Færsluflokkur: Samfélagsmiðlar
"Lýgin gerir yður sízt ófrjálsari en sannleikur. Lýgi er að minnsta kosti jafnörugg leið að marki einsog sannleikur. Það er að segja, illa predikuð lýgi verður náttúrlega heimaskítsmát fyrir vel predikuðum sannleik. En sannleikurinn kemst ekki uppi moðreyk fyrir vel predikaðri lýgi."
Samfélagsmiðlar | 3.9.2024 | 19:16 (breytt 4.9.2024 kl. 11:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þróunin í gervigreind - A.I. er á ljóshraða. Undanfari gervigreindarinnar er algóritminn (reiknirit). Hver er munurinn á honum og gervigreind?
Algóritminnn er skref fyrir skref sett af leiðbeiningum eða skilgreint verklag til að leysa vandamál eða framkvæma verkefni. Það er takmörkuð röð vel skilgreindra reglna sem veita lausn á tilteknu vandamáli. Dæmi um þetta er flokkunarreiknirit (eins og QuickSort eða MergeSort), leitarreiknirit (eins og tvíundarleit) og stærðfræðileg reiknirit (eins og Euclidean algrím til að finna stærsta sameiginlega deilann).
Gervigreindin (AI) er þróaðri útgáfa. Gervigreind vísar til breiðari sviðs að búa til vélar eða kerfi sem geta framkvæmt verkefni sem venjulega krefjast mannlegrar upplýsingaöflunar. Gervigreind felur í sér þróun kerfa sem geta lært af gögnum, þekkt mynstur, tekið ákvarðanir og bætt sig með tímanum. Dæmi um þetta er vélræn líkön, náttúruleg málvinnslukerfi, tölvusjónkerfi og sjálfstæðir aðilar.
Bæði "kerfin" eiga það sameiginlegt að mannleg hugsun er upphafið. Bloggritari hefur komist að því að gervigreind eins og ChatGPT er ekki alveg traust heimild og niðurstöður hennar ber að taka með fyrirvara. Hann hefur lagt nokkrar gildrur fyrir hana sem hún féll auðveldlega niður í. Þegar gengið er á hana, biðst hún afsökunar og leiðréttir sig. Eftir á!
Algóritminn er jafn varasamur. Hann fylgist með einstaklinginum 24/7 tímans. Alls staðar þar sem farsíminn er eða tölvu, er einstaklingurinn undir eftirliti....já hverja? Jú, stjórnvalda og tæknifyrirtækja sem selja aðgang að notandum eins og að vænd....
Google er stóri bróðir 2024. Ef þú leitar til dæmis að sólgleraugum þar, veit þú ekki fyrr en sólgleraugna auglýsing poppar upp á skjá þínum. Hvernig vissi gleraugnaframleiðandinn að þú ert að leita að sólgleraugum? Jú, Goggle selur aðgang að þér.
Eins og í úttópunni "1984" á einstaklingurinn ekkert einkalíf um leið og hann stígur fæti út fyrir hús. Jafnvel þótt hann skilji farsímann eftir heima, til að geta farið um eftirlitslaus, þá taka götumyndavélar við og gervihnettir. Og bing....um leið og þú ferð inn í búð, ertu komin(n) á radarinn aftur. Nú eru það kreditkorta fyrirtækin sem fylgjast með þér og bankinn.
Í "1984" var stóri bróðir kominn inn fyrir dyrnar og risastór monitor fylgdist með aðalpersónunni Winston Smith öllum stundum og skammar hann ef hann t.d. gerir ekki morgunæfingarnar eða hlustar á áróðursfréttir dagsins. Er það orðið svo slæmt hjá okkur í dag? Já, það er það. Fólk verður að passa sig á að líma fyrir linsur fartölva og smart sjónvarpa, annars er hætta á að það sem gerist í svefnherberginu falli í rangar hendur. Bóndinn í afdalasveit, getur ekki vænst þess að vera í friði fyrir tækninni, þótt hann ákveði að hafa ekkert rafmagn eða samskiptatækni. Hægt er að fylgjast með honum með gervihnött sem getur séð krónu mynt skýrt.
Google er woke og hlutdræg leitarvél. Nýjasta dæmið er morðtilræðið við Donald Trump. Prófið að setja inn leitarorðin á Google: "assassination attempt on" og leitarniðurstöðurnar skila öll möguleg morðtilræði en við Trump. Teymi Trumps kvartaði yfir þessu, gerði harða hríð að Google og nú birtist leitarniðurstöðu um morðtilræðið á eftir leitarniðurstöður um morðtilræðið við Ronald Reagan. En Google birtir eftir sem áður fjölmiðla andsnúna Trump, svo sem CNN, á fyrst leitarsíðu ef leitað er frétta af karlinum.
Prófum nú leitarorðin á Google: "How many viewers has CNN"? Fyrsta leitarniðurstaða er CNN Press Room (þeir sjálfir). Þar segir: "Samkvæmt Comscore náði CNN til 116 milljóna einstaka gesta í Bandaríkjunum í mars, sem hélt #1 stafrænum fréttavettvangi í meira en átta ár í röð. Forysta CNN í einstökum gestum á undan #2 CBS News er 12,4 milljónir einstakra notenda fyrir mars." og "CNN Ranks in top Most-Watched Networks in All of Cable in March and Q1 2024."
Spyrjum ChatGPT sömu spurningu og svarið er: "Frá og með miðju ári 2024 er áhorf á CNN á bilinu 523.000 til 1,39 milljónir eftir tímarbili og lýðfræði. Á besta tíma nær netið til um 856.000 áhorfenda að meðaltali. Vinsælustu þættirnir á CNN eru meðal annars Anderson Cooper 360° með um það bil 1,25 milljón áhorfendur og The Source með Kaitlan Collins sem laðar að sér yfir 1 milljón áhorfenda."
Auðljóslega er svar ChatGPT betra og endurspeglar hversu mikil hnignun er í gangi á CNN.
Samfélagsmiðlar | 8.8.2024 | 12:06 (breytt kl. 18:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórða valdið, eins og fjölmiðlar hafa viljað kalla sig, hefur reynst vera handbendi skuggavalds. Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er varla lengur til. Stóru fjölmiðlarnir, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða bara Íslandi, eru ekki að segja fréttir, heldur að flytja áróður.
Áróðurinn getur verið margvíslegur, t.d. í loftslagsmálum, í woke málum eða fjölmiðlarnir eru hreinlega í vasanum á stjórnmálaöflunum og flytja frétta flutning sem hentar stjórnvöldum hverju sinni. RÚV er til að mynda oddviti íslenskra fjölmiðla sem flytja áróður en aðrir fjölmiðlar eru einnig undir áhrifum hagsmunaafla. Wokismi, loftslags hræðsla, Rússa fóbía o.s.frv. er stefnan, en ekki hlutlaus fréttaflutningur.
Í Bandaríkjunum er allt í háa lofti vegna þess að allt í einu "uppgötvuðu" fjölmiðlar að Joe Biden er elliært gamalmenni sem getur varla ratað um svið. Þetta hefur bloggritari bent á hér á blogginu síðastliðin fjögur ár, að maðurinn er hættulegur heimsfriðnum og hann er haldinn elliglöp.
Varla er bandaríska fjölmiðlastéttin vanvitar upp til hópa, þannig að það er auðljóst að yfirhylming hefur átt sér stað síðastliðin fjögur ár.
Auðvitað bentu hægri fjölmiðlarnir í landinu, svo sem Foxnews og Maxnews á þessa staðreynd en aðrir hylmdu yfir og voru beinlínis í liði með demókrötum. Þeir sendu annað hvort spurningar fyrirfram eða fengu þær frá Hvíta húsinu. Svo var spunnið vitrænn söguþráður með strengjabrúðunni Joe Biden sem varla getur lesið texta af textavél. Í dag ætlar hann í fyrsta sinn að vera með opinn blaðamannafund, sjáum hvort hann verði ekki einnig stýrður.
Nýju föt keisarans er það sem fjölmiðlar vilja láta okkur trúa að séu til. En þeir sem vilja, sjá að keisarinn er nakinn. Það er ekki nýtt að auðvelt reynist að plata fjöldann. Við sjáum það í sigurför kommúnismans og nasisismans á 20. öld og dauðann og eyðileggingu sem fylgdi í kjölfarið. En það sé enn hægt, á tímum internetsins, vekur áhyggjur.
Góðu fréttirnar fyrir okkur borgaranna, sem viljum fylgjast með umheiminum án áróðurs ítroðslu, er að frjálsir fjölmiðlamenn eru orðnir áberandi og öflugir á netinu. Svo sem Bill O´Reilly sem er fyrrverandi fréttamaður á Foxnews. Hann segist sjá hlutina eins og þeir eru og lætur bæði hægri og vinstri menn heyra það. Bloggritari fylgist því vel með hvað hann segir en einnig aðra frjálsa fjölmiðlamenn.
Stóru fjölmiðlarisarnir eru búnir að vera, fólk leitar víða um völl að fréttum og traustið, sem var þegar í lágmarkið, er farið. Svo er farið um öll Vesturlönd. Fjórða valdið er dautt.
Samfélagsmiðlar | 11.7.2024 | 13:58 (breytt kl. 15:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggritari rekst við og við á gamlar glósur úr Facebook sem koma úr "minningum". Stundum man hann ekki hvort hann hafi endurbirt þessar greinar á Samfélagi og sögu, sýnist ekki miðað leit hér á blogginu. En eins og sagt er, góð vísa er aldrei of oft kveðin og hér kemur ein góð:
Svo virðist ekki vera við fyrstu sýn. Reglulega berast fréttir af að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter eru að loka fyrir aðgangi áskrifenda þessara miðla vegna meintra brota, svo sem haturorðræðu eða annarra brota. Hvergi kemur fram í þessum fréttum hver ákveður hvað er rétt að segja og hvað er hatursorðræða.
Þjóðfélög nútímans hafa ekki enn haldið í við hraða þróun samfélagsmiðla og menn átta sig ekki á hættum þeim sem fylgja því valdi sem þessir samfélagsmiðlar hafa á gang heimsmála. Flestir þessara samfélagsmiðla eru bandarískir og þeir taka mið af bandarískri menningu og hugsunarhátt. Hver gaf þessum miðlum vald til að ákveða hvað er viðeigandi að segja um víðan heim og hvað ekki? Eru það hópur ritskoðenda á vegum þessara miðla sem sía út ,,meinta haturorðræðu eða er það algrím forrit sem leita að ,,ljótum eða óviðeigandi orðum? Ég held að það séu ritskoðunarsíur sem finna þá sem ,,brjóta af sér og það sé á endanum einstaklingur/ar á vegum þessara miðla sem ákveða að loka fyrir reikningi notandans sem þeir hafa í raun engan rétt til.
Í flestum stjórnarskrám þjóðríka eru ákvæði um tjáningarfrelsi, svo málfrelsi, prentfrelsi og fundarfrelsi en fæstar hafa fylgt hraða tæknibreytingar og breytingar á tjáningarmáta. Svo er einnig háttað um íslensku stjórnarskrána. Í henni er tjáningarfrelsið tryggt en stöðugt er verið að vega að því með setninga laga, sem ég tel vera í andstöðu við stjórnarskránna, svo sem setningu laga um hatursorðræðu og jafnvel hefur verið sett á fót embætti eða deild innan lögreglunnar sem á að ritskoða hvað fólk segir og lögreglufulltrúi vaktar. Nú ætlar ríkið að ákveða hvað er rétt að segja og hvað er rangt. Er ekki eitthvað skrýtið við þetta? Á ekki láta svona mál vera einkaréttarmál án afskipta ríkisvaldsins? Ef einhver ærumeiðir eða notar óviðeigandi orð, að einstaklingur geti þá gripið til dómstólaleiðina eins og hefur verið hægt í gegnum aldir? Þetta kallast á hreinni íslensku ritskoðun en það er ekki nógu gott orð, betra væri að tala um tjáningarheftun eða jafnvel tjáningarbann undir ægivaldi ríkisins.
Með tjáningarfrelsisréttarákvæðum stjórnaskráa hefur okkur í vestrænum samfélögum öllu verið gefið rétturinn til að láta í ljós hvaða skoðun sem er án ritskoðunar eða tálmana. Að vera fær um að láta orð rúlla af tungunni án þess að þurfa að seinna að endurskoða hugsanir þínar gætu hugsanlega verið einn af mesta réttindum í vestrænna samfélaga. Þess má geta í framhjá hlaupi að í Bandaríkjunum er málfrelsið óskorðað. Til að mynda eru ekki til sérstök lög gegn hatursorðræðu, heldur tala þeir um hatursglæpi sem haturorðræða er spyrnt saman við. Þ.e.a.s. ef þú fremur hatursglæp og hefur um leið ummæli sem teljast megi vera hatursorð, þá má auka við refsinguna fyrir glæpinn. Ekki er dæmt sérstaklega fyrir hatursorðræðu, nema hótað sé manndrápi eða líkamsmeiðingum.
Þó að við séum frjálst að segja það sem við viljum, er ekki heimilt að tjá neina skoðun sem brýtur, ógnar eða móðgar hópa, byggt á kynþáttum, litum, trúarbrögðum, þjóðernisstefnu eða fötlun (hatursorðræða). Á málfrelsi á netinu við ef við höfum fengið takmarkanir? Er hægt að málamiðla? Hefur línan til að vernda notendur með ritskoðun og leyfa ennþá einstaklingum að tjá sig frjálslega orðið óskýr?
Samfélagsmiðlar hafa orðið helsti viðkomustaður margra og oft sá eini, þeirra er fara á netið. Fylgis er með núverandi atburðum, slúðurfrétta, notað sem dagbók eða tól til að vaxa í viðskiptum.
Samfélagsmiðlar eins og og Facebook og Twitter hafa verið í meðvituðu átaki til að stjórna efni sem birtist á vettvangi þeirra. Samkvæmt grein í CBS News, gaf Facebook í sumar út lista yfir viðmiðunarreglur um hvað teljist vera stefnumótandi efni, sem olli undrum hjá mörgum vegna hugmyndarinnar um að aðferðafræði þeirra er í raun hlutdræg gagnvart umdeildum sögum og innleggum.
Ekki fyrir löngu fékk Facebook mikla gagnrýni vegna banns á birtingu Víetnamsstríðsmyndar en það gerðist vegna reglna um birtingu kláms. Facebook varð að gefa eftir í málinu. ,,vegna þess að stríðsmyndin gefur táknræna mynd af atburði með sögulegri skírskotun, gildi þess að leyfa vegur þyngra en gildi þess að vernda samfélagið með því að fjarlægja efnið, þannig að við höfum ákveðið að endurreisa myndina á Facebook þar sem við vitum að það hefur verið fjarlægt", sagði talsmaður fyrirtækisins.
Facebook hefur efnivið til að verða ein stærsta uppspretta heimsins fyrir fréttir og sterk afstaða miðilsins til ritskoðunar gæti haft áhrif á það sem notendur hafa aðgang að. Í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum vildi Facebook banna Donald Trump að nota miðil þeirra vegna meins brots en Mark Zuckerberg steig inn vegnað ótta um að þessar gætu eyðilagt kosningarnar.
Auðvitað er mikilvægt fyrir samfélagsmiðla að sía út barnaklám, áreitni, einelti á netinu og almennt ofbeldi en hvernig skapa þeir fullkomna jafnvægi?. Mikilvægt er að notendur geti nýtt sér samfélagmiðla án ótta og ekki líði eins og þeir séu dæmdir til að tjá skoðanir sínar á ákveðinn hátt. Hægara sagt en gert? Til þess að þetta verði gert á réttan hátt þurfa samfélagsmiðlarnir að finna sanngjarna málamiðlun, sem gefur notendum vettvang til að tjá sig án þess að þurfa óttast refsingu.
Twitter (X) gæti verið komið með uppskriftna að réttri lausn. Síðastliðinn október rákust notendur á eiginleika sem kallast muted words eða ,,þöggun orða. Þessi valkostur gerði notendum kleift að búa til lista yfir óæskileg orð og orðasambönd sem þeir vildu ekki sjá á tímalínunni en leyfa aðra sjái sem vilja. Heimildmenn segja að þessum eiginleika í Twitter hafi verið birtur of snemma og hann tekinn út en yrði settur inn aftur í framtíðinni með uppfærslu. Þetta gæti verið leiðin til að halda friðnum milli andstæðra fylkinga.
Staðan eins og hún er í dag, að Facebook hefur varanlega bannað Infowars stofnandann Alex Jones, sem er hægri maður, samfélagsgagnrýninn Milo Yiannopoulos og Laura Loomer auk annarra sem eru áberandi lengt til hægri. Banninu fylgdi yfirlýsing um að miðillinn myndi ekki leyfa hvíta þjóðernishyggju og aðskilnaðarsinna á vettvangi sínu lengur.
Aðrir sem voru endanlega sagðir út af sakramentinu, eru meðal annars fræðimaðurinn Paul Joseph Watson og hvíta þjóðernissinninn Paul Nehlen. Einnig útilokaði Facebook Louis Farrakhan, leiðtogi þjóð Íslams, sem hefur verið gagnrýndur fyrir orðræðu sína. Hvað verður bannað næst og hvaða rétt hefur Facebook til að dæma í pólitískum málum? Hvar eru mörkin sem þessi miðlar eiga að búa við? Þarf að koma böndum á þessa miðla með lögum?
Samfélagsmiðlar | 1.6.2024 | 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú svo að málfrelsið þarf stöðugt að verja fyrir þá sem aðhyllast harðstjórn en líka gagnvart "góða fólkinu" sem er svo dyggðugt, að aðeins þeirra skoðanir eru réttar. Málfrelsið í augum þess á að iðka, svo lengi sem það rímar við þeirra skoðanir en vei aðrar skoðanir.
RÚV var með grein á vef sínum, sem ber heitið "Óþjóðalýður, frekjur, hyski og afætur" og skammaði kynþáttahataranna á samfélagsmiðlunum fyrir skoðun þeirra undir flokknum jafnrétti. Er ríkismiðillinn, sem er á jötu skattborgaranna, um þess beðið, að geta lexía okkur almúgann um rétt siðferði, orðfæri og framkomu?
Það er rétt að kommentera eða athugasemdakerfi samfélagsmiðla er ansi sóðalegt, margir illa skrifandi og uppfullir af fordómum. Þessi skrif og skoðanir fólks dæma sig sjálf eða á að stofna hatursglæpa rannsóknadeild lögreglunnar sem gerir ekkert annað en að finna "skoðanaglæpi" eða "hugsunarglæpi" í anda útópíunnar 1984? Eru við þá ekki komin ansi nærri siðgæðislögreglu Sádi Arabíu (og Afganistan) sem gengur um götur og sér til þess að kvenfólkið sé almennilega hulið?
Eru ekki til dómsstólar sem hægt er draga fólk fyrir ærumeiðingar? Er það ekki nóg? Þarf ríkisvaldið að hafa sér löggæslufólk sem eltist við "rangar" skoðanir? Ekki var fólkið sem fór á námskeið um hatursglæpi til Pólands, hótinu betra en aðrir borgarar. Sá yður er syndlaus er, kasti fyrsta steininum segir testamentið.
En hér er ætlunin að fara í ummæli Margaret Thatcher um málfrelsið. Líkt og nánast alltaf, hittir hún satt á munn. Látum hana hafa orðið:
"Umræðufrelsi er eitthvað meira en bara málfrelsi. Umræða krefst vilja til að hlusta jafn mikið og getu til að rökræða. Í gegnum umræðu bæði kennum við og lærum - og því víðar sem umræðan nær því meiri líkur eru á því að við fjöllum um og aukum mannlegan skilningi.
Umræðufrelsi getur verið ógnað á ýmsa vegu. Augljóslegast getur það verið vísvitandi bælt, letjað eða refsað af yfirvöldum.
Það gæti líka minnkað þar sem einstaklingar eru hræddir frá trú sinni vegna þessa fíngerða og spillandi þrýstings sem Alexander Solzhenitsyn lýsti svo vel sem "ritskoðun tískunnar".
Eða það getur einfaldlega visnað - svipt ljósi og lífi vegna sameiginlegrar löngunar til að sækjast eftir svokallaða "samstöðu" á hvaða verði sem er, jafnvel prinsippverði. John Stuart Mill skrifaði í frægri ritgerð sinni 'On Liberty':
"...ef allt mannkyn að frádregnum einni manneskju væri á sömu skoðun, og aðeins ein manneskja á gagnstæðri skoðun, væri mannkyninu ekki réttlætanlegra að þagga niður í þeirri manneskju, heldur en það, ef hann hefði vald, væri réttlætanlegt að þagga niður í mannkyninu.
Það er líka efnislegt tap þegar sljó einsleitni, af því tagi sem sósíalismi eins og aðrar alræðishvatir, kemur í stað einstaklingshyggju og fjölbreytileika. Ef litið á sérstaka sögu okkar, sýnir það þetta.
Vesturlönd náðu efnahagslegum yfirburðum sínum og njóta nú hárra lífskjara vegna þess að það hefur verið framtaks- og samkeppnisandi til að leysa tæknileg vandamál og síðan að beita lausnunum að verklegum þörfum manna. Það er vissulega það sem aðgreinir nútíma evrópska siðmenningu okkar frá fyrri tímum. Kínverjar uppgötvuðu seguláttavitann - en það var enginn efnahagslegur hvati fyrir þá til að sigla um heiminn.
Ég tel að Tíbetar hafi uppgötvað hreyfingu hverfla: en þeir létu sér nægja að nota þá til að snúa bænahjólunum sínum.
Býsansmenn uppgötvuðu klukkuverk - og þeir notuðu það til að svífa keisarann um loftið til að heilla sendiherra villimanna Evrópu. En við þurfum ekki að teygja okkur svo langt aftur í fortíðina til að sýna fram á hvernig frjáls umræða og efnahagslegar framfarir eru sterk, ef ekki lúmsk, tengd saman.
Líttu bara í kringum þig á efnahagslegum mistökum kommúnista stjórnarhagkerfisins. Alræðisríki gæti tekist - eins og árangur Rauða her Stalíns á fjórða áratugnum sýndi - að beita valdi og skelfingu til að framleiða gríðarlegt magn af vopnum; en þróun og beiting tækni krefst rökræðna, rökstuddra umræðu og tilrauna - hugarfar sem aldrei sættir sig við takmörk núverandi þekkingar.
Þess vegna gátu Sovétríkin ekki jafnast á við tæknina á bak við SDI áætlun Bandaríkjanna: hún er tengslin milli siðferðislegs og hernaðarlegs bilunar kommúnismans. En umræðufrelsi hefur beinari og jafnhagstæðari notkun á stjórnmálum.
Þegar fólk er fært um að rökræða opinberlega um mistök pólitískrar stjórnar, öðlast það fljótt hugrekki og sjálfstraust til að endurbæta hana."
____
1991 3. október, Margaret Thatcher.
Ræða við Jagiellonian háskólann í Krakow.
https://www.margaretthatcher.org/document/108284
Samfélagsmiðlar | 13.3.2024 | 13:54 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandaríkjamenn hafa aldrei haft eins lítið álit á fjölmiðlum og í dag. Samkvæmt einni könnun treysta aðeins 17% almennings fjölmiðla. Það er meira traust til íslenska fjölmiðla, sem er óverðskuldað.
Fjölmiðlar hafa gert ýmislegt til að verðskulda þetta vantraust. En hvenær missti almenningur traust á fjölmiðlum? Það er erfitt að segja en ef til vill má rekja þetta til CNN sem var fyrstu fjölmiðla með fréttir allan sólarhringinn. Þetta var mikil nýjung en breytti kannski fréttamennskunni.
Nú þurftu menn að finna fréttir allan sólarhringinn og þótt sömu fréttirnar væru endurfluttar oft á sólarhring, skapaðist vandamál við að fylla í eyðurnar. Þá varð til "skoðanafréttir", fréttamenn fóru að segja sitt álit og teygja lopann. Í stað hlutlausrar frásagnar var komin sýn fréttamannsins eða fréttastofunnar. Ástandið hefur bara versnað síðan þá, því nú er netið komið, með podcast, eins manns fjölmiðila, til dæmis, Tucker Carlson, Bill OReilly og fleiri og allir með skoðanir.
Nú er svo komið að almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og framsetningu þeirra og úr því að fátt annað er í boði en skoðanafjölmiðlar, kýs fólk fjölmiðla sem endurspegla a.m.k. að hluta til skoðanir og gildi þeirra. Einhliða fréttaflutningur er því af gangi heimsmála og innanlandsmála og skipting landsmanna í tvær fylkingar varanlegar. Tökum sem dæmi spillingarmál Joe Bidens, mjög fáir demókratar vita nokkuð af viti um þau, enda fréttirnar af mesta spillingamáli Bandaríkjasögu í skötulíki hjá vinstri sinnum fjölmiðlum Bandaríkjanna.
Margir leita því á netið og velja sér eins manns fjölmiðil, t.d. Bill OReilly og reyna þannig að afla sér upplýsinga. Svo kallað kapalsjónvarp er á miklu undanhaldi vestan hafs og eftir að Foxnews rak besta sjónvarpsmann sinn, Tucker Carlson, hefur fjölmiðill verið á hraðri niðurleið, þróun sem er löngu hafin hjá öðrum kapalsjónvarpsstöðvum. CNN er þar á botninum, enda hvarf allur trúverðleiki miðilsins þegar hann reyndi með öllum tiltækum ráðum að taka niður Donald Trump. Hann dró fram í dagsljósið sem allir vissu, að fjölmiðlar eru ekki hlutlausir. Hann dró líka fram djúpríkið sem allir vissu líka af en var í bakgrunninum.
Þetta er að mörg leyti góð þróun, því að þótt fjölmiðlar áður fyrr hafi þóttst vera hlutlausir, þá voru þeir það aldrei. CIA var með starfsmenn innandyra hjá helstu fjölmiðlum landsins.
Sömu þróun má sjá hér á landi. Risavaxinn ríkisfjölmiðlinn skekkir reyndar myndina á Íslandi.
Ríkisfjölmiðill RÚV, með 8 milljarða meðgjöf í formi nauðungar áskrift og nokkra milljarða í auglýsingatekjur, gnæfir yfir íslenska fjölmiðlamarkað. Honum hefur tekist að útrýma marga einkarekna fjölmiðla, má þar nefna N4 sem mikil eftirsjá er að, enda eina landsbyggða sjónvarpið. Við fáum ríkissýn á fréttir dagsins.
En svo er íslensk fréttamennska kapituli út af fyrir sig. Hún er á lágu plani. Íslenskir auðmenn, líkt og í Bandaríkjunum, hafa keypt sér ákveðna fjölmiðla til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Við heyrum og sjáum þá mynd af veröldinni sem þeir vilja að við sjáum.
Ég er hættur að horfa á kvöldfréttir Stöðvar 2 eða RÚVs, því að þessar fréttastofur eru með hreinan áróður með efnistökum sínum. Kíkið t.d. á hvað er fyrsta viðfangsefni fréttatímanna. Það endurspeglar ekki alvarleika eða þýðingu fyrir almanna hagsmuni og verðskuldi að vera fyrst á dagskrá. Það sem fréttamönnunum sjálfum finnst vera merkilegt er ekki endilega það sem á fyrst og fremst erindi við almenning. Svo eru fluttar fréttir af "ekki fréttum" í marga daga, eða þar til andstæðingurinn hefur gefist upp eða fréttastofan fengið "réttu" viðbrögðin. Og almenningur farinn að trúa fréttaflutninginum.
Oft halda fjölmiðlanir fram málstað örhóps og hampa honum. Gott dæmi um þetta eru mótmæli hvalfriðunarsinna sem fengu mikið pláss í íslenskum fjölmiðlum. Svo kemur í ljós í skoðanakönnun að um 70% almennings studdi ekki aðgerðir aðgerðasinna.
Annar kapituli fyrir sig, eru viðmælendur eða álitsgjafar fjölmiðlanna og hverja þeir spyrja ekki álits. Mjög vinstri sinnaður álitsgjafi er spurður álits um íslensk stjórnmál og annar einstaklingur um bandarísks stjórnmál, hreinræktaður demókrati sem finnst repúblikanar ekki húsum hæfir eða ferjandi.
Ef til vill er mesta ámælisefnið fréttirnar sem aldrei eru sagðar og hunsaðar. Útvarp saga, sem er eini fjölmiðillinn sem sannarlega flytur öðruvísi fréttir, t.d. frá Svíþjóð, sem aðrir fjölmiðlar fjalla ekki um. En Útvarp saga er ekki hlutlaus og virðist vera á hægri kantinum en við vitum af því sem hlustum og tökum mið af því. En allar skoðanir fá að viðra sig, líka afdankaðar skoðanir Pírata, sem er gott mál.
Íslenskir fjölmiðlamenn mættu vinna störf sín betur. Grafa betur eftir upplýsingum og reyna að halda sem mest í hlutleysið, þótt það sé erfitt. En umfram allt, ekki ljúga að almenning, sem er frumskilyrði blaðamennskunnar. Ekki copy/paste erlendar fréttir án gagnrýnnar hugsunnar.
Í heimi 1984 sem gildir í dag, þar sem ekki er bara ráðist á tjáningarfrelsi fólk, málfrelsið þar fremst í flokki, heldur er ráðist á hugsanafrelsi fólks og lætur það ritskoða sjálft sig í hugsunum sínum, það er hætttulegasta þróunin í dag og sú lævíska. Reynt er að hafa áhrif á hugsanir fólks, til dæmis með breytingu á tungumálinu. Fundin eru upp ný hugtök fyrir allt á milli himins og jarðar. Sum hugtökin eru til framfara og taka út niðurlægjandi orð og hugtök en önnur beinlínis ætluð til að breyta hugsunum okkar. Vei þeim sem notar rangt hugtak.
Þetta er vandamál, því að fólk þarf sífellt að vera á varðbergi gagnvart sjálfu sér. Spurningin er hvort að hægt er að fá fólk til að trúa að rangt sé rétt og rétt sé rangt? Það er hægt hjá stórum hópum þjóðfélagsins, ótrúlegt en satt, og því hægt að setja þjóðfélagið á annan enda og fella það.
Sjá má þetta í sögunni 1984. Í stað hefðbundinnar löggæslu kemur Hugsunarlögreglan, eða Thinkpol. Þeir þjóna sem dómari, kviðdómur og böðull fyrir hvers kyns glæpi gegn kenningum flokksins, jafnvel neikvæðar hugsanir. Þeir hafa ekkert stigveldi eða skipulag og einstaklingar eru óþekkjanlegir.
En sem betur fer, eru menn sem hugsa sjálfstætt á öllum tímum, jafnvel í harðstjórnarríkjum, og viðhalda skoðanafrelsinu. Því ber að hlúa að skoðanafrelsinu og þeim sem bera fram skoðanir sínar. Ekki ráðast á atvinnu fólks; fara í manninn eins og sagt er og hafa af honum viðurværið. Þeir sem kalla eftir því, hafa greinilega ekki kynnt sér lífið í kommúnistaríkjunum kaldastríðsáranna. Útskúfun úr samfélaginu, missir vinnu var hlutskipti þeirra sem andmæltu ríkjandi skoðanir kommúnistastjórnanna. Nú kalla menn eftir útskúfun og atvinnumissir þeirra sem eru öndverðu skoðanna en þeir. Og myndavélar fylgja borgunum eftir um leið og stigið er úr húsi og jafnvel innandyra með farsímann sem njósnatæki.
Við erum skemmur frá samfélagi 1984 en ætla má.
Samfélagsmiðlar | 20.9.2023 | 10:40 (breytt kl. 11:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menn (konur og karlar) nota Moggabloggið í margvíslegum tilgangi. Flestir eru með hugleiðingar um dægurmál sem eru á efst á baugnum hverju sinni.
Sumir hvetja til þátttöku lesenda sinna og hafa svo kallaðan athugasemdareit neðan við blogggrein sína. Aðrir gefa engan kost á andsvar og vilja hafa blogg sitt sem n.k. einræðu eða blaðagrein sem ekki er hægt að svara nema að skrifa aðra bloggrein á móti.
Svo er það þriðji hópurinn sem fer bil beggja. Hann leyfir athugasemdir...eftir samþykki bloggarans. Það getur því verið bið á andsvari eða höfnun. Þetta getur verið svolítið slæmt, því ef maður vissi fyrirfram að bið er á birtingu athugasemdarinnar og hún háð dutlungum bloggarans, þá held ég að ég birti ekki athugasemd. En maður lærir með tímanum á bloggaranna.
Ég hafði í upphafi það þannig að menn geta gert athugasemdir við blogggreinar mína og þær birtast strax. En eftir eitt ár, var ég að fikta í stillingum á bloggsíðu minni og ákvað að hafa það þannig að athugasemdirnar væru háðar samþykki mitt. Ekki var ætlunin að þagga niður athugasemdir og gerði ég þetta án mikillar íhugunar.
En þá skrifaði einn lesenda minna að ég væri harður talsmaður málfrelsis og þetta væri ekki í anda þess. Ég tók sneiðina til mín og breytti athugasemda möguleikanum í snarasta. Nú getur hver sem er gert athugasemdir við blogg mitt án afskipta minna. Í raun þýðir hik á birtingu athugasemdar óbeina ritskoðun og því er ég ekki fylgjandi.
Ég hef sjálfur gert athugasemdir við blogggreinar bloggara hér, hjá þeim sem það gefa kost á. En þeir eru innan við 10 talsins sem ég geri athugasemd við. Þeir eru valdir vegna þess að þeir skrifa reglulega og eru með áhugaverðar blogggreinar. En oft er ég ósammála þeim og segi svo. Stundum sammála og segi svo.
Þeir, þessir heiðursmenn, nánast undantekningalaust leyfa mér, rausaranum, að tjá mig og eiga þeir þökk fyrir. Ég hef bara einu sinni lent í því hér á blogginu að lokað var á mig og það fyrir sakleysislega athugasemd að því mér fannst. Sá fékk í staðinn heila blogggrein mína í andsvar. Síðan hefur ég ekki gert athugasemd hjá honum, enda bíður hann ekki upp á opna umræðu.
Athugasemdakerfi bloggsins og samfélagsmiðlanna er góðra gjalda vert. Það hvetur til þátttöku almenning í opinberri umræðu, þótt stundum gusti um frjálsa umræðu.
Samfélagsmiðlar | 11.8.2023 | 10:33 (breytt kl. 10:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020