Færsluflokkur: Stríð
Friðar ríkið svokallaða Ísland, hefur gert þau reginmistök sem örríki á aldrei að gera; það er að skipta sér með beinum hætti af stríðsátökum stórvelda.
Það gerði fyrrverandi ríkisstjórn er hún ein vestrænna ríkisstjórna ákvað að slíta de facto stjórnmálasamskipti við Rússland. Og það þrátt fyrir að þau hafa aldrei verið slitin í kalda stríðinu og var komið á, í lok heimsstyrjaldar og það við harðstjórann og fjöldamorðingjann Stalín. Þetta hafa Rússar tekið eftir og ekki gleymt.
Nú hafa leiðtogar stríðandi aðila ákveðið að tala saman og fara í friðarviðræður. Hið einstæða tækifæri fyrir Ísland að komast í sögubækurnar á ný, með því að bjóða Ísland og þar með Höfða á ný, sem fundarstað, er ómögulegt að bjóða. Ástæðan er einföld, það eru engin stjórnmálasamskipti milli Rússlands og Íslands þessi misseri. Ekkert sendiráð starfrækt í Reykjavík eða Moskvu og engir diplómatar sem geta gengið á milli. Slík var "stjórnviskan" á ríkisstjórnarheimili fyrrum ríkisstjórnar.
Í stað þess að mótmæla innrás Rússlands og láta þar við sitja, ekki slíta "talþræðinum" í gegnum diplómatískum leiðum, ákvað Ísland að taka beinan þátt í stríðinu í Úkraínu með vopnasendingum þangað. Þannig að það var ekki nóg að slíta samskiptunum, það varð líka að vopna annan stríðsaðilann. Nú er hér ekki verið að bera blak af innrásastríði Rússa gegn Úkraínu, þetta er skítastríð sem hefði mátt koma í veg fyrir ef diplómatarnir hefðu sinn vinnu sinni sem og stjórnmálamennirnir.
Það verður fróðlegt að sjá hvar þjóðarleiðtogarnir mætast, það verður örugglega ekki á Íslandi!
Stríð | 11.1.2025 | 09:14 (breytt 12.1.2025 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir leiðtogar, sem skipta máli hvað varðar friðarferli í Úkraínu stríðinu eru farnir að undirbúa sig undir friðarviðræður. Evrópuleiðtogarnir skipta engu máli, enda engir alvöru stjórnmálaskörungar til í Vestur-Evrópu.
Zelenskí er tilhneyddur enda blankur, Pútín vegna þess að hann er líka blankur en líka vegna þess að hann kemst varla mikið lengra með stríðsbrölti sínu og er úrvinda og Trump vegna þess að hann ætlar að láta minna sig sem maðurinn sem stillti til friðar í stærsta stríði Evrópu síðan seinni heimsstyrjöldin var og hét. Friðarviðræður eru í þessum töluðum orðum í undirbúningi.
Annað hvort ná menn saman við samningsborðið fljótt og örugglega eða engin niðurstaða færst en þá mun nátttúran taka við og koma á friði með vorleysingjum sínum. Efast um að menn nenni að taka upp þráðinn eftir það og láti þá víglínurnar vera eins og þær voru fyrir vorkomuna.
Að lokum varðandi hitt stríðið sem heimsbyggðin er að horfa á, stríð Ísraela við nágranna sína, þá er athyglisvert að Ísraelar eru ekki farnir af stað með árásir á Íran. Eru þeir að bíða eftir Trump?
Stríð | 10.1.2025 | 13:04 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert lát er á tveimur styrjöldum sem heimsbyggðin er með augun á. Það er stríðið í Gaza, sem er orðið að svæðisstríði, því Ísraelar berjast í Sýrlandi, Íran, Jemen, Líbanon, Gaza og Vesturbakkanum. Hitt stríðið er stríðið í Úkraínu sem er umfangsmeira og meira í átt að stríði milli tveggja ríkja - í fullum skala. 21. aldar stríð.
En það eru átök annars staðar, svo sem átök milli Afganistan og Pakistan. Frá árinu 2024 hafa verið viðvarandi átök milli afganskra hersveita talibana og pakistanska hersins meðfram landamærasvæðum. Þessi átök hafa falið í sér árásir yfir landamæri og svæðisdeilur, sem stuðlað að óstöðugleika á svæðinu.
Houtínar (e. Houthi) í Jemen hafa bætt Ísrael á verkefnalista sinn en menn gleyma að borgarastyrjöldin í Jemen er viðvarandi, milli uppreisnarmanna Hountínar og alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn, ásamt bandamönnum þeirra, halda áfram að taka þátt í hernaði. Mannúðarkreppan á svæðinu er enn alvarleg.
Svo er mikil spenna á Kóreuskaga. Þrátt fyrir að ekki sé um allsherjar stríð að ræða, þá er aukin spenna og hernaðarleg staða milli Norður- og Suður-Kóreu, ásamt alþjóðlegum áhyggjum vegna kjarnorkustarfsemi Norður-Kóreu, áframhaldandi veruleg hætta fyrir svæðisbundinn stöðugleika.
Óstöðugleiki á Sahel svæðinu heldur áfram. Lönd á Sahel-svæðinu í Afríku, þar á meðal Malí, Níger og Búrkína Fasó, búa við yfirstandandi átök þar sem herskáir hópar, stjórnarher og staðbundnir vígamenn taka þátt. Þessi átök hafa leitt til mannúðarkreppu og landflótta. Í raun hefur ríkt ófriður á svæðinu síðan ríkin fengu frelsi frá nýlendustjórn.
Pólitísk ólga er í Moldóvu. Hún stendur frammi fyrir innri pólitískri ólgu, með spennu sem gæti mögulega magnast yfir í víðtækari átök, undir áhrifum frá ytri þrýstingi og innri sundrungu.
En eftir sem áður eru augu heimsbyggðarinnar á fyrst greindu stríðin tvö. Eins og staðan er í dag, virðist fjara undan stríðinu í Úkraínu, þótt átökin í dag séu mikil og hafi magnast. Ætla má að menn séu að styrkja samningstöðu sína áður en Trump tekur við. Þegar hann er kominn til valda, eru í raun allir þrír aðilar stríðsins tilbúnir í friðarviðræður. Pútín hefur lýst yfir vilja til friðargerðar, Zelenskí líka (líklega nauðugur því hann veit að Trump ætlar að skrúfa fyrir peningakrananum). Eindreginn friðarvilji hans getur skemmt aðeins fyrir friðarviðræðum, því að Pútín kann að ganga á lagið. Trump verður því að nota ásana á hann. Það er því líklegt að stríðið haldi eitthvað áfram fram á vor, en þá hefjast leysingar og þá ómögulegt að berjast á vígvellinum.
Annað með stríð Ísraela við nágranna sína, fjær og nær. Það er nær því að starta þriðju heimsstyrjöldina en stríðið í Úkraínu. Skil ekki hvaða stefnu utanríkisráðherra hefur gagnvart stríðunum tveimur. Ef litið er á mannfall, er Úkraínu stríðið tífalt umfangsmeira og nær okkur enda háð í Evrópu. Það ætti því að vera forgangsatriði hans (hennar) að stöðva það stríð.
Sjálfsagt að mótmæla dráp borgara, í báðum stríðum en það er ekki stefna. En hvernig getur sú stefna verið? Jú, nota diplómatískar leiðir eða senda beint skilaboð frá Utanríkisráðuneytinu um að Ísland hvetji að stríðandi aðilar slíðri sverðin strax í dag. Auðvitað verður slíkum skilaboðum hent beint í ruslið, en ekki áður en viðkomandi aðili verður að lesa skilaboðin! Vatnið holar steininn. Þegar ríki telur sig vera að verja tilveru sína, er ekki hlustað á kvak einhvers staðar norður í ballarhafi. Ískaldur raunveruleiki vígvallarins fær menn til að taka "réttu ákvarðanir".
Að lokum, Ísraelar munu nota þetta einstaka tækifæri sem þeir hafa nú, þegar loftvarnir Írans eru í lamasessi eftir loftárásir þeirra, að ráðast annað hvort á kjarnorku stöðvar þeirra og/eða olíumannvirki. Ef ráðist er einungis á kjarnorku stöðvar, er það til að tryggja öryggi Ísraels en ef ráðist er á olíumannvirki er það til að gera ríkið gjaldþrota og efna til innanlandsátaka. Íran er illa statt efnahagslega og klerkastjórnin óvinsæl. Það að Ísraelar séu ekki farnir af stað núna, bendir til að þeir séu að bíða eftir Trump. Þótt þeir hafi fengið $8 milljarða í hernaðaraðstoð frá Biden, hefur hann samt verið á brensunni.
Megi friður ríkja sem mest á árinu 2025.
Stríð | 6.1.2025 | 09:33 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggritari horfði á tvær kvikmyndir um jólin sem fengu hann til að hugsa.
Annars vegar kvikmyndin Margarete den förste, og hins vegar Numer 24. Fyrri myndin fjallar um fyrsta kvennleiðtoga Norðurlanda, Margréti fyrstu og sameiningu Norðurlanda í eitt ríkjasamband, Kalmarsambandið (1397-1523).
Það var mjög óvenjulegt að svona stórt svæði skuli hafa sameinaðst undir eina stjórn en nauðsynin var mikil. Ægivald Þjóðverja í formi Hansasambandsins var mikið og stöðugt, innrásar hætta var fyrir hendi ef Norðurlandabúar sameinuðust ekki í eina heild. Meiri segja var leitað til Englands með giftingu til að styrkja stöðuna enn frekar. Svo hvarf máttur Hansasambandsins og Kalmarsambandið enda einstaka ríki, eins og Svíþjóð orðin öflug herríki.
Síðari myndin, á einnig að vera sannsöguleg, fjallar um norskan andspyrnumann í seinni heimsstyrjöldinni sem var svo ákveðinn að verja frelsi Noregs og Norðmanna, að hann hikaði ekki við að láta taka vin sinn af lífi fyrir uppljóstrun. Það var margt sem aðalsöguhetjan sagði sem er umhugsunarvert. Hann neitaði sér um alkóhól, konur, skemmtanir og sagði það væri enginn tími fyrir slíkt fyrr en eftir stríð og frelsið komið í höfn. Á meðan væri hann ófrjáls maður með innrásarlið yfir sér og landið hersetið. Enn voru það Þjóðverjar sem ógnuðu frelsi og öryggi Norðmanna.
Það er nefnilega ekki lengra en svo að til er margt fólk sem upplifði seinni heimsstyrjöldina og ragnarökin sem áttu sér stað þar. Norðmenn, Danir og í raun öll smáríkin í Evrópu lærðu þá lexíu sem situr enn í Evrópumönnum. Þeir vita að friðurinn er brothættur og alltaf er hætta á að stórveldið komi með innrásarherinn og fari yfir landamærin og hertaki.
Rússagrýlan sem okkur Íslendingum finnst stundum vera orðum aukin er raunveruleg í huga fólks, þótt líkurnar séu ekki miklar á allsherjarstríði. Rússar sem sjálfir eru helteknir af ótta um innrás í gegnum Pólland eða Úkraínu, hafa farið mörgum sinnum sjálfir inn í Vestur-Evrópu og hertekið eitt og annað. Það er nefnilega engin einstefna í gegnum hliðin tvö. Svo má sjá þetta í viðbrögðum Pólverja í dag sem eru ansi ýkt en skiljanleg í ljósi sögunnar. Eftir kalda stríðið gleymdu Evrópumenn sér í fögnuði og vanræktu varnir sínar en eru núna komnir niður á jörðina aftur. Voru einfaldlega þvingaðir til þess.
Þetta skilja Íslendingar ekki, enda aldrei hersetið af erlendri og fjandsamlegri þjóð. Ef nasistarnir hefðu hertekið Ísland, hefði margur Íslendingurinn verið sendur í fangabúðir, á vígstöðvarnar, píntaður eða drepinn. Þjóðarminnið getur varið í hundruð ára og landafræðin breytist ekki, þótt landamæri færist til eða frá. Íslendingar hafa hingað til aðeins fengið smjörþefinn af valdabröltinu í Evrópu. En næst verðum við með, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Stríð | 3.1.2025 | 08:33 (breytt kl. 08:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er skiljanlegt að íslenskir fjölmiðlar fjalli líðið um varnarmál dags daglega. Stríð í Evrópu telst vera fjarlægt vandamál sem kemur Íslendingum lítið við.
Friður og hugarró Íslendingsins er þó við og við raskaður, með fréttum af varnarumsvifum á varnarsvæði NATÓ á Keflavíkurflugvelli og Helguvík. Ha, eru útlendingarnir að sinna vörnum Íslands? Nú, sei sei.
En svo verður veruleikinn raunveruleiki fyrir hann. Fréttir berast af að það er verið að skera á sæstrengi í Eystrasalti, í túngarði Norðurlandanna og allt í einu vaknar Íslendingurinn og segir: "Hvað með sæstrengina til Íslands"? Þarf ekki að gæta öryggi þeirra? Og netöryggi? Og flugöryggi? Og fjölþátta ógnanir?Þetta er orðið óþægilega nálægt Íslandi.
Mestu óvinir öryggis Íslands, VG og Píratar eru farnir af Alþingi Íslendinga. Þar með óheilbrigð andstaða við að landið sé varið. Það á eftir að koma í ljós hvernig varnarmálastefna nýju ríkisstjórnarinnar verður, en það veit á gott að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tók við utanríkisráðuneytinu. Ef einhver ráðherra hefur vit á varnarmálum, þá er það hún og hún hefur áhuga.
Búast má við að umsvif NATÓ stöðvarinnar á Miðnesheiði aukist jafnt og þétt og hafa þau aukist leynt og ljóst síðastliðinn áratug. Það eru ekki smáræðis peningar sem settir eru í að efla aðstöðuna. Árið 2019 voru t.a.m. settir 14 milljarðar í framkvæmdir við varnarmannvirkin. Annars vegar var uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins.
Nýjasta nýtt eru fréttir af "flugvelli í boxi". Í frétt RÚV segir að "þrettán þúnd fermetra lager í sjö skemmum mun rísa á Miðneskheiði á næstum vikum. Þar verða geymd tæki og tól til að byggja nýjan flugvöll, reynist þörf á. Kostnaðurinn nemur um 13,5 milljörðum króna og er alfarið greiddur af bandaríska hernum."
Þar hafa þegar verið reist ný fjölbýlishús fyrir hermenn, en um 300 til 400 hermenn dvelja nú innan varnarsvæðisins á hverjum tíma. Flughlöð hafa verið stækkuð umtalsvert og 390 metra langur viðlegukantur í Helguvík er í bígerð, svo að stærstu herskip NATÓ geti lagt þar að. Þá verða eldsneytistankar stækkaðir og birgðageymslur fyrir flugvallarbúnað og stjórnstöðvar fyrir kafbátaeftirlit byggðar. Framkvæmdirnar eru fjölmargar og hlaupa á tugum milljarða króna. NATÓ borgar brúsann að mestu, en íslenska ríkið tekur þátt að hluta til segir í fréttinni "Ólíklegt að bandaríski herinn sé kominn til að vera" hjá RÚV og er haft eftir prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hvaðan hann hefur þá vitneskju væri fróðlegt að vita. Kannski að hann hafi símanúmer Pentagons í hraðvali.
Það er athyglisvert að umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa haldist í hendur við umsvif stríðsins í Úkraínu. Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins segir umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafi byrjað 2014, eftir innrás Rússa á Krímskaga. Haft er eftir honum að hátt í 100 Íslendingar starfi við varnarmál dags daglega. Landhelgisgæslan er með varnarmálin á sinni könnu en samkvæmt upplýsingum frá henni starfa um 200 manns hjá stofnuninni. Þar af eru rúmlega 50 starfsmenn staðsettir á Keflavíkurflugvelli.
Stjórnsýslulega er Íslendingar ágætlega virkir í vörnum Íslands en það vantar eftir sem áður Varnarmálaráðuneyti eða Varnarmálastofnun til að halda utan um alla anga varnarmála. Eins og staðan er í dag, er þetta ófaglega gert að dreifa ábyrgð og framkvæmd á þrjá aðila. Varnarmál eiga eftir að vera í sviðsljósinu á árinu 2025 á Íslandi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Stríð | 27.12.2024 | 13:26 (breytt kl. 13:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er hér um nýlunda að ræða? Nei, LHG sinnir þessum verkefnum de facto í verktöku. Þarna eru lögin skýrari og endurspegla veruleikann eins og hann er.
§ 5. Skipulag Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæslan er hluti af hervörnum landsins. Á friðartímum skal Landhelgisgæslan helst sinna þeim verkefnum sem fylgja lögum þessum. Á friðartímum þarf Landhelgisgæslan einnig að þjálfa stríðsskyldu sína.
Skip Landhelgisgæslunnar skulu vera einkennismerkt samkvæmt reglum sem konungur setur.
Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er talið að sinna tilteknum landhelgisgæsluverkefnum getur konungur ákveðið að unnt sé að nýta hluta af öðrum efnis- eða mannskap heraflans í þeim tilgangi." Sjá slóð: Lov om Kystvakten (kystvaktloven)
Stríð | 26.12.2024 | 11:41 (breytt kl. 13:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk virðist ekki skilja taktík Trumps, þrátt fyrir öll þessi ár sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hún er einföld, hann biður/heimtar meira en hann ætlar sér að fá. Hann lætur viðsemjanda sinn eða sína fá sjokk meðferð með kröfum sínum. Eins og komið hefur verið inn á hér í fyrri greinum, þá snýst Panama skurðsmálið um að reka Kínverja í burtu þaðan en Hong Kong fyrirtæki rekur tvær hafnir við skurðinn. Einnig, telja sumir, að ætlunin sé fá lægri gjöld á bandarísk skip sem fara í gegnum skurðinn og er nauðsynlegt í komandi viðskiptastríði Kína og BNA.
Snúum okkur aftur að Grænlandi. þrjár ástæður fyrir kröfur hans. Bráðnun norðurskautsins þýðir að nýjar siglingarleiðir eru að opnast til Asíu og það gæti jafnvel þýtt að hægt er að sigla þessa leið í stað Panamaskurðsins.
Önnur ástæða er sjaldgæfir málmar og efni eins og úraníum, gull o.m.fl.
Þriðja ástæðan er að fjarlægð Bandaríkjanna frá Rússlandi er hætt að skipta máli. Komnar eru fram eldflaugar sem fljúga á ótrúlegum hraða og fara ekki eftir ákveðnum brautum. Má hér nefna Kinzhal eldflaugina. Mikill hraði hennar - sem getur náð Mach 10 í stuttan tíma - og hæfni til að stjórna á flugi hjálpar henni að forðast loftvarnir. Viðbragðstími loftvarnarkerfis Bandaríkjanna minnkar því sem nemur. Það er ástæðan fyrir að Bandaríkjamenn eru í fyrsta sinn að tala um að koma sér upp Iron Dome loftvarnarkerfi eins og Ísraelar hafa.
Með því að koma sér upp loftvarnarkerfi á Grænlandi aukast líkurnar á að verjast kjarnorkuvopna árás frá Rússlandi. Bandaríkjamenn hafa síðan í seinni heimsstyrjöld haft herstöð á Grænlandi sem kallaðst Thule Air Base (flugherstöðin Thule) en bandaríski geimherinn hefur tekið stöðina yfir og kallast hún Pituffik geimstöð (e. Space Base). Hún er í dag ekki nóg fyrir varnir Bandaríkjanna.
Fáir hafa velt fyrir sér af hverju Bandaríkjamenn yfirgáfu eina mikilvægustu herstöð sína í Norður-Atlantshafi, Keflavíkur herstöðina 2006 og af hverju þeir töldu sig geta það. Ástæðan var einföld þá, Bandaríkjaher réði ekki við að vera í tveimur stríðum í einu og þeir töldu sig geta skilið hana eftir hálfvirka því að þá sáu gervihnettirnir um að vakta hafið og herþotur frá austurströnd Bandaríkjanna aðeins 2 klst að komast hingað. Það er bara ekki nóg í dag.
En ef Kaninn kaupir Grænland (sem er algjörlega út í hött að gerist), þá geta þeir raðað eldflauga palla og herstöðvar eftir austurströnd Grænlands og verið í stuttu skotfæri við Rússland. Þetta vita Rússar og eru væntnalega ekki kátir með þessi áform. Og þetta gæti verið peð í skák Trumps í friðarviðræðum um Úkraínu.
Fyrir Íslendinga væru þetta ekki góðar fréttir, því að hernaðarlegt mikilvægi Keflavíkurflugvallar minnkar sem því nemur, hún jafnvel óþörf. Bandarískir hershöfðingjar hafa bölvað yfir þessa ákvörðun Bush stjórnarinnar og viljað koma hingað í fulla viðveru allar götur síðan en það kann að vera óþarfi ef Grænland lætur Kanann fá fleiri herstöðvar. Þess vegna hefur bloggritari alltaf varað við að treysta á aðra um varnir Íslands. Við getum bókað það að ekkert Iron Dome kerfi verður sett upp á Íslandi ef þriðja heimsstyrjöldin verður, kannski THAAD loftvarnarkerfi sett upp í kringum Keflavíkurflugvöll.
En það er annar vinkill á þessu máli. Viðbrögð Dana. Danski ráðherrann Troels Lund Poulson boðar nú (í gær) mikilli innspyrningu fjármagns sem á að fara í varnir Grænlands. $1,5 milljarða eða hátt í 200 milljarða íslenskra króna. Í þessum pakka eru tvö herskip, tveir langdrægir drónar og tvö sleðahundateymi. Spánýir borgaralegir flugvellir verða framlengdir til að geta tekið á móti F-35 herþotur. Með hræðslu þvingunum hefur Trump náð sínu fram.
En karlinn vill meira. Nú eru kröfur um að aðildarríki NATÓ leggi fram 5% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál! Úr 2% sem aðeins 23 af 32 aðildarríkjum hafa náð. Pólverjar eru komnir upp í 4%.
Hvar stendur Ísland í þessu öllu og prósentuhlutfall til varnamál af vergri landsframleiðslu? Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að útgjöld til varnarmála verði um 6,5 milljarðar króna. Þar sem nákvæm VLF fyrir 2024 er ekki þekkt, er hægt að áætla hlutfallið með því að miða við VLF ársins 2023.
Samkvæmt hagspá Greiningardeildar Landsbankans var VLF árið 2023 um 4.321 milljarðar króna. Ef við miðum við þessa tölu, þá eru útgjöld til varnarmála um 0,15% af VLF (6,5 milljarðar / 4.321 milljarðar * 100). Af þessum 6,5 milljarða fara 1,5 milljarðar í Úkraínustríðið! Fyrr eða síðar hlýtur Trump að rekast á Ísland á landabréfakortinu eða í skýrslum og byrja að spyrja. Skiptir Ísland máli fyrir okkur? Getum við lagt niður herstöðina í sparnaðarskyni? Geta þeir (Íslendingar) ekki borgað meira en 0,15% og lagt til mannskap til varnar? Og svo framvegis.
Brúðumeistarinn Trump togar í spottana og litlu brúðukarlarnir um allan heim dansa eftir hugdettum karlsins. Hefur nýi forseti Íslands nokkuð óskað karlinum til hamingju með sigurinn?
Stríð | 25.12.2024 | 13:43 (breytt 27.12.2024 kl. 12:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ein afleiðing Úkraínu er að áður hlutlausar þjóðir, Svíþjóð og Finnland ákváðu að ganga í NATÓ. Það getur vel verið Pútín nái Donbass svæðið undir sig og Krímskaga og "vinni" þar með stríðið í Úkraínu, en varnarstaða Rússlands veiktist hins vegar á norðurhvelinu og opnaði upp nýja hættu gagnvart NATÓ meðfram landamæri þeirra við Svíþjóð og Finnland.
Fáir vita hversu öflugar Norðurlandaþjóðirnar eru hernaðarlega. Þetta eru rík ríki og þau hafa efni á dýrustu hernaðartólum sem völ er á. Þar með talið F-35 herþoturnar sem taldar eru bestu herþotur heims. Noregur hefur t.d. fjörtíu F-35 þotur og fimm P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. En það er ekki nóg með það, Svíþjóð framleiðir eigin herþotur sem eru mjög öflugar, SAAB Gripen C, D og E, eru ódýrari í rekstri en gæðin litlu minni. Finnland ætlar að eignast sextíu og fimm F-35 vélar á næsta ári. Danmörk er að eignast sinn eigin F-35 flota, um 27 þotur. Svíþjóð treystir hins vegar á eigin framleiðslu og styðst við Sab Jazz 39 Gripin með hátt í 200 herþotur alls. Ekki nóg með að þeir framleiði herþotur, þeir framleiða líka frægar eftirlitsvélar, SAAB GlobalEye AEW&C, sjá slóð: GlobalEye AEW&C .
Loftvarnarkerfi Norðurlanda er víðtækt, nær frá Grænlandi, yfir Ísland og Færeyjar og allt til landamæra Finnlands og Rússlands. Fjöldi herflugvalla eru innan svæðisins og herlið þessara þjóða æfa saman. En Svíþjóð er að ganga lengra með HAPS áætluninni og komast þar með út í geim með eigið gervihnattakerfi.
Samanlagt eru þessar þjóðir með stærsta flugher Evrópu og þann öflugusta tæknilega séð. En hvar fellur Ísland þarna inn? Það gerir það ekki. Er ekki einu sinni með getu til að fylgjast með eigin landhelgi (löggæslu hlutverk), með bilaða eftirlitsflugvél. Ísland getur lagt sitt fram með því sem hér hefur verið lagt fram, að breyta hlutverki Landhelgisgæslunnar örlítið lagalega og þar með að komast í digra sjóði NATÓ. Íslendingar gætu þar með fengið hinu öflugu P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar. Þær myndu smellpassa við íslenska loftvarnarkerfið, með sínum fjóru ratsjárstöðvum og Landhelgisgæslan rekur, sjá slóð: Íslenska loftvarnakerfið
Fáir vita að ratsjárnar þjóna ekki bara hernaðar hlutverki, heldur reiðir hin almenna flugumferð alfarið á þetta kerfi. Ef þessar ratsjár stöðvar væru ekki fyrir hendi, væru Íslendingar í vondum málum og þyrftu að reiða fram stórfé til að koma slíkum stöðvum upp en NATO hefur kostað uppbyggingu loftvarnakerfisins. Flest mannvirkin eru á eignaskrá Atlantshafsbandalagsins.
Ef Ísland er talið með, þá hafa þessar þjóðir myndað óopinbert varnarbandalag innan NATÓ undir heitinu NORDEFCO!
Fyrir þá sem vilja fræðast: NORDEFCO
Að lokum. Hér hefur aðeins verið minnst á herþotu flota Norðurlanda og með ótalið hinu öflugu flota landanna og landheri. Það er efni í aðra grein.
Stríð | 15.12.2024 | 11:47 (breytt kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar andstæðingar NATÓ segjast vera á móti her umsvifum á Íslandi, þá er eins og þeir séu í miðri setningu og klára hana ekki. Til dæmis heyrir maður þá aldrei segja, hvað á að koma í staðinn? Manni grunar að þeir vilji að Ísland lýsi yfir hlutleysi, segi sig úr NATÓ og "herinn burt" en það kemur aldrei fram í fjölmiðlum. Bara að þeir séu í "sjokki". Sjokkerandi að sjá hernaðaruppbygginguna á Miðnesheiði
Ókei, segjum að Ísland lýsi yfir hlutleysi, er það næg vörn? Hvað segir sagan okkur? Nei, hér var barist um yfirráð landsins í seinni heimsstyrjöld. Hefur staða Íslands geopólitískt og hernaðarlega séð breyst síðan? Nei, ef eitthvað er, hefur vægi Íslands í vörnum NATÓ aukist (GIUK hliðið) og það endurspeglast í auknum umsvifum NATÓ herstöðvarinnar. Nú eru Bandaríkjamenn bókstaflega að dusta rykið af herstöðvum í Asíu, sbr. herflugvöllinn í Tinian eyju og það gæti gerst að þeir sjái ástæðu fyrirvaralaust að senda hingað setulið. Þeir eru að búa sig undir stórstyrjöld í Asíu og stórátök í dag eru heimstyrjaldar ástand eða að lágmarki álfu styrjöld.
Svo er það stóra spurningin, getur heimurinn verið án herja? Ef herstöðvaandstæðingar eru að láta sig dreyma um herlausan heim, þá eru þeir veruleikafirrtari en maður bjóst við. Af hverju fór mannkynið að koma sér upp vopnuðu liði yfir höfuð? Söguna má rekja 10 þúsund ár aftur í tímann, þegar maðurinn hóf akuryrkju. Það þurfti að verja uppskeruna sem tekur tíma að vaxa, fyrir ránum hirðingja í hálfmánanum. Fastaherir urðu svo til með borgríkjum Súmer og fylgt siðmenningunni allar götur síðar.
Í einföldustu mynd snýst þetta um þá sem eiga og þá sem langar að fá....með góðu eða illu. Við eigum GIUK hliðið sem við höldum að aðrir vilja fá. Þess vegna er hér herstöð....herstöðva andstæðingum til hrellingar en okkur hinum til verndar.
Stríð | 12.12.2024 | 09:58 (breytt kl. 09:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið málaflokkinn sig varða og ekki látið standa við orðin tóm. Utanríkisráðherrann okkar hefur verið skellegg í varnarmálum og ekki gleymt því að hún er í senn utanríkis- og varnarmálaráðherra. Það sem bloggritara greinir á við hann er pólitíkin, þ.e.a.s. afskipti af erlendum stríðum og ágreiningi milli ríkja.
Ritari hefur bent á að herstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið opin og í "fullum rekstri" um árabil. Það sem hefur breyst er að fleiri NATÓ-ríki koma að rekstrinum og varanleg viðveru hermanna. Herstöðin er því sannarlega orðin að NATÓ herstöð. Að meðaltali dvela um 300-400 hermenn á varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Þetta má lesa í nýrri skýrslu: Samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum
Mikil uppbygging á sér stað á svæðinu og Helguvík er að breytast í flotastöð en það er t.d. verið að byggja lengri viðlegukant í höfninni og byggja olíutanka og margt fleira sem ekki er talið upp hér. Í raun risa uppbygging og fjárfest fyrir tugir milljarða. NATÓ og Bandaríkjamenn borga að mestu reikninginn en Íslendingar leggja sitt fram.
Til marks um að það er ekki verið að tjalda til einnar nætur er að það er verið að reisa ný fjölbýlishús fyrir hermenn innan varnarsvæðisins. Það endurspeglar í raun limbóið sem varnarmálin eru í, því að Kaninn skildi eftir hverfi íbúðahúsa, blokka hverfi, sem Íslendingar eignuðust og eru í ábúð fjölskylda. Hvar eru þá nýju íbúðirnar fyrir hermennina? Og hverjar eru þá framtíðaráætlanir varðandi herstöðina? Ætlar Bandaríkjaher að koma til baka formlega séð?
Viss óvissa hefur verið eytt er varðar þátttöku Íslendinga sjálfra en þeir takið á sig meiri stjórnsýslulega ábyrgð. Athygli vekur að um 100 manns starfar beint eða óbeint við varnarmál á vegum Íslands, hérlendis og erlendis og varnarmálaskrifstofa hefur verið efld með ráðningu sérfræðinga.
Aðrar stofnanir og ráðuneyti hafa tekið á sig meiri ábyrgð, sérstaklega dómsmálaráðuneytið, Landhelgisgæslan, ríkislögreglustjóri og íslenska netöryggissveitin (CERT-IS). Á grundvelli þjónustusamnings felur utanríkisráðuneytið varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna á Íslandi. Þetta er allt gott og blessað en limbóið varðandi stjórnsýslulega ábyrgð er enn viðvarandi. Það vantar sérstaka stofnun - Varnarmálastofnun - til að halda utan um alla þræði.
Framlög Íslendinga hafa aukist árlega umtalsvert. Frá rúmum milljarði 2016 til sex og hálfan milljarð árið 2024. Athygli vekur að fjárframlagið eykst milli áranna 2023 og 2024 um milljarð. Hvers vegna? Jú, það á að eyða þessum peningum að hluta til í tilgangslaust stríð í Úkraínu.
Í kafla sem ber heitið: "Framlög í sjóði til stuðnings Úkraínu" á bls. 13 (sem kemur varnarmálum Íslands ekkert við, er lagt í alþjóðlegan sjóð til stuðnings Úkraínu sem Bretar leiða (InternationalFund for Ukraine - IFU) sem styður kaup á hergögnum. Á mannamáli þýðir þetta að Íslendingar eru að kaupa vopn og senda til stríðsaðila!
Svo segir: "Ísland leiðir ásamt Litáen ríkjahóp sem styður verkefni sem tengjast sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu og í tengslum við þann hóp hefur verið settur á fót sjóður til að styðja slík verkefni." Er hér um fjárframlag að ræða eða bein þátttaka í sprengjuleit og -eyðingu?
En það er samt margt jákvætt við framlag Íslands til Úkraínu en ætti ekki að flokkast undir varnarmál heldur neyðaraðstoð. Til dæmis kaup á færanlegu sjúkrahúsi í 10 gámaeiningum sem bráðamóttöku læknir sagði mér að væri betri en bráðamóttaka Landsspítalans! Meiri afkastageta og fleiri legurými! Er ekki hér ekki rangt gefið? Kostnaðurinn kemur á óvart, aðeins 1,1 milljarður. Í skýrslunni segir: "Sjúkrahúsið samanstendur af tíu gámaeiningum sem mynda fullbúið sjúkrahús sem starfað getur sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. Sjúkrahúsið var afhent Úkraínu haustið 2023." Af hverju ekki að setja svona bráðabirgða sjúkrahús fyrir framan Borgarspítalann gamla á meðan það er verið að reisa nýja Landsspítalann?
Lítum aftur á bls. 16 á töflu um fjárlög til varnarmála. Þar kemur í ljós að Íslendingar byrja að senda peninga til Úkraínu árið 2022 og nam sú upphæð hálfan milljarð. Árið 2023 er upphæðin komin upp í tvo milljarða og 2024 er upphæðin komin í 2,2 milljarða. Þetta þýðir að þriðjungur fjármagns sem er ætlað í varnarmál fer í erlent stríð. Hvernig fer þetta fram hjá fjölmiðlamönnum og hvers vegna er ekki spurt af hverju framlag til stríðs í erlendu ríki er sett undir varnarmál Íslands? Við getum ímyndað okkur rökin en kannski væri betra að aðskilja reikninginn? Ekki segja að þetta sé tengt NATÓ, það hernaðarbandalag er ekki í formlegu stríði við Rússa. Við erum ekki skyldug til að senda peninga til Úkraínu, við gætum gert þetta undir hatti mannúðaraðstoðar.
Þetta tengist heldur ekki kröfunni að 2% af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál samkvæmt samþykkt NATÓ ríkjanna frá 2014. Aðeins 23 af 32 NATÓ-rikjum hefur tekist að ná því markmiði. Ísland mun seint ná 2% markmiðinu. Hef lesið (selt það ekki dýrara) að um 0,02% fari í varnarmál og þar af þriðjungur í erlent í stríð!
Það er eðlilegt að Landhelgisgæslan sjái um "líkamlega" framkvæmd varnarmála í rekstri ratsjárstöðva, þátttöku í varnaræfingum o.s.frv.
Lokakafli skýrslunnar heitir Næstu skref er sagt að hafin er vinna við að móta varnarmálastefnu til lengri tíma. Þessi vinna mun fara fram í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis, þjóðaröryggisráð og önnur ráðuneyti og stofnanir. Það er vel en Íslendingar geta ekki endalaust treyst á að erlendir hermenn eða erlend ríki geti verndað Ísland. Ekkert ríki í heimi er herlaust og Ísland er það ekki heldur í raun. Við höfum bara úthýst herþjónustan til NATÓ-ríkja. Við getum alveg tekið yfir fleiri varnaþætti, jafnvel stofnsett heimavarnarlið eða smáher.
Svo er það framtíðin. Það varð ljóst þegar Bandaríkin þurftu að berjast á tveimur vígstöðvum, í Írak og Afganistan, að þeir réðu ekki við verkefnið og það gegn veikum andstæðingum. Samkvæmt herkenningu þeirra á Bandaríkjaher að getað háð tvö stríð samtímis en það er alveg ljóst að ef hann lentir í átökum við alvöru herveldi, svo sem Kína, þá er jafnvel hætta á að hann tapi þeirri viðureign. Hvað gera Íslendingar þá? Þá er hætta á að margir aðilar fari af stað. Munum eftir Kóreustyrjöldinni þegar Bandaríkjamenn börðust beint við Kínverja, hingað var sent herlið því talið var á heimsstyrjöld. En geta þeir það næst? Bandaríkjaher er enn öflugusti her heims en hann hefur samt sín takmörk.
Að lokum, hvernig munu valkyrjurnar taka á varnarmálum? Verða þau tekin alvarlega? Stendur það ekki enn sú fullyrðing að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki málið föstum tökum?
En við megum ekki gleyma því að Landhelgisgæslan er fjársvelt. Ekki einu sinni til aurar fyrir hreyfla á einu eftirlitsflugvél hennar. Það hefði mátt eyða þessum tveimur milljörðum sem fara í ár til Úkraínu í að kaupa nýja hreyfla eða efla starfsemi hennar á annan hátt. Kannski gætu menn vera séðir og tengt varnarfjárlög beint við LHG og sett alla varnarþætti undir hennar umsjón? Það verður hins vegar ekki gert nema með breyttum lögum. Þarna skapast tækifæri fyrir LHG að fara beint í sjóði NATÓ sem eru digrir þessi misseri og geta kostað starfsemi hennar.
Stríð | 10.12.2024 | 12:29 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
- Íbúar komnir heim á ný
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað