Færsluflokkur: Stríð

Stríð þar sem Demókratar voru við völd og þau töpuðust

Byrjum á Kóreustríðið (1950–1953). Demókratinn Harry S. Truman (forseti 1945–1953) var þá við völd.   Bandamenn (undir merkjum SÞ) börðust við Norður-Kóreu og Kínverja. Ekki beint tap, en stríðinu lauk með vopnahléi og engin úrslit urðu – Kórea klofin áfram. Mikil óánægja í Bandaríkjunum, Truman ákvað að gefa ekki kost á sér aftur. Þingið var undir stjórn Repúblikana seinni hluta stríðsins.

Víetnamstríðið. Stríðið hófst á valdatíma Demókrata (Kennedy og Johnson).  Lyndon B. Johnson dýpkaði þátttöku Bandaríkjanna. Nixon (Repúblikani) náði samkomulagi um frið. Ford (Repúblikani) vildi grípa til aðgerða 1975 vegna sóknar Norður-Víetnams, en Demókrataþing hafnaði. Pólitísk ábyrgð á endanlegu tapi liggur þar með að hluta hjá Demókrötum.

Stríð þar sem Repúblikanar voru við völd en úrslitin voru líka neikvæð. Repúblikanin Bush hóf innrásina í Írak 2003 með þeim rökum að Saddam Hussein væri með gereyðingarvopn. Það reyndist rangt. Stjórnin féll fljótt, og hernaðarsigur náðist snemma. En landið fór í langvarandi uppreisn og borgarastríð milli súnníta og sjíta. 2007 kom svokallað "surge" — herstyrkur aukinn til að ná stöðugleika, og það hafði áhrif.

Demókratinn Obama gaf fyrirheit um að ljúka stríðinu í Írak og draga heri út.    Árið 2011 dró hann allt herlið Bandaríkjanna úr Írak, í samræmi við samning sem Bush hafði undirritað 2008 – en án þess að semja um áframhaldandi veru lítilla sveita til að halda stöðugleika.  Valdatómarúm myndaðist í Írak.  Al-Maliki stjórn (íhaldsöm sjíta-stjórn) kúgaði súnníta, sem leiddi til þess að margir tóku afstöðu gegn ríkisstjórninni.

Afleiðing: ISIS rís upp og um 2013–2014 myndast ISIS úr leifum al-Qaeda í Írak. ISIS nær völdum í stórum hluta Íraks og Sýrlands árið 2014. Obama neyðist til að hefja ný hernaðarátök, m.a. með loftárásum og stuðningi við Kúrda. Áhrif Bandaríkjanna í Írak er lítil í dag.

Afganistan (2001–2021).  Hófst undir Bush (Repúblikani), haldið áfram undir Obama (Demókrati) og Trump (Repúblikani).  Joe Biden (Demókrati) lauk hernaði og dró heri út 2021. Talibanar tóku yfir nánast samdægurs.    Margir telja Biden bera ábyrgð á klaufalegri útfærslu á útgöngu, en ábyrgðin deilist á forseta beggja flokka yfir 20 ár. Ályktun: Það er ekki rétt að segja að Demókratar "tapi öllum stríðum", en Kóreustríðið og Víetnamstríðið hófust og/eða þróuðust undir þeirra stjórn.

Í Víetnam skipti það miklu að Demókratar í þinginu neituðu að veita stuðning 1975 – og það má segja að þeir hafi þannig lokað dyrunum á sigur Suður-Víetnams.

Stríð eru flókin mál, og sigur/tap getur verið hernaðarlegt, pólitískt, siðferðilegt eða strategískt. Ábyrgðin liggur oft á mörgum stjórnvöldum yfir langan tíma, og bæði flokkar Demókrata og Repúblikana hafa átt sinn þátt í misheppnuðum átökum en Demókratar hafa alltaf séð um að tapa stríðunum á endanum!

Í dag er staðgengilsstríð í gangi í Úkraínu. Hófst í valdatíð Joe Biden og hann hefur fóðrað það síðastliðin 3 ár. Donald Trump tók við á nýju á þessu ári en hefur ekki tekist enn sem komið er að koma friði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Lokaorð: Demókratar hafa tilhneigingu til að fara í langvarandi stríð sem byggjast á hugmyndafræði og "ábyrgð á heimsvísu" Repúblikanar (eins og Trump) hafa tilhneigingu til að forðast úthýfð átök, eða leita skjótari, jafnvel harðari lausna. Hvað finnst ykkur? Ykkar


Danskir sjóræningjar á Íslandi árið 1604

Árið 1604, þegar einokunarverslun Dana var að ná yfirhöndinni á Íslandi og íslenskir höfðingjar höfðu litla beina stjórn á strandhöfnum sínum, kemur upp undarlegt hernaðarlegt fyrirbæri:

Danakonungur veitir leyfi til vopnaðra verslunarflota, skipaðra mönnum sem höfðu áður stundað sjórán við Eystrasalt – og þeir koma til Íslands sem vopnaðir vöruflutningamenn með full rétt til að beita valdi ef viðnám mætti.

Þessir „verslunarmenn“ eru í raun enduruppteknir sjóræningjar ("fribyttere") sem fá konungsbréf um leyfilega vopnaburð. Þeir gista á staðbundnum höfnum (t.d. í Grindavík og í Flatey) og um sumarið 1604 skrá íslenskir bændur ógnanir, mannránstilraunir og gripdeildir þar sem heimamenn urðu að lúta vopnum þeirra.

Heimildir:

  1. Kongelige Reskripter og Breve vedr. Island, 1604, Rigsarkivet
    – þar kemur fyrir orðalagið "ret for vordne købmænd at beskytte sig selv med våben mod ufredelige islændinge"
  2. Þingbækur Reykjavíkur 1604–1605
    – Kvartanir frá bændum um "menn á skipum sem hefja kasti og reiða byssur"
  3. Maritime Violence and Danish Commerce in the North Atlantic, Ársrit Hafnarháskóla (2007)
    – grein um notkun "reformed pirates" í þjónustu konungs í verslunarsvæðum Norðursjávar og Íslands.

Þetta var í raun hernaðarlegt valdframsal til einkaaðila, rétt eins og "privateers" í ensku heimsveldinu – nema á íslensku landsvæði, gegn vilja heimamanna. Þetta er ekki kennt sem sjórán, heldur "verslunartrygging" — en í reynd hernaðarleg stjórn að neðan. 


Róttækar skoðanir Nathan Stackhouse í varnarmálum Íslands

Nathan er stjórnmála- og norðurslóðasérfræðingur og liðsforingi í Bandaríkjaher en hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu Háskólans á Bifröst "Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri."  sem nefnist: "Iceland and the Art of the Deal".

Hugmyndir hans eru eftirfarandi:

Ísland ætti að eigin frumkvæði að óska ​​eftir uppfærslu á tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Þótt samningurinn hafi verið endurskoðaður áður hvetur síaukin samkeppni risaveldanna til víðtækari umræðu um hlutverk Íslands í öryggismálum á norðurslóðum. Því næst ættu íslenskir ​​samningamenn að krefjast þess að 10 prósent tollurinn yrði lækkaður tafarlaust eða jafnvel afnuminn.

Íslenskir samningamenn ættu að fá loforð fyrir því að stjórn Trumps muni forgangsraða því að ljúka fríverslunar- og vegabréfsáritunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Það myndi senda sterk skilaboð um að Ísland hyggist vera áfram að í nánu bandalagi við Bandaríkin eftir að hafa undirritað fríverslunarsamning við Kína árið 2014.

En hvað eiga Íslendingar sjálfir að gera?

Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar eigin leyniþjónustu til að sýna fram á að þeim sé alvara með því að deila byrðunum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, viðurkenndi það nýlega að Gæslan væri ekki fær um að skipuleggja og greina þau gögn sem hún fengi á fullnægjandi hátt.

sland gæti orðið „yfirmaður gagnaöflunar“ norræna flughersins til að mata reiknirit, knýja nákvæm gervigreindarlíkön og aðgreina merki frá suði til að knýja framtíðar upplýsingaöflun.” segir Stackhouse.

Ísland gæti einnig ýtt á að ómönnuð loftför yrðu notuð sem viðbót við loftgæsluverkefni NATO í Keflavík. Til dæmis hefur bandaríska flugvarðliðið mikla reynslu af flugþolnum MQ-9 drónum í meðalhæð en hefur ekki einbeitt sér kerfisbundið að verkefnum á norðurslóðum....Greining Íslendinga á gögnum úr ómönnuðum loftförum myndi styðja við aðgerðir NATO og borgaraleg forgangsverkefni eins og leit og björgun eða landamæraeftirlit.

Í annan stað er hægt að styrkja stöðu Íslands með því að tengja það við öryggiskerfi Norður-Ameríku. Samhengið er viðleitni Bandaríkjanna til að koma á fót loft- og eldflaugavarnarkerfi á meginlandi Norður-Ameríku sem kallast „Gullna hvelfingin“. Hugmyndin gerir ráð fyrir neti skynjara og skotflauga hvar sem átök geta átt sér stað, til að sigrast á nýjum og vaxandi ógnum eins og flaugum sem fara hraðar en hljóð. Þar sem hlutirnir gerast hratt í slíku ógnarumhverfi gæti þurft að stækka Gullnu hvelfinguna landfræðilega (þar á meðal þannig að hún nái hugsanlega til Grænlands og Íslands) til að auka ákvarðanaforskot Bandaríkjanna „handan sjóndeildarhringsins“.

Í þriðja lagi myndi Ísland einnig njóta góðs af tengingu við bandarísku sérsveitarstjórnina (e. United States Special Operations Command, SOCOM). Helsta viðfangsefni SOCOM er fæling með óreglulegum hernaði. Það leitast við að koma í veg fyrir stríð milli risavelda með því að hafa áhrif á ákvarðanir andstæðinga. Margar af skyldum SOCOM tengjast málefnum sem skipta Ísland máli, svo sem óreglulegum hernaði, upplýsingaaðgerðum og innra viðnámsþoli.

Stuðningur Íslendinga við varnir gegn drónum myndi styrkja íslenskt þjóðaröryggi með beinum hætti. Öflugri umsjón með 200 sjómílna landhelginni, stöðugt eftirlit með sæstrengjum og varnir mikilvægra innviða eru dæmi um mögulegan ávinning af þátttöku í vörnum gegn drónum.

Framlag Íslands til varna á norðurslóðum sem krefst ekki herafla

Fjárfestingar Íslendinga í getu bandamanna á norðurslóðum til eftirlits og stjórnar á svæðinu myndu líklega veita þeim aðgang að viðkvæmum upplýsingum og mikilvægri tækni. Samstarf við NORTHCOM og SOCOM myndi auka tæknigetu til notkunar bæði í borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi, örva viðskiptaþróun og virkja nýsköpun.

Heimild: Varnir Íslands sem herlaus þjóð

 


Íhuga að verja 1,5% landsframleiðslu í varnarmál

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að stjórn­völd séu að horfa til þess að verja 1,5 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í „varn­artengd“ út­gjöld, eins og for­ysta NATÓ hef­ur óskað eft­ir af aðild­ar­ríkj­um. Miðað við lands­fram­leiðslu í fyrra næmi upp­hæðin 70 millj­örðum króna á ári.

Íslend­ing­ar verja nú um 0,14 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í varnarmál.

Íhuga að verja 1,5% landsframleiðslu í varnarmál

Þetta yrði risaskref frá núverandi varnar framlögum en fyrir árið 2025 er varið 6,5 milljarðar í varnartengd málefni og þar af fer 1,5 milljarður í beint framlag í stríðið í Úkraínu. En það kemur ekki fram í fréttum hver féð á að fara.

Bloggritari giskar á að Landhelgisgæslan fái stærsta skerfinn, enda veitir ekki af en hún hefur verið fjársvelt allt frá því að síðasta þorskastríð lauk 1976.  Hún hefur aðeins tvö skip til umráða (þyrftu að vera að lágmarki þrjú) og það vantar sárlega þyrlur, aðra eftirlitsflugvél sem ekki er send í FRONTEX verkefni á Miðjarðarhafi.

Svo væri snjallt að LHG keypti sér eftirlitsdróna en ódýrasta týpan kostar um 200 milljónir ef keypt er frá Ísrael en góð reynsla fékkst af ísraelskum dróna sem var lánaður um árið til gæslunnar.

"Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2025 fær Landhelgisgæsla Íslands alls 2.882,2 milljónir króna í fjárveitingar. Af þeirri upphæð eru 2.629,2 milljónir króna ætlaðar til almenns rekstrar og 253 milljónir króna til viðhalds skipa og flugfarkosta. Auk þess fær Landhelgissjóður Íslands, sem sér um fjármögnun á kaupum eða leigu á skipum og loftförum fyrir Landhelgisgæsluna, 1.655,8 milljónir króna" Heimildir: Hagstofa Íslands og Stjórnarráðið.

En þetta er aðeins rúmur sex milljarður. Í hvað á hitt að fara? Lúmskur grunur er á að Skessustjórnin ætli sér að fara af fullum þunga inn í ESB og stofna íslenskan her til að vera þar með "fullgildur meðlimur". 

Annars efast ritari um að það sé einhver alvara að þessari hugmynd, líklegra er að hér er daður við Evrópu leiðtoga; skilaboðin er að við ætlum að vera memm! Svo getur verið að menn séu að undirbúa sig undir að Trump beini sjónum sínum að Ísland og vilji ekki fá skammir vegna lítillar þátttöku Íslendinga í eigin vörnum.


Sarah Paine um forhertan viljann til að fara í stríð

Sarah C. M. Paine, prófessor við bandaríska sjóhersháskólann (e. U.S. Naval War College), hefur skrifað mikið um stórhernað og hernaðarsögu. Meginritgerð hennar – sérstaklega í bókunum The Wars for Asia, 1911–1949 og The Japanese Empire – leggur oft áherslu á hættur hugmyndafræðilega knúnar hernaðaraðgerðir, stefnumótandi mikilvægi sjóvelda á móti meginlandsveldum og hvernig hernaður er ekki bara vopnaátök heldur milli stjórnkerfa.

Ein af lykil innsýnum hennar er að stórveldi falla oft ekki vegna utanaðkomandi óvina heldur vegna innri misskilnings, sérstaklega hugmyndafræðilegrar stífni og vanhæfni til að skilja eðli óvinarins. Paine heldur því fram að stórveldi hrynja þegar þau forgangsraða hugmyndafræði framar stefnu og neita að aðlagast veruleikanum.

Að þröngva eigin friðsamlegum ásetningi eða gildum upp á andstæðing – að því gefnu að hann hugsi eins og maður – getur verið banvænt. Friður er ekki viðhaldið eingöngu með góðvild heldur með valdajafnvægi, fælingu og skilningi á hvötum andstæðingsins. Hún tók sem dæmi friðarstefnu Richard Chamberlain sem trúði því ekki að andstæðingurinn gæfi skítt í mannslíf og væri tilbúinn í átök sama hvað. Hann hélt að menn hefðu dregið lærdóm af afleiðingum fyrri heimsstyrjaldar en í raun urðu til tvær banvænar hugmyndastefnur, kommúnismi og nasisismi/fasistmi sem hafa ekki sömu afstöðu gagnvart mannslífi og lýðræðisríki.

Þetta má sjá hvers vegna svo margir óbreyttir borgarar í Þýskalandi og Japan létust í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

Bandamenn kröfuðust skilislaus uppgjöf, sérstaklega Bandaríkin, leituðust við algjöran sigur, sem tafði samningaviðræður og langvarandi bardaga. Þegar óvinurinn er kominn út í horn og hann telur sig vera að deyja, þá verður til viðhorfið; ef ég er að fara yfir móðuna miklu, því ekki að taka óvinina með?

Árin 1944–45 gripu bandamenn til fjöldaloftárása (t.d. Dresden, Tókýó), sem voru hannaðar til að brjóta niður baráttuanda og innviði, vitandi að dauðsföll óbreyttra borgara yrðu mikil, ekki var hugsað um "hlutfallslegt stríð " eða vernd borgara.

Nasistar í Þýskalandi og keisaradæmið Japan notuðu óbreytta borgara sem skjöldu eða virkjuðu þá til mótspyrnu, sem gerði svæði óbreyttra borgara að bardagasvæðum. Sjá má þetta viðhorf hjá Hamas í dag á Gaza.

Að vernda óvinaborgara var ekki stefnumótandi forgangsverkefni - sigur var það. Óbreyttir borgarar voru því miður litið á sem lögmæt skotmörk í rökfræði allsherjarstríðs, sérstaklega eftir ára grimmilega hernám og grimmdarverk Öxulveldanna. Við erum búin að missa svo marga sjálf, af hverju ættum við að hafa áhyggjur af fjölda dráp í Dresden eða Tókýó? Svo var það hugsunarhátturinn að vilja að sigra í orrustum en ekki vera með "master plan" um að ljúka stríðið.

Frá janúar til maí 1945 létust á bilinu 1,2 til 2 milljónir Þjóðverja, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, samkvæmt flestum sögulegum heimildum. Þetta tímabil – lokaáfangar seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu – er eitt það blóðugasta í þýskri sögu og mesta eyðing mannvirkja og bygginga átti sér stað þá.

Um 800.000 til 1.000.000 hermenn féllu á vígvöllum, mest á austurvígstöðvunum gegn Rauða hernum (t.d. í Slaget um Berlín, Seelower Hæðir og Vistula-Oder árásinni). Mörg þúsund létust í varnaraðgerðum á vesturvígstöðvunum (t.d. í Ruhr-vasanum). Um 300.000 til 600.000 borgarar létust af völdum loftárása (t.d. Dresden, Hamborg, Pforzheim), vegna flótt undan Rauða hernum, oft í hörmulegum aðstæðum (frost, skipskaðar, hungur) og nauðungaflutninga og hefndaraðgerða eftir að Sovétmenn náðu yfirráðum í borgum (t.d. nauðganir, fjöldaaftökur).

Á sama rökfræði við í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu í dag? Já - að vissu leyti. Rússland virðist vanmeta eða vanvirða líf almennra borgara í Úkraínu, sérstaklega þegar það beinist að innviðum (raforkukerfum, vatnsveitum) og hermir eftir kenningum Sovétríkjanna um algert stríð.

Úkraína og vestrænir stuðningsmenn þess reyna að viðhalda vernd almennra borgara, en stríð á úkraínskri grundu gerir þetta afar erfitt.

Eins og í síðari heimsstyrjöldinni vega hugmyndafræðileg markmið (sjónarmið Pútíns á Úkraínu) þyngra en skynsamleg stefnumótandi markmið. Paine myndi líklega vara við því að það sé hættulegt að semja við Rússland eins og það deili vestrænum forsendum um frið og lög.

Rússland gæti einnig verið að prófa hvort Vesturlönd muni framfylgja einhverjum rauðum línum - rétt eins og ríki í síðari heimsstyrjöldinni prófuðu friðarstefnu.

Sama gildir um Kínverja. Bandaríkjamenn halda að þeirra hugmyndafræði (það er brjálæði að fara í stríð vegna Taívan og Kínverjar munu aldrei gera það) megi varpa á kommúnistaflokk Kína; sömu mistök og vestrænu ríkin gerðu gagnvart kommúnistum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og "við" höfum svo mikið af kjarnorkuvopnum að Kínverjar voga sér ekki í stríð. Hvað er t.d. að gerast á milli Pakistan og Indland? Bæði kjarnorkuveldi og það þarf ekki nema einn neista eða mistök og við erum komin með kjarnorkustyrjöld.

Hver er lærdómurinn? Við getum ekki varpað okkar eigin hugmyndafræði um vernd mannslífa á andstæðinginn og jafnvel kjarnorkuvopna fæling stefna dugar ekki til. Sarah kemst að þeirri niðurstöðu, sama hvað maður segir eða gerir, ef andstæðingurinn er búinn að taka ákvörðun (heimskulega að okkar mati), er ekkert sem stoppar hann í áformum hans.


 


Endalok seinni heimsstyrjaldar í dag. 80 ár síðan styrjöldinni lauk. Hvers ber að minnast og varast?

Í dag, 7. maí 2025, eru liðin nákvæmlega 80 ár frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með formlegri uppgjöf nasista þann 7. maí 1945, sem gekk í gildi kl. 23:01 að kvöldi 8. maí og markaði það sem margir minnast sem sigurdaginn í Evrópu (VE Day).

Hvers ber að minnast?

Ótrúlega mannfórn og hörmungar styrjaldarinnar ber að minnast. Um 60–70 milljónir manna létust, þar af milljónir saklausra borgara. Stríðið leiddi til útrýmingarbúða, þjóðarmorða (sérstaklega á gyðingum), sprengjuárása á borgir og djúpstæðra sársauka í öllum heimsálfum. Baráttunnar gegn fasisma og alræði lauk með lok styrjaldarinnar en baráttan gegn kommúnistmans hélt áfram í kalda stríðinu. Kannski lauk seinni heimsstyrjöldinni með lok kalda stríðsins og frelsun Austurtjaldsins - Austur-Evrópu. Það segja Austur-Evrópubúa einu rómi.

Seinni heimsstyrjöldin var átök milli lýðræðisríkja og alræðisríkja. Hún minnir okkur á að frelsi, mannréttindi og lýðræði eru ekki sjálfgefin, heldur þarf stöðugt að verja þau. Þó bandamenn hafi haft mismunandi markmið og stjórnarhætti (t.d. Bandaríkin og Sovétríkin), þá tókst þeim að vinna saman til að sigra nasismann (baráttan við kommúnistismans tók og stóð í 56 ár). Það undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu þegar hún er rétt miðuð. Endurreisnar Evrópu og stofnun stofnana til friðar. Meðal annars Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar urðu til í kjölfar styrjaldarinnar en því miður hafa þessar stofnanir reynst gagnlitlar. Sérstaklega S.þ. sem hefur aldrei getað stillt til friðar. Þessar stofnanir voru þó stofnaðar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtækju sig.

Hvers ber að varast?

Að gleyma sögunni eða endurskrifa hana. Afneitun á helförinni, fegrun nasismans eða rangfærslur um aðdraganda stríðsins eru hættulegar þróanir. Minningin um seinni heimsstyrjöldina verður að byggjast á staðreyndum og heiðarlegri greiningu.

Tregðu til að bregðast við yfirgangi er enn gegnum gangandi. Stríðið kenndi okkur að hunsun eða friðkaup (eins og gagnvart Hitler fyrir 1939) getur kallað yfir heiminn enn verri hörmungar. Aðgerðarleysi gegn árásarhneigðum ríkjum getur kostað mikið.

Tæknilegum hörmungum og kjarnorkuvopn. Stríðið endaði með kjarnorkusprengju. Sú ógn hangir enn yfir mannkyninu og minnir á nauðsyn þess að takmarka vígbúnað og beita visku í alþjóðamálum en kannski koma kjarnorkuvopn í veg fyrir alsherjarstríð (e. total war) í dag. Nýjasta nýtt eru átök Pakistana og Indverjar síðastliðna daga eða Úkraínustríð en menn vita hvað gerist ef kjarnorkuvopn eru beitt.

Niðurstaða

Að minnast loks seinni heimsstyrjaldarinnar er ekki aðeins að heiðra þá sem féllu, heldur að endurnýja fyrirheit okkar um að verja lýðræði, berjast gegn alræði og tryggja að hörmungar fortíðar verði ekki framtíð annarra. Það er skylda kynslóða framtíðar að læra af reynslunni — því friður krefst minningar, en einnig ábyrgðar.

Sagt er að þegar kynslóðin sem barðist er látin og farin yfir móðuna miklu, taki nýjar kynslóðir við sem þekkja ekki hörmungar fortíðarinnar og þær eru dæmdar til að endurtaka mistök fortíðar. Líkt og barn sem er tabula rasa, endurtekur sagan sig, því að stundum þurfa menn að upplifa hörmungar til að forðast þær í framtíðinni.

Því miður dugar ekki tal um hættur. Þetta hefur bloggritari brýnt fyrir blogglesendur að við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta stríð, því það kemur! Íslendingar eru ekki tilbúnir fyrir stórstyrjöld þótt stjórnvöld þykjast vera að undirbúa sig. Þjóðaröryggisráð er brandari, því miður, með fólk sem litla sem enga þekkingu á nútíma hernaði. Bloggritari getur ekki séð að gert sé ráð fyrir allar mögulegar sviðsmyndir framtíðarátaka í plönum íslenskra stjórnvalda.

 


"Hlutfallslegt" stríð er bara taktík

Menn virðast halda að það eigi að stunda "hlutfalls" (e. porporational war) stríð í stríðsrekstri í dag.  En menn gleyma að þegar barist er upp á líf eða dauða, er ekkert sem kalla má hlutfallslegt stríð.

Bandaríkin segjast stunda hlutfalls stríð með nákvæmisaðgerðum (e. drone warfare) – Bandaríkin hafa í Afganistan, Pakistan, Jemen og víðar beitt ómannvæddum drónum og fullyrt að þeir hái „hlutfallslegt“ stríð með hnitmiðuðum árásum. Í raun hefur þó komið í ljós að borgaraleg mannföll hafa verið meiri en gefið var upp, og gagnsæi skortir. Þetta er í raun taktík sem Bandaríkjamenn geta leyfts sér vegna þess að þeir eru með hernaðaryfirburði. Um leið og þeir þurfa að berjast upp á líf og dauða, breytist stragtegían og þeir fara að stunda alsherjarstríð (e. total war).

Annað dæmi er Frakkland og Bretland í Sahel eða Miðausturlöndum (sem lítið fer fyrir) – Þar hafa vesturveldi stundum tekið þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkahópum með þeirri röksemd að þær séu takmarkaðar og hlutfallslegar. Aftur á móti hefur gagnrýni komið fram um að valdbeitingin geti ýtt undir víðtækari átök.

Eins má segja um Ísrael (í sumum aðgerðum) – Ísrael hefur stundum lýst aðgerðum sínum sem hlutfallslegum við ógnina, sérstaklega gagnvart Hamas eða Hezbollah. Hins vegar hefur það verið mjög umdeilt – margir alþjóðlegir aðilar og mannréttindasamtök telja að aðgerðir Ísraela fari oft fram úr hlutfallslegri valdbeitingu, sérstaklega með tilliti til borgaralegra mannfalla.  Þeir segja á móti að þeir séu að berjast á mörgum vígstöðvum og barist sé um tilveru Ísraelsríkis.

Í raun með tæknivæddu samfélagi samtímans, er alsherjarstríð reglan. Stríð þar sem öll úrræði samfélagsins — efnahagsleg, félagsleg, hernaðarleg og pólitísk — eru beitt til að ná fullum sigri, og enginn greinarmunur er lengur gerður á vígvelli og heimavelli.

Dæmi um þetta er seinni heimsstyrjöldin (og fyrri): öll samfélög beittu sér til fulls – konur í verksmiðjum, matarskortur, loftárásir á borgir (Dresden, Hiroshima), skilyrðislaus uppgjöf óvinarins var markmiðið. Borgaraleg mannföll voru ekki talin forðast heldur hluti af aðgerðunum – jafnvel viljandi. Einkenni þess konar stríðsrekstrar er mobilisering alls samfélagsins. Enginn friðargrunnur fyrr en annað hvort tapar algjörlega. Hlutleysi ríkja virt að vettugi. Allt er skotmark, líka borgarar. Ekkert ríki segir; ó, óvinaherinn sendir aðeins 5 þúsund hermenn, við skulum líka gera það!

Stríð á öllum tímum er enginn leikur. Menn beita þeim ráðum sem þeir telja að dugi til sigurs. Það var ekkert "sanngjarnt" við loftárásir bandamanna á borgir Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni, gas árásir Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld - sjálfmorðsárásir óbreyttra hermanna í skotgrafahernaðinum eða útrýmingabúðir nasista til að eyða andstæðingum.  Íslendingar fengu að kynnast alsherjarstríði seinni heimsstyrjöldinni, þegar skip og bátar þeirra voru sökkt af þýskum kafbátum og hlutleysi landsins troðið niður af Bretum. 

 


Haldið upp á 250 ára afmæli Bandaríkjahers 14. júní - Er þetta öflugusti her sögunnar eins og Bandaríkjamenn segja?

Förum í stutt sögulegt yfirlit.  Bandaríkjaher var stofnaður 14. júní 1775 af Bandaríska meginlandsþinginu. (Continental Congress), tveimur dögum áður en George Washington var útnefndur yfirhershöfðingi nýstofnaðs Continental Army. Herinn var stofnaður til að berjast gegn Bretum í frelsisstríðinu (American Revolutionary War, 1775–1783).

Bloggritari fékk ChatGPT til að koma þessu saman í stutt yfirlit en þurfti að leiðrétta gervigreindina á sumum stöðum. 

1. Frelsisstríðið (1775–1783)

  • Markaði upphaf sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna.

  • George Washington leiddi herinn til sigurs með aðstoð frá Frökkum.

2. 19. öld: Vöxtur og borgarastyrjöld

  • 1812-stríðið gegn Bretum (1812–1815).

  • Landvinningar vestur um landið („Manifest Destiny“).

  • Borgarastyrjöldin (1861–1865): Mestu mannfall í sögu hersins; norðanmenn (Union Army) gegn suðurríkjunum (Confederate Army).

3. Heimsstyrjaldirnar

  • Fyrri heimsstyrjöld (1917–1918): Bandaríkin taka þátt síðla í stríðinu.

  • Seinni heimsstyrjöld (1941–1945): Mikill hernaðarvöxtur og mikilvægt hlutverk í sigri bandamanna.

4. Kalda stríðið og Kórea/Víetnam

  • Kóreustríðið (1950–1953) og Víetnamstríðið (1955–1975).

  • Herinn umbreytist í fagher með áherslu á kjarnorkuviðbúnað, tækni og alþjóðlegt inngrip.

Víetnamstríðið (1955–1975)

Yfirlit:

  • Langvinnasta stríð í sögu Bandaríkjahers fram til 21. aldar.

  • Bandamenn studdu Suður-Víetnam gegn kommúnistum í Norður-Víetnam og Víetkong-uppreisnarmönnum.

  • Hernaðarleg þátttaka Bandaríkjanna jókst verulega eftir Gulf of Tonkin-insidentið 1964.

Hernaðarlegar staðreyndir:

  • Um 2,7 milljónir Bandaríkjamanna þjónuðu í Víetnam.

  • Um 58.000 létust og meira en 150.000 særðust.

  • Notkun „napalm“, Agent Orange og leynilegar aðgerðir í nágrannalöndum (Laos og Kambódíu) ollu miklum deilum.

Af öllum stríðum Bandaríkjamanna hefur þetta stríð haft mest langvarandi áhrif á sjálfmynd þeirra. Þetta var ósigur (kannski ekki á vígvellinum en pólitískt séð).

5. Persaflóastríð, 9/11 og stríðið gegn hryðjuverkum

  • Persaflóastríðið (1990–1991) gegn Írak.

  • Árásirnar 11. september 2001 marka upphaf að:

    • Afganistan (2001–2021).

    • Írakstríðið (2003–2011).

6. Nútíminn og framtíðin (2010–2025)

  • Herinn hefur einbeitt sér að tækniþróun, netöryggi og rýmishernaði.

  • Hefur dregið úr viðveru erlendis en viðheldur umtalsverðu alþjóðlegu öryggishlutverki.

Stærð og dreifing Bandaríkjahers – leiðréttar tölur (2025)

Fjöldi hermanna:

  • Virkt lið (Active Duty): ~480.000–500.000 hermenn í Bandaríkjaher (U.S. Army).

  • Varalið og þjóðvarðlið (Army Reserve og National Guard):

    • Army Reserve: ~190.000

    • Army National Guard: ~330.000

  • Samtals innan ramma U.S. Army: um 1 milljón hermanna

  • En ef þú telur með öll hernaðararm (Army, Navy, Air Force, Marines, Space Force, Coast Guard) er heildarfjöldinn nálægt 1,3–1,4 milljónum virkra og 800.000 í varaliðum.

Herstöðvar um allan heim:

  • Bandaríkin reka meira en 800 herstöðvar eða hernaðarlega viðveru í yfir 70 löndum.

  • Stærstu erlendu stöðvar:

    • Þýskaland (Ramstein, Grafenwöhr, Wiesbaden)

    • Japan (Okinawa og fleiri)

    • Suður-Kórea (Camp Humphreys — stærsta bandaríska herstöðin erlendis)

    • Kuwait, Bahrein, Djíbútí, Bretland, Ítalía o.fl.

  • Þessar stöðvar eru notaðar til:

    • Víghreiðurs og viðbúnaðar í alþjóðlegum átökum

    • Varnarsamstarfs og æfinga með bandamönnum

    • Umráðasvæða fyrir flutninga, njósnir, dróna og nethernað

Tilvísun í ChatGPT lýkur.

Nú á þessi herafli afmæli í júní. Donald Trump forseti mun halda hergöngu í júní til að heiðra hermenn og aðra hermenn í virkri þjónustu og minnast 250 ára afmælis bandaríska hersins, að því er Fox News Digital segir.

Skrúðgangan er áætluð 14. júní, á 250 ára afmælisdegi bandaríska hersins og afmælisdegi Trumps.  Þess má geta að Trump hefur dreymt um slíka skrúðgöngu síðan hann varð vitni að slíkri í París, Frakklandi. En honum hefur ekki orðið að ósk sinni fyrr en nú.

En þá að spurningunni í titli pistilsins. Hafa Bandaríkjamenn öflugasta her sögunnar?  Bandaríkjamenn monta sig af því reglulega að hafa öflugusta her sögunnar. En er það rétt? Var ekki rómverski herinn sá öflugasti? Það er nefnilega erfitt að bera saman heri á mismunandi tímabilum. Árangur Bandaríkjahers á vígvellinum hefur ekki alltaf verið til að hrópa húrra fyrir.

Ef Bandaríkjaher er borinn saman við rómverska herinn, sem er ansi erfitt að bera saman, enda á ólíkum tímum, þá kemur ýmislegt í ljós og það fer eftir því hvernig maður metur hernaðarlega yfirburði. Tækni og fjármunir? Þá leiðir Bandaríkjaher í dag. Útbreiðsla og viðverustjórnun? Bandaríkjamenn hafa herstöðvar um allan heim. Hernaðarárangur? Þá verður myndin mun flóknari. Langlífi, agi, áhrif á heimssöguna? Þá á rómverski herinn fullan rétt á kröfu um titilinn. 

Bloggritari bað ChatGPT enn um samantekt:

Samanburður: Ekki eins einfaldur og hann virðist vera

 Atriði               Rómverski herinn           Bandaríski heraflinn
Tímalengd yfirburða5 aldir~1 öld (frá WWII)
YfirráðEvrasíaHeimurinn
Tækni (miðað við samtíma)Mjög háLanghæst
HernaðarárangurLanglífur og stöðugurBlandaður (sigur/töp)
ArfleifðMenningarleg, stjórnarfarslegTæknileg, efnahagsleg

Þessi samanburður er ágætur í sjálfu sér en maður mælir styrk hers eftir hernaðarárangri, hitt er aukaatriði. Til hvers að vera með stærsta her í heimi, herstöðvar um allan heim, bestu tækni o.s.frv. ef herinn gerir ekki það sem hann á að gera: Vinna stríð!

Bloggritari hefur skrifað um hernaðarsögu í áratugi og er menntaður á þessu sviði og að hans mati er markmið hers og hér er vísað í Clausewitz:

„Her er tæki ríkisvaldsins til að ná pólitískum markmiðum með ofbeldi þegar annað dugar ekki.“
— Carl von Clausewitz (frægasta herfræðikenning sögunnar)

Ef herafli — jafnvel sá fullkomnasti tæknilega — nær ekki pólitískum markmiðum sínum með hernaði, þá hefur hann brugðist meginhlutverki sínu.

Bandaríkjaher er því ekki öflugusti her heimssögunnar (rómverski herinn tapaði orrustum en nánast aldrei stríðum, ekki fyrr en undir lok heimsveldsins er það er meiri pólitísk saga og hagsaga) en sá rómverski...hingað til.

Bandaríkjaher á eftir að klára sína sögu, e.t.v. erum við í miðjum söguþræði og hann á eftir að taka yfir allan hnöttinn, hver veit.


Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður

Skoðanakannanir eru ágætar út af fyrir sig en tækla kannski alveg veruleikann.

Það kemur ekki á óvart að meirihluti landsmanna er á móti stofnun íslensks hers. Ástæðan er einföld, allir vita stofnun slíks hers kostar mikla fjármuni og  hver vill borga meiri skatta? Önnur ástæða er að mannskapur verður hugsanlega tekinn úr atvinnulífinu sem er einnig óvinsælt. Þriðja ástæðan er að Íslendingar eru hæst ánægðir með hermenn annarra þjóða verndi Ísland, hugsanlega með eigin lífi ef til styrjaldar kemur.

Hver myndi vilja breyta slíku lúxus ástandi? Þurfa ekki að gera neitt, ekki borga neitt og ekki fórna neinu. En raunveruleikinn er harður húsbóndi. Hvort sem Íslendingum líkar betur eða verr, verður að verja landið. Annað er veruleikafirring.

Senda verður skilaboð út í heim, til þeirra sem hafa illt í huga (nóg til af þeim) að hér sé garðurinn varður, farið eitthvað annað með ykkar illu áform. Við eigum fullt af vinum sem vilja verja okkur (sem við skýlum okkur á bakvið). Svo getur "verndin" verið þröngvað upp á okkur, sbr. samskipti Bandaríkjamanna við Grænlendinga. Hafa Grænlendingar eitthvað val?

Evrópumenn hafa vaknað af ljúfu draumástandi sem hefur varað síðan í stríðslok seinni heimsstyrjaldar, sem er að láta aðra verja sig, ekki borga, ekki gera neitt eða fórna neinu. Það er ekki lengur í boði, heldur ekki fyrir Íslendinga.

Íslendingar verða að átta sig að þetta er ekki eins og fara út í matvöruverslun, þar sem hægt er að velja og hafna. Það er ekkert val. Annað hvort verja Íslendingar landið sitt sjálfir eða láta aðrar þjóðir gera það. Ókei, Íslendingar vilja að aðrir gera það. En getum við treyst "vinum" okkar fyrir öryggi okkar? Getur bandalag við þessa vini leitt okkur á veg stríðs? 

Svona skoðanakönnun er því marklaus, því að hún gefur til kynna að það sé val í boði. Nær væri að spyrja: "Vilt þú stofna til íslensks hers ef NATÓ leysist upp? Ef svo, hvort vilt þú að Ísland verði hluti af Evrópuher eða haldi áfram með tvíhliða varnarsamninginn við Bandaríkin?"

Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður


Tvö í gangi og tvö stríð yfirvofandi?

Hægt gengur að semja um frið í Úkraínu.  Pútín virðist vera að tefja en kannski er hugsunin að taka eina lokasókn áður en samið verður um frið. Þar sem olíuverð fer lækkandi, er stríðinu sjálfhætt eftir x mánuði. Búast má við friði á næstunni bara þess vegna. 

En það virðast vera tvö stríð í uppsiglingu. Viðræður Bandaríkjamanna við Írani gæti verið sjónarspil, þ.e.a.s. að Kaninn getur sagst hafa reynt friðarleiðina en hún var ekki fær vegna þvermóðsku Írana. Nema friðarvilji Trumps sé einlægur.  Þeir síðarnefndu eru ekki líklegir til að afhenda þessar 10-20 kjarnorkusprengjur sem þeir eru að setja saman.  Það virðist því stefna í stríð. Bandaríkjamenn hafa safnað miklu herliði í Miðausturlöndum og eru hernaðarlega tilbúnir að fara strax í átök. Engin tilviljun að Netanjahu var nýverið í heimsókn í Bandaríkjunum. Báðar þjóðirnar munu gera árás ef af verður. 

Nú þegar Trump hefur málað Kínverja út í horn með viðskiptastríði, gæti Xi ákveðið að láta drauminn rætast að ráðast á Taívan. Kínverjar eru að smíða lendingapramma sem myndu henta í innrás og náðst hafa myndir af. En það er alltaf talað um árið 2027 sem hugsanlegt ártal.

En þetta væri gífurlega áhættusamt fyrir þá, því herinn er alls óreyndur, þó hann sé vel vopnum búinn. Síðasta stríð var við Víetnam 1979 sem þeir töpuðu. Ástæðan fyrir stríðið var að Víetnam var sakað um að misþyrma og hrekja kínverskættaða borgara úr landi, sem Kína taldi móðgun. Kína hóf því árás 17. febrúar 1979  en þá réðust 200.000 kínverskir hermenn með skriðdrekum og stórskotaliði yfir landamærin og sóttu að 6 héruðum í norður-Víetnam. Víetnamar beitti skæruhernaði. Þótt flestir víetnamskir hermenn væru í Kambódíu, þá var varnarliðið í fjallahéruðunum harðgert og kunnugt landinu. Víetnamar beittu taktik sem þeir höfðu þróað gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum. Kína vann nokkrar borgir en mannfallið var mikið. Þá héldu þeir ekki landvinningunum heldur lýstu yfir hafa veitt andstæðingum sínum "refsingu" og drógu sig til baka eftir um mánuð.

Spurningin er hvort Kínverjar telji sig vera tilbúna í átök reynslulausir? Ekki það að menn séu lengi að læra inn á stríð, rétt eins og Rússar og Úkraínumenn þurftu að læra.

Á bakvið tjöldin hefur tollastríðið sem hefur aðeins varað í nokkra daga, valdið kínversku efnahagslífi miklu efnhagstjóni. Pantanir hafa hætt að berast og verksmiðjur eru að lokast. Fyrir var efnahagurinn bágborinn og samdráttur í gangi þótt ekki hafi verði talað um það opinberlega. Kínverjar eru mjög háðir útflutningi og ef stríð brýst út, lokast landið inni.

Kannski má bæta við hugsanlegt stríð milli Tyrklands og Ísraels.  Það er mikil spenna á milli ríkjanna. 

En vonandi er þetta rangt mat og ekkert stríð verður. Það græðir engir á stríði og þetta er ekki það sem mannkynið þarf á að halda.


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband