglega sjóhersins á sjó, sem dæmi um afgerandi sigur Nelson aðmíráls í orrustunni við Trafalgar. Þessi ósigur sjóhersins kom í veg fyrir að Frakkar gætu tryggt nauðsynlega stjórn á Ermarsundi til að hefja innrás.

Kíkjum á áætlanir Hitlers, en við munum að innrásarleiðirnar liggja í báðar áttir.

Aðgerðin Sæljón (1940) kallaðist innrásaráætlun Hitlers. Í seinni heimsstyrjöldinni skipulagði Adolf Hitler innrás í Bretland, með kóðanafninu Aðgerðin Sæljón. Ætlunin var að fylgja eftir hröðum sigrum Þjóðverja í Vestur-Evrópu árið 1940.

Munurinn á tilraunum Napóleon og Hitlers, er að nú þurfti að tryggja yfirráð í lofti áður enn innrásartilraun væri möguleg. Í hönd fór því loftbardagi sem kallast "Orrustan um Bretland". Þýski flugherinn (Luftwaffe) þurfti að ná yfirburði í lofti yfir Royal Air Force (RAF) til að innrásin gæti haldið áfram. Orrustan um Bretland var mikilvæg flugorrusta sem barist var á milli RAF og Luftwaffe frá júlí til október 1940. Árangursrík vörn RAF kom í veg fyrir að Þýskaland næði yfirráðum í lofti.

Í báðum tilfellum, hjá Napóleon og Hitler (og Sesars), drógu atburðir þá frá því að halda til streitu innrásar fyrirætlanir sínar. Þeim öllum tókst ekki að tryggja hernaðaryfirburði á Ermasundi og vegna þess að þeir höfðu allir góða ráðgjafa, var hætt við.

Þessar tilraunir undirstrika hernaðarlegt mikilvægi yfirburða flota og flugher við skipulagningu og framkvæmd innrása á Bretland (og yfir til Frakklands). Bæði Napóleon og Hitler stóðu frammi fyrir verulegum áskorunum við að sigrast á náttúrulegum landfræðilegum vörnum Bretlands og ægilega konunglega sjóherinn og konunglega flugherinn í tilfelli Hitlers.

Snúum okkur að Normandí innrásina. Hér ætla ég að treysta aðeins á Wikipedía til að muna eftir öllum þáttum. Textinn er því að miklu leyti kominn frá blessuðu Wikipedíu (sem stundum lýgur).

Skipulags- og skipulagsáskoranir: Umfang innrásarinnar krafðist nákvæmrar skipulagningar og samhæfingar. Bandamenn þurftu að safna gífurlegu magni af mönnum, búnaði og birgðum, sem tók töluverðan tíma að skipuleggja. Innrásin náði til margra þjóða og þjónustu, sem krefjast flókinnar samhæfingar.

Uppbygging herafla: Byggja þurfti upp sveitir bandamanna í Bretlandi áður en hægt var að reyna innrásina. Þetta innihélt þjálfun hermanna, safna skriðdrekum, skipum, flugvélum og öðru nauðsynlegu stríðsefni.

Blekking og njósnir: Bandamenn stunduðu umfangsmiklar blekkingaraðgerðir (Operation Bodyguard) til að villa um fyrir Þjóðverjum um tímasetningu og staðsetningu innrásarinnar. Þessar aðgerðir þurfti að skipuleggja vandlega og framkvæma til að tryggja árangur þeirra og halda Þjóðverjum í óvissu um hið sanna innrásarpunkt.

Að tryggja yfirburði Atlantshafsins og í lofti: Bandamenn þurftu að tryggja öryggi birgðalína sinna í Atlantshafinu og ná yfirburði í lofti yfir innrásarsvæðinu. Um var að ræða umfangsmiklar flota- og loftaðgerðir sem leiddu til innrásarinnar.

Veðurskilyrði: Innrásin krafðist ákveðins veðurskilyrða til að ná árangri. Þetta þýdidi meðal annars fullt tungl fyrir skyggni við næturaðgerðir, fjöru til að bera kennsl á og forðast strandhindranir og lygnan sjó fyrir lendingarfarið. Slæmt veður á Ermarsundi seinkaði innrásinni sem upphaflega var áætlað 5. júní 1944.

Strategísk sjónarmið: Tímasetning innrásarinnar var undir áhrifum frá öðrum aðgerðum og stríðsvettvöngum. Til dæmis, ítalska herferðin, sem hófst árið 1943, hafði það að markmiði að beina þýskum auðlindum og athygli frá Norður-Frakklandi.

Tækniþróun: Ákveðnar tækniframfarir og nýjungar, eins og þróun Mulberry hafnanna (gervi flytjanlegar hafnir) og PLUTO (Pipeline Under the Ocean) til að útvega eldsneyti, voru nauðsynlegar fyrir velgengni innrásarinnar og tók tíma að þróa og koma á framfæri.

Pólitískir þættir: Forysta bandamanna, þar á meðal Roosevelt, Churchill og Stalín, varð að koma sér saman um tímasetningu og stefnu innrásarinnar. Diplómatísk sjónarmið og nauðsyn þess að viðhalda sameinuðu vígi meðal bandamanna áttu þátt í tímasetningunni.  Hér sleppir Wikipedíu....en ég tek við! 

Wikipedía minnist ekki á orrustuna um Atlantshafið sem skipti öllu máli um að hægt væri að safna saman nógu stóran her í Bretlandi til að gera innrás yfir Ermasund.  Þýsku kafbátarnir lokuðu nánast á skipasamgöngur milli Ameríku og Bretlands þar til 1943. Árangursrík herferð þýska kafbátaflotans tók verulegum breytingum 24. maí 1943 er yfirflotaforingi þýska sjóhersins, Karl Dönitz aðmíráll, var brugðið yfir miklu tjóni kafbátaflotans (41 U-bátum var sökkt í þessum mánuði) og skipaði hann tímabundinn brottflutningur "úlfaflokka“ U-kafbáta frá Norður-Atlantshafi. Loks gátu Bandamenn flutt nógu mikið af hergögnum og herafla fyrir Normandí innrásina.

Snúum okkur aftur að góðri grein Rúnars sem ég er sammála að mestu hvað varðar pólitíkina í kringum innrásina.  En við erum ekki sammála um að Rússar (ekki til sem þjóðríki þá) hafi verið einhverjir bjargvættir. 

Það gleymist að það voru þrjú hugmyndakerfi sem börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, kommúnisminn og fasisismi. Sameiginlega tókst lýðræðisríkin ásamt kommúnistaríkjum að sigrast á fasistaríkjum. En kommúnisminn átti eftir að hanga á horriminni til 1991 með ómældar þjáningar fyrir það fólk sem lentu undir helsi kommúnismans. Og það er staðreynd að kommúnisminn leiddi til dauða fleiri manna en fasistaríkjunum tókst að kála.

Rúnar segir:

"Það gleymist yfirleitt að hugsa til þess, að þegar Rússar voru búnir að reka nasistaherina út fyrir landamæri Sovétríkjanna, héldu þeir áfram og sópuðu herjum Hitlers á undan sér land úr landi. Þannig frelsuðu þeir margar þjóðir undan oki nasismans, og það jafnvel þjóðir sem höfðu barist með Þjóðverjum fyrir atbeina leiðtoga sem gengið höfðu til liðs við nasista. Og í þeim átökum og í þeirri baráttu, var rússnesku blóði úthellt ómælt til að losa þessar þjóðir við Hitler-ismann. Rússneska þjóðin missti ekki 27 milljónir þegna sinna í seinni heims-styrjöldinni fyrir ekki neitt!" 

Þarna er ekki tekið inn í dæmið að Stalín slagaði sjálfur hátt upp í drápum Sovétborgara og Hitler en að minnsta kosti 20 milljónir manna lágu í valinu eftir hann áður en Hitler gerði innrás. Ef Austur-Evrópubúinn er spurðu hvort að hann hafi verið frelsaður af Rauða hernum, er svarið þvert nei! Aðeins var skipt um kúgunarkerfi.  Evrópa fékk fullt frelsi 1991 er helsi kommúnismans var aflétt!


Hvað ef saga

Bloggritari fékk ágætis athugasemdir við síðustu grein sem fjallar um Normandí innrásina. Hér kemur svar mitt við þær athugasemdir og samvegis viðbót.

Hvað ef spyrja menn þegar þeir velta fyrir sér hvernig sagan hefði getað þróast.... Við sjáum það þegar Forn-Grikkir sigruðu Persi tvisvar gegn allar líkur. Þegar Napóleon, sem er sá sem er ef til vill líkastur Hitler í stórveldisdraumum sínum, sigraði andstæðinga sína ítrekað. Það er auðvelt að segja, eftir á, hvernig útkoman úr stríðsátökum verða. Eða þegar Pétur mikli gerði vanþróaðsta ríki Evrópu, Rússland að stórveldi? Eða þegar konungur Prússa, Friðrik hinn mikli gerði Prússland að hernaðarveldi og var fyrirrennari Þýskalands? Og myndin af honum hékk á vegg í byrgi Hitlers? Hvað ef Hitler hefði ekki skipt hernum í tvo hluta er Barbarossa innrásin átti sér stað? Það er auðvelt fyrir okkur að dæma er við lítum í baksýnisspegilinn.  Auðvitað fór þetta svona segjum við þegar við vitum alla málsþætti.

Þá er spurt: Vitið þið til dæmis hvernig Úkraínustríðið endar? Hver sigrar og hver tapar?  Og sjáum við það þegar ákveðin samfélagsþróun á sér stað að hún sé að gerast? Oft sést hún ekki fyrir nokkrum árum síðar.

Svona að gamni og í lokin. Munið þið eftir bíómyndinni Vaterland/Fatherland með Rutger Hauer? Þar kemur fram annars konar endir á seinni heimsstyrjöld. Plottið er eftirfarandi:

Misbrestur innrásarinnar í Normandí veldur því að Bandaríkin hætta þátttöku í Evrópustríði síðari heimsstyrjaldarinnar og Dwight D. Eisenhower hershöfðingi hættir með skömm. Bandaríkin halda áfram Kyrrahafsstríðinu gegn Japan og undir forystu Douglas MacArthur hershöfðingja notar þau kjarnorkusprengjur til sigurs. Í Evrópu nær nasista-Þýskalandi að framfylgja innrás sinni í Bretland með góðum árangri, sem leiðir til þess að Georg VI konungur flýr með fjölskyldu sinni til Kanada og heldur áfram að stjórna breska heimsveldinu. Undir eftirliti nasista endurheimtir Edward VIII hásætið í Bretlandi árið 1947 og Wallis Simpson verður drottning hans.

Winston Churchill forsætisráðherra fer einnig í útlegð í Kanada og dvelur þar til dauðadags 1953. Þýskaland sameinar restina af Evrópu, nema hlutlausa Sviss og Vatíkanið, inn í Stór-Þýska ríkið, sem er skýrt "Germania". Að minnsta kosti á yfirborðinu er þýskt samfélag að mestu hreint og skipulagt og SS er endurskipulagt í úrvalslögreglu á friðartímum.

Ríkið er enn í eilífu stríði sínu gegn Sovétríkjunum, sem er enn undir forystu hins 85 ára gamla Jósefs Stalíns langt fram á sjöunda áratuginn. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 eru ljúka með sigri Joseph Kennedy, en gyðingahatur hans er vel þekkt. Hann gefur nasistaleiðtogum tækifæri til að binda enda á kalda stríðið milli beggja ríkjanna og tryggja aðhald við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Rómönsku Ameríku. Árið 1964, þegar 75 ára afmæli Adolfs Hitlers nálgast, heldur Kennedy á leiðtogafund í Þýskalandi, en landamæri þess eru opnuð fyrir fjölmiðlum frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.

Viku fyrir leiðtogafundinn uppgötvast lík fljótandi í stöðuvatni nálægt Berlín af Hermann Jost, sem er SS-kadett í þjálfun. SS maðurinn Xavier March, rannsóknarlögreglumaður í Berlín, fær málið úthlutað og spyr Jost, sem viðurkennir að hafa séð líkið vera hent af Odilo „Globus“ Globočnik, Obergruppenführer í Gestapo og hægri hönd SS-leiðtogans, Reinhard Heydrich. Í ljós kemur að látni maðurinn er Josef Bühler, embættismaður nasistaflokksins á eftirlaunum sem stjórnaði búsetu gyðinga á þýsk svæði í Austur-Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Gestapo tekur við málinu af ástæðum "ríkisöryggis" og Jost deyr í þjálfunarslysi. Til að gera langa sögu stutta, þá uppgötvar March að gyðingarnir sem áttu að fá ný heimkynni í Austur-Evrópu er útrýmt í massavísu.

Þetta er hvað ef... en núna vitum við, eftir á....að Hitler var líklega kominn með Parkinson veikina og hefði líklega ekki lifað til sjötugs aldurs. Stalín dó  1953 af heilablóðfalli og hann því ekki verið langlífur. Churchill hins vegar lifði til 1965. Þannig að plottið í Vaterland gengur að hluta til ekki upp. Útrýmingarbúðir nasista voru "opinbert" leyndarmál allt stríðið en fáir vissu af því eða vildu vita af því. Aldrei hefur verið gert upp við Gúlag kommúnista (sama morðæðið þar en menn drepnir í massavís með hungri, vosbúð og þrælkun í stað þess að vera drepnir í sláturhúsi). Gerðist þessi saga eða ekki? Gerðist hún ekki, bara vegna þess að Bandamenn ákváðu að láta stríðsglæpi Sovétmanna liggja milli hluta eftir stríð?

"Allt sem ég veit er að ég veit ekkert" sagði Sókrates....


Endir alls - nýjasta bók Victor Davis Hansen fjallar um endalok heimsvelda og siðmenningar

Victor Davis Hanson segir: "Það er ekki til nokkuð sem kallst nútíma heimur. Þrátt fyrir tækni er mannlegt eðli það sama. Reyndar getur framganga tækninnar leitt til siðferðislegs afturhvarfs, þar sem allsnægtir og tómstundir tæra eðli einstaklinga og þjóða, freista einstaklinga og þjóða til sjálfs eyðileggingar.

Victor Davis Hanson, hinn klassíski sagnfræðingur hjá Hoover-stofnunarinnar, sem margoft hefur verið vitnað hér í, á þessu bloggi, kemur inn á þetta í nýjustu bók sinni, The End of Everything: How Wars Descend Into Annihilation. Hann segir sögu fjögurra ríkja og siðmenningar sem voru algjörlega útrýmt af stríði og eigin "hybris" og barnaskapar.... Þessi bók fjallar um blómstrandi siðmenningar sem eru teknar niður á blóma skeiði, oft með tiltölulega lítilli fyrirvara, með gríðarlegum geopólitískum afleiðingum."

Siðmenningar hrynja af mörgum ástæðum og þessa dagana höfum við ekki svo miklar áhyggjur af stríði heldur loftslagsbreytingum og náttúruhamförum. Hins vegar, eins og Hanson bendir á,  sem er líka hernaðarsagnfræðingur varar við, þá er ekki útilokað að nútíma óvinur (Pútín) gæti reynt að eyða andstæðing (Úkraínu) eins örugglega og Cortés steypti Astekum "Trúleysingi, og raunar fáfræði, ríkisstjórna og leiðtoga samtímans um ásetning, hatur, miskunnarleysi og getu óvina þeirra kemur ekki á óvart," skrifar Hanson, sem skoða heim þar sem þjóðarmorð er ekki ókunnugt fyrirbrigði.

Sumir sagnfræðingar halda að fyrsta þjóðarmorðið hafi verið í Karþagó, sem Rómverjar lögðu í rúst í þriðju af þremur hörðum alls herjar stríðum, en fyrstu tvö þeirra ætluðu að tryggja Rómverja sigur en ekki endilega eyðileggingu en sú síðasta gerði. Eyðileggingin á borginni markaði endalok ákveðina siðmenningar og endalok upprennandi stórsveldis sem hefði getað verið heimsveldið sem Róm varð síðar.

Hvernig Róm lagði áherslu á eyðileggingu óvinarins vekur Hanson sem hernaðarmann og taktíker til umhugsunar, en það virðist ljóst af frásögn hans að Karþagó, sem varð við flestum kröfum Rómar, var á þeim tímapunkti að mestu saklaust fórnarlamb - hliðstæða, það er að segja við Úkraínu.

Óbilgjarnari var Þeba, kannski hliðstæða Taívan í ljósi Kína í dag, útrýmt fyrir hendi Alexanders mikla, sem sá í tortímingunni "merki hvers kyns makedónskra keppinauta að hásætinu að Alexander væri miskunnarlaus, og kæruleysislega og ófyrirsjáanlegt." Victor Davis Hanson fer djúpt í hernaðarvandamál, en hann skrifar lifandi um mál sem máli skipta, þar á meðal stórborgirnar Konstantínópel og Tenochtitlán - borgir, bendir hann á, sem eru enn ril löngu eftir að fyrrverandi eigendur þeirra voru sendir í eilífina.

Hanson tilgreinir fimm lykilþætti sem stuðla að stigmögnun stríðs yfir í níhilisma: hybris, fætt fyrst af velgengni og leiðir til oftrausts og kærulausrar útvíkkunar stríðsmarkmiða; þjóðernishyggja og hugmyndafræði, umbreyta átökum í tilvistarbaráttu gegn óhlutbundnum óvinum; algert stríð, þoku mörkin á milli stríðsmanna og óbreyttra borgara og lögfesta hömlulaust ofbeldi; tækni, sem útvegar sífellt skilvirkari leiðir til eyðingar og eykur umfang eyðileggingarinnar; og veðrun hefðbundins siðferðis, sem veikir hömlur sem eru á villimennsku og grimmd.

Bókin reifar söguleg dæmi af nákvæmni til að sýna hvernig þessir þættir hafa komið fram í ýmsum átökum. Victor Davis Hanson kafar ofan í Pelópsskagastríðið, þar sem aþenskur húmor leiddi til grimmilegrar herferðar gegn Melos, sem skapaði fordæmi fyrir óheftan hernað. Hann skoðar frönsku byltinguna og Napóleonsstyrjaldirnar, þar sem hugmyndafræðilegur eldmóður ýtti undir átök víðsvegar um álfuna sem urðu óþekkt blóðsúthellingar. Hann greinir bandaríska borgarastyrjöldina, þar sem hugmyndin um algert stríð tók rætur, sem leiddi til eyðileggingar suðursins og hernaðaraðgerðir beindust að almennum íbúum.

Þegar Victor Davis Hanson fer inn á 20. öldina, kannar hann heimsstyrjöldin tvær, þar sem tækniframfarir og hugmyndafræðilegt ofstæki sameinuðust til að skapa átök af ólýsanlegum stærðargráðum og grimmd. Hann greinir helförina, skelfilega birtingarmynd algerrar rýrnunar siðferðilegra landamæra, og kjarnorkusprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, sem markar ógnvekjandi nýtt tímabil þar sem möguleiki er á alls herjar tortímingu.

Greining Victor Davis Hanson er ekki takmörkuð við fortíðina. Hann heldur því fram að þessir þættir eigi enn við á 21. öldinni, þar sem uppgangur nýrrar tækni og hugmyndafræðilegrar öfgastefnu skapi verulegar ógnir. Hann varar við sjálfsánægju og hvetur til endurnýjunar áherslu á að skilja gangverk stríðs og hættu á stigmögnun. Hann kallar eftir því að siðferðislegar takmarkanir séu endurteknar og skuldbindingar til diplómatíu og aðhalds, viðurkenna að veðmálið sé meira en nokkru sinni fyrr á tímum áður óþekktra eyðileggingarmöguleika. Hann hefur miklar áhyggjur af Bandaríkin sem heimveldi og varar við núverandi merki um hnignun þeirra.

h

Hér varar Vicor við falli Bandaríkjanna:


Eru Bandaríkin á sömu leið og Rómarveldi spyr Thoms Sowell:


Fyrir þá sem vilja sósíalista á Bessastaði, er þetta forvitnilegt myndband:


Forsetasetrið Bessastaðir

Forsetaframbjóðandinn Arnar Þór minnist á í bloggi sínu að Hrafnseyri væri tilvalinn staður ef Bessastaðir væru ekki í boði, fyrir forsetasetur. Þetta er frumleg hugmynd en er það svo? Hrafnseyri er mjög afskekktur staður á Vestfjörðum og aðgengið að forseta Íslands lítið sem ekkert. Ef það væri einhver staður sem hentaði undir forsetann, þá væri það Þingvellir.

Hins vegar eru Bessastaðir sögulega séð rétti staðurinn fyrir valdhafa á Íslandi en Snorri Sturluson eignaðist staðinn, ekki er vitað nákvæmlega og ekki er vitað hvort hann hafi nokkru sinni búið þar og er það ólíklegt. Hann batt sitt túss við Skúla jarl eins og alþjóð veit og missti lífið fyrir vikið 1241. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Þeir voru að vísu valdalitlir og þorðu oft á tíðum ekki að ríða langt frá staðnum nema í fylgd vopnaðra manna, þá helst aðeins á Alþingi eða í Hólminn (Reykjavík).

Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.  Ólafur Stephensen, stiftamtmaður (1790-1806), sat ekki á Bessastöðum og hann lét staðinn eftir til skólahalds fyrir Lærða skólann sem þá var nefndur Hólavallaskóli árið 1805. Eftir það nefndist hann Bessastaðaskóli sem starfaði til 1846. 

Á síðari hluta 19. aldar voru Bessastaðir í einkaeigu og síðastur þeirra einkaaðila, Sigurður Jónasson forstjóri, afhenti ríkinu jörðina að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur. Sveinn Björnsson ríkisstjóri sat þá staðinn þar til hann var kosinn forseti Íslands 1944. Hann nóta bene var stjórnsamur og sýndi fram á að forsetaembættið er valdastaða, ekki skrautstaða eða táknræn staða. Því miður hafa fæstir forseta síðan skilið hlutverk forsetans né stjórnarskránna en það er önnur saga.

Þannig að það megi segja söguleg hefð er að æðsti valdhafi Íslands sitji á Bessastöðum. Áður var staðurinn afskekktur en er nú steinsnar frá höfuðborginni, stjórnkerfinu og Alþingi. Þó sér forsetaembættið ástæðu fyrir að forsetinn eigi sér skrifstofu á Sóleyjargötu eftir að Ólafi og Davíð lenti saman um árið eins og margir muna. Þarna mætti spara.

En Bessastaðir er í glæsilegu umhverfi, (sveitar)bær í borg, og aðkoman fyrir erlenda þjóðhöfðingja að "Hvíta húsi" Íslendinga hlýtur að vera stórkostleg, með útsýni til allra átta er ekið er heimreiðina að forsetasetrinu. Með Snæfellsjökullinn í vestri, Esju í norðri, Garðarholt, Álftanes sjálft og Reykjanes skagann í suðri og Garðabæ og Hafnarfjörð í austri.

Aðgengi almennings að Bessastöðum hefur í gegnum tíðina verið gott, en eftir að lögreglumaður tók upp fasta aðsetur á staðnum, komu upp bannskilti og ekki eins vel séð að fólk gangi fram hjá og út á Seiluna. Því hefur jafnvel verið stuggað í burtu. Það er ekki gott, því að Bessastaðir er þjóðareign Íslendinga. 

En vonandi fer ekki eins fyrir Bessastöðum og Hvíta húsinu sem var byggt í mýrlendi og  John Adam flutti í hálf karað í nóvember 1800, að lenda í að vera í miðri borg. Það er mikið byggt á Álftanesi um þessar mundir.


Æviágrip Snorra Sturlusonar

- Snorri Sturluson (1179 –1241) var íslenskur sagnaritari, skáld og stjórnmálamaður.
- Höfundur Snorra-Eddu (goðafræði) og Heimskringlu (sögu norsku
konunganna). Líklegt að hann sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar.
-Snorri bjó fyrst á Borg á Mýrum en lengst af í Reykholti í Borgarfirði.
- Faðir Snorra er Sturla Þórðarson í Hvammi, Dölum.
- Í fóstri hjá Jóni Loftssyni í Odda og menntaðist þar.
- Sumarið 1218 sigldi Snorri frá Íslandi til Noregs. Skúli jarl Bárðarson var þá  valdamesti maður í Noregi, enda var Hákon konungur aðeins 14 ára. Snorri dvaldi hjá Skúla jarli um veturinn og urðu þeir miklir vinir. Var Snorri gerður að hirðmanni konungs og naut mikillar hylli..Vildu þeir Skúli og Hákon konungur að Snorri reyndi að koma Íslandi undir vald Noregskonungs sem hann reyndi ekki.

- Sturla Sighvatsson, bróðursonur Snorra, gerðist maður Hákons konungs 1235 og reyndi að koma Ísland undir Noregskonungs.

- Sturla hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og árið eftir, þegar Snorri hafði yfirgefið Þorleif Þórðarson frænda sinn rétt fyrir Bæjarbardaga, sigldi hann til Noregs.
- Snorri var í Noregi tvo vetur en 1239, eftir að frést hafði af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga, vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. Út vil eg, sagði Snorri, hafði orð konungs að engu og sneri heim.
- Uppreisn Skúla jarl gegn Hákoni konung 1240 misheppnaðist og hann drepinn. Vinur hans, Snorri, álitinn landráðamaður og drepinn 1241.
- Snorri var tvíkvæntur. Fyrri kona hans (g. 1199) var Herdís Bersadóttir (d. 1233). Börn: Hallbera og Jón murtur.
- Seinni kona Snorra var Hallveig Ormsdóttir (um 1199 - 25. júlí 1241) en börn þeirra Snorra dóu öll ung.
- Börn með frillum sínum. Þar á meðal voru Órækja Snorrason, Ingibjörg fyrri kona Gissurar Þorvaldssonar og Þórdís, seinni kona Þorvaldar Snorrasonar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband