Færsluflokkur: Stríð
Sarah C. M. Paine, prófessor við bandaríska sjóhersháskólann (e. U.S. Naval War College), hefur skrifað mikið um stórhernað og hernaðarsögu. Meginritgerð hennar sérstaklega í bókunum The Wars for Asia, 19111949 og The Japanese Empire leggur oft áherslu á hættur hugmyndafræðilega knúnar hernaðaraðgerðir, stefnumótandi mikilvægi sjóvelda á móti meginlandsveldum og hvernig hernaður er ekki bara vopnaátök heldur milli stjórnkerfa.
Ein af lykil innsýnum hennar er að stórveldi falla oft ekki vegna utanaðkomandi óvina heldur vegna innri misskilnings, sérstaklega hugmyndafræðilegrar stífni og vanhæfni til að skilja eðli óvinarins. Paine heldur því fram að stórveldi hrynja þegar þau forgangsraða hugmyndafræði framar stefnu og neita að aðlagast veruleikanum.
Að þröngva eigin friðsamlegum ásetningi eða gildum upp á andstæðing að því gefnu að hann hugsi eins og maður getur verið banvænt. Friður er ekki viðhaldið eingöngu með góðvild heldur með valdajafnvægi, fælingu og skilningi á hvötum andstæðingsins. Hún tók sem dæmi friðarstefnu Richard Chamberlain sem trúði því ekki að andstæðingurinn gæfi skítt í mannslíf og væri tilbúinn í átök sama hvað. Hann hélt að menn hefðu dregið lærdóm af afleiðingum fyrri heimsstyrjaldar en í raun urðu til tvær banvænar hugmyndastefnur, kommúnismi og nasisismi/fasistmi sem hafa ekki sömu afstöðu gagnvart mannslífi og lýðræðisríki.
Þetta má sjá hvers vegna svo margir óbreyttir borgarar í Þýskalandi og Japan létust í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Bandamenn kröfuðust skilislaus uppgjöf, sérstaklega Bandaríkin, leituðust við algjöran sigur, sem tafði samningaviðræður og langvarandi bardaga. Þegar óvinurinn er kominn út í horn og hann telur sig vera að deyja, þá verður til viðhorfið; ef ég er að fara yfir móðuna miklu, því ekki að taka óvinina með?
Árin 194445 gripu bandamenn til fjöldaloftárása (t.d. Dresden, Tókýó), sem voru hannaðar til að brjóta niður baráttuanda og innviði, vitandi að dauðsföll óbreyttra borgara yrðu mikil, ekki var hugsað um "hlutfallslegt stríð " eða vernd borgara.
Nasistar í Þýskalandi og keisaradæmið Japan notuðu óbreytta borgara sem skjöldu eða virkjuðu þá til mótspyrnu, sem gerði svæði óbreyttra borgara að bardagasvæðum. Sjá má þetta viðhorf hjá Hamas í dag á Gaza.
Að vernda óvinaborgara var ekki stefnumótandi forgangsverkefni - sigur var það. Óbreyttir borgarar voru því miður litið á sem lögmæt skotmörk í rökfræði allsherjarstríðs, sérstaklega eftir ára grimmilega hernám og grimmdarverk Öxulveldanna. Við erum búin að missa svo marga sjálf, af hverju ættum við að hafa áhyggjur af fjölda dráp í Dresden eða Tókýó? Svo var það hugsunarhátturinn að vilja að sigra í orrustum en ekki vera með "master plan" um að ljúka stríðið.
Frá janúar til maí 1945 létust á bilinu 1,2 til 2 milljónir Þjóðverja, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, samkvæmt flestum sögulegum heimildum. Þetta tímabil lokaáfangar seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu er eitt það blóðugasta í þýskri sögu og mesta eyðing mannvirkja og bygginga átti sér stað þá.
Um 800.000 til 1.000.000 hermenn féllu á vígvöllum, mest á austurvígstöðvunum gegn Rauða hernum (t.d. í Slaget um Berlín, Seelower Hæðir og Vistula-Oder árásinni). Mörg þúsund létust í varnaraðgerðum á vesturvígstöðvunum (t.d. í Ruhr-vasanum). Um 300.000 til 600.000 borgarar létust af völdum loftárása (t.d. Dresden, Hamborg, Pforzheim), vegna flótt undan Rauða hernum, oft í hörmulegum aðstæðum (frost, skipskaðar, hungur) og nauðungaflutninga og hefndaraðgerða eftir að Sovétmenn náðu yfirráðum í borgum (t.d. nauðganir, fjöldaaftökur).
Á sama rökfræði við í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu í dag? Já - að vissu leyti. Rússland virðist vanmeta eða vanvirða líf almennra borgara í Úkraínu, sérstaklega þegar það beinist að innviðum (raforkukerfum, vatnsveitum) og hermir eftir kenningum Sovétríkjanna um algert stríð.
Úkraína og vestrænir stuðningsmenn þess reyna að viðhalda vernd almennra borgara, en stríð á úkraínskri grundu gerir þetta afar erfitt.
Eins og í síðari heimsstyrjöldinni vega hugmyndafræðileg markmið (sjónarmið Pútíns á Úkraínu) þyngra en skynsamleg stefnumótandi markmið. Paine myndi líklega vara við því að það sé hættulegt að semja við Rússland eins og það deili vestrænum forsendum um frið og lög.
Rússland gæti einnig verið að prófa hvort Vesturlönd muni framfylgja einhverjum rauðum línum - rétt eins og ríki í síðari heimsstyrjöldinni prófuðu friðarstefnu.
Sama gildir um Kínverja. Bandaríkjamenn halda að þeirra hugmyndafræði (það er brjálæði að fara í stríð vegna Taívan og Kínverjar munu aldrei gera það) megi varpa á kommúnistaflokk Kína; sömu mistök og vestrænu ríkin gerðu gagnvart kommúnistum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og "við" höfum svo mikið af kjarnorkuvopnum að Kínverjar voga sér ekki í stríð. Hvað er t.d. að gerast á milli Pakistan og Indland? Bæði kjarnorkuveldi og það þarf ekki nema einn neista eða mistök og við erum komin með kjarnorkustyrjöld.
Hver er lærdómurinn? Við getum ekki varpað okkar eigin hugmyndafræði um vernd mannslífa á andstæðinginn og jafnvel kjarnorkuvopna fæling stefna dugar ekki til. Sarah kemst að þeirri niðurstöðu, sama hvað maður segir eða gerir, ef andstæðingurinn er búinn að taka ákvörðun (heimskulega að okkar mati), er ekkert sem stoppar hann í áformum hans.
Stríð | 11.5.2025 | 15:17 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endalok seinni heimsstyrjaldar í dag. 80 ár síðan styrjöldinni lauk. Hvers ber að minnast og varast?
Í dag, 7. maí 2025, eru liðin nákvæmlega 80 ár frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með formlegri uppgjöf nasista þann 7. maí 1945, sem gekk í gildi kl. 23:01 að kvöldi 8. maí og markaði það sem margir minnast sem sigurdaginn í Evrópu (VE Day).
Hvers ber að minnast?
Ótrúlega mannfórn og hörmungar styrjaldarinnar ber að minnast. Um 6070 milljónir manna létust, þar af milljónir saklausra borgara. Stríðið leiddi til útrýmingarbúða, þjóðarmorða (sérstaklega á gyðingum), sprengjuárása á borgir og djúpstæðra sársauka í öllum heimsálfum. Baráttunnar gegn fasisma og alræði lauk með lok styrjaldarinnar en baráttan gegn kommúnistmans hélt áfram í kalda stríðinu. Kannski lauk seinni heimsstyrjöldinni með lok kalda stríðsins og frelsun Austurtjaldsins - Austur-Evrópu. Það segja Austur-Evrópubúa einu rómi.
Seinni heimsstyrjöldin var átök milli lýðræðisríkja og alræðisríkja. Hún minnir okkur á að frelsi, mannréttindi og lýðræði eru ekki sjálfgefin, heldur þarf stöðugt að verja þau. Þó bandamenn hafi haft mismunandi markmið og stjórnarhætti (t.d. Bandaríkin og Sovétríkin), þá tókst þeim að vinna saman til að sigra nasismann (baráttan við kommúnistismans tók og stóð í 56 ár). Það undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu þegar hún er rétt miðuð. Endurreisnar Evrópu og stofnun stofnana til friðar. Meðal annars Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar urðu til í kjölfar styrjaldarinnar en því miður hafa þessar stofnanir reynst gagnlitlar. Sérstaklega S.þ. sem hefur aldrei getað stillt til friðar. Þessar stofnanir voru þó stofnaðar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtækju sig.
Hvers ber að varast?
Að gleyma sögunni eða endurskrifa hana. Afneitun á helförinni, fegrun nasismans eða rangfærslur um aðdraganda stríðsins eru hættulegar þróanir. Minningin um seinni heimsstyrjöldina verður að byggjast á staðreyndum og heiðarlegri greiningu.
Tregðu til að bregðast við yfirgangi er enn gegnum gangandi. Stríðið kenndi okkur að hunsun eða friðkaup (eins og gagnvart Hitler fyrir 1939) getur kallað yfir heiminn enn verri hörmungar. Aðgerðarleysi gegn árásarhneigðum ríkjum getur kostað mikið.
Tæknilegum hörmungum og kjarnorkuvopn. Stríðið endaði með kjarnorkusprengju. Sú ógn hangir enn yfir mannkyninu og minnir á nauðsyn þess að takmarka vígbúnað og beita visku í alþjóðamálum en kannski koma kjarnorkuvopn í veg fyrir alsherjarstríð (e. total war) í dag. Nýjasta nýtt eru átök Pakistana og Indverjar síðastliðna daga eða Úkraínustríð en menn vita hvað gerist ef kjarnorkuvopn eru beitt.
Niðurstaða
Að minnast loks seinni heimsstyrjaldarinnar er ekki aðeins að heiðra þá sem féllu, heldur að endurnýja fyrirheit okkar um að verja lýðræði, berjast gegn alræði og tryggja að hörmungar fortíðar verði ekki framtíð annarra. Það er skylda kynslóða framtíðar að læra af reynslunni því friður krefst minningar, en einnig ábyrgðar.
Sagt er að þegar kynslóðin sem barðist er látin og farin yfir móðuna miklu, taki nýjar kynslóðir við sem þekkja ekki hörmungar fortíðarinnar og þær eru dæmdar til að endurtaka mistök fortíðar. Líkt og barn sem er tabula rasa, endurtekur sagan sig, því að stundum þurfa menn að upplifa hörmungar til að forðast þær í framtíðinni.
Því miður dugar ekki tal um hættur. Þetta hefur bloggritari brýnt fyrir blogglesendur að við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta stríð, því það kemur! Íslendingar eru ekki tilbúnir fyrir stórstyrjöld þótt stjórnvöld þykjast vera að undirbúa sig. Þjóðaröryggisráð er brandari, því miður, með fólk sem litla sem enga þekkingu á nútíma hernaði. Bloggritari getur ekki séð að gert sé ráð fyrir allar mögulegar sviðsmyndir framtíðarátaka í plönum íslenskra stjórnvalda.
Stríð | 7.5.2025 | 19:13 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menn virðast halda að það eigi að stunda "hlutfalls" (e. porporational war) stríð í stríðsrekstri í dag. En menn gleyma að þegar barist er upp á líf eða dauða, er ekkert sem kalla má hlutfallslegt stríð.
Bandaríkin segjast stunda hlutfalls stríð með nákvæmisaðgerðum (e. drone warfare) Bandaríkin hafa í Afganistan, Pakistan, Jemen og víðar beitt ómannvæddum drónum og fullyrt að þeir hái hlutfallslegt stríð með hnitmiðuðum árásum. Í raun hefur þó komið í ljós að borgaraleg mannföll hafa verið meiri en gefið var upp, og gagnsæi skortir. Þetta er í raun taktík sem Bandaríkjamenn geta leyfts sér vegna þess að þeir eru með hernaðaryfirburði. Um leið og þeir þurfa að berjast upp á líf og dauða, breytist stragtegían og þeir fara að stunda alsherjarstríð (e. total war).
Annað dæmi er Frakkland og Bretland í Sahel eða Miðausturlöndum (sem lítið fer fyrir) Þar hafa vesturveldi stundum tekið þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkahópum með þeirri röksemd að þær séu takmarkaðar og hlutfallslegar. Aftur á móti hefur gagnrýni komið fram um að valdbeitingin geti ýtt undir víðtækari átök.
Eins má segja um Ísrael (í sumum aðgerðum) Ísrael hefur stundum lýst aðgerðum sínum sem hlutfallslegum við ógnina, sérstaklega gagnvart Hamas eða Hezbollah. Hins vegar hefur það verið mjög umdeilt margir alþjóðlegir aðilar og mannréttindasamtök telja að aðgerðir Ísraela fari oft fram úr hlutfallslegri valdbeitingu, sérstaklega með tilliti til borgaralegra mannfalla. Þeir segja á móti að þeir séu að berjast á mörgum vígstöðvum og barist sé um tilveru Ísraelsríkis.
Í raun með tæknivæddu samfélagi samtímans, er alsherjarstríð reglan. Stríð þar sem öll úrræði samfélagsins efnahagsleg, félagsleg, hernaðarleg og pólitísk eru beitt til að ná fullum sigri, og enginn greinarmunur er lengur gerður á vígvelli og heimavelli.
Dæmi um þetta er seinni heimsstyrjöldin (og fyrri): öll samfélög beittu sér til fulls konur í verksmiðjum, matarskortur, loftárásir á borgir (Dresden, Hiroshima), skilyrðislaus uppgjöf óvinarins var markmiðið. Borgaraleg mannföll voru ekki talin forðast heldur hluti af aðgerðunum jafnvel viljandi. Einkenni þess konar stríðsrekstrar er mobilisering alls samfélagsins. Enginn friðargrunnur fyrr en annað hvort tapar algjörlega. Hlutleysi ríkja virt að vettugi. Allt er skotmark, líka borgarar. Ekkert ríki segir; ó, óvinaherinn sendir aðeins 5 þúsund hermenn, við skulum líka gera það!
Stríð á öllum tímum er enginn leikur. Menn beita þeim ráðum sem þeir telja að dugi til sigurs. Það var ekkert "sanngjarnt" við loftárásir bandamanna á borgir Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni, gas árásir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld - sjálfmorðsárásir óbreyttra hermanna í skotgrafahernaðinum eða útrýmingabúðir nasista til að eyða andstæðingum. Íslendingar fengu að kynnast alsherjarstríði seinni heimsstyrjöldinni, þegar skip og bátar þeirra voru sökkt af þýskum kafbátum og hlutleysi landsins troðið niður af Bretum.
Stríð | 5.5.2025 | 11:49 (breytt kl. 11:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Förum í stutt sögulegt yfirlit. Bandaríkjaher var stofnaður 14. júní 1775 af Bandaríska meginlandsþinginu. (Continental Congress), tveimur dögum áður en George Washington var útnefndur yfirhershöfðingi nýstofnaðs Continental Army. Herinn var stofnaður til að berjast gegn Bretum í frelsisstríðinu (American Revolutionary War, 17751783).
Bloggritari fékk ChatGPT til að koma þessu saman í stutt yfirlit en þurfti að leiðrétta gervigreindina á sumum stöðum.
1. Frelsisstríðið (17751783)
Markaði upphaf sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna.
George Washington leiddi herinn til sigurs með aðstoð frá Frökkum.
2. 19. öld: Vöxtur og borgarastyrjöld
1812-stríðið gegn Bretum (18121815).
Landvinningar vestur um landið (Manifest Destiny).
Borgarastyrjöldin (18611865): Mestu mannfall í sögu hersins; norðanmenn (Union Army) gegn suðurríkjunum (Confederate Army).
3. Heimsstyrjaldirnar
Fyrri heimsstyrjöld (19171918): Bandaríkin taka þátt síðla í stríðinu.
Seinni heimsstyrjöld (19411945): Mikill hernaðarvöxtur og mikilvægt hlutverk í sigri bandamanna.
4. Kalda stríðið og Kórea/Víetnam
Kóreustríðið (19501953) og Víetnamstríðið (19551975).
Herinn umbreytist í fagher með áherslu á kjarnorkuviðbúnað, tækni og alþjóðlegt inngrip.
Víetnamstríðið (19551975)
Yfirlit:
Langvinnasta stríð í sögu Bandaríkjahers fram til 21. aldar.
Bandamenn studdu Suður-Víetnam gegn kommúnistum í Norður-Víetnam og Víetkong-uppreisnarmönnum.
Hernaðarleg þátttaka Bandaríkjanna jókst verulega eftir Gulf of Tonkin-insidentið 1964.
Hernaðarlegar staðreyndir:
Um 2,7 milljónir Bandaríkjamanna þjónuðu í Víetnam.
Um 58.000 létust og meira en 150.000 særðust.
Notkun napalm, Agent Orange og leynilegar aðgerðir í nágrannalöndum (Laos og Kambódíu) ollu miklum deilum.
Af öllum stríðum Bandaríkjamanna hefur þetta stríð haft mest langvarandi áhrif á sjálfmynd þeirra. Þetta var ósigur (kannski ekki á vígvellinum en pólitískt séð).
5. Persaflóastríð, 9/11 og stríðið gegn hryðjuverkum
Persaflóastríðið (19901991) gegn Írak.
Árásirnar 11. september 2001 marka upphaf að:
Afganistan (20012021).
Írakstríðið (20032011).
6. Nútíminn og framtíðin (20102025)
Herinn hefur einbeitt sér að tækniþróun, netöryggi og rýmishernaði.
Hefur dregið úr viðveru erlendis en viðheldur umtalsverðu alþjóðlegu öryggishlutverki.
Stærð og dreifing Bandaríkjahers leiðréttar tölur (2025)
Fjöldi hermanna:
Virkt lið (Active Duty): ~480.000500.000 hermenn í Bandaríkjaher (U.S. Army).
Varalið og þjóðvarðlið (Army Reserve og National Guard):
Army Reserve: ~190.000
Army National Guard: ~330.000
Samtals innan ramma U.S. Army: um 1 milljón hermanna
En ef þú telur með öll hernaðararm (Army, Navy, Air Force, Marines, Space Force, Coast Guard) er heildarfjöldinn nálægt 1,31,4 milljónum virkra og 800.000 í varaliðum.
Herstöðvar um allan heim:
Bandaríkin reka meira en 800 herstöðvar eða hernaðarlega viðveru í yfir 70 löndum.
Stærstu erlendu stöðvar:
Þýskaland (Ramstein, Grafenwöhr, Wiesbaden)
Japan (Okinawa og fleiri)
Suður-Kórea (Camp Humphreys stærsta bandaríska herstöðin erlendis)
Kuwait, Bahrein, Djíbútí, Bretland, Ítalía o.fl.
Þessar stöðvar eru notaðar til:
Víghreiðurs og viðbúnaðar í alþjóðlegum átökum
Varnarsamstarfs og æfinga með bandamönnum
Umráðasvæða fyrir flutninga, njósnir, dróna og nethernað
Tilvísun í ChatGPT lýkur.
Nú á þessi herafli afmæli í júní. Donald Trump forseti mun halda hergöngu í júní til að heiðra hermenn og aðra hermenn í virkri þjónustu og minnast 250 ára afmælis bandaríska hersins, að því er Fox News Digital segir.
Skrúðgangan er áætluð 14. júní, á 250 ára afmælisdegi bandaríska hersins og afmælisdegi Trumps. Þess má geta að Trump hefur dreymt um slíka skrúðgöngu síðan hann varð vitni að slíkri í París, Frakklandi. En honum hefur ekki orðið að ósk sinni fyrr en nú.
En þá að spurningunni í titli pistilsins. Hafa Bandaríkjamenn öflugasta her sögunnar? Bandaríkjamenn monta sig af því reglulega að hafa öflugusta her sögunnar. En er það rétt? Var ekki rómverski herinn sá öflugasti? Það er nefnilega erfitt að bera saman heri á mismunandi tímabilum. Árangur Bandaríkjahers á vígvellinum hefur ekki alltaf verið til að hrópa húrra fyrir.
Ef Bandaríkjaher er borinn saman við rómverska herinn, sem er ansi erfitt að bera saman, enda á ólíkum tímum, þá kemur ýmislegt í ljós og það fer eftir því hvernig maður metur hernaðarlega yfirburði. Tækni og fjármunir? Þá leiðir Bandaríkjaher í dag. Útbreiðsla og viðverustjórnun? Bandaríkjamenn hafa herstöðvar um allan heim. Hernaðarárangur? Þá verður myndin mun flóknari. Langlífi, agi, áhrif á heimssöguna? Þá á rómverski herinn fullan rétt á kröfu um titilinn.
Bloggritari bað ChatGPT enn um samantekt:
Samanburður: Ekki eins einfaldur og hann virðist vera
Tímalengd yfirburða | 5 aldir | ~1 öld (frá WWII) |
Yfirráð | Evrasía | Heimurinn |
Tækni (miðað við samtíma) | Mjög há | Langhæst |
Hernaðarárangur | Langlífur og stöðugur | Blandaður (sigur/töp) |
Arfleifð | Menningarleg, stjórnarfarsleg | Tæknileg, efnahagsleg |
Þessi samanburður er ágætur í sjálfu sér en maður mælir styrk hers eftir hernaðarárangri, hitt er aukaatriði. Til hvers að vera með stærsta her í heimi, herstöðvar um allan heim, bestu tækni o.s.frv. ef herinn gerir ekki það sem hann á að gera: Vinna stríð!
Bloggritari hefur skrifað um hernaðarsögu í áratugi og er menntaður á þessu sviði og að hans mati er markmið hers og hér er vísað í Clausewitz:
Her er tæki ríkisvaldsins til að ná pólitískum markmiðum með ofbeldi þegar annað dugar ekki.
Carl von Clausewitz (frægasta herfræðikenning sögunnar)
Ef herafli jafnvel sá fullkomnasti tæknilega nær ekki pólitískum markmiðum sínum með hernaði, þá hefur hann brugðist meginhlutverki sínu.
Bandaríkjaher er því ekki öflugusti her heimssögunnar (rómverski herinn tapaði orrustum en nánast aldrei stríðum, ekki fyrr en undir lok heimsveldsins er það er meiri pólitísk saga og hagsaga) en sá rómverski...hingað til.
Bandaríkjaher á eftir að klára sína sögu, e.t.v. erum við í miðjum söguþræði og hann á eftir að taka yfir allan hnöttinn, hver veit.
Stríð | 3.5.2025 | 11:12 (breytt kl. 11:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skoðanakannanir eru ágætar út af fyrir sig en tækla kannski alveg veruleikann.
Það kemur ekki á óvart að meirihluti landsmanna er á móti stofnun íslensks hers. Ástæðan er einföld, allir vita stofnun slíks hers kostar mikla fjármuni og hver vill borga meiri skatta? Önnur ástæða er að mannskapur verður hugsanlega tekinn úr atvinnulífinu sem er einnig óvinsælt. Þriðja ástæðan er að Íslendingar eru hæst ánægðir með hermenn annarra þjóða verndi Ísland, hugsanlega með eigin lífi ef til styrjaldar kemur.
Hver myndi vilja breyta slíku lúxus ástandi? Þurfa ekki að gera neitt, ekki borga neitt og ekki fórna neinu. En raunveruleikinn er harður húsbóndi. Hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, verður að verja landið. Annað er veruleikafirring.
Senda verður skilaboð út í heim, til þeirra sem hafa illt í huga (nóg til af þeim) að hér sé garðurinn varður, farið eitthvað annað með ykkar illu áform. Við eigum fullt af vinum sem vilja verja okkur (sem við skýlum okkur á bakvið). Svo getur "verndin" verið þröngvað upp á okkur, sbr. samskipti Bandaríkjamanna við Grænlendinga. Hafa Grænlendingar eitthvað val?
Evrópumenn hafa vaknað af ljúfu draumástandi sem hefur varað síðan í stríðslok seinni heimsstyrjaldar, sem er að láta aðra verja sig, ekki borga, ekki gera neitt eða fórna neinu. Það er ekki lengur í boði, heldur ekki fyrir Íslendinga.
Íslendingar verða að átta sig að þetta er ekki eins og fara út í matvöruverslun, þar sem hægt er að velja og hafna. Það er ekkert val. Annað hvort verja Íslendingar landið sitt sjálfir eða láta aðrar þjóðir gera það. Ókei, Íslendingar vilja að aðrir gera það. En getum við treyst "vinum" okkar fyrir öryggi okkar? Getur bandalag við þessa vini leitt okkur á veg stríðs?
Svona skoðanakönnun er því marklaus, því að hún gefur til kynna að það sé val í boði. Nær væri að spyrja: "Vilt þú stofna til íslensks hers ef NATÓ leysist upp? Ef svo, hvort vilt þú að Ísland verði hluti af Evrópuher eða haldi áfram með tvíhliða varnarsamninginn við Bandaríkin?"
Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
Stríð | 16.4.2025 | 12:22 (breytt kl. 12:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hægt gengur að semja um frið í Úkraínu. Pútín virðist vera að tefja en kannski er hugsunin að taka eina lokasókn áður en samið verður um frið. Þar sem olíuverð fer lækkandi, er stríðinu sjálfhætt eftir x mánuði. Búast má við friði á næstunni bara þess vegna.
En það virðast vera tvö stríð í uppsiglingu. Viðræður Bandaríkjamanna við Írani gæti verið sjónarspil, þ.e.a.s. að Kaninn getur sagst hafa reynt friðarleiðina en hún var ekki fær vegna þvermóðsku Írana. Nema friðarvilji Trumps sé einlægur. Þeir síðarnefndu eru ekki líklegir til að afhenda þessar 10-20 kjarnorkusprengjur sem þeir eru að setja saman. Það virðist því stefna í stríð. Bandaríkjamenn hafa safnað miklu herliði í Miðausturlöndum og eru hernaðarlega tilbúnir að fara strax í átök. Engin tilviljun að Netanjahu var nýverið í heimsókn í Bandaríkjunum. Báðar þjóðirnar munu gera árás ef af verður.
Nú þegar Trump hefur málað Kínverja út í horn með viðskiptastríði, gæti Xi ákveðið að láta drauminn rætast að ráðast á Taívan. Kínverjar eru að smíða lendingapramma sem myndu henta í innrás og náðst hafa myndir af. En það er alltaf talað um árið 2027 sem hugsanlegt ártal.
En þetta væri gífurlega áhættusamt fyrir þá, því herinn er alls óreyndur, þó hann sé vel vopnum búinn. Síðasta stríð var við Víetnam 1979 sem þeir töpuðu. Ástæðan fyrir stríðið var að Víetnam var sakað um að misþyrma og hrekja kínverskættaða borgara úr landi, sem Kína taldi móðgun. Kína hóf því árás 17. febrúar 1979 en þá réðust 200.000 kínverskir hermenn með skriðdrekum og stórskotaliði yfir landamærin og sóttu að 6 héruðum í norður-Víetnam. Víetnamar beitti skæruhernaði. Þótt flestir víetnamskir hermenn væru í Kambódíu, þá var varnarliðið í fjallahéruðunum harðgert og kunnugt landinu. Víetnamar beittu taktik sem þeir höfðu þróað gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum. Kína vann nokkrar borgir en mannfallið var mikið. Þá héldu þeir ekki landvinningunum heldur lýstu yfir hafa veitt andstæðingum sínum "refsingu" og drógu sig til baka eftir um mánuð.
Spurningin er hvort Kínverjar telji sig vera tilbúna í átök reynslulausir? Ekki það að menn séu lengi að læra inn á stríð, rétt eins og Rússar og Úkraínumenn þurftu að læra.
Á bakvið tjöldin hefur tollastríðið sem hefur aðeins varað í nokkra daga, valdið kínversku efnahagslífi miklu efnhagstjóni. Pantanir hafa hætt að berast og verksmiðjur eru að lokast. Fyrir var efnahagurinn bágborinn og samdráttur í gangi þótt ekki hafi verði talað um það opinberlega. Kínverjar eru mjög háðir útflutningi og ef stríð brýst út, lokast landið inni.
Kannski má bæta við hugsanlegt stríð milli Tyrklands og Ísraels. Það er mikil spenna á milli ríkjanna.
En vonandi er þetta rangt mat og ekkert stríð verður. Það græðir engir á stríði og þetta er ekki það sem mannkynið þarf á að halda.
Stríð | 13.4.2025 | 09:18 (breytt kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að ef stríð brytist út gæti lögregla beitt heimildum sínum til að kveða almenning til verkefna undir umsjá lögreglu. Þessi leið hugnast honum betur en hugmyndir um stofnun hers. Sjá slóðir:
Gætu kallað til á hættustund og
Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna
Þarna er Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra að vísa til laga um almannavarnir. Sjá í viðhengi hér að neðan.
Með fullri virðingu fyrir manninum, þá er Karl ekki átorítet um herfræði né sérfræðingur um varnarmál. Lögregluskólinn gerir hann ekki að hernaðarsérfræðingi. En honum er velkomið að leggja orð í belg, en hann má þá vænta mótrök.
Eitt þeirra er að það er arfa vitlaust að kalla út óþjálfaðan almenning, með enga reynslu eða getu til að taka að sér, hvað?, starf hermanna? Það er ekki útskýrt í fréttum. Vonandi er hann að vísa til hjálparsveitarmanna (sem hafa þjálfun í björgunarstörfum en ekki í hermennsku) en ekki óbreyttra borgara en jafnvel þeir eru með enga þekkingu eða getu til að starfa á stríðstímum. Og það er of seint að virkja mannskap eftir á!
Þetta minnir bloggritara á Volkssturm sveitirnar í Berlín 1945. Volkssturm sveitirnar voru stofnað í október 1944 að skipun Adolfs Hitlers og var hugsað sem síðasta varnarlið Þýskalands. Það samanstóð af körlum á aldrinum 16 til 60 ára, sem ekki höfðu þegar verið kallaðir í herinn. Þeir fengu oft litla sem enga herþjálfun og voru oft vopnaðir úreltum eða ófullnægjandi vopnum, eins og skotvopnum frá fyrri heimsstyrjöld eða einföldum skotvopnum eins og Panzerfaust. Þessi "herafli" var stráfelldur enda bara að þvælast fyrir Rauða hernum við yfirtöku Berlín.
Skárri hugmynd væri að stofna hér heimavarnarlið, á stærð við undirfylki sem fengi a.m.k. mánaðarþjálfun árlega á launum en foringjarnir væru atvinnuhermenn. Árlegur kostnaður er um hálfur milljarður króna. Með öðrum orðum væri hér liðsafli, reiðbúinn, á hliðarlínunni, sem hægt er að kalla út á klst. Heimvarnarliðsmenn starfa hina 11 mánuði sem óbreyttir borgara og þessi liðsafli hefði engin áhrif á gangverk íslenskt atvinnulífs. Athugið að varnarmálafjárlög eru núna 6,8 milljarðar króna og hálfur milljarður lítill í því samhengi. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa á að skipa slíkar varaliðssveitir meðfram hefðbundinn herafla en fáir vita af því að samanlagt hafa þær yfir 1 milljón manna undir vopnum í dag.
En nóta bene, það væri skársti kosturinn að stofna hér elítu hersveit um 100 manns. Ef einhver telur það lítið, þá má líta á Navy Seal sérsveitirnar sem ávallt eru fremstir í víglínunni og innihalda átta SEAL Teams sveitir en aðeins eru um 2,400 virkir bardagahermenn innan heildarinnar.
Viðhengi:
"VII. kafli. Borgaralegar skyldur á hættustundu. 19. gr. Almenn borgaraleg skylda.
Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 1865 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. 1) [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.] 2)
Kveðja má þá sem eru á aldrinum 1618 ára eða eldri en 65 ára til starfs skv. 1. mgr., ef þeir óska þess sjálfir....."
Stríð | 25.3.2025 | 20:44 (breytt kl. 21:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varnarmál eru mál málana í dag. Íslenskir ráðamenn eru að krafsa í bakkann og reyna að sýna viðleitni til að efla "varnir" Íslands. Veruleiki stórveldis pólitíkurnar hefur neytt þá niður á jörðina því í ljós hefur komið, eins og bloggritari hefur minnst á í áratugi, að engum er treystandi.
Staðreyndin er að ríki eiga bara hagsmuni, ekki vini. Hvernig væri hér umhorfs ef Trump væri með sama yfirgang gagnvart Íslandi og hann sýnir Grænland? Allt brjálað.
Nóta bene, Grænlandsmálið snýst ekki um öryggishagsmuni Bandaríkjanna, þeir geta fengið eins margar herstöðvar og þeir vilja á Grænlandi í samvinnu við Dani. Það er enginn að stoppa Trump. Pólitík hans er augljós öllum þeim sem vilja sjá, hann vill gera Norður-Ameríku, frá Panama til Grænland með Kanada innanborðs að nýjum Bandaríkjum! Ríki á par við Rússland að stærð. En aftur að hagmunum Íslands.
Margt hefur verið sagt um varnir Íslands og nánast allt út í hött. Fullyrðingum án tölfræðilegra gagna slengt fram og sagt, svona er þetta, Íslendingar eru varnarlausir og við getum ekkert gert okkur til varnar. Og þá er farið gamalkunnar leiðir, ruglast á bakarann og smiðinn, og sett fjármagn í lögreglu og Landhelgisgæsluna! Þetta er bara ekki sami hlutinn.
Hverjar eru aðgerðir núverandi ríkisstjórnar? Jú, það á að fjölga í lögreglunni um 200 manns. Gott og vel, gott fyrir varnir gegn glæpum. Svo á lappa upp á ræfilslega Landhelgisgæslu! Afgömul og úreld eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar á að hætta að vera í landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi (FRONTEX) í 11 mánuði og láta sjá sig við Ísland meira en einn mánuð á ári! Svo segir forstjóri LHG að þeim vanti ekki tæki, heldur mannskap! Það hefði verið hægt að dekka eftirlitið með lögsögu Íslands (lögreglu aðgerð, ekki her aðgerð) með því að kaup ódýra dróna frá Ísrael (kostar 200 milljónir kr. ódýrasta týpan) og LHG fékk að láni um árið með góðum árangri. Landhelgin gæti verið vöktuð úr lofti 24/7, því enginn er um borð og einn maður á jörðu stjórnar úr stjórnstöð.
Svo er keyptur ómannaður neðansjávardróni, hér kallaður kafbátur af Íslendingum! Íslensk uppfinning og sjálfsagt ódýr. Ekki vitlaust, því að sæstrengirnir sem liggja til Íslands eru óvarðir. En erfitt er að sjá að einn neðansjávardróni geti vaktað sæstrengina alla leið og alltaf. Ef óvinir ákveða að slíta sæstreng, er ekkert sem kemur í veg fyrir það. Dæmin úr Eystrasalti sanna það.
Bloggritari hefur reiknað út kostnaðinn við stofnkostnað fastahers. Þessir útreikningar eru í skýrsluformi og verða ekki birtir hér. Aðeins heildarkostnaður. Hér er miðað við undirfylki hers (e. company) upp á 250 manns. Þetta er lægsta mögulega stærð hers. Tekið er mið af annars vegar hefðbundið fótgöngulið og hins vegar vélvætt fótgöngulið sem lágmarks mannskapur og tvö eldflauga batterí til að verja höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin.
- Grunn undirfylki fyrir Ísland myndi kosta að minnsta kosti 3.486.250.000 m.kr. að stofna og 2.091.750.000 m.kr. + á ári að viðhalda.
- Vélvæddur herafli kostar ca. 6.972.500.000 m.kr. + til að setja upp og 3.486.250.000 - 8.367.000.000 m. kr. á ári til að viðhalda.
- Tvö eldflauga batterí. Kostnaður er ca. 14. milljarðar króna ef notað er svipað eldflaugakerfi og Norðmenn hafa.
Heildar stofnkostnaður ef allt er tekið með inn í reikninginn, 18,5 milljarða króna ef grunn fótgöngulið ásamt tveimur eldflauga batteríum er valið en 21,0 milljarða króna ef vélvætt fótgöngulið er valið.
Árlegur rekstrar kostnaður er 2-8 milljarðar króna. Er þetta óyfirstíganlegt?
Með því að taka inn NATÓ í dæmið. gæti dregið verulega úr kostnaði með því að bjóða upp á þjálfun, búnað og samnýtingu herstöðva. Í raun er mjög ólíklegt að Íslendingar einir beri upp kostnaðinn, því að sjóðir NATÓ og Bandaríkjanna eru digrir og fyrirséð að þeir verða stærri næstu misseri. Sjá: NATO Security Investment Programme (NSIP).
Að lokum. Arnór Sigurjónsson talar um í bók sinni Íslenskur her um að lágmarks fjöldi í íslenskum her yrði að vera um 1000 manns og 500 manna varalið á stærð við herfylki (e. Battalion). Ólíklegt er að pólitískur vilji sé fyrir svo stóru skrefi. En það má vinna að þessu í skrefum.
Allra ódýrasta leiðin er að stofna hér heimavarnarlið, sem gæti gengið undir heitunum Þjóðvarðlið eða Varnarlið. Rekstur slíkra eininga er ódýr. Sem dæmi starfar Þjóðvarðlið Bandaríkjanna aðeins í einn mánuð á ári en foringjarnir eru atvinnumenn.
Launakostnaður (250 manns) er um 500 milljónir+. Búnaður, rekstur og vopn: Ef notuð væru létt skotvopn, drónar, farartæki og loftvarnakerfi gæti stofnkostnaður verið frá 2-10 milljörðum króna (fer eftir umfangi). Aðstaða og þjálfun: Ef nota ætti núverandi innviði (t.d. öryggissvæði við Keflavík) væri kostnaður lægri.
Veikleikinn eftir sem áður verður loftvarnir. Það er alveg ljóst að Íslendingar hafa ekki efni á að kaupa herþotur. Það verður áfram úthýst til bandamanna. En eldflauga batterí er raunhæf leið.
Áður en menn froðufella kaffið er þeir lesa þetta, þá geta þeir huggað sig við að þetta eru aðeins hugleiðingar bloggritara sem kosta ekki krónu!
Íslensk pólitík sér til þess að lítið verður gert og það sem verður gert, verður í skötulíki! Löggurnar í LHG verða látnar leika sóldáta áfram, kannski annar drátturbátur - fyrirgefið, varðskip, keyptur á tombólaverði og gamlar þyrlur leigðar.
Af hverju? Af því að er enginn hefð fyrir hermennsku og her sem stofnun í íslenskum nútíma. Það er enginn þekking né menning, né málsvarar slíkt (kallaðir stríðsæsingarmenn ef menn impra á að kannski væri ekki svo vitlaust að læsa húsinu og hætta að treysta á nágrannanna?), aðeins áhugalausir stjórnmálamenn sem fjalla um varnir í hjáverkum og af illri nauðsyn, því umheimurinn lætur íslensku loftbóluna ekki í friði.
Stríð | 15.3.2025 | 12:13 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú er það spurningin sem verður svarað á næstu dögum, mun Pútín samþykkja vopnahlé? Er Trump í vasanum á Pútín? Mun hann beita Pútín hörku eins og hann beitti Zelenskí? Þetta er spennandi að vita.
En það er líka verið að tala um frið við Íran. Það er ekki eins bjart þar, því að klerkastjórnin rífur kjaft á móti friðarumleitunum Trumps. Þeir hafa ekkert til að bakka orð sín. Loftvarnarkerfið í molum. Það er því líklegt að Bandaríkjamenn sigi kjölturakka sínum Ísrael á Íran með loftárásum ef þeir neita að hætta við kjarnorkuvopna áætlun sína. Spurning er bara hvort Bandaríkjaher taki þátt í árásum Ísraela? Ef þeir gera það, þá er hægt að leggja efnahag landsins í rúst á einni viku með árásum á olíu mannvirki og hernaðarskotmörk verða með í pakkanum.
Stríð | 13.3.2025 | 09:56 (breytt kl. 09:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eru valkostir Íslendinga hvað varðar varnir Íslands? Íslendingar byggja sínar varnir á tveimur stoðum. Annars vegar á tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin frá 1951 en hins vegar aðild að NATÓ frá 1949.
Það er deginum ljósara að Íslendingar lifa ekki í tómarúmi og þeir verða að treysta varnir sínar einir eða í samvinnu við aðra.
En athugum þessa staðreynd: Íslendingar gengu í NATÓ 1949 og voru í þessu hernaðarbandalagi í tvö ár og án Kanans. Hvar voru þá Bandaríkjamenn? Ekki komnir til Íslands. Þeir komu hins vegar 1951 en fóru með herafla sinn frá Íslandi 2006 og hafa notað herstöðina á Keflavíkurflugvelli sem stoppustöð.
Í raun hafa önnur aðildarríki í NATÓ séð um að manna lofteftirlit yfir Ísland, en að sjálfsögðu með Bandaríkjamönnum. Ástandið í dag minnir svolítið á þetta tveggja ára tímabil.
Spurningin er, munu Bandaríkjamenn draga herlið sitt frá Vestur-Evrópu? Þeir virðast ætla að færa mannskapinn til, frá t.d. Þýskalandi til Ungverjalands. Þeir munu líklega halda mannskap í þeim ríkjum sem liggja að Rússlandi. Þetta er líkleg sviðsmynd. Viðvera Bandaríkjahers, sem er nú frekar lítil, mun minnka meir.
En svo er það hin sviðsmyndin, að Bandaríkin fari úr NATÓ, hvað gerist þá? Eftir verða þá 29 aðildarríki. Munu þau leysa upp bandalagið? Nei, mjög ólíklega því þau þora ekki að vera ein og sér. Ekkert þeirra er með getu til að verja sig gegn stórveldum, nema Frakkland og Bretland (rétt svo). Þá hafa Íslendingar valkost, hvorum megin Atlantshafs viljum við vera? Áfram í NATÓ eða í tvíhiða varnarbandalagi við Bandaríkin? Hagsmunirnir liggja í Evrópu, síður í Ameríku.
Ef Íslendingar kjósa að fylgja Bandaríkjamönnum, má búast við tuddahegðun eins og Grænlendingum er sýnd. Ef Íslendingar kjósa Evrópuher/NATÓ, þá er það bandalag mjög veikt og ekki hægt að treysta á að aðildarþjóðir geti komið til aðstoðar, a.m.k. í upphafi. Slíkt bandalag myndi ótvírætt krefjast þess að Íslendingar taki þátt í eigin vörnum. Það þýðir íslenskur her og Íslendingar borgi eigin varnir.
Viljum við vera undir hæl stórveldis? Er saga Bandaríkjahers það glæsileg að við eigum að eiga allt undir dutlungum Bandaríkjaforseta? Þetta hefur bloggritari verið að hamra á í áratugi (að sjálfsögðu fyrir daufum eyrum, því hann er bara Jón út í bæ). En það hefur bara sannast að bloggritari hefur haft rétt fyrir allar götur síðan hann hóf að skrifa um varnarmál. Hann sagði t.d. 1999/2000 að Bandaríkjaher væri að týgja sig til farar sem og gekk eftir 2006. Bloggritari sagði að Íslendingar ættu að koma sér upp varnarmálastofnun sem hann skrifaði um árið 2005 og það gekk eftir. Og hann hefur sagt að hernaðarbandalagið NATÓ væri ekki eilíft. Það kann að rætast fyrr en ætla mætti.
Að lokum. Bloggritari hefur sagt að eigin varnir Íslands sé síðasta sjálfstæðismál landsins. Sjálfstæðisbaráttan hófst af krafti um miðja 19. öld og menn telja hana hafa lokið 1944 með lýðveldisstofnun. En það var bara ekki rétt. Það átti eftir að frelsa Íslandsmiðin, landhelgi Íslands frá erlendri ásókn. Það tókst loks 1976.
En sjálfstæðisbarátta er eilífð, sérstaklega hjá örríki eins og Ísland. Ein af frumskyldum sjálfstætt ríkis er að tryggja öryggi borgara sinna fyrir innlendri og erlendri ógn. Á meðan ríkið getur ekki gert það, er það ekki frjálst og telst á fræðimáli vera "failed state", ríki sem á sér ekki tilverurétt né framtíð.
Stríð | 12.3.2025 | 18:59 (breytt kl. 19:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020