Færsluflokkur: Útvarp
"Útvarp Saga er frjáls og óháð íslensk útvarpsstöð sem byggir dagskrá sínna nánast eingöngu á talmálsdagskrá 24. tíma á sólarhring.
Útvarp Saga var stofnuð árið 1999 af Norðurljósum sem þá var í eigu Jóns Ólafssonar athafnarmanns. Í upphafi var dagskrá stöðvarinnar lögð undir íslenska tónlist. Stefnunni var umbreytt árið 2002 þegar Útvarp Saga varð að talmálstöð. Árið 2003 keypti starfsfólkið Ingvi Hrafn Jónsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Sigurður G. Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson stöðina af Norðurljósum.
Árið 2003 stóð Arnþrúður eftir ein sem eigandi stöðvarinnar, eftir að hafa keypt þá félaga út úr félaginu. Arnþrúður hefur verið 100% eigandi í tæpa tvo áratugi og er að hefja 20. starfsárið sitt sem útvarpsstjóri. Arnþrúður Karlsdóttir er ein kvenna á Íslandi sem hefur verið eigandi og rekið ljósvakamiðil.
Deilur hafa gjarnan verið í kringum Útvarp Sögu, bæði hvað varðar dagskrá og rekstur. Þá hefur Útvarp Saga staðið í deilum við Póst- og fjarskiptastofnun um útsendingartíðni. Árið 2019 var Arnþrúður dæmd til að greiða 3,3 milljónir auk dráttarvaxta til aðdáanda stöðvarinnar. Deilt hafði verið um hvort fjármunir sem Arnþrúður fékk hefði verið styrkur eða lán."
Það sem hefur einkennt stöðina, þrátt fyrir augljósan hægri halla, en þeir útvarspsmenn og þulir sem starfa hafa á stöðinni teljast til hægri ef marka má orð þeirra sjálfra. Stöðin sjálf segist vera frjáls og leyfir allar raddir að tjá sig. Sumir hafa ekki þolað þetta frelsi og var útvarpsstöðin eitt sinn kærð fyrir ummæli í innhringingatíma og fór málið fyrir dómstóla. Saga vann málið. Allir stjórnmálamenn sem vilja, sama hvaða flokk þeir tilheyra geta komið í viðtal á stöðunni, til vinstri eða hægri. Hún nýtur því töluverðrar virðingar þess vegna.
Stöðin hefur sinn dyggja aðdáendahóp, sumir hringja inn daglega árum saman. Líklega er meðalaldur þeirra sem hlusta í hærri kantinum en það er kannski ekki að furða er haft er í huga að hér er um að ræða talmálsstöð, lítil tónlist heyrist og mikið fjallað um pólitík.
Þar eð útvarpsstöðin er ekki ríkisstyrkt og þarf að berjast á hálffrjálsum auglýsingamarkaði, þá hefur kreppt stundum að er varðar afkomu. Ég held að fastir styrkgjafar, einstaklingar út í bæ, hafi bjargað stöðinni oftar en einu sinni. Stöðin hefur verið talsvari aldraðra, fátækra og öryrkja, sem er kannski engin furða, því að innhringjendur eru margir hverjir úr þessum hópi, sem hefur tíma á morgnanna til að hringja.
Stöðin hefur reynt fá einhvern meðbyr í landi ríkisstyrkrar fjölmiðla, en ekki orðið ágengt. Getur verið að Framsókn sé á móti stöðinni?
"Auk Útvarps Sögu var það Nordic Times Media ehf. sem gefur út landkynningarblöð, og Snasabrún ehf. sem rekur vefinn Handbolti.is", segir í frétt Morgunblaðsins. Þarna er útvarpstöðin í hópi óþekktrar miðla og er rökstuðningurinn fyrir höfnun styrkjar vafasamur. Á sama tíma fékk RÚV hátt í fjögur hundruð milljónir í aukaframlög en aðrir fjölmiðlar aðeins 380 milljónir. Er RÚV ekki að fá heildina um 7 miljarða?
Það er því ekki skrýtið að Arnþrúður Karlsdóttir stefni á að selja tuttugu prósenta hlut í fjölmiðli sínum, Útvarpi sögu eins og kom fram í fréttum nýverið Hún segir það vera erfitt að sjá um fyrirtækið ein.
Útvarp saga á sér ekki bara óvini innan raða stjórnmálaelítunnar, heldur einnig hjá öðrum fjölmiðlum. Ætli megi ekki segja að Stundin sé helsti andstæðingurinn, og ætla má sé á hinum væng stjórnmálanna en hún var stofnun í febrúar 2015. Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana. Hún hefur mónitorar gengi útvarpsstöðvarinnar árlega í fjölda ára og tilkynnir samviskusamlega gengi hennar samkvæmt árreikningum.
Útvarp | 18.12.2022 | 20:39 (breytt kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi spurning vaknar þegar maður pælir í fjölmiðlaumhverfinu í dag. Hér eru til einkareknir fjölmiðlar sem hafa stórkostlega góða dagskrá, svo sem N4, Stöð 2, og Hringbraut, Bylgjan, Útvarp saga og fleiri. Allt fjölmiðlar með íslenskt efni og sumir bara með íslenskt efni með bestu gæðum. Talandi ekki um netið sem gefur kost á að fylgjast með öllum fjölmiðlum heims.
Og þeir sem eiga að vera verjendur frjálsa markaðins, Sjálfstæðisflokkurinn, er aðeins að íhuga að taka RÚV af auglýsingamarkaði, ekki að leggja fjölmiðlinn niður.Hugleysi er þetta.
RÚV gegnir engu öryggishlutverki í dag, hefur lélega dagskrá (mestmegið enskumælandi efni) og það þrátt fyrir að hafa 7 milljarða í meðgjöf árlega. Fréttastofan bullandi hlutdræg og með aðalþul sem hefur verið í hlutverkinu síðan 1977! Einn maður hefur ráðið sýn Íslendinga til umheimisins í næstum hálfa öld og lengi vel eina sýnin þar til Stöð 2 tók til starfa.
Ég sem frjáls einstaklingur, er neyddur með valdboði að borga árlega til RÚV, hvað er það núna, 18 þúsund krónur? Og allir hinir á heimilinu eldri en 18 ára líka. Þetta er töluverður peningur ef hugsað er út í það.
Það er alveg ótrúlegt að aldrei er skorið niður á RÚV, líka í kreppum, en hægt er að skera niður fjárveitingar til vegaframkvæmda, sjúkrahús og aðra innviði.
Fyrir 7 milljarða er hægt að gera marga hluti. Sem dæmi er hægt að bora ein jarðgöng árlega, eyða biðlista eftir skurðaðgerðum o.s.frv.
Ef ríkisvaldið vill endilega fara ofan í vasa mína og þína, af hverju ekki að hafa þann valkost að við ráðum hvaða fjölmiðill fái peninginn? Líkt og við ráðum til hvaða trúfélags (sem og háskóla) við borgum til.
RÚV hverfi af markaði og umfang skorið niður
Útvarp | 17.12.2022 | 13:59 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Árið 2022 er fyrirbrigðið ríkisfjölmiðill ennþá til. Ríkisútvarpið var stofnað 1930 og þótti mikil bylting þegar útvarpsstarfsemi hófst hérlendis. Hvers vegna ríkið átti frumkvæðið, veit ég ekki, en giska á að engir innlendir aðilar hefðu getað eða viljað stofna til útvarpsstarfsemi.
Ein meginrökin fyrir stofnun og viðhalds þessa ríkisapparats, er öryggissjónarmiðið. Að ríkið getið komið skilaboðum áleiðis til almennings vegna hættuástands. Til þess er útvarpið hentugri miðill en einkarekin dagblöð sem hér voru til (af hverju varð ekki til ríkisdagblað?). Hægt var að koma skilaboðum til almennings á rauntíma en dagblöðin kannski bara daginn eftir. Sjómenn fengu t.a.m. veðurfréttir og gátu forðað sér í land ef óvænt óveður bar að garði.
Í stríðinu kom bandaríski herinn upp tímabundinni útvarpsstöð til að miðla fréttum, áróðri og skemmtiefni. Þegar Íslendingar sömdu um áframhaldandi varnir Bandaríkjahers árið 1951 var hafist handa við að koma á fót varanlegum ljósvakamiðlum fyrir dátana segir í blaðagrein DV, sjá slóðina: TÍMAVÉLIN: Brutust inn í Kanasjónvarpið og spreyjuðu á veggi
Svo leið tíminn og upp úr 1950 kom sjónvarpið til sögunnar í BNA og í Evrópu. Þetta var og er enn vinsæll miðill en Íslendingar tóku ekki þátt strax. Það var Bandaríkjaher sem reið á vaðið með sjónvarpsútsendingar 1955.
Kanasjónvarpið er það sem Íslendingar kölluðu sjónvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. ARFTS Keflavik, eða Armed Forces Radio and Television Service Keflavik, hét hún fullu nafni og var starfrækt í rúma hálfa öld.
Sjónvarpsútsending bandaríska herstöðvarinnar á Íslandi (Útvarps- og sjónvarpsþjónusta Keflavíkur; frá 1955 til 1966 eina sjónvarpsútsendingin sem var á Íslandi). En á meðan sumir tóku því fagnandi að fá ókeypis útsendingar á góðu bandarísku efni, töldu aðrir stöðina ógna menningu og þjóðerni Íslendinga.
Íslendingar ákváðu því, líklega mest vegna menningarlegri ástæðu, peningaleg ástæða gæti líka hafa átt sinn þátt, að starfrækja íslenska sjónvarpsstöð undir stjórn íslenska ríkissins. Ríkissjónvarpið var stofnað 1966 og lokað var á opna dagskrá Kanasjónvarpsins. Held samt að það hafi starfað áfram en líklega sem kapalsjónvarp (einhvers sem veit það?). Kanaútvarpið hélt áfram að senda út óhindrað og gat maður hlustað á það á höfuðborgarsvæðinu (á meðan ég var að alast upp).
Íslendingar voru íhaldssamir og engar breytingar gerðar næstu tuttugu ár. En svo var Stöð 2 stofnuð 1986.
Á íslensku Wikipedia segir að í "...stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið."
Ríkisvaldið var nú komið í samkeppni við einkaaðila, bæði hvað varðar útvarpsrekstur en einnig í sjónvarpsreksri. Nú myndi maður halda að RÚV væri orðið óþarfi fyrirbrigði. En stuðningsmenn RÚV héldu þá því fram að það hefði öryggishlutverki að gegna og ætti þvi að starfrækja áfram.
Svo kom næsta bylting í upplýsingamiðlun, sem líkja má við uppfinningu prentverksins. Internetið nær gríðarlegri útbreiðslu í upphafi 21. aldar og hefur síðan verið ráðandi þáttur i miðlun upplýsinga. Farsímar urðu almenningseign og samruni netsins svokallaða og síma í farsímanum hefur gjörbreytt allt. Ef hætta ber að höndum, fær fólk á hættusvæði send skilaboð í farsímann, um að hætta steðji að. Með öðrum orðum, þarf ekki milligöngu ríkisfjölmiðils til að rýma hættusvæði eða vara við aðsteðjandi hættu.
Hvers vegna er þá RÚV ennþá til? Þetta er erfið spurning og verður einhver annar að svara því. Hef ekki séð nein haldbær rök fyrir áframhaldandi rekstri. Ég myndi halda að annað hvort sé að ræða íhaldssemi eða stofnunin er n.k. "ríkisdraugur", stofnun sem er orðin úreld en hefur ekki verið lögð niður; af því bara rök eða gerum ekkert í málinu.
Margar ríkisstofnanir, svo sem Bifreiðaeftirlit ríkissins, urðu úreldar, bæði vegna tæknibreytinga sem og skilyrði til samkeppni sköpuðust. Annar "ríkisdraugur" Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ennþá starfræktur, þótt það sé löngu orðið ljóst að einkaaðilar geta mæta vel selt áfengi og tóbak á einfaldan og ódýrari hátt.
Ríkisfjölmiðill er gott dæmi um af hverju ríkisvaldið á ekki að starfa á samkeppnismarkaði. Rekstur RÚV er út úr öllu korti, dýr og ekki sjálfbær. Í frétt Mbl.is er ágætis grein sem heitir:Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum (sjá slóðina: Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum ).
Í greininni segir: "Rekstraraðilar einkarekinna fjölmiðla voru margir síður en svo sáttir þegar fjárlagafrumvarp til næsta árs var kynnt. Þar kemur fram að styrkir til fjölmiðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta milljónir.
Krafan um aðhald náði þó ekki til allra fjölmiðla en framlög úr ríkissjóði voru stóraukin til Rúv. Nam aukningin 8% eða um 420 milljónum króna. Telur því heildarframlagið til miðilsins ríflega fimm milljarða króna.
Þess ber að geta að aukningin til Ríkisútvarpsins nemur meira fjármagni en upphæðin sem allir einkareknir miðlar fá í sinn hlut sem er um 384 milljónir króna samtals."
Ekki fjallar blaðagreinin um tröllið á auglýsingamarkaðinum sem RÚV er. Oft er stofnunin með 2 milljarða í tekjur af auglýsingum á auglýsingamarkaði sem er lítill og brothættur. Mörg fjölmiðlafyrirtæki hafa einmitt farið á hausinn vegna þess að þau geta ekki keppt við ríkisstuttan fjölmiðil.
Ég ætla að enda þennan pistill á fréttastofu RÚV, sem er ansi athyglisvert fyrirbrigði, en hér er um að ræða "ríkisfréttir"; íslenska ríkið segir okkur fréttir, hvað sé fréttnæmt og hvað sé ekki fréttnæmt (með því að fjalla ekki um ef til vil fréttnæmt efni).
Fréttastofan var lengi vel virt og dáð, oftast með hlutlausar fréttir, en með tilkomu annarra fréttastofa, virðist hlutleysið hafa fokið út í veður og vind. Hún virðist skipar sér í lið með ákveðnum málstað hverju sinni að því sem sumum finnst. Aðrir eru hæstánægðir eða eru sama. Af hverju finnst sumum hún ekki vera hlutlaus lengur? Er það mannaráðningarnar, að ákveðinn hópur ræðst þarna inn sem hefur ákveðnar skoðanir? Eða er hún eftir sem áður hlutlaus í fréttaflutningi, og þetta er bara misskilningur eða öfund þeirra sem er illa við RÚV?
Ljóst er að stjórnvöld þurfa að hafa sérskatt, nefskatt, til að starfrækja þennan fjölmiðil. Nefskattur er venjulega lagður á einstakling yfir 18. aldri sem og fyrirtæki, óháð því hvort fólk nýtir sér þennan fjölmiðill. Fólk er með öðrum orðum þvingað til að borga þessa skatta. Fyrra fyrirkomulagið, RÚV með innheimtudeild og með fólk sem guðar á glugga, ótækt í framkvæmd. Með nefskatti getur enginn mótmælt né ekki greitt.
Er kominn tími á breytingar? Til eru margir frábærir einkareknir fjölmiðlar, sem reka vandaða íslenska dagskrá og eingöngu með íslenskt efni. Þeim tekst að halda sér á floti með mun minna fjármagn á milli handanna en RÚV.
Útvarp | 17.10.2022 | 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020