Færsluflokkur: Stríð
Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að ef stríð brytist út gæti lögregla beitt heimildum sínum til að kveða almenning til verkefna undir umsjá lögreglu. Þessi leið hugnast honum betur en hugmyndir um stofnun hers. Sjá slóðir:
Gætu kallað til á hættustund og
Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna
Þarna er Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra að vísa til laga um almannavarnir. Sjá í viðhengi hér að neðan.
Með fullri virðingu fyrir manninum, þá er Karl ekki átorítet um herfræði né sérfræðingur um varnarmál. Lögregluskólinn gerir hann ekki að hernaðarsérfræðingi. En honum er velkomið að leggja orð í belg, en hann má þá vænta mótrök.
Eitt þeirra er að það er arfa vitlaust að kalla út óþjálfaðan almenning, með enga reynslu eða getu til að taka að sér, hvað?, starf hermanna? Það er ekki útskýrt í fréttum. Vonandi er hann að vísa til hjálparsveitarmanna (sem hafa þjálfun í björgunarstörfum en ekki í hermennsku) en ekki óbreyttra borgara en jafnvel þeir eru með enga þekkingu eða getu til að starfa á stríðstímum. Og það er of seint að virkja mannskap eftir á!
Þetta minnir bloggritara á Volkssturm sveitirnar í Berlín 1945. Volkssturm sveitirnar voru stofnað í október 1944 að skipun Adolfs Hitlers og var hugsað sem síðasta varnarlið Þýskalands. Það samanstóð af körlum á aldrinum 16 til 60 ára, sem ekki höfðu þegar verið kallaðir í herinn. Þeir fengu oft litla sem enga herþjálfun og voru oft vopnaðir úreltum eða ófullnægjandi vopnum, eins og skotvopnum frá fyrri heimsstyrjöld eða einföldum skotvopnum eins og Panzerfaust. Þessi "herafli" var stráfelldur enda bara að þvælast fyrir Rauða hernum við yfirtöku Berlín.
Skárri hugmynd væri að stofna hér heimavarnarlið, á stærð við undirfylki sem fengi a.m.k. mánaðarþjálfun árlega á launum en foringjarnir væru atvinnuhermenn. Árlegur kostnaður er um hálfur milljarður króna. Með öðrum orðum væri hér liðsafli, reiðbúinn, á hliðarlínunni, sem hægt er að kalla út á klst. Heimvarnarliðsmenn starfa hina 11 mánuði sem óbreyttir borgara og þessi liðsafli hefði engin áhrif á gangverk íslenskt atvinnulífs. Athugið að varnarmálafjárlög eru núna 6,8 milljarðar króna og hálfur milljarður lítill í því samhengi. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa á að skipa slíkar varaliðssveitir meðfram hefðbundinn herafla en fáir vita af því að samanlagt hafa þær yfir 1 milljón manna undir vopnum í dag.
En nóta bene, það væri skársti kosturinn að stofna hér elítu hersveit um 100 manns. Ef einhver telur það lítið, þá má líta á Navy Seal sérsveitirnar sem ávallt eru fremstir í víglínunni og innihalda átta SEAL Teams sveitir en aðeins eru um 2,400 virkir bardagahermenn innan heildarinnar.
Viðhengi:
"VII. kafli. Borgaralegar skyldur á hættustundu. 19. gr. Almenn borgaraleg skylda.
Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 1865 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)
Kveðja má þá sem eru á aldrinum 1618 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir....."
Stríð | 25.3.2025 | 20:44 (breytt kl. 21:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varnarmál eru mál málana í dag. Íslenskir ráðamenn eru að krafsa í bakkann og reyna að sýna viðleitni til að efla "varnir" Íslands. Veruleiki stórveldis pólitíkurnar hefur neytt þá niður á jörðina því í ljós hefur komið, eins og bloggritari hefur minnst á í áratugi, að engum er treystandi.
Staðreyndin er að ríki eiga bara hagsmuni, ekki vini. Hvernig væri hér umhorfs ef Trump væri með sama yfirgang gagnvart Íslandi og hann sýnir Grænland? Allt brjálað.
Nóta bene, Grænlandsmálið snýst ekki um öryggishagsmuni Bandaríkjanna, þeir geta fengið eins margar herstöðvar og þeir vilja á Grænlandi í samvinnu við Dani. Það er enginn að stoppa Trump. Pólitík hans er augljós öllum þeim sem vilja sjá, hann vill gera Norður-Ameríku, frá Panama til Grænland með Kanada innanborðs að nýjum Bandaríkjum! Ríki á par við Rússland að stærð. En aftur að hagmunum Íslands.
Margt hefur verið sagt um varnir Íslands og nánast allt út í hött. Fullyrðingum án tölfræðilegra gagna slengt fram og sagt, svona er þetta, Íslendingar eru varnarlausir og við getum ekkert gert okkur til varnar. Og þá er farið gamalkunnar leiðir, ruglast á bakarann og smiðinn, og sett fjármagn í lögreglu og Landhelgisgæsluna! Þetta er bara ekki sami hlutinn.
Hverjar eru aðgerðir núverandi ríkisstjórnar? Jú, það á að fjölga í lögreglunni um 200 manns. Gott og vel, gott fyrir varnir gegn glæpum. Svo á lappa upp á ræfilslega Landhelgisgæslu! Afgömul og úreld eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar á að hætta að vera í landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi (FRONTEX) í 11 mánuði og láta sjá sig við Ísland meira en einn mánuð á ári! Svo segir forstjóri LHG að þeim vanti ekki tæki, heldur mannskap! Það hefði verið hægt að dekka eftirlitið með lögsögu Íslands (lögreglu aðgerð, ekki her aðgerð) með því að kaup ódýra dróna frá Ísrael (kostar 200 milljónir kr. ódýrasta týpan) og LHG fékk að láni um árið með góðum árangri. Landhelgin gæti verið vöktuð úr lofti 24/7, því enginn er um borð og einn maður á jörðu stjórnar úr stjórnstöð.
Svo er keyptur ómannaður neðansjávardróni, hér kallaður kafbátur af Íslendingum! Íslensk uppfinning og sjálfsagt ódýr. Ekki vitlaust, því að sæstrengirnir sem liggja til Íslands eru óvarðir. En erfitt er að sjá að einn neðansjávardróni geti vaktað sæstrengina alla leið og alltaf. Ef óvinir ákveða að slíta sæstreng, er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Dæmin úr Eystrasalti sanna það.
Bloggritari hefur reiknað út kostnaðinn við stofnkostnað fastahers. Þessir útreikningar eru í skýrsluformi og verða ekki birtir hér. Aðeins heildarkostnaður. Hér er miðað við undirfylki hers (e. company) upp á 250 manns. Þetta er lægsta mögulega stærð hers. Tekið er mið af annars vegar hefðbundið fótgöngulið og hins vegar vélvætt fótgöngulið sem lágmarks mannskapur og tvö eldflauga batterí til að verja höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin.
- Grunn undirfylki fyrir Ísland myndi kosta að minnsta kosti 3.486.250.000 m.kr. að stofna og 2.091.750.000 m.kr. + á ári að viðhalda.
- Vélvæddur herafli kostar ca. 6.972.500.000 m.kr. + til að setja upp og 3.486.250.000 - 8.367.000.000 m. kr. á ári til að viðhalda.
- Tvö eldflauga batterí. Kostnaður er ca. 14. milljarðar króna ef notað er svipað eldflaugakerfi og Norðmenn hafa.
Heildar stofnkostnaður ef allt er tekið með inn í reikninginn, 18,5 milljarða króna ef grunn fótgöngulið ásamt tveimur eldflauga batteríum er valið en 21,0 milljarða króna ef vélvætt fótgöngulið er valið.
Árlegur rekstrar kostnaður er 2-8 milljarðar króna. Er þetta óyfirstíganlegt?
Með því að taka inn NATÓ í dæmið. gæti dregið verulega úr kostnaði með því að bjóða upp á þjálfun, búnað og samnýtingu herstöðva. Í raun er mjög ólíklegt að Íslendingar einir beri upp kostnaðinn, því að sjóðir NATÓ og Bandaríkjanna eru digrir og fyrirséð að þeir verða stærri næstu misseri. Sjá: NATO Security Investment Programme (NSIP).
Að lokum. Arnór Sigurjónsson talar um í bók sinni Íslenskur her um að lágmarks fjöldi í íslenskum her yrði að vera um 1000 manns og 500 manna varalið á stærð við herfylki (e. Battalion). Ólíklegt er að pólitískur vilji sé fyrir svo stóru skrefi. En það má vinna að þessu í skrefum.
Allra ódýrasta leiðin er að stofna hér heimavarnarlið, sem gæti gengið undir heitunum Þjóðvarðlið eða Varnarlið. Rekstur slíkra eininga er ódýr. Sem dæmi starfar Þjóðvarðlið Bandaríkjanna aðeins í einn mánuð á ári en foringjarnir eru atvinnumenn.
Launakostnaður (250 manns) er um 500 milljónir+. Búnaður, rekstur og vopn: Ef notuð væru létt skotvopn, drónar, farartæki og loftvarnakerfi gæti stofnkostnaður verið frá 2-10 milljörðum króna (fer eftir umfangi). Aðstaða og þjálfun: Ef nota ætti núverandi innviði (t.d. öryggissvæði við Keflavík) væri kostnaður lægri.
Veikleikinn eftir sem áður verður loftvarnir. Það er alveg ljóst að Íslendingar hafa ekki efni á að kaupa herþotur. Það verður áfram úthýst til bandamanna. En eldflauga batterí er raunhæf leið.
Áður en menn froðufella kaffið er þeir lesa þetta, þá geta þeir huggað sig við að þetta eru aðeins hugleiðingar bloggritara sem kosta ekki krónu!
Íslensk pólitík sér til þess að lítið verður gert og það sem verður gert, verður í skötulíki! Löggurnar í LHG verða látnar leika sóldáta áfram, kannski annar drátturbátur - fyrirgefið, varðskip, keyptur á tombólaverði og gamlar þyrlur leigðar.
Af hverju? Af því að er enginn hefð fyrir hermennsku og her sem stofnun í íslenskum nútíma. Það er enginn þekking né menning, né málsvarar slíkt (kallaðir stríðsæsingarmenn ef menn impra á að kannski væri ekki svo vitlaust að læsa húsinu og hætta að treysta á nágrannanna?), aðeins áhugalausir stjórnmálamenn sem fjalla um varnir í hjáverkum og af illri nauðsyn, því umheimurinn lætur íslensku loftbóluna ekki í friði.
Stríð | 15.3.2025 | 12:13 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú er það spurningin sem verður svarað á næstu dögum, mun Pútín samþykkja vopnahlé? Er Trump í vasanum á Pútín? Mun hann beita Pútín hörku eins og hann beitti Zelenskí? Þetta er spennandi að vita.
En það er líka verið að tala um frið við Íran. Það er ekki eins bjart þar, því að klerkastjórnin rífur kjaft á móti friðarumleitunum Trumps. Þeir hafa ekkert til að bakka orð sín. Loftvarnarkerfið í molum. Það er því líklegt að Bandaríkjamenn sigi kjölturakka sínum Ísrael á Íran með loftárásum ef þeir neita að hætta við kjarnorkuvopna áætlun sína. Spurning er bara hvort Bandaríkjaher taki þátt í árásum Ísraela? Ef þeir gera það, þá er hægt að leggja efnahag landsins í rúst á einni viku með árásum á olíu mannvirki og hernaðarskotmörk verða með í pakkanum.
Stríð | 13.3.2025 | 09:56 (breytt kl. 09:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eru valkostir Íslendinga hvað varðar varnir Íslands? Íslendingar byggja sínar varnir á tveimur stoðum. Annars vegar á tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951 en hins vegar aðild að NATÓ frá 1949.
Það er deginum ljósara að Íslendingar lifa ekki í tómarúmi og þeir verða að treysta varnir sínar einir eða í samvinnu við aðra.
En athugum þessa staðreynd: Íslendingar gengu í NATÓ 1949 og voru í þessu hernaðarbandalagi í tvö ár og án Kanans. Hvar voru þá Bandaríkjamenn? Ekki komnir til Íslands. Þeir komu hins vegar 1951 en fóru með herafla sinn frá Íslandi 2006 og hafa notað herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem stoppustöð.
Í raun hafa önnur aðildarríki í NATÓ séð um að manna lofteftirlit yfir Ísland, en að sjálfsögðu með Bandaríkjamönnum. Ástandið í dag minnir svolítið á þetta tveggja ára tímabil.
Spurningin er, munu Bandaríkjamenn draga herlið sitt frá Vestur-Evrópu? Þeir virðast ætla að færa mannskapinn til, frá t.d. Þýskalandi til Ungverjalands. Þeir munu líklega halda mannskap í þeim ríkjum sem liggja að Rússlandi. Þetta er líkleg sviðsmynd. Viðvera Bandaríkjahers, sem er nú frekar lítil, mun minnka meir.
En svo er það hin sviðsmyndin, að Bandaríkin fari úr NATÓ, hvað gerist þá? Eftir verða þá 29 aðildarríki. Munu þau leysa upp bandalagið? Nei, mjög ólíklega því þau þora ekki að vera ein og sér. Ekkert þeirra er með getu til að verja sig gegn stórveldum, nema Frakkland og Bretland (rétt svo). Þá hafa Íslendingar valkost, hvorum megin Atlantshafs viljum við vera? Áfram í NATÓ eða í tvíhiða varnarbandalagi við Bandaríkin? Hagsmunirnir liggja í Evrópu, síður í Ameríku.
Ef Íslendingar kjósa að fylgja Bandaríkjamönnum, má búast við tuddahegðun eins og Grænlendingum er sýnd. Ef Íslendingar kjósa Evrópuher/NATÓ, þá er það bandalag mjög veikt og ekki hægt að treysta á að aðildarþjóðir geti komið til aðstoðar, a.m.k. í upphafi. Slíkt bandalag myndi ótvírætt krefjast þess að Íslendingar taki þátt í eigin vörnum. Það þýðir íslenskur her og Íslendingar borgi eigin varnir.
Viljum við vera undir hæl stórveldis? Er saga Bandaríkjahers það glæsileg að við eigum að eiga allt undir dutlungum Bandaríkjaforseta? Þetta hefur bloggritari verið að hamra á í áratugi (að sjálfsögðu fyrir daufum eyrum, því hann er bara Jón út í bæ). En það hefur bara sannast að bloggritari hefur haft rétt fyrir allar götur síðan hann hóf að skrifa um varnarmál. Hann sagði t.d. 1999/2000 að Bandaríkjaher væri að týgja sig til farar sem og gekk eftir 2006. Bloggritari sagði að Íslendingar ættu að koma sér upp varnarmálastofnun sem hann skrifaði um árið 2005 og það gekk eftir. Og hann hefur sagt að hernaðarbandalagið NATÓ væri ekki eilíft. Það kann að rætast fyrr en ætla mætti.
Að lokum. Bloggritari hefur sagt að eigin varnir Íslands sé síðasta sjálfstæðismál landsins. Sjálfstæðisbaráttan hófst af krafti um miðja 19. öld og menn telja hana hafa lokið 1944 með lýðveldisstofnun. En það var bara ekki rétt. Það átti eftir að frelsa Íslandsmiðin, landhelgi Íslands frá erlendri ásókn. Það tókst loks 1976.
En sjálfstæðisbarátta er eilífð, sérstaklega hjá örríki eins og Ísland. Ein af frumskyldum sjálfstætt ríkis er að tryggja öryggi borgara sinna fyrir innlendri og erlendri ógn. Á meðan ríkið getur ekki gert það, er það ekki frjálst og telst á fræðimáli vera "failed state", ríki sem á sér ekki tilverurétt né framtíð.
Stríð | 12.3.2025 | 18:59 (breytt kl. 19:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um þetta geta flestir verið sammála en meira nær bloggritari ekki að saman sama sig við málflutning Tjörva Tchiöth sem er doktorsnemi í sagnfræði.
Tjörvi: Enginn ávinningur fyrir Ísland að taka þátt í hernaði
"Tjörvi sagði að hugmyndir um að Ísland stofnaði eigin her væru langt frá raunveruleikanum. Hann benti á að Ísland væri lítið land með takmarkaða efnahagslega burði og að rekstur herafla væri gríðarlega kostnaðarsamur. Hann sagði að jafnvel þótt herdeild yrði stofnuð væri ólíklegt að hún gæti gegnt raunverulegu hlutverki í varnarstefnu Vesturlanda og að í staðinn yrði hún háð utanaðkomandi stuðningi bæði fjárhagslega og hernaðarlega."
Og hver er lausn Tjörva? "Í máli Tjörva kom fram að frekar en að ræða um stofnun hers eða herskyldu ætti að beina athyglinni að því hvernig Ísland gæti tryggt öryggi sitt á raunhæfan hátt. Hann sagði að ef áhyggjur væru af varnarstöðunni væri skynsamlegra að efla borgaralega viðbúnaðargetu og landhelgisgæslu frekar en að reyna að skapa hernaðarlegt afl sem hefði enga raunverulega getu til að hafa áhrif í alþjóðlegum átökum. Hann sagði að varnarmál ættu að byggjast á skynsemi og raunhæfum aðgerðum frekar en táknrænum yfirlýsingum um aukinn hernaðarstuðning."
Í raun er Tjörvi ekki að segja neitt nýtt, það þrátt fyrir breytta heimsmynd, og við eigum áfram að efla borgaralega viðbúnaðargetu og landhelgisgæslu. Hvað á hann við með því? Stækka lögregluna og bæta varðskipi við? Efla löggæslustofnanir? Þarna er auðveldlega skautað fram hjá veruleikanum. Við erum að ræða hermál, ekki löggæslumál.
Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst er á annarri skoðun en vinstri sinnaðir sagnfræðingar. "Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Raunsæið og tilfinningasemi takast á í varnarmálum
Þetta er kjarni málsins og hér eru staðreyndir:
- Ísland er ekki hlutlaust land og er í hernaðarbandalagi - NATÓ.
- Ísland er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og ef þau síðarnefndu fara að berjast í kringum Ísland, er landið þar með þátttakandi!
- Það er NATÓ herstöð á Íslandi og hún er á Keflavíkurflugvelli.
- NATÓ-hersveitir eru öllum stundum á Íslandi, 24/7/365. Þær eru ekki hér til skrauts, heldur til varnar Ísland.
- Fjárlög til varnarmála eru í ár um 6,5 milljarðar króna og um 100 Íslendingar starfa beint við varnartengd verkefni og þar er LHG ekki meðtalin.
- Landhelgisgæsla Íslands - löggæslustofnun, hefur tekið að sér varnarmál landsins. Hún sinnir loftrýmisgæslu (sem her gerir að jafnaði) og rekur loftvarnarkerfið. Hún sinnir öðrum varnartengdum verkefnum, svo sem umsjón varnaræfinga o.s.frv. Hún er þar með löggilt skotmark í næsta stríði.
Helsti vandi Íslendinga í varnarmálum er stjórnsýslulegur. Það að utanríkisráðuneytið sinnir varnarmálum í hjáverkum með varnarmálaskrifstofu er vandamál. Það að Ríkislögreglustjóri hefur hluta af varnarverkefnum á sinni er líka vandamál. Og það að Landhelgisgæslan sinnir vörnum Íslands er vandamál.
Það að hafa sett öll varnarmál undir einn hatt, Varnarmálastofnun Íslands var skynsamlegt skref en vanhugsað að leggja niður. Bjarni talar um varnarmálaráðuneyti, það er líka leið ef það væri íslenskur her hér en Varnarmálastofnun dugar fyrir núverandi ástand. Þetta geta Íslendingar gert nú þegar í dag.
Og svo eru það rök Tjörva um að Ísland geti ekki tekið þátt í eigin vörnum, er rökleysa. Af hverju ekki?
Tökum líklega sviðsmynd. Undan öllum innrásarherjum koma hermdarverkasveitir sem eiga að eyðileggja innviði. Undirfylki íslensks hers myndi ráða við slíkar sveitir á meðan beðið er eftir hjálp. Líklegra er þó að hér verði gerð hryðjuverkaárás því að hryðjuverkamenn ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og hann er það á Ísland ef ætlunin er að ráðast á NATÓ. Glæpahópar geta gert hér mikinn ursla.
Íslendingar geta að lágmarki hjálpað til við að vakta GIUK hliðið sem LHG gerir nú þegar með ratsjárstöðvarnar fjóru. LHG er nú að huga að setja upp litlar færanlegar ratsjárstöðvar til að vakta landhelgina og fiskimiðin. Annað sem Íslendingar gætu gert er að taka að sér kafbátaeftirlit og það getur LHG auðveldlega tekið að sér í núverandi mynd og rekið P 8a Poseidon kafbátaeftirlitsvél með stuðningi NATÓ (og slá þar með tvær flugur í einu höggi, hægt er að vakta landhelgina um leið).
En hverjar eru raunverulegar varnarþarfir Íslendinga (annað en að verja NATÓ-herstöðina á Keflavíkurflugvelli)?
Jú, loftvarnarkerfi fyrir Suður-Ísland. Er það óraunhæft? Tökum tvö loftvarnarkerfi fyrir. Annars vegar NASAMS (Bandaríkin/Noregur). Það er hannað sem loftvarnir gegn flugvélum, stýriflaugum og drónum. Drægnin er ~25-50 km (fer eftir eldflaugum, t.d. AMRAAM eða ESSM). En nú komum við að kostnaði. Batteríð kostar um ~20-50 milljónir USD. Eldflaugar kosta um 1-2 milljónir USD stykkið. Kostir kerfisins er að það hefur þegar verið notað í NATO-löndum, m.a. við vernd Washington D.C. Hægt að nota mismunandi eldflaugategundir eftir þörfum. Minni drægni en Patriot og Iron Dome í Ísrael.
Patriot eldflaugakerfið (Bandaríkin). Það er hannað sem varnir gegn stýriflaugum, eldflaugum með langdræga sprengihleðslu og flugvélum. Drægnin er ~70-160 km (fer eftir eldflaugum) Kostnaðurinn á batterí er ~1 milljarður USD. Eldflaug kostar 3-4 milljónir USD stykkið. Kostirnir eru að kerfið veitir fullkomnustu vörnina gegn langdrægum eldflaugum. Hefur verið notað í fjölmörgum stríðum með góðum árangri. Gallarnir eru að það er mrjög dýrt. Krefst umtalsverðs viðhalds og mannafla.
Ísland myndi líklega þurfa 2 batterí (eitt á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Suðurnesjum).
Hver væri fjöldi hermanna á batterí? Áætlað 15-25 manns á hvert batterí í vaktavinnu (miðað við NATO-staðla). 2 batterí = 30-50 hermenn í samtals rekstri. Þar að auki þyrfti auka mannskap fyrir viðhald, birgðastjórnun og varalið → heildartala um 50-70 manns. NASAMS loftvarnir fyrir Suðvestur-Ísland myndu krefjast um 50-70 manna fast herlið í vaktakerfi.
Ef Ísland hefði varaliðssveitir(Reserve Force), gæti hluti þeirra verið í hlutaðstarfi (t.d. æfingar nokkrum sinnum á ári). Bandaríkin/NATO gætu aðstoðað við rekstur og þjálfun í byrjun, eins og gert hefur verið fyrir Úkraínu.
Hvaða kerfi hentar Íslandi best?
Ef markmiðið er að verja borgarsvæði gegn eldflaugum, drónum og stýriflaugum; væri NASAMS hagkvæmasti kosturinn. Ef hættan er helst frá skammdrægum eldflaugum (eins og Iron Dome var hannað fyrir), þá er Iron Dome besti kosturinn. Ef Ísland þyrfti vernd gegn langdrægum eldflaugum væri Patriot eina raunhæfa lausnin, en kostnaðurinn er mjög mikill. En Bandaríkjamenn gætu gefið okkur þetta og þeir myndu líta á þetta kerfi sem varnarkerfi fyrir Ameríku sem það er.
Engin af þessum hugmyndum er óraunhæf. Eina sem til þarf er pólitískur vilji og hugsa út fyrir boxið. Íslendingar hafa haft höfuðið í sandi síðan 1949, sjá ekkert og heyra ekkert, og vonast eftir að bandamenn (við sáum þá að verki í efnahagshruninu 2008 eða þegar Kaninn yfirgaf Ísland einhliða 2006) komi Ísland til varnar. Það gæti verið vilji bandamönnum til þess en geta þeir komið þegar á reynir? Íslendingar gætu neyðst til að taka af skarið nauðugir. Líklegt er að Repúblikanar verði við völdin næstu 8 ár ef J.D. Vance tekur við af Trump. Hann er ekki síður herskár en Trump. Hvað verður þá um Evrópu og Ísland þar með?
Stríð | 2.3.2025 | 13:23 (breytt 3.3.2025 kl. 10:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hjarta Rómar voru hin alræmdu hlið Janusar sem voru tvö á örsmáu hofi, en helgisiðaopnun þeirra boðaði stríðsátök og lokun þeirra endurkomu friðar. Goðsögnin segir að á ótrúlegu valda uppgangi Rómar hafi dyrnar verið opnir í næstum 400 ár frá Núma konungi til Ágústusar keisara með einni undantekningu.
Á valdatíma Núma var hlið Janusar lokað þar sem friður var í Róm. Næsti konungur, Tullus Hostilius, opnaði hlið Janusar þegar hann fór í stríð við Alba Longa. Hlið Janusar voru opin næstu 400 árin þar til eftir fyrsta púnverska stríðið þegar A. Manlius Torquatus lokaði hliðum Janusar árið 241 f.Kr. Stríðið við Galla á Norður-Ítalíu neyddi Rómverja til opna aftur hlið Janusar, Þau lokuðust ekki aftur fyrr en 29 f.Kr., eftir dauða Antony og Kleópötru.
Frá 1 e.Kr. og til loka vesturhluta Rómaveldis 476 e.Kr. voru hliðin stundum lokuð en oftar opin. Við vitum lítið um "myrku miðaldir" en eflaust hefur ekki verið friðsamt í álfunni.
Milli 1000 e.Kr. og 2000 e.Kr., voru fjölmörg átök í Evrópu, allt frá litlum átökum til stórfelldra stríðsátaka, með stuttum friðartímabilum á milli stórra átaka.Í stuttu máli sagt, ríkti stríðsástand í Evrópu nánast allar miðaldir.
Á hámiðöldum (10001300) voru fjölmörg stríð, þar á meðal krossferðirnar (10951291), stríð milli léns konunga og Hundrað ára stríðið (13371453) eftir þetta tímabil. Þetta tímabil felur einnig í sér átök eins og landvinninga Normanna og ýmis ættar- og trúarátök.
Á síðmiðöldum (13001500) voru tíð stríð, þar á meðal Hundrað ára stríðið, Rósastríðið (14551485) og fjölmörg smærri svæðisbundin átök.
Á árnýöld (15001700) geysaði stórstyrjöld eins og þrjátíu ára stríðið (16181648) sem var í raun álfustríð, siðbótarstríð og gagnsiðbót og stækkun heimsvelda.
Á nýöld (17001900) geysaði annað álfustríð, Napóleonsstríðin (18031815), Krímstríðið (18531856) og fjölmörg önnur átök.
20. öld toppaði öll önnur tímabil enda getan til manndrápa komin á iðnaðarstig eða sláturhúsa stig. Heimsstyrjaldirnar tvær (19141918, 19391945) eru allsráðandi, samhliða tímum kalda stríðsins (19471991), og fjölmörgum smærri átökum seint á 20. öld, svo sem Júgóslavíustríðin (19912001).
En var einhvern tímann friður í Evrópu? Jú, á ármiðöldum var þrátt fyrir allt að oft hafi komið upp átök og staðbundin átök voru tiltölulega lengri friðartímabil á valdatíma ýmissa konungsvelda og heimsvelda.
Síðmiðaldir: Friður var algengari en stærri styrjaldir (stórstríð), en staðbundin átök voru algeng, sérstaklega þar sem Evrópuríki treystu völd sín sem þjóðríki.
Árnýöld var hlutfallslegur friður milli stórstyrjalda, en smærri átök héldu áfram. Til dæmis var tímabilið milli Napóleonsstríðanna og fyrri heimsstyrjaldarinnar að mestu friðsælt í samanburði. Kalla má tímabilið milli Napóleon styrjaldanna og fyrri heimstyrjaldar 100 ára friðinn.
Og þá erum við komin á 20. öld. Eftir seinni heimsstyrjöldina var friðsamlegt. Eftir seinni heimstyrjöldina kom áður óþekkt tímabil friðar í Evrópu, sérstaklega í Vestur-Evrópu, þar sem Evrópusambandið var stofnað og stuðlaði að friði með efnahagslegri samvinnu, þó að spennan í kalda stríðinu héldi áfram.
Spuringin er hvort nýtt tímabil ófriðar sé hafið í Evrópu með átökum í Júgóslavíu og svo Úkraínu (Georgíu, ef við teljum hana með í Evrópu)? Íslendingar blessunarlega sluppu við bræðravígin í 1000 ár í Evrópu, enda jarðaríki sem erfitt var að fara til og herja á.
En svo er ekki lengur, íslenskir stjórnmálamenn eru farnir að skipta sér af vígaferlum Evrópumanna og það sjá þeir síðarnefndu. Rússar eru t.d. búnir að nótera hjá sér að íslensk stjórnvöld séu fjandsamleg Kreml. Ísland er orðið skotmark í næsta álfustríði eða heimsstyrjöld. Væri ekki betra að þeigja og gera minna og ekki taka þátt í vitleysunni í Evrópu?
Það sem við sáum í gær í Hvíta húsinu var farsi. Enginn á að biðjast afsökunar, heldur halda áfram að ræða frið. Pútín, Trump eða Zenenskí verða ekki endalaust við völd en þjóðir þeirra verða áfram til (oftast nær).
Þjóðverjar þurftu að upplifa ósigur á eigin skinni og landamissir en Hitler ekki eftir lok heimsstyrjaldarinnar. En hver vann eiginlega heimsstyrjöldina? 26 milljónir Sovétmanna sem fengu ekki að lifa áfram? Var þetta sigur fyrir þetta fólk? Eða 60-70 milljónir sem létust í styrjöldinni í heild? Raganrök fyrir mannkyn er eina sem kemur upp í hugann.
Og af hverju í ósköpunum má sjá Kristrúnu Frostadóttir á "neyðarfundi" Evrópuríkja með Zelenskí rétt áður en hann fór vestur yfir haf? Hvaða hagsmuni er hún að verja? Íslendinga? Er viturlegt að rífast við Bandaríkin, þótt forseti þeirra sé "fífl" eða "hrekkjusvín" sem hrellir vini sína?
En höldum Bandaríkjunum fyrir utan þetta og horfum bara á Evrópu per se. Misstu Íslendingar af miklu er 1000 ára stríðið í Evrópu geysaði með stuttum hléum? Friðelskandi Ísland náði bara að vera það af því að enginn náði að stefna innrásarflota yfir hafið til Íslands eða þar til 1940. Ef Ísland væri staðsett þar sem Bretland er núna, væri annað hljóð í skrokknum hjá íslenskum ráðamönnum. Við fengjum ekki að vera í friði og með nútíma tækni fáum við ekki að vera í friði...framvegis.
Og nú hafa "vitir" íslenskir stjórnmálamenn ætt inn á evrópska vígvelli og spyrja, megum við vera memm? Fara inn í sviðsljósið. Íslenskir stjórnmálamenn eiga bara að hugsa um íslenska hagsmuni, period! Ekki evróska, bandaríska, úkraínska, rússneska eða hvaða hagsmunir það eru sem bandamenn eða óvinir okkar hafa.
Vitur maður byggir ekki á sandi, kaupir lás á útidyrnar, læsir á kvöldin og passar sig á að rífast ekki við nágrannanna.
Íslendingar mættu spyrja Svisslendinga, hvað þeir eru að gera í dag? Hlutlausir en vopnaðir upp í rjáfur og steinhalda kjafti og telja peninga. Þeir fá að vera í friði.
Enda þennan pistill á málsgrein úr Macbeth:
"Life is but a walking shadow, a poor player that struts and frets his hour upon the stage, and then is heard no more. It is a tale told by an idiot, full of sound and fury, signifying nothing."
Stríð | 1.3.2025 | 11:42 (breytt kl. 12:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýr leikmaður kom inn á leiksviðið í varnarmálum í vikunni, Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Tillögur hans falla undir hugmyndir raunsæis í ljósi heimsmála. Í raun hafa Íslendingar glímt við þessa spurningu í aldir, hvort það eigi að stofna her á Íslandi eða síðan 1785. Allir forvígismenn íslensku þjóðarinnar síðastliðnar aldir hafa sagt álit sitt og tekið afstöðu og allir verið á því að hér eigi að vera landvarnir, þar til Bjarni Benediktsson skar út um það við inngöngu í NATÓ að hér ætti ekki að vera íslenskur her með þeim rökum að Íslendingar væru of fámennir og fátækir til að reka slíka stofnun en þessi rök eiga ekki við í dag.
Bjarni Már Magnússon segir eftirfarandi: Við getum ekki verið herlaust ríki lengur. Skoða ætti að taka upp herskyldu, stofna varnarmálaráðuneyti og leyniþjónustu.
Ekkert af þessu eru nýjar hugmyndir bara það að prófessor við Bifröst er að koma með þessar hugmyndir. Baldur Þórhallsson hefur dansað í kringum þessa hugmynd en ekki ótvírætt tekið skýra afstöðu. Bloggritari hefur tekið skýra afstöðu og lagt til að hér verði a.m.k. stofnað þjóðvarðlið/heimavarnarlið/varnarlið eða hvað menn vilja kalla slíkan liðssöfnuð.
En Bjarni kemur með athyglisverðan punkt sem fór framhjá þátttastjórnanda Kastljós, en Bjarni mætti Stefáni Pálssyni, talsmann herstöðvaandstæðinga í umræðu í vikunni.
Hann er sá að framlög til varnarmála Íslands fari stigvaxandi, ári til árs, og stöðugt sé að hlaða hernaðar hlutverkefnum á borgaralegar stofnanir eins og Landhelgisgæslu Íslands sem er í raun löggæslustofnun eða ríkislögreglustjóra og á ráðuneyti - utanríkisráðuneyti sem er ekki varnarmálaráðuneyti.
Þetta hefur bloggritari margsinnis bent á að verksvið varnamálaflokksins er dreift á þrjá aðila sem enginn á í raun sinna sem stofnanir og ráðuneyti. Þetta er bagalegt því að lögin um varnarmál - varnarmálalög, eru í óreiðu og óvissu. Ekki gengur að hlaða hernaðar verkefni á borgaralegar stofnanir eins og Bjarni segir líka. Það getur valdið lagalega óvissu á ófriðartímum. Til dæmis hvað eru lögleg skotmörk?
Því miður var Kastljós þátturinn endaslepptur og ómálefnalegur enda andstæðingur Bjarna, Stefán Pálsson sem kom ekki með nein rök, önnur en af því bara. Eða kom með fullyrðingar út í bláinn. Stefán er á móti íslenskum her, á móti Bandaríkjaher til varnar Íslands, á móti NATÓ en segir aldrei hvað eigi að koma í staðinn.
Ef rök hans eru eins og hjá Ólínu Kjerúlfs Þorvarðardóttur að "...vopn Íslendinga liggja ekki í hervaldi", þá er hann ansi veruleikafirrtur. Svona fólk, sem segir að við eigum að treysta á guð og lukku, allir séu góðir í þessum heimi, ekkert gerist á Íslandi og stórþjóðir virði hlutleysi smáþjóð, er ekki í jarðsambandi. Hvernig er hægt að rökræða við svona fólk eða hreinlega taka það með inn í umræðuna?
"Í fyrsta lagi veit ég hreinlega ekki um neinn sérfræðing á sviði varnar- og öryggismála sem lítur á herleysi sem styrk," segir Bjarni í viðtali við Morgunblaðið, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, samstarfskona hans á Bifröst, gagnrýndi málflutning hans og sagði að styrkur Íslands fælist í hyggjuviti og pólitískum lausnum, frekar en hervaldi. Og hann heldur áfram: "Fyrir utan það að Ísland er ekki herlaust. Önnur ríki eru með herafla hérlendis og hafa séð um varnir landsins," segir Bjarni.
Segir Ísland verða að taka meiri ábyrgð á eigin öryggi
Bjarni bendir á, ef við viljum ekki vera í hernaðarbandalagi og viljum taka upp hlutleysisstefnuna á ný, þá þýði hlutleysi ekki endilega vopnleysi eða varnarleysi. Þær þjóðir sem kosið hafa að stunda hlutleysisstefnu, hafa einmitt verið vígvæddar upp í rjáfur og haft afar öfluga heri. Nærtækustu dæmin eru Svíþjóð, Sviss og Finnland, þótt tvær af þeim eru núna komnar í NATÓ.
Thomas Sowell sagði eitt sinn: "Þú getur hunsað raunveruleikann, en þú getur ekki hunsað afleiðingar þess að hunsa þann veruleika."
Hlekkir:
Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Vopn Íslendinga liggi ekki í hervaldi
Stríð | 27.2.2025 | 14:24 (breytt 28.2.2025 kl. 10:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðandi kanslari Þýskalands er stóryrtur í yfirlýsingum gegn Bandaríkjamönnum (sjá blaðagreinina "Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland"). En því miður stendur orðræðan ekki undir gelti kjölturakkans. Þýskaland er brauðrisi á sviði varnarmála. Núna getur Þýskaland ekki varið sig að fullu eitt og sér gegn stórri hernaðarógn. Nokkrir þættir stuðla að þessu en helstur er skortur á viðbúnaði og mannafla. Í Bundeswehr eru um 179.000 virkir hermenn langt undir því sem þyrfti til stórfelldra landvarna.
Annar veikleiti er að bardagaviðbúnaður hersins er aðeins um 50%, sem þýðir að helmingur búnaðar hans og eininga er ekki nothæfur. Nýlegar tilraunir til að auka herskyldu og stækka sveitir miða að því að bæta úr þessu, en það mun taka mörg ár.
Þriðji veikleikinn er búnaðar- og birgðamál. Mörg vopn og farartæki voru send til Úkraínu og dró það úr birgðum þýska hersins Fregnir herma að það myndi taka marga mánuði fyrir Þýskaland að endurnýja skotfæri sem þarf til að herja á háu hernaðarstigi. Lykilbúnaður, eins og þungir skriðdrekar og loftvarnarkerfi, er takmarkaður í fjölda.
Af því að Þjóðverjar hafa, líkt og Íslendingar, úthýst vörnum sínum í hendur Bandaríkjamanna og NATÓ, er staða þeirra slæm. Þeir eru mjög háðir NATO og bandamanna sinna þar. Varnarstefna Þýskalands byggir að miklu leyti á NATO, sem þýðir að það ætlast til þess að bandarískar, breskar og aðrar evrópskar hersveitir hjálpi til ef til árásar kemur.
Þrátt fyrir loforð um að bæta við tvær bardagadeildir NATO fyrir 2025 og 2027 virðast þessi markmið sífellt óraunhæfari vegna tafa á nútímavæðingu.
En nú ælta Þjóðverjar að endurreisa herstyrk sinn (hafa sagt það í mörg ár) en vegna arfavitlausa stefnu í efnhagsmálum, hafa þeir ekki haft efni á því hingað til. Þýskaland hefur heitið því að auka útgjöld til varnarmála í 3% af landsframleiðslu til að bæta her sinn. Erfitt er að sjá að það takist.
Miklar skipulagsbreytingar voru kynntar árið 2024, en full framkvæmd mun taka tíma. Áætlanir um að taka upp herskyldu að nýju gætu hjálpað til við að stækka herinn, en slík breyting er pólitískt viðkvæm.
Niðurstaðan er einföld. Ef stórveldi ráðist á Þýskaland í dag myndi það berjast við það eitt að verjast án stuðnings NATO og tapa. Hins vegar, ef núverandi umbætur og útgjaldaaukningar halda áfram, gæti Bundeswehr bætt getu sína verulega á næstu árum.
Stríð | 25.2.2025 | 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað háttsettum herforingjum að skera niður 8% af fjárlögum ráðuneytisins fyrir hvert af næstu fimm árum, að því er The Washington Post greindi frá á miðvikudag.
Fjárhagsáætlun Pentagon fyrir árið 2025 er um það bil 850 milljarðar dollara og almenn skoðun á Capitol Hill er að sögn að gríðarleg útgjöld þurfi til að verjast ógnum Kínverja og Rússa.
Það að niðurskurður sé í gangi, þarf ekki endilega að bardagahæfni Bandaríkjahers minnki. Ef peningar sem Pentagon fær eru betur notaðir, þá gæti jafnvel verið um innspýtingu að ræða. Ekki hefur verið hægt að staðfesta bókhald Pentagons í áratug og enginn veit hvað orðið hafi um tugir og hundruð milljarða Bandaríkjadollara. Menn bíða spenntir eftir hvað D.O.G.E. afhjúpar varðandi varnarútgjöld.
En í hvað fer fjármagnið? Sjá má áherslur Bandaríkjastjórnar með að skoða hvert féð fer. Þó að áframhaldandi fjármögnun "stuðningsstofnunar" til Indó-Kyrrahafsherstjórnar, Norðurherstjórnar og Geimsherstjórnar sé lýst í minnisblaði Hegseth, er evrópska herstjórnin áberandi fjarverandi á listanum, sem hefur gegnt lykilhlutverki við að innleiða stefnu Bandaríkjanna í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu.
Einnig vantar á listann Miðherstjórn (e. Central Command), sem hefur umsjón með aðgerðum í Miðausturlöndum, og Afríkuherstjórn (e. Africa Command), sem stýrir nokkur þúsund hermönnum um alla álfuna.
Skilaboðin eru skýr frá stjórn Trumps. Evrópumenn, hysjið upp um ykkur buxurnar, þið hafið lifað á okkur í áratugi og nú er því lokið. Eyðið meira í varnarmál og með það erum við farnir að mestu úr Evrópu. Þýskaland, sem hefur ekki sinnt eigin varnir síðan 1945 af viti, þarf að sætta sig við að setulið Bandaríkjanna hverfi úr landinu. Í landinu eru 35 þúsund bandarískir hermenn. Trump er enginn vinur Evrópu (Hegseth húðskammaði evrópska ráðamenn um dögunum og menn sátu í áfalli yfir ásökunum Bandaríkjamanna).
Þetta kann að skýra algjört virðingaleysi gagnvart bandamönnum í NATÓ og ráðamenn Evrópu komi ekki að samningsborði friðarviðræðna um Úkraínu. Álit þeirra skiptir ekki máli og áherslan er á Asíu.
Menn einblína of mikið á rausið í Trump um hver beri ábyrgð á upphaf Úkraínu stríðsins. Það er aukaatriði og sagan sjálf, ekki Trump eða aðrir stjórnmálamenn, mun skera úr það mál. Og hver verður árangur friðarviðræðnanna? Það er það sem skiptir máli. Raunveruleiki á jörðu niðri skiptir máli, ekki orðræða og orðaskak.
En hvað eru margir bandarískir hermenn í Evrópu? Ekki eru til nýlegart tölur. Á meðan kalda stríðinu stóð, náði viðvera bandaríska hersins í Evrópu hámarki með yfir 450.000 hermönnum sem störfuðu á meira en 1.200 stöðum. worldbeyondwar.org
Eftir lok kalda stríðsins fækkaði bandarískum hermönnum í Evrópu verulega. Samkvæmt frétt frá febrúar 2022 voru um 75.000 til 80.000 bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu.
Þessi viðvera er dreifð yfir nokkur Evrópulönd, þar sem stærstu herstöðvarnar eru meðal annars í Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi.
Þetta kann að vera skynsamlegt fyrir Bandaríkjamenn í stöðunni eins og hún er í dag, en afar óskynsamleg ef horft er til framtíðar. Evrópa er stuðpúði varna úr austri fyrir Bandaríkjamenn og mikilvægur áfangastaður herliðs sem fer til Miðausturlanda, Afríku og Asíu. Þetta mun gefa hugmyndum um Evrópuher byr undir báða vængi og menn neyðast til að axla ábyrgð á eigin vörnum án stuðnings Bandaríkjahers. Ísland mun einangrast frá Evrópu, hernaðarlega séð, enda flokkast landið undir varnir Vesturheims og Bandaríkjaher vill vera hér áfram.
Spurningin í náinni framtíð er, hvort vilja Íslendingar vera undir verndarvæng Bandaríkjanna eða Evrópu? Hvort er hæfari til að verja Ísland? Svari hver fyrir sig. Við vitum hvað núverandi ríkisstjórn segir en vill Þorgerður Katrín utanríkisráðherra styggja Bandaríkjamenn?
Að lokum, bloggritari hóf að skrifa hér á blogginu fyrir fjórum árum. Allar götur síðan, er hann fjallar um varnarmál, hefur hann varað við að treysta á einn eða neinn um eigin varnir. Hið ótrúlega getur gerst og er nú að gerast. Á ögurstundu getur orðið svo að Bandaríkjaher geti ekki varið landið (sbr. 2006) eða ef við treystum á Evrópuher, að þeir komi yfir höfuð okkur til varnar, enda varnir meginlands Evrópu mikilvægari. Það væri helst að Bretinn komi aftur og rifji upp úr sögubókum að einu sinn hafi "Britain rules the waves" hér á Atlantshafi.
Stríð | 20.2.2025 | 08:34 (breytt kl. 13:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Erik Dean Prince (fæddur júní 6, 1969) er bandarískur kaupsýslumaður, fjárfestir, rithöfundur og fyrrverandi SEAL yfirmaður bandaríska sjóhersins og stofnandi einkahernaðarfyrirtækisins Blackwater. Hann starfaði sem forstjóri Blackwater til 2009 og sem stjórnarformaður þar til það var selt til hóps fjárfesta árið 2010.
Óhætt er að segja að hugmyndir Eriks Prince séu ekki hefðbundnar eins og sjá má af meðfylgjandi myndbandi. Þar til dæmis kom hann með hugmyndir hvernig uppræta megi Hamas. Hann kom þremur vikum eftir fjöldamorðin 7. október til Ísraels með víðtæka hugmynd: bora og dæla sjó inn í Gaza-göngin, flæða þau með vatni og þannig neita Hamas um getu til að heyja neðanjarðarhernað. Í því skyni hitti hann háttsetta embættismenn hjá varnarmálastofnun rannsókna og þróunar (DDR&D eða MAFAT), sérsveitardeild Yahalom hersveita bardagaverkfræðideildar IDF og verkfræðinga suðurherstjórnarinnar. IDF, fyrir sitt leyti, byrjaði að reyna að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, en hún var á endanum yfirgefin. IDF hermenn, eins og við vitum, sneru aftur í hefðbundnari bardagaaðferðir og fóru sjálfir niður neðanjarðar og sjá má árangurinn af því, sem er ekki ótvíræður sigur og ómældar þjáningar fyrir óbreytta borgara.
En ætlunin er að fjalla um hugmyndir Prince um "standard army" eða staðalher. Það að hugmynd hans um að fylla jarðgöng Hams sem ná um 300 km, var það enn ein sönnun þess að reglulegir herir og skrifræðiskerfi eiga erfitt með að hugsa út fyrir rammann og starfa á skapandi hátt. Það var líka sönnun þess að hann trúði því að Blackwater, einkaherinn sem hann stofnaði sem hefur sinnt sérstökum verkefnum fyrir Pentagon og CIA, hafi verið brautryðjandi og fyrirmynd.
Hann segir að þó að bandaríski herinn sé nú uppbyggður af sjálfboðaliðum og það sé frábært í sjálfu sér, þá séu atvinnuhermennirnir fastir í viðjum her skrifræðis. Bakgrunnur hermannanna sé einsleitur en svo sé ekki hjá þjóðvarðliðunum bandarísku sem starfa tímabundið og hluta úr ári. Í því liði eru menn starfandi sem rafvirkjar í borgaralegu lífi, lögfræðingar o.s.frv. sem taka þekkingu og lausnir inn í herinn. Þannig hafi bandaríski herinn byggst upp í upphafi og með árangri að þeim tókst að reka Breta, heimsveldið sjálft úr Bandaríkjunum.
En svo eru aðrar hugmyndir hans umdeildari. Prince hefur lagt til að skipta um verulegan hluta bandarískra hermanna á átakasvæðum eins og Afganistan út fyrir einkaverktaka. Hann bendir á að minni liðsauki sérsveita, auk verktaka, gæti náð stefnumarkandi markmiðum á skilvirkari hátt og með minni kostnaði. Til dæmis hefur hann haldið því fram að aðferð hans myndi kosta minna en 20% af 48 milljörðum dala sem varið var árlega í Afganistan.
Hins vegar hafa tillögur Prince sætt verulegri gagnrýni. Andstæðingar halda því fram að það að reiða sig á einkaverktaka veki lagalegar, siðferðilegar og ábyrgðar vandamál. Til dæmis, Sean McFate, fyrrverandi herverktaki, heldur því fram að slíkar áætlanir séu "misráðnar og hættulegar" og undirstrikar möguleikann á auknum atvikum líkt og fjöldamorðin á Nisour Square, þar sem starfsmenn Blackwater drápu 17 íraska borgara.
Hvað um það, hugmyndir hans um og samanburður á staðalher og þjóðvarðlið er nokkuð sem Íslendingar mættu hugleiða er þeir loksins taka af skarið og komi sér upp vopnuðu varnarliði. Þær falla algjörlega að hugmyndum bloggritara sem hefur mælt með að stíga skrefið varlega og koma eigi upp varaliði á stærð við undirfylki. Það má kalla það ýmsum nöfnum, það skiptir svo sem litlu máli, bara að þessar sveitir séu tiltækar þegar á reynir. Það gæti verið fyrr en ætla má.
Stríð | 19.2.2025 | 09:54 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020