Færsluflokkur: Stríð

Sagan um mannlegt eðli er alltaf eins

Ritari sá um daginn athyglisvert myndband, sjá hér að neðan,viðtal við sagnfræðinginn Dominic Sandbrook.

Þar er hann með ákall um raunsæi varðandi mannkynið og mannlega hegðun. Sandbrook leggur áherslu á að mannkynið sé í eðli sínu gallað — fært um bæði dyggð og löst. Hann hvetur okkur til að standast einfölduð, siðferðisleg frásagnir sem mála sögulegar persónur eða atburði í svart-hvítu formi. Í staðinn býður hann okkur að tileinka okkur heiðarlegri og blæbrigðaríkari skilning á mannlegu eðli.

Með því að setja umræðuna í kringum "mannlegt eðli" gagnrýnir Sandbrook núverandi tilhneigingu til að dæma fortíðina út frá gildum nútímans. Hann bendir á að þessi siðferðislega sjónarhorn leiði til afbökunar og hunsi aðstæður og sálfræðilega veruleika sem mótuðu sögulega hegðun. 

Sandbook kemur með mýmörg dæmi sem sannar að ekkert er nýtt undir sólinni. Einræðisherrar hafa alltaf frammið fjöldamorð, og allir halda þeir að þeir séu að gera rétt, í þágu samfélagsins. Það eigi við um Hitler, Stalín og Maó, þeir sem bera mesta ábyrgð á fjölda dauða í stríði (og friði).

Enginn þeirra lagði af stað með þá hugmynd að vera illmenni, heldur voru þeir hugsjónarmenn (sem reyndar svífuðust einskis) til að skapa "betra samfélag" en sköpuðu þess í stað helvíti á jörðu. Þótt Maó og Stalín hafi verið tvífalt eða þrefalt afkastameiri en Hitler í drápunum, var það einstakt að drepa heilu hópanna kerfisbundið. Þarna kom saman vísindahyggja (allir þrír ætluðu að skapa samfélög á vísindalegum grunni) en aðeins nasistarnir verksmiðju framleiddu drápin, bjuggu til sláturhús manna, ekki dýra.

Sandbook kom inn á stefnu Vladimars Pútíns og gagnrýni á stefnu hans. Hann sagði réttilega að stefna hans væri í eðli sínu ekki ólík fyrirrennarar hans, zaranna eða Rússakeisaranna. Að viðhald heimsveldi þeirra, stækka eða verja það með öllum tiltækum ráðum.

Sandbook kom inn á það að í raun hafi kjarnorkuvopnin komið í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Hún hefði komið, ekki síðar en 1961 en einmitt Kúbudeilan sannar að þau komu í veg fyrir heimsstríð. En hann hefur ekki meira álit á mannkyninu en það að það er bara tímaspursmál hvenær kjarnorkusprengja verði notuð aftur. Ef svo verði, verður það vegna misskilnings eða ótta.

Að endingu, hvað ber að gera? Ekkert, ekki verður komið í veg fyrir að sagan gerist, mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Það að það hafi ríkt friður í 80 ár, er einstakt og ekki sjálfgefið að standist eins og Úkraínu stríðið sannar.

Nú er Evrópa að vígbúast og ritari telur að Íslendingar verði að vera sjálfir á verði og alls ekki að treysta á aðrar þjóðir fyrir öryggishagsmuni Íslands. Það á jafnt við um Bandaríkin og Evrópu. Enn samt sér ritari ekki fyrir sér að varnir Íslands verði undir gunnfána ESB! Evrópa getur ekki varið Ísland, sagan sannar það. Bretar hertóku landið 1940 með baunabyssur og voru heppnir að Þjóðverjar létu ekki á reyna á landvarnir þeirra. Enda kom Kaninn strax árið eftir til að taka yfir varnir landsins. Hér hefur hann verið allar götur síðar. Ekkert sem segir að hann verði hér að eilífu.


Trump, Pútín og friður í Úkraínu

Þetta óþarfa stríð er hátt í þriggja ára gamalt. Erfitt er að skilja taktíkina, barist er samkvæmt nýjustu tækni með skotgrafa hernaði í bland.  Líkja má því við hægfara malarkvörn af hálfu rússneska hersins. Land er tekið smá saman af Úkraínu mönnum og nú virðist vera kominn skriður á sókn Rússa, sem skýrir áhugaleysið á friðarviðræðum. 

En hvert er markmiðið? Landtaka hluta Úkraínu? Koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ? Hernám alls landsins? Hver sem ástæðan er, er fórnarkostnaðurinn gríðarlegur í mannslífum talið. Sovétmenn unnu kannski Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni en hver var kostnaðurinn? 26 milljóna mannslífa í súginn. Og Þýskaland var orðið aftur að risavelda 1955, a.m.k. sem iðnaðarveldi en Rússland og hin Sovétríkin í bullandi vanda. Var þetta þess virði? 26 milljónir samkvæmt útreikningi Völvu: raunhæf tala líklega á bilinu 150–250 milljónir afkomenda í dag sem hefðu getað verið til ef þessir einstaklingar hefðu lifað.

Er ein milljón manna látina í þessu stríði þess virði? Nei.

Hvað um það, það er ljóst að Rússar eru að taka Donbass svæðið (sem er að mestu byggt rússnesku mælandi fólki) en 80% af svæðinu er undir þeirra stjórn nú þegar og svo landsvæði meðfram strönd Úkraínu. Þeir eru líka að taka Krímskagann (sem er réttlát, því Úkraínu eiga engan sögulegan rétt til skagann). Ef þetta er markmiðið, er það þegar náð.  Verra er ef markmiðið er að taka alla Úkraínu. Segjum svo að Rússar nái því, sem er auðveldasti hlutinn, annað er að hersitja fjandsamlega íbúa sem hata innrásaliðið.  Það gengur ekki upp til langframa.  Þriðja markmiðið að koma í veg fyrir inngöngu Úkraínu í NATÓ. Það er alveg ljóst að það markmið er þegar náð, Bandaríkjamenn og sumar NATÓ-þjóðir eru mótfallnar því. Skilaboð Pútíns, hingað og ekki lengra er öllum ljóst.

Það er því í raun engin ástæða fyrir að halda stríðinu áfram...nema um tilfinningar er að ræða.  Að Rússar haldi andliti, að þeir verði álitnir sem stórveldi og síðast en ekki síst halda öllum sjálfstjórnarsvæðum Rússland undir styrkri stjórn Kremlar. Það er mesti óttinn, að Rússland liðist í sundur.

Endum þetta á manninum sem allir hafa skoðun á, Trump.  Það má segja ýmislegt um karlinn, en það er þegar ljóst (fyrir sagnfræðinga a.m.k.) að forsetatíð hans er söguleg. Hann mun fara í sögubækur og er þegar í þeim, sem áhrifamesti forseti Bandaríkjanna. Hann fer á top 5 lista áhrifamestu Bandaríkjaforseta.  Margt sem hann gerir er umdeilt en margt sem hann gerir ætti ekki að vera umdeilt (en er það samt!).  Svo sem friðarstefna hans. Abraham samkomulagið í Miðausturlöndum (sem Íran, Hezbollah og Hamas reyndu að eyðileggja með árásina 7. október) er sögulegur friðarsáttmáli gerður 2020. Allir aðrir en Trump hefðu fengið friðarverðlaun Nóbels. 

Nóbels friðarverðlaunin 2020 voru veitt í staðinn til World Food Programme (WFP), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, "fyrir baráttu gegn hungri, framlag til friðar í átakasvæðum og viðleitni til að koma í veg fyrir notkun hungurs sem vopn í stríði". Veit ekki af hverju samtökin fengu verðlaun þetta ár, en ekki önnur þegar svona tímamót varðandi frið í Miðausturlönd (lykillinn að heimsfriði) áttu sér stað. Svar er auðvitað fordómar gagnvart Trump.

Trump virðist vera að koma á friði um allan heim, milli Azerbaijan og Armeníu, Taíland og Kambótíu og nú milli Rússlands og Úkraínu.  Ef það verður friður í Úkraínu, er nokkuð öruggt að Trump fær ekki Nóbelinn, sem hann kannski dreymir um, hann er vondi karlinn.  Obama fekk Nóbelinn, fyrir hvað veit enginn nema Nóbel nefndin. 

 

 


Þórður kakali – Herforinginn sem sigraði Ísland

Þórður kakali Sighvatsson er langlíklegastur til að teljast besti hershöfðingi Íslandssögunnar, ef við miðum við eiginlegan hernað, skipulagningu, sigurför og árangur í stríðsrekstri. Hann fæddist um  1210, dó skyndilega í Noregi 1256. Þórður af var ætt Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og bróðir Sturlu Þórðarsonar.  Vegna herkænsku var hann leiðtogi Sturlunga í Sturlungaöld (borgarastríði Íslands).

Þórður var einn sjö sona Sighvatar Sturlusonar. Þegar faðir hans og bræður voru felldir á Örlygsstöðum 1238 var hann í Noregi og hafði dvalist þar við hirð konungs.

Stutt samantek á herferli Þórðar  

Árið 1242 sneri hann heim og þótt Kolbeinn ungi hefði þá lagt ríki Sturlunga undir sig og réði öllu á Norðurlandi, fór Þórður þegar að safna liði gegn honum. Það gekk hægt í fyrstu en þó fékk hann smátt og smátt menn til fylgis við sig, einkum úr Dölunum og af Vestfjörðum. Í júní 1244 hélt hann með skipaflota frá Ströndum áleiðis til Eyjafjarðar til að reyna að ná föðurleifð sinni, en á sama tíma kom Kolbeinn ungi siglandi úr Skagafirði með mikið lið og mættust flotarnir á Húnaflóa. Upphófst þá Flóabardagi. Honum lauk með því að Þórður hörfaði undan en áður hafði Kolbeinn beðið afhroð.

Kolbeinn lést ári síðar og gaf í banalegunni Þórði eftir veldi föður hans í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Átökum var þó ekki lokið. Brandur Kolbeinsson, frændi Kolbeins unga, tók við völdum í Skagafirði og tókust þeir Þórður kakali á í Haugsnesbardaga 1246.Þórður hafði betur en Brandur féll og lauk þar með veldi Ásbirninga. Þar með réði Þórður öllu Norðurlandi.

Gissur Þorvaldsson, höfðingi Haukdæla og valdamesti maður á Suðurlandi, var annar helsti óvinur Sturlunga en ekki kom þó til átaka á milli þeirra Þórðar, heldur varð það úr að þeir fóru til Noregs og skutu máli sínu til Hákonar konungs. Hann úrskurðaði Þórði í vil og sendi hann til Íslands til að reyna að ná landinu undir veldi Noregs, en kyrrsetti Gissur. Næstu þrjú árin bjó Þórður í Geldingaholti í Skagafirði og var valdamesti maður á Íslandi. Konungi þótti honum þó ganga seint að koma landinu undir krúnuna og var hann kallaður aftur til Noregs 1250, en Gissur sendur heim í staðinn. Þórður var næstu árin í Noregi og líkaði það illa, en konungur leyfði honum ekki að fara heim fyrr en árið 1256. Áður en til heimferðar kæmi varð Þórður þó bráðkvaddur (11. október 1256). Þórður giftist ekki en átti nokkur börn.

Viðurnefnið kakali er talið geta þýtt einhver sem klakar eða gaggar og gæti bent til þess að Þórður hafi stamað. Fleiri skýringar eru þó til á viðurnefninu.

Hvað gerir hann að besta hershöfðingjanum? Það voru nefnilega aðrir ágætir herforingjar á Ísland.

Hann kom landinu öllu undir sína stjórn (1244-1250) Eftir Örlygsstaðabardaga (1238), þar sem faðir hans og bræður féllu, kom hann til Íslands og náði skipulega völdum yfir landinu með styrk, snilld og úthald. Kom til landsins aleinn, kom upp her sem var alltaf minni en óvinaherirnir. Hann vann sigur í Flóabardaga (1244) – eina sjóorrustuna sem vitað er um í Íslandssögunni. Hann vann einnig Haugsnesbardaga (1246) – mannskæðasta orrustu Íslandssögunnar. Þegar hann kom til baka til Íslands hafði hann nánast ekkert vald – en með hernaðarlegri snilld og samheldni tryggði hann sér völd. Hann studdist ekki einungis við vopn, heldur líka pólitíska dómgreind og bandalög. Þórður sýndi agaðan og nútímalegan hernaðarstíl. Hann sýndi miðlæga stjórnun, liðsskipan, notkun útsendara og sveigjanleika í aðferðum sem minna á ríkisvald frekar en hefðbundið goðaveldi.

Þórður fær viðurkenningu Noregskonungs

Eftir að hafa náð landinu undir sig gekk hann til samninga við konung, sem þó bað hann síðar að koma til Noregs – sem hann gerði.

Þórður kakali Sighvatsson er réttilega talinn hæfasti herstjórnandi Íslandssögunnar. Hann sameinaði hernaðarsnilli, raunsæi, hugrekki og pólitískan skarpskyggni – og náði því sem engum öðrum Íslendingi tókst: að vinna allt Ísland með vopnavaldi og halda því undir sig. Þórður dó skömmu áður en hann fékk leyfi Noregskonungs til heimkomu.


Stríð þar sem Demókratar voru við völd og þau töpuðust

Byrjum á Kóreustríðið (1950–1953). Demókratinn Harry S. Truman (forseti 1945–1953) var þá við völd.   Bandamenn (undir merkjum SÞ) börðust við Norður-Kóreu og Kínverja. Ekki beint tap, en stríðinu lauk með vopnahléi og engin úrslit urðu – Kórea klofin áfram. Mikil óánægja í Bandaríkjunum, Truman ákvað að gefa ekki kost á sér aftur. Þingið var undir stjórn Repúblikana seinni hluta stríðsins.

Víetnamstríðið. Stríðið hófst á valdatíma Demókrata (Kennedy og Johnson).  Lyndon B. Johnson dýpkaði þátttöku Bandaríkjanna. Nixon (Repúblikani) náði samkomulagi um frið. Ford (Repúblikani) vildi grípa til aðgerða 1975 vegna sóknar Norður-Víetnams, en Demókrataþing hafnaði. Pólitísk ábyrgð á endanlegu tapi liggur þar með að hluta hjá Demókrötum.

Stríð þar sem Repúblikanar voru við völd en úrslitin voru líka neikvæð. Repúblikanin Bush hóf innrásina í Írak 2003 með þeim rökum að Saddam Hussein væri með gereyðingarvopn. Það reyndist rangt. Stjórnin féll fljótt, og hernaðarsigur náðist snemma. En landið fór í langvarandi uppreisn og borgarastríð milli súnníta og sjíta. 2007 kom svokallað "surge" — herstyrkur aukinn til að ná stöðugleika, og það hafði áhrif.

Demókratinn Obama gaf fyrirheit um að ljúka stríðinu í Írak og draga heri út.    Árið 2011 dró hann allt herlið Bandaríkjanna úr Írak, í samræmi við samning sem Bush hafði undirritað 2008 – en án þess að semja um áframhaldandi veru lítilla sveita til að halda stöðugleika.  Valdatómarúm myndaðist í Írak.  Al-Maliki stjórn (íhaldsöm sjíta-stjórn) kúgaði súnníta, sem leiddi til þess að margir tóku afstöðu gegn ríkisstjórninni.

Afleiðing: ISIS rís upp og um 2013–2014 myndast ISIS úr leifum al-Qaeda í Írak. ISIS nær völdum í stórum hluta Íraks og Sýrlands árið 2014. Obama neyðist til að hefja ný hernaðarátök, m.a. með loftárásum og stuðningi við Kúrda. Áhrif Bandaríkjanna í Írak er lítil í dag.

Afganistan (2001–2021).  Hófst undir Bush (Repúblikani), haldið áfram undir Obama (Demókrati) og Trump (Repúblikani).  Joe Biden (Demókrati) lauk hernaði og dró heri út 2021. Talibanar tóku yfir nánast samdægurs.    Margir telja Biden bera ábyrgð á klaufalegri útfærslu á útgöngu, en ábyrgðin deilist á forseta beggja flokka yfir 20 ár. Ályktun: Það er ekki rétt að segja að Demókratar "tapi öllum stríðum", en Kóreustríðið og Víetnamstríðið hófust og/eða þróuðust undir þeirra stjórn.

Í Víetnam skipti það miklu að Demókratar í þinginu neituðu að veita stuðning 1975 – og það má segja að þeir hafi þannig lokað dyrunum á sigur Suður-Víetnams.

Stríð eru flókin mál, og sigur/tap getur verið hernaðarlegt, pólitískt, siðferðilegt eða strategískt. Ábyrgðin liggur oft á mörgum stjórnvöldum yfir langan tíma, og bæði flokkar Demókrata og Repúblikana hafa átt sinn þátt í misheppnuðum átökum en Demókratar hafa alltaf séð um að tapa stríðunum á endanum!

Í dag er staðgengilsstríð í gangi í Úkraínu. Hófst í valdatíð Joe Biden og hann hefur fóðrað það síðastliðin 3 ár. Donald Trump tók við á nýju á þessu ári en hefur ekki tekist enn sem komið er að koma friði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Lokaorð: Demókratar hafa tilhneigingu til að fara í langvarandi stríð sem byggjast á hugmyndafræði og "ábyrgð á heimsvísu" Repúblikanar (eins og Trump) hafa tilhneigingu til að forðast úthýfð átök, eða leita skjótari, jafnvel harðari lausna. Hvað finnst ykkur? Ykkar


Danskir sjóræningjar á Íslandi árið 1604

Árið 1604, þegar einokunarverslun Dana var að ná yfirhöndinni á Íslandi og íslenskir höfðingjar höfðu litla beina stjórn á strandhöfnum sínum, kemur upp undarlegt hernaðarlegt fyrirbæri:

Danakonungur veitir leyfi til vopnaðra verslunarflota, skipaðra mönnum sem höfðu áður stundað sjórán við Eystrasalt – og þeir koma til Íslands sem vopnaðir vöruflutningamenn með full rétt til að beita valdi ef viðnám mætti.

Þessir „verslunarmenn“ eru í raun enduruppteknir sjóræningjar ("fribyttere") sem fá konungsbréf um leyfilega vopnaburð. Þeir gista á staðbundnum höfnum (t.d. í Grindavík og í Flatey) og um sumarið 1604 skrá íslenskir bændur ógnanir, mannránstilraunir og gripdeildir þar sem heimamenn urðu að lúta vopnum þeirra.

Heimildir:

  1. Kongelige Reskripter og Breve vedr. Island, 1604, Rigsarkivet
    – þar kemur fyrir orðalagið "ret for vordne købmænd at beskytte sig selv med våben mod ufredelige islændinge"
  2. Þingbækur Reykjavíkur 1604–1605
    – Kvartanir frá bændum um "menn á skipum sem hefja kasti og reiða byssur"
  3. Maritime Violence and Danish Commerce in the North Atlantic, Ársrit Hafnarháskóla (2007)
    – grein um notkun "reformed pirates" í þjónustu konungs í verslunarsvæðum Norðursjávar og Íslands.

Þetta var í raun hernaðarlegt valdframsal til einkaaðila, rétt eins og "privateers" í ensku heimsveldinu – nema á íslensku landsvæði, gegn vilja heimamanna. Þetta er ekki kennt sem sjórán, heldur "verslunartrygging" — en í reynd hernaðarleg stjórn að neðan. 


Óþekkt hernaðartilraun 1541: Sérsveit danskra og íslenskra manna með byssur ætlaði að handtaka báða biskupana samtímis

Ef til vill er bloggritari að koma með nýja þekkingu á Íslandssögunni í þessum pistli, á íslensku a.m.k. En þessi saga er til á dönsku. Hún er eftirfarandi:

Árið 1541, þegar Kristján III konungur Danmerkur ákvað að innleiða lútersku trú í stað kaþólsku á Íslandi, lagði hann upp með samræmda hernaðaráætlun: að handtaka báða kaþólsku biskupana – Ögmund Pálsson í Skálholti og Jón Arason í Hólum – nánast samtímis.

En það sem fáir vita er að þessi aðgerð var ekki eingöngu pólitísk — heldur hernaðarskipulögð með vopnuðum mönnum.

Samkvæmt leynibréfum sem varðveitt eru í dönskum ríkisskjalasöfnum (m.a. Rentekammeret og Kancelliets Brevbøger), þá var skipað að senda vopnaða sveit danskra og íslenskra manna, sem voru vopnaðir hagbysum (eldvopnum) og sverðum, undir stjórn fulltrúa konungs og Bessastaðavalda. Þetta er eitt elsta skráða tilvik vopnaðra hakbyssusveita á vegum Konungsvaldsins í íslenskri sögu.

Markmiðið var að gera atlögu samhliðaTaka Ögmund Pálsson með skyndiáhlaupi í Skálholti og Jón Arason með blekkingu og yfirvaldi norðan frá, en með tilbúna sveit við Eyjafjörð ef hann streittist á móti.

Hvað fór úrskeiðis?

Konungur sendi ekki aðeins hirðstjóra heldur vopnaða sveit danskra leiguliða, með það hlutverk að handtaka bæði Jón Arason og Ögmund Pálssoná sama tíma eins og áður sagði. Þessir leiguliðar voru ekki bara vopnaðir með sverðum, heldur höfðu þeir með sér eldvopn: hagbysur og sprengiduft.

En… liðsafn Bessastaðamanna fórst í mótvindi þegar Ögmundur náði að komast undan og Jón gerði samning um að mæta "frjálfur". Planið klikkaði — en það var til!

En Danir náðu á endanum í skottið á Ögmundi Skálholtsbiskupi. Christoffer Huitfeldt, sendimaður Danakonungs, handtók Ögmund á heimili Ásdísar systur hans á Hjalla í Ölfusi 2. júní 1541. Sendimenn Christoffers tóku biskup, sem þá var orðinn blindur, og báru hann út fáklæddan. Hétu þeir honum frelsi ef hann léti af hendi allar eigur sínar, þar á meðal 50 jarðir og offjár í silfri og ýmsum gersemum. Er hann hafði samþykkt þetta, svikust þeir um að láta hann lausan, en hirtu eigur hans og fluttu hann nauðugan út á skip. Hann var fluttur áleiðis til Danmerkur, en andaðist á leiðinni. Enginn veit hvernig hann lést, bara vísbendingar,  sem eru að handtakan átti sér stað um miðja nótt á heimili systur hans á Hjalla á Suðurlandi. Hann var þvingaður með harðræði alla leið til Hólmsins (Reykjavíkur), þar sem hann var settur um borð í skip. Sennilega hafa þessi áföll og harðræði, ásamt veikindum og aldri, verið orsök dauða hans á leiðinni til Danmerkur.

 

Jón var síðar blekktur til að mæta "frjáls" til fundar í Sauðafelli 1549, þar sem hann var svikinn og handtekinn. Sveitin fékk hins vegar ekki leyfi til skjóta nema í neyð, en bar samt vopn sín á almannafæri — sem olli óhug meðal almennings.

Af hverju er þetta gleymt?

Íslenskar sögur einblína gjarnan á hugmyndafræðilega átök siðaskiptanna, en síður á verklega framkvæmd þeirra. Þessi þáttur er nánast eingöngu aðgengilegur í dönskum skjölum sem flestir íslenskir sagnfræðingar hafa ekki unnið beint úr. Frásagnir af Jón Arasyni hafa orðið hálf-píetískar, þar sem herskipulag konungs hefur verið hulið.

Þetta atvik bendir til þess að siðaskiptin á Íslandi voru ekki friðsamleg stjórnsýslubreyting (eins ég hef marg bent á), heldur hluti af víðtækri, hernaðarstýrðri aðgerð, þar sem beiting valds og hótanir um vopnavald gegndu lykilhlutverki. Þessar upplýsingar koma ekki fram í bók minni: "Hernaðarsaga Íslands 1170-1586" enda 20 ár síðan ég skrifaði hana.

Þessar heimildir eru til í danskri doktorsritgerð (t.d. Den lutherske statsformation i Nidaros og Island, ca. 1520–1560).

Helstu heimildir og fræðileg umfjöllun:

1. Kancelliets Brevbøger vedr. Island (KBvI), 1530–1550. Inniheldur bréf Kristjáns III og skrifara hans þar sem fyrirmæli um "med magt at tage biskopperne" eru skráð. Þar kemur fram að beita mætti vopnum ef nauðsyn krefur. Dansk Rigsarkiv, KBvI, vol. 3, bls. ca. 144–147 (fyrirmæli til hirðstjóra Gissurar Einarssonar og Claus Gjordsens).

2. Rentekammerets regnskaber, Island 1541–1542. Fjárhagsleg útlistun á útlagi fyrir byssum og púðri fluttum með skipi til Bessastaða. Skýrir "skotvopn til notkunar ef uppreisn verður".

3. Den lutherske statsformation i Nidaros og Island ca. 1520–1560. Doktorsritgerð, Universitetet i Oslo, 1989 (óútgefin).Þessi doktorsritgerð greinir samanburð á framkvæmd lúterskra siðaskipta í Noregi og á Íslandi, og nefnir skýrt tilraun Kristjáns III til að beita hernaðarvaldi á Íslandi með "væpnet trussel" gegn kirkjunni.

4. Siðaskiptin á Íslandi – Söguleg yfirlit eftir Loft Guðmundsson (1951).Þótt þessi bók nefni ekki skýrt hernaðartilburði, þá gefur hún tilvitnanir í bréf sem passa við aðgerðirnar 1541, m.a. skipanir um að "gæta þess að biskuparnir vilji hlýða".  

Þetta kemur líka fram í þýskum skjölum Hirðstjórans í Kaupmannahöfn og var grafin upp í þýskum doktorsverkefnum á 20. öld, en ekki tekin með í hefðbundnar íslenskar handritasögur. Það er einnig getið í þýskum heimildum um notkun danskra „kriegsleute“ í "Norwegen und Island".

Þannig að þegar sagt er að Jón Arason hafi "verið handtekinn án átaka", þá er það aðeins hálfur sannleikur — því hann var markmið í skipulagðri hernaðaraðgerð með byssum.


Róttækar skoðanir Nathan Stackhouse í varnarmálum Íslands

Nathan er stjórnmála- og norðurslóðasérfræðingur og liðsforingi í Bandaríkjaher en hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu Háskólans á Bifröst "Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri."  sem nefnist: "Iceland and the Art of the Deal".

Hugmyndir hans eru eftirfarandi:

Ísland ætti að eigin frumkvæði að óska ​​eftir uppfærslu á tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Þótt samningurinn hafi verið endurskoðaður áður hvetur síaukin samkeppni risaveldanna til víðtækari umræðu um hlutverk Íslands í öryggismálum á norðurslóðum. Því næst ættu íslenskir ​​samningamenn að krefjast þess að 10 prósent tollurinn yrði lækkaður tafarlaust eða jafnvel afnuminn.

Íslenskir samningamenn ættu að fá loforð fyrir því að stjórn Trumps muni forgangsraða því að ljúka fríverslunar- og vegabréfsáritunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Það myndi senda sterk skilaboð um að Ísland hyggist vera áfram að í nánu bandalagi við Bandaríkin eftir að hafa undirritað fríverslunarsamning við Kína árið 2014.

En hvað eiga Íslendingar sjálfir að gera?

Í fyrsta lagi þurfa Íslendingar eigin leyniþjónustu til að sýna fram á að þeim sé alvara með því að deila byrðunum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, viðurkenndi það nýlega að Gæslan væri ekki fær um að skipuleggja og greina þau gögn sem hún fengi á fullnægjandi hátt.

sland gæti orðið „yfirmaður gagnaöflunar“ norræna flughersins til að mata reiknirit, knýja nákvæm gervigreindarlíkön og aðgreina merki frá suði til að knýja framtíðar upplýsingaöflun.” segir Stackhouse.

Ísland gæti einnig ýtt á að ómönnuð loftför yrðu notuð sem viðbót við loftgæsluverkefni NATO í Keflavík. Til dæmis hefur bandaríska flugvarðliðið mikla reynslu af flugþolnum MQ-9 drónum í meðalhæð en hefur ekki einbeitt sér kerfisbundið að verkefnum á norðurslóðum....Greining Íslendinga á gögnum úr ómönnuðum loftförum myndi styðja við aðgerðir NATO og borgaraleg forgangsverkefni eins og leit og björgun eða landamæraeftirlit.

Í annan stað er hægt að styrkja stöðu Íslands með því að tengja það við öryggiskerfi Norður-Ameríku. Samhengið er viðleitni Bandaríkjanna til að koma á fót loft- og eldflaugavarnarkerfi á meginlandi Norður-Ameríku sem kallast „Gullna hvelfingin“. Hugmyndin gerir ráð fyrir neti skynjara og skotflauga hvar sem átök geta átt sér stað, til að sigrast á nýjum og vaxandi ógnum eins og flaugum sem fara hraðar en hljóð. Þar sem hlutirnir gerast hratt í slíku ógnarumhverfi gæti þurft að stækka Gullnu hvelfinguna landfræðilega (þar á meðal þannig að hún nái hugsanlega til Grænlands og Íslands) til að auka ákvarðanaforskot Bandaríkjanna „handan sjóndeildarhringsins“.

Í þriðja lagi myndi Ísland einnig njóta góðs af tengingu við bandarísku sérsveitarstjórnina (e. United States Special Operations Command, SOCOM). Helsta viðfangsefni SOCOM er fæling með óreglulegum hernaði. Það leitast við að koma í veg fyrir stríð milli risavelda með því að hafa áhrif á ákvarðanir andstæðinga. Margar af skyldum SOCOM tengjast málefnum sem skipta Ísland máli, svo sem óreglulegum hernaði, upplýsingaaðgerðum og innra viðnámsþoli.

Stuðningur Íslendinga við varnir gegn drónum myndi styrkja íslenskt þjóðaröryggi með beinum hætti. Öflugri umsjón með 200 sjómílna landhelginni, stöðugt eftirlit með sæstrengjum og varnir mikilvægra innviða eru dæmi um mögulegan ávinning af þátttöku í vörnum gegn drónum.

Framlag Íslands til varna á norðurslóðum sem krefst ekki herafla

Fjárfestingar Íslendinga í getu bandamanna á norðurslóðum til eftirlits og stjórnar á svæðinu myndu líklega veita þeim aðgang að viðkvæmum upplýsingum og mikilvægri tækni. Samstarf við NORTHCOM og SOCOM myndi auka tæknigetu til notkunar bæði í borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi, örva viðskiptaþróun og virkja nýsköpun.

Heimild: Varnir Íslands sem herlaus þjóð

 


Íhuga að verja 1,5% landsframleiðslu í varnarmál

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að stjórn­völd séu að horfa til þess að verja 1,5 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í „varn­artengd“ út­gjöld, eins og for­ysta NATÓ hef­ur óskað eft­ir af aðild­ar­ríkj­um. Miðað við lands­fram­leiðslu í fyrra næmi upp­hæðin 70 millj­örðum króna á ári.

Íslend­ing­ar verja nú um 0,14 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í varnarmál.

Íhuga að verja 1,5% landsframleiðslu í varnarmál

Þetta yrði risaskref frá núverandi varnar framlögum en fyrir árið 2025 er varið 6,5 milljarðar í varnartengd málefni og þar af fer 1,5 milljarður í beint framlag í stríðið í Úkraínu. En það kemur ekki fram í fréttum hver féð á að fara.

Bloggritari giskar á að Landhelgisgæslan fái stærsta skerfinn, enda veitir ekki af en hún hefur verið fjársvelt allt frá því að síðasta þorskastríð lauk 1976.  Hún hefur aðeins tvö skip til umráða (þyrftu að vera að lágmarki þrjú) og það vantar sárlega þyrlur, aðra eftirlitsflugvél sem ekki er send í FRONTEX verkefni á Miðjarðarhafi.

Svo væri snjallt að LHG keypti sér eftirlitsdróna en ódýrasta týpan kostar um 200 milljónir ef keypt er frá Ísrael en góð reynsla fékkst af ísraelskum dróna sem var lánaður um árið til gæslunnar.

"Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2025 fær Landhelgisgæsla Íslands alls 2.882,2 milljónir króna í fjárveitingar. Af þeirri upphæð eru 2.629,2 milljónir króna ætlaðar til almenns rekstrar og 253 milljónir króna til viðhalds skipa og flugfarkosta. Auk þess fær Landhelgissjóður Íslands, sem sér um fjármögnun á kaupum eða leigu á skipum og loftförum fyrir Landhelgisgæsluna, 1.655,8 milljónir króna" Heimildir: Hagstofa Íslands og Stjórnarráðið.

En þetta er aðeins rúmur sex milljarður. Í hvað á hitt að fara? Lúmskur grunur er á að Skessustjórnin ætli sér að fara af fullum þunga inn í ESB og stofna íslenskan her til að vera þar með "fullgildur meðlimur". 

Annars efast ritari um að það sé einhver alvara að þessari hugmynd, líklegra er að hér er daður við Evrópu leiðtoga; skilaboðin er að við ætlum að vera memm! Svo getur verið að menn séu að undirbúa sig undir að Trump beini sjónum sínum að Ísland og vilji ekki fá skammir vegna lítillar þátttöku Íslendinga í eigin vörnum.


Sarah Paine um forhertan viljann til að fara í stríð

Sarah C. M. Paine, prófessor við bandaríska sjóhersháskólann (e. U.S. Naval War College), hefur skrifað mikið um stórhernað og hernaðarsögu. Meginritgerð hennar – sérstaklega í bókunum The Wars for Asia, 1911–1949 og The Japanese Empire – leggur oft áherslu á hættur hugmyndafræðilega knúnar hernaðaraðgerðir, stefnumótandi mikilvægi sjóvelda á móti meginlandsveldum og hvernig hernaður er ekki bara vopnaátök heldur milli stjórnkerfa.

Ein af lykil innsýnum hennar er að stórveldi falla oft ekki vegna utanaðkomandi óvina heldur vegna innri misskilnings, sérstaklega hugmyndafræðilegrar stífni og vanhæfni til að skilja eðli óvinarins. Paine heldur því fram að stórveldi hrynja þegar þau forgangsraða hugmyndafræði framar stefnu og neita að aðlagast veruleikanum.

Að þröngva eigin friðsamlegum ásetningi eða gildum upp á andstæðing – að því gefnu að hann hugsi eins og maður – getur verið banvænt. Friður er ekki viðhaldið eingöngu með góðvild heldur með valdajafnvægi, fælingu og skilningi á hvötum andstæðingsins. Hún tók sem dæmi friðarstefnu Richard Chamberlain sem trúði því ekki að andstæðingurinn gæfi skítt í mannslíf og væri tilbúinn í átök sama hvað. Hann hélt að menn hefðu dregið lærdóm af afleiðingum fyrri heimsstyrjaldar en í raun urðu til tvær banvænar hugmyndastefnur, kommúnismi og nasisismi/fasistmi sem hafa ekki sömu afstöðu gagnvart mannslífi og lýðræðisríki.

Þetta má sjá hvers vegna svo margir óbreyttir borgarar í Þýskalandi og Japan létust í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

Bandamenn kröfuðust skilislaus uppgjöf, sérstaklega Bandaríkin, leituðust við algjöran sigur, sem tafði samningaviðræður og langvarandi bardaga. Þegar óvinurinn er kominn út í horn og hann telur sig vera að deyja, þá verður til viðhorfið; ef ég er að fara yfir móðuna miklu, því ekki að taka óvinina með?

Árin 1944–45 gripu bandamenn til fjöldaloftárása (t.d. Dresden, Tókýó), sem voru hannaðar til að brjóta niður baráttuanda og innviði, vitandi að dauðsföll óbreyttra borgara yrðu mikil, ekki var hugsað um "hlutfallslegt stríð " eða vernd borgara.

Nasistar í Þýskalandi og keisaradæmið Japan notuðu óbreytta borgara sem skjöldu eða virkjuðu þá til mótspyrnu, sem gerði svæði óbreyttra borgara að bardagasvæðum. Sjá má þetta viðhorf hjá Hamas í dag á Gaza.

Að vernda óvinaborgara var ekki stefnumótandi forgangsverkefni - sigur var það. Óbreyttir borgarar voru því miður litið á sem lögmæt skotmörk í rökfræði allsherjarstríðs, sérstaklega eftir ára grimmilega hernám og grimmdarverk Öxulveldanna. Við erum búin að missa svo marga sjálf, af hverju ættum við að hafa áhyggjur af fjölda dráp í Dresden eða Tókýó? Svo var það hugsunarhátturinn að vilja að sigra í orrustum en ekki vera með "master plan" um að ljúka stríðið.

Frá janúar til maí 1945 létust á bilinu 1,2 til 2 milljónir Þjóðverja, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, samkvæmt flestum sögulegum heimildum. Þetta tímabil – lokaáfangar seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu – er eitt það blóðugasta í þýskri sögu og mesta eyðing mannvirkja og bygginga átti sér stað þá.

Um 800.000 til 1.000.000 hermenn féllu á vígvöllum, mest á austurvígstöðvunum gegn Rauða hernum (t.d. í Slaget um Berlín, Seelower Hæðir og Vistula-Oder árásinni). Mörg þúsund létust í varnaraðgerðum á vesturvígstöðvunum (t.d. í Ruhr-vasanum). Um 300.000 til 600.000 borgarar létust af völdum loftárása (t.d. Dresden, Hamborg, Pforzheim), vegna flótt undan Rauða hernum, oft í hörmulegum aðstæðum (frost, skipskaðar, hungur) og nauðungaflutninga og hefndaraðgerða eftir að Sovétmenn náðu yfirráðum í borgum (t.d. nauðganir, fjöldaaftökur).

Á sama rökfræði við í stríðinu milli Rússlands og Úkraínu í dag? Já - að vissu leyti. Rússland virðist vanmeta eða vanvirða líf almennra borgara í Úkraínu, sérstaklega þegar það beinist að innviðum (raforkukerfum, vatnsveitum) og hermir eftir kenningum Sovétríkjanna um algert stríð.

Úkraína og vestrænir stuðningsmenn þess reyna að viðhalda vernd almennra borgara, en stríð á úkraínskri grundu gerir þetta afar erfitt.

Eins og í síðari heimsstyrjöldinni vega hugmyndafræðileg markmið (sjónarmið Pútíns á Úkraínu) þyngra en skynsamleg stefnumótandi markmið. Paine myndi líklega vara við því að það sé hættulegt að semja við Rússland eins og það deili vestrænum forsendum um frið og lög.

Rússland gæti einnig verið að prófa hvort Vesturlönd muni framfylgja einhverjum rauðum línum - rétt eins og ríki í síðari heimsstyrjöldinni prófuðu friðarstefnu.

Sama gildir um Kínverja. Bandaríkjamenn halda að þeirra hugmyndafræði (það er brjálæði að fara í stríð vegna Taívan og Kínverjar munu aldrei gera það) megi varpa á kommúnistaflokk Kína; sömu mistök og vestrænu ríkin gerðu gagnvart kommúnistum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og "við" höfum svo mikið af kjarnorkuvopnum að Kínverjar voga sér ekki í stríð. Hvað er t.d. að gerast á milli Pakistan og Indland? Bæði kjarnorkuveldi og það þarf ekki nema einn neista eða mistök og við erum komin með kjarnorkustyrjöld.

Hver er lærdómurinn? Við getum ekki varpað okkar eigin hugmyndafræði um vernd mannslífa á andstæðinginn og jafnvel kjarnorkuvopna fæling stefna dugar ekki til. Sarah kemst að þeirri niðurstöðu, sama hvað maður segir eða gerir, ef andstæðingurinn er búinn að taka ákvörðun (heimskulega að okkar mati), er ekkert sem stoppar hann í áformum hans.


 


Endalok seinni heimsstyrjaldar í dag. 80 ár síðan styrjöldinni lauk. Hvers ber að minnast og varast?

Í dag, 7. maí 2025, eru liðin nákvæmlega 80 ár frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með formlegri uppgjöf nasista þann 7. maí 1945, sem gekk í gildi kl. 23:01 að kvöldi 8. maí og markaði það sem margir minnast sem sigurdaginn í Evrópu (VE Day).

Hvers ber að minnast?

Ótrúlega mannfórn og hörmungar styrjaldarinnar ber að minnast. Um 60–70 milljónir manna létust, þar af milljónir saklausra borgara. Stríðið leiddi til útrýmingarbúða, þjóðarmorða (sérstaklega á gyðingum), sprengjuárása á borgir og djúpstæðra sársauka í öllum heimsálfum. Baráttunnar gegn fasisma og alræði lauk með lok styrjaldarinnar en baráttan gegn kommúnistmans hélt áfram í kalda stríðinu. Kannski lauk seinni heimsstyrjöldinni með lok kalda stríðsins og frelsun Austurtjaldsins - Austur-Evrópu. Það segja Austur-Evrópubúa einu rómi.

Seinni heimsstyrjöldin var átök milli lýðræðisríkja og alræðisríkja. Hún minnir okkur á að frelsi, mannréttindi og lýðræði eru ekki sjálfgefin, heldur þarf stöðugt að verja þau. Þó bandamenn hafi haft mismunandi markmið og stjórnarhætti (t.d. Bandaríkin og Sovétríkin), þá tókst þeim að vinna saman til að sigra nasismann (baráttan við kommúnistismans tók og stóð í 56 ár). Það undirstrikar mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu þegar hún er rétt miðuð. Endurreisnar Evrópu og stofnun stofnana til friðar. Meðal annars Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar urðu til í kjölfar styrjaldarinnar en því miður hafa þessar stofnanir reynst gagnlitlar. Sérstaklega S.þ. sem hefur aldrei getað stillt til friðar. Þessar stofnanir voru þó stofnaðar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtækju sig.

Hvers ber að varast?

Að gleyma sögunni eða endurskrifa hana. Afneitun á helförinni, fegrun nasismans eða rangfærslur um aðdraganda stríðsins eru hættulegar þróanir. Minningin um seinni heimsstyrjöldina verður að byggjast á staðreyndum og heiðarlegri greiningu.

Tregðu til að bregðast við yfirgangi er enn gegnum gangandi. Stríðið kenndi okkur að hunsun eða friðkaup (eins og gagnvart Hitler fyrir 1939) getur kallað yfir heiminn enn verri hörmungar. Aðgerðarleysi gegn árásarhneigðum ríkjum getur kostað mikið.

Tæknilegum hörmungum og kjarnorkuvopn. Stríðið endaði með kjarnorkusprengju. Sú ógn hangir enn yfir mannkyninu og minnir á nauðsyn þess að takmarka vígbúnað og beita visku í alþjóðamálum en kannski koma kjarnorkuvopn í veg fyrir alsherjarstríð (e. total war) í dag. Nýjasta nýtt eru átök Pakistana og Indverjar síðastliðna daga eða Úkraínustríð en menn vita hvað gerist ef kjarnorkuvopn eru beitt.

Niðurstaða

Að minnast loks seinni heimsstyrjaldarinnar er ekki aðeins að heiðra þá sem féllu, heldur að endurnýja fyrirheit okkar um að verja lýðræði, berjast gegn alræði og tryggja að hörmungar fortíðar verði ekki framtíð annarra. Það er skylda kynslóða framtíðar að læra af reynslunni — því friður krefst minningar, en einnig ábyrgðar.

Sagt er að þegar kynslóðin sem barðist er látin og farin yfir móðuna miklu, taki nýjar kynslóðir við sem þekkja ekki hörmungar fortíðarinnar og þær eru dæmdar til að endurtaka mistök fortíðar. Líkt og barn sem er tabula rasa, endurtekur sagan sig, því að stundum þurfa menn að upplifa hörmungar til að forðast þær í framtíðinni.

Því miður dugar ekki tal um hættur. Þetta hefur bloggritari brýnt fyrir blogglesendur að við þurfum að undirbúa okkur fyrir næsta stríð, því það kemur! Íslendingar eru ekki tilbúnir fyrir stórstyrjöld þótt stjórnvöld þykjast vera að undirbúa sig. Þjóðaröryggisráð er brandari, því miður, með fólk sem litla sem enga þekkingu á nútíma hernaði. Bloggritari getur ekki séð að gert sé ráð fyrir allar mögulegar sviðsmyndir framtíðarátaka í plönum íslenskra stjórnvalda.

 


Næsta síða »

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband